Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Jón Ellert Lárusson, lögg. fasteignasali GARÐABÆR Mér hefur verið falið að leita eftir 250–300 fm einbýlishúsi í Garðabæ með 2ja herbergja aukaíbúð fyrir aðila sem er búinn að selja. Afhendingartími getur verið rúmur. Verðhugmynd 27-30 millj. Þór, sími 575 8502 EITT ástsælasta tónskáld þjóð- arinnar, Jón Ásgeirsson, varð 75 ára í síðasta mánuði. Ekki fékk það alveg að fara fram í fullkomnum kyrrþey, því höfundur var „narraður“ (svo not- uð séu hans eigin orð) til að koma og kynna úrval tónverka sinna fyrir kvikmyndir og leiksvið í útsetningum fyrir píanó og kammeráhöfn að frum- kvæði Kammerhóps Salarins á sunnudagskvöld. Margt var um manninn, en þó færra en við hefði mátt búast, því salurinn var aðeins setinn til hálfs. Þar við bættist að Elín Ósk Óskarsdóttir var forfölluð vegna veikinda, og féllu því niður aríur hennar úr Galdra-Lofti í seinni hluta. Að öðru leyti var dagskráin hin ánægjulegasta, enda borin uppi af samfelldri röð tónkrása. Íslenzk nátt- úrurómantík sveif yfir vötnum í Cav- atinu 2. þáttar úr Hornkonsert Jóns frá 1992, er hann notaði jafnframt við kvikmyndina Hin rámu regindjúp, flosmjúkt blásin af Jósef Ognibene við píanóundirleik Nínu Margrétar Grímsdóttur. Við nokkru afstraktari stíl kvað í 2. þætti Klarínettkons- ertnum frá 1998/2003 í umritun tón- skáldsins fyrir víólu og píanó, sem þær Þórunn Ósk Marínósdóttir og Nína Margrét fluttu af snilld á nótum akkúrat hæfilega ófyrirsjáanlegrar nýklassíkur. Vakti þessi hugfangandi þáttur mann ósjálfrátt til umhugs- unar um hversu margir leita oft langt yfir skammt nú á tímum til þess eins að koma á óvart, en hafa þó sjaldnar erindi sem erfiði. Fyrri hluta tónleikanna lauk síðan með átta laga syrpu úr leikhúsmúsík Jóns við ljóð eftir Halldór Laxness, er hófst og endaði á þjóðsmellunum Hjá lygnri móðu og Maístjörnunni. Lax- ness-syrpan var útsett fyrir pí- anókvintett og flautu; auk Nínu Margrétar flutt af Sig- rúnu Eðvaldsdóttur og Sif M. Tulinius á fiðlur, Þórunni Ósk á víólu, Sigurði Bjarka Gunn- arssyni á selló og Áshildi Har- aldsdóttur á flautu. Það var sannkallaður vínarklassískur kammerandi yfir þessum lát- lausu en því eftirminnilegri lögum í afburðaþjálli meðferð sextettsins er ætti að gera sig vel á hljómdiski, enda svítan byggð upp með samteng- ingum í sannfærandi heild. Tónlist úr óperunni Galdra- Lofti (1994) var efst á baugi eftir hlé. Jón gerðist þar sögumaður og leiddi áheyrendur milli atriða. Sjónarsviptir var óhjákvæmilega að fjarveru Elínar Óskar sóprans er söng næststærsta aðalhlutverkið á sínum tíma, en þeir Þorgeir Andr- ésson tenór og Bergþór Pálsson gerðu þó sínum hlutverkum góð skil, og oft frábærlega. Um undirleik sá Peter Máté, er kom í hljómsveitar stað á slaghörpu af ekki minni færni. Sérstaklega var leikur hans í milli- spilskafla svo vel mótaður að tón- skáldið sjálft gat ekki stillt sig um að hafa orð um það. Þrátt fyrir oft há- dramatískt yfirbragð óperunnar sló sögumaður ósjaldan á létta strengi, ekki sízt þegar að lokalið tónleikanna kom þar sem Áshildur Haraldsdóttir stýrði spjalli hans og hlustenda. Fóru þær samræður hið bezta fram, og svaraði tónskáldið misjafnlega nær- göngulum spurningum áheyrenda af alkunnu æðruleysi. Kjötkveðja með finnskri fimi Finnski píanóleikarinn Tuulikki Lehtinen kvað skv. kynni Norræna hússins s.l. þriðjudagskvöld þegar hafa leikið tvisvar áður hér á landi, hvorugt skiptið þó í nærveru und- irritaðs. Hún mun hafa stundað fram- haldsnám hjá ungverska snillingnum Györgi Sándor vestur í Bandaríkj- unum á svipuðum tíma og Guðríður okkar Sigurðardóttir. Lehtinen flutti í senn skemmtilegt og metnaðarfullt prógramm, og hugðist þarnæstu daga halda stutt námskeið fyrir ís- lenzka píanónema. Tónleikarnir hófust með 1. Partítu Bachs af sex úr fyrsta hluta „Clav- ierübung“ safni hans, er byrjaði að koma út 1726 í Leipzig – „ … [ýmsir dansar] og annað þokkasmælki, sam- ið handa tónlistarunnendum til að fjörga andann … “ eins og m.a. stendur á titilblaði frumútgáfunnar. Voru það orð að sönnu. Smávegis stirðleiki virtist að vísu hrjá leik Lehtinens í fyrstu þrem þáttum, er kom manni enn sem oftar til að efast um dagskrárvenju seinni áratuga þar sem álíka Bach-verk gegna oft auka- hlutverki sem „upphitunarstykki“ efst á blaði. Spurning er öllu frekar hvort Bach útheimti ekki upphit- unarstykki á undan sér. Þrátt fyrir ótvírætt skemmtigildi þeirra eru Partíturnar nefnilega þrælkrefjandi viðfangsefni þar sem minnstu mistök heyrast nærri því eins vel og hjá Moz- art. Hins vegar fóru hlutirnir að fljóta betur frá og með Saraböndunni. Menúett I sat og dável – þó að vefðist fyrir manni að skilja hví Menúett II (ígildi Tríó-miðkafla) skyldi tekinn nærri þriðjungi hægar en Menúett I á undan og eftir. Lokagikkurinn var síðan leiftrandi sprækur við hæfi og mótaður af eftirtektarverðu rytmísku öryggi þrátt fyrir hressilegt tempó- val. Minnst þekkta atriði tónleikanna var óefað Sonata Reminiscenza Op. 38 frá 1922 eftir Nikolai Medtner (1880–1951); alltjent má varla kalla þessa furðuhugfengu eftirlegukind rússneskrar píanórómantíkur tíð- heyrðan gest í hérlendum sölum. Í ýmist kraftmikilli eða ljúfsárt syngj- andi túlkun finnska píanistans, sem aðeins fataðist flugið á einum forte- stað aftarlega í verki (e.t.v. vegna minnisgloppu, því allt var hér leikið blaðlaust), vaknaði ósjálfrátt löngun með hlustandanum eftir að kynnast fleiri verkum Medtners, er flúði land um líkt leyti og Rakhmaninoff. Hin frábæra þríþætta sónatína Maurice Ravels frá 1905 fór á enn meira flug í fíngerðum meðförum Lehtinens á „Moderé“ og syngjandi útleggingu á Menúett-miðþættinum. Fínallinn („Animé“) glitraði líkt og krómað fiðrildi í stróbóskópi. Carnaval Op. 9, hið bráð- skemmtilega safn innbyrðis sam- tengdra skapgerðarstykkja frá 1833 eftir hinn þá aðeins 23 ára gamla Ro- bert Schumann, er ugglaust þekkt- asta píanóverk hans af því tagi og efni í heila bók, ekki sízt fyrir grúa hvers konar hjátónrænna vísbendinga og „sfinxa“ sem tengja þættina 20 sam- an. Í plássþröng ritvangsins verður að nægja að segja, að Tuulikki Leht- inen fór þar á kostum og skilaði margbreytileika þessa feikilitríka verks af slíkri innlifun og tæknilegu öryggi að slagaði stundum upp í heimsvirtúósaflokkinn. Hefði vissu- lega verið gaman að heyra hana taka á sprett á aðeins stærra hljóðfæri en „baby grand“ Steinway Norræna hússins, sem þrátt fyrir prýðis ein- taksgæði lét frekar hart undir góm á kraftmestu bassa- nótum. Gæsileg orgelfrumraun Konungur hljóðfæranna hefur átt rísandi gengi að fagna hér á landi á síðari ár- um. Fyrst með fjölgun hljóð- færa, en á síðustu misserum með aukinni nýliðun vel menntaðra ungra orgelleikara. Yrði maður því illa svikinn ef fer ekki að bæta markvert í sarp nýrra íslenzkra org- elverka á næstunni. Guðný Einarsdóttir er einn yngsti sprotinn á ofan- greindum meiði; enn varla hálfþrítug en þegar með sjö ára orgelnám að baki og sem stendur við framhalds- nám í kirkjutónlist við Kgl. tónlist- arháskólann í Kaupmannahöfn. Hún hélt sína fyrstu stóru tónleika í Reykjavík á Tónlistardögum Dóm- kirkjunnar á laugardaginn var með vönduðu prógrammi framúrskarandi verka, flest frá barokk-gullöld norð- urþýzka orgelskólans. Fyrst var Prelúdía í e-moll eftir Nicolaus Bruhns (1665–97), er Danir geta bet- ur gert tilkall til en læriföður hans Buxtehude, þar eð hann fæddist í Slésvík, starfaði lengi í Kaupmanna- höfn og lauk sinni skömmu ævi sem organisti í Husum í dönskumælandi hluta hertogadæmisins. Eftir hann hafa aðeins varðveitzt sex verk og er e-moll prelúdían ein af þremur; bráð- skemmtileg blanda af fúguðum og frjálslegri köflum að hætti samtím- ans sem Guðný lék af miklu öryggi og eftirtektarverðri hrynskerpu. Einn helzti og elzti áhrifavaldur norðurþýzka orgelskólans var Hol- lendingurinn Jan Pieterszoon Sweel- inck (1562–s1621), ekki sízt fyrir milligöngu nemanda hans Samuels Scheidt. Eftir Sweelinck lék Guðný Onder een Linde Groen (Undir grænu linditré), tilbrigðaröð án fót- spils um enskt þjóðlag með ljúfum madrígalískum blæ, og þarnæst til- komumikla Passacacaglíu í d-moll BuxWV 161 eftir Dietrich Buxtehude Maríukantor í Lübeck (1637–1707), mikinn áhrifavald á óganglatan tán- ing frá Eisenach að nafni Johann Sebastian Bach. Eftir síðasttaldan lék Guðný þá tvö verk, Leipzigkór- alinn O Lamm Gottes unschuldig BWV 656 og stuttu tríósónötuna í e- moll (nr. 4) BWV 656. Öll voru þau leikin af sama sallaöryggi og fyrstu atriði dagskrár, og snúnustu ped- alkaflarnir af snurðulausari fótafimi en gengur og gerist hjá mörgum reyndari organistum. Felix Mendelssohn samdi hin til- tölulega fáu orgelverk sín fyrir Eng- landsmarkað og kvað til skamms tíma afskrifaður sem stílrænt nátt- tröll í þeirri grein, ofurselt fyrirmynd Bachs, þótt nú hafi vindar snúizt og verkin þyki merkilegur tengiliður