Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 19 Fram til 24. nóvember vinna Og Vodafone og Ericsson að uppbyggingu GSM kerfis Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem farsímanotendur okkar kunna að verða fyrir á meðan vinna stendur yfir. www.ogvodafone.is Við eflum GSM þjónustu okkar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 22 59 0 10 /2 00 3 LJÓST er að ekki er eining um skipulagið á Lundarsvæðinu, segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs og segir engan græða á því að byggja eftir skipulagi sem allir séu óánægðir með. Sigurður segir erfitt að tjá sig um málið fyrr en búið er að fara yfir athugasemdir íbúa, en frestur til að skila inn at- hugasemdum rann út í gær. Hann segir þó ljóst að eftirspurn sé eftir íbúðum af þeirri gerð sem gætu orðið í íbúðarturnunum sem kynntir voru í skipulaginu. „Það er afskaplega algengt að það séu gerðar breytingar,“ segir Sigurður, og bendir á að á Vatnsendasvæðinu hafi verið hætt við ákveðnar byggingar og aðrar lækkaðar vegna athugasemda íbúa. „Það er mikið einfaldara að gera þetta á teikniblaðinu heldur en seinna.“ „Allar athugasemdir eru skoðaðar og öllum svarað og góðar hugmyndir vel þegnar,“ segir Sigurður. Kópavogsbær hefur átta vikur til að svara athuga- semdum, en Sigurður reiknar ekki með að það þurfi að taka allan þann tíma. „Fullyrðingar út í loftið“ Sigurður gefur ekki mikið fyrir fullyrðingar lögfræðinga í áhugahópi um betri Lund, sem segja bæinn geta verið að skapa sér skaðabótaábyrgð ef verð húsa í nágrenni við Lundarsvæðið lækkar í kjölfar bygginga turnanna. „Þetta eru fullyrðingar út í loftið og við höfum oft heyrt þetta,“ segir Sigurður. Hann segir almenna skaðabótakröfu byggjast á því að ef einhver veldur öðrum tjóni með ólögmætum aðgerðum beri honum að bæta skaðann. Hann segir svipaða umræðu koma upp reglulega vegna einstakra framkvæmda, en skaðabóta- skylda hafi aldrei verið sannreynd. „Hvað varðar það að einhver hús lækki [í verði] ef eitthvað verður gert í skipulaginu, það veit enginn fyrr en á það reynir. Það hefur hvergi orðið nið- urstaðan, t.d. hækkuðu allar eignir á Vatnsenda í verði,“ segir Sigurður. Því hefur verið haldið fram að tillögur um byggingu turnanna átta brjóti gegn aðalskipulagi þar sem þar er kveðið á um að byggð á svæðinu skuli vera löguð að þeirri byggð sem fyrir er. Sigurður segir slíkt alltaf matsatriði. „Það er alger misskilningur ef menn halda að það þýði að þar sem er blokkarhverfi megi ekki byggja annað en blokkir í viðbót, eða það megi ekki byggja annað en einbýlishús í einbýlishúsahverfi.“ Ekki eining um skipulagið Kópavogi | Aðstandendur áhugahóps um betri Lund afhentu bæjaryfir- völdum í Kópavogi í gær undir- skriftalista með nöfnum á sjötta þús- und manns sem mótmæla byggingu átta háhýsa í landi Lundar. Frestur bæjarbúa til að skila at- hugasemdum við auglýst skipulag Lundarsvæðisins rann út seinnipart- inn í gær. Samkvæmt skipulaginu er áformað að reisa átta íbúðarturna á svæðinu, þann hæsta 14 hæðir. „Nú bíður okkar vinna við að fara yfir þetta, vega og meta hlutina og skýra hvert framhaldið verður,“ sagði Gunnsteinn Sigurðsson, for- maður skipulagsnefndar, þegar hann tók við undirskriftalistunum. Gunnsteinn sagðist ekki viss um hvaða tíma mundi taka að fara yfir at- hugasemdir bæjarbúa, en sagði bréf- legar athugasemdir sem borist hafa vera nokkra tugi, auk undirskrift- anna sem afhentar voru í gær. Auk þess að afhenda bæjaryfir- völdum undirskriftalista bauð áhuga- hópur um betri Lund bæjarstjórn og skipulagsnefnd að fá Pétur Ármanns- son arkitekt í heimsókn, á kostnað hópsins, til að kynna fyrir þeim aðra möguleika til að nýta svæðið en að reisa þar háreista byggð. Hannes Þorsteinsson, formaður áhugahóps um betri Lund, segist eiga von á því að bæjaryfirvöld muni taka tillit til athugasemda bæjarbúa, bæði í formi undirskrifta og persónu- legra athugasemda. „Ég held þetta hljóti að hafa áhrif, ég bara trúi ekki öðru.