Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 17 Undirföt fyrir konur Skálastærðir: B-FF Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 #24 XXXXXXXXXXX ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR MEIRIHLUTI Bandaríkjamanna getur ekki nefnt eitt einasta bandarískt ráðuneyti, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar er gerð var á vegum fyrirtækisins The Polling Company í Wash- ington. Þátttakendur voru um 800 fullorðnir einstaklingar. Greint er frá niðurstöðunum á heimasíðu fyrirtækisins. Nánar tiltekið kom í ljós, að 58% þátttakenda gátu ekki nefnt eitt einasta ráðuneyti á nafn, en alls eru ráðuneytin í stjórn Georges W. Bush forseta nítján. Einungis fjögur prósent gátu nefnt að minnsta kosti fimm ráðu- neyti. Enginn þátttakendanna gat nefnt öll nítján, og eitt prósent gat nefnt ellefu. Það ráðuneyti sem flestir gátu nefnt var varnarmálaráðuneytið, það þekktu 29% karla og 19% kvenna, eða að meðaltali 23% þátt- takenda. Næst kom fjármálaráðu- neytið, það þekktu 14%, utanrík- isráðuneytið þekktu 13%, heimavarnarráðuneytið þekktu 12% og 11% þekktu innanrík- isráðuneytið. Spurningin sem lögð var fyrir þátttakendur var opin og gátu þeir nefnt eins mörg eða eins fá ráðuneyti og þeir vildu. Ef þeir nefndu ráðherra, t.d. Colin Powell, sem er utanríkisráðherra, var það tekið sem rétt svar. Í könnun sem The Polling Company gerði í fyrra kom í ljós, að einungis 36% Bandaríkjamanna gátu nafngreint að minnsta kosti einn hæstaréttardómara, en tvö- falt fleiri vissu nöfnin á teiknifíg- úrunum sem kenndar eru við Rice Krispies-morgunkornið. Könnun á þekkingu bandarísks almennings á stjórnkerfinu Meirihluti þekkir engin ráðuneyti VOPNAÐIR ræningjar höfðu á brott með sér umtalsverða fjármuni, að því er talið er, er þeir brutust inn í Nord- ea-bankann við Grünerlokka í Ósló í gærmorgun og tæmdu næturhólfið í bankanum. Talið er að ræningjarnir hafi verið fimm talsins en þeir komust undan. A.m.k. einn þeirra var vopn- aður skammbyssu, að sögn sjónar- votta. Ekki er vitað hversu miklu þeir stálu en vitað er að ýmsar verslanir við Grünerlokka leggja jafnan tekjur helgarinnar í næturhólfið í Nordea. Í frétt Aftenposten segir að ræn- ingjarnir hafi komist inn í banka- útibúið með því að brjóta rúðu. Þeir komust á brott með allt sem í næt- urhólfinu var. Þeir flúðu á gráum Chevrolet, að því er lögreglan greindi frá. Keyrðu þeir á mann sem varð vitni að ráninu þegar þeir flúðu af vettvangi, en hann sakaði ekki. Skiptu þjófarnir um bíl og er talið að þeir hafi farið yfir í hvítan sendiferðabíl. Vopnað bankarán í Ósló NORÐURBANDALAGIÐ, sem sit- ur í samsteypustjórn Silvios Berlusc- onis, forsætisráðherra Ítalíu, hefur framlengt þar til í janúar hótun sína um að ganga úr stjórninni. Vill bandalagið að í millitíðinni efni Berlusconi loforð sem hann hafi gefið um að minnka miðstýr- ingu og um fleiri umbætur. Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins, sagði að þingi bandalagsins, er haldið var um helgina, yrði ekki slitið svo að hægt væri að halda áfram skrafi og ráða- gerðum um aðild flokksins að stjórn- inni þegar Ítalir láta af forsætinu í Evrópusambandinu um áramótin. Hét Bossi því ennfremur, að öflug- ar mótmælaaðgerðir yrðu hafðar uppi um gervalla Ítalíu á næstunni til að leggja áherslu á kröfur flokksins. Krafðist Bossi þess, að þingið myndi samþykkja minnkaða miðstýringu í næsta mánuði, og færa þannig aukin völd til héraðsstjórna í landinu, sem eru 20. Verði ekki orðið við þessum kröf- um „þá er það betra fyrir okkur að rjúfa þetta þing hið fyrsta svo að við getum hafið annað án óheiðarlegra bandamanna“, sagði Bossi. Roberto Calderoli, flokksbróðir Bossis, sagði hótunina vera eins og „tímasprengju. Ef orðið er við kröfunum verður hún óvirk, en ef ekki, þá springur hún“. Ríkisstjórn Ítalíu Flokkur Bossis hót- ar að hætta Róm. AFP. Umberto Bossi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.