“ Á sjötta þúsund mót- mælti Lundarskipulagi Morgunblaðið/Þorkell Guðríður Elsa Einarsdóttir afhenti Gunnsteini Sigurðssyni, formanni skipulagsnefndar, undirskriftalista með tæpum sex þúsund nöfnum. Hlíðum | Starfsmenn og börn á leikskólanum Klömbrum hafa undanfarna mánuði tekið þátt í Comenius-verkefninu, sem er hluti af Sókratesaráætlun Evrópusambandsins og er ætlað að styðja við bakið á samstarfsverk- efnum skóla í Evrópu. Verkefnið er nefnt eft- ir tékkneska guðfræðingnum, heimspek- ingnum og uppeldisfrömuðinum Johann Amos Comenius sem var uppi á sautjándu öld og var sannfærður um að með menntun gæti maðurinn fullnýtt hæfileika sína. Í verkefninu er lögð áhersla á að auka möguleika til endurmenntunar og starfsþjálf- unar kennara og efla tungumálanám á öllum skólastigum. Innan verkefnisins rúmast allt frá leikskólum upp í framhaldsskóla. Lára Sigurþórsdóttir, deildarstjóri á Klömbrum, segir verkefnið hafa reynst skól- anum mjög vel, en skólinn mun taka þátt í verkefninu næstu þrjú árin. „Við sóttum í sumar um að vera þátttakendur í þessu verk- efni sem heitir Bakpoki á ferðalagi. Verk- efnið snýst um að senda pakka fjórum sinnum á vetri á milli skólanna. Í hverri sendingu höfum við einhverja tónlist og sýnishorn af því sem börnin hafa verið að vinna, sem hug- myndir fyrir aðra kennara, þá til dæmis handavinnu og annað slíkt. Við sendum einn- til flugvélar úr þeim. Svo fara þau með flug- vélarnar út í garð og renna sér niður brekku og segjast vera komin til útlanda. Nú heyrir maður að þau eru komin til vissra landa, þetta dýpkar skilning þeirra á því að við bú- um á Íslandi og síðan eru til útlönd sem heita einhverjum nöfnum, ekki bara Ísland og út- lönd.“ Leikskólinn Klambrar var valinn, sem einn af Comenius-skólunum, til þess að sleppa blöðrum sem verður sleppt á sama tíma víða um Evrópu í dag klukkan 13:10. Frekari upplýsingar um Comenius- verkefnið má finna á vefsíðu alþjóðaskrif- stofu Háskóla Íslands, www.ask.hi.is, undir Sókrates. ig myndband af börnum og starfsfólki í starfi, uppákomum og því sem hefur verið að gerast í hverju þjóðfélagi fyrir sig, til dæmis sautjánda júní eða annað slíkt, og jafnvel eitt- hvað matarkyns, annaðhvort mat eða upp- skriftir og lýsingar á mat. Þetta snýst um að kynna aðeins daglegt líf hjá börnunum í hverju landi fyrir sig.“ Dýpkar skilning á tengslum Íslands og „útlanda“ Innan verkefnisins eru einnig kenn- araheimsóknir, þá heimsækja kennarar frá Klömbrum samstarfsskóla sína í Evrópu og taka þátt í starfinu þar. Þannig eflist víðsýni kennara og hugmyndaflug í starfi. Þátttak- endur í þessu tiltekna verkefni eru auk Klambra skólar í Volda í Noregi, í Kaup- mannahöfn, í Belgíu og í Búlgaríu. „Við höf- um hengt upp hjá okkur landakort og höfum á sama stað þá muni sem skólarnir hafa sent til okkar,“ segir Lára og bætir við að kenn- arar sæki í þessa bakpoka til að skoða og vinna með börnunum með efniviðinn. „Það sem er svo gaman að sjá eftir að við byrjuðum í þessu verkefni er hvernig börnin nota sér þessa þekkingu í leik. Þau hafa verið dugleg að sækja sér pappakassa í eldhúsið og búa sér Leikskólinn Klambrar tekur þátt í evrópska samstarfsverkefninu Comenius Fljúga flugvélum úr pappakössum alla leið til útlanda Morgunblaðið/Jim Smart Krakkar á leikskólanum Klömbrum við kort- ið þar sem „útlönd“ verða raunveruleg. Krakkarnir á Klömbrum við eina af flugvél- unum sem þeir hönnuðu og flugu til útlanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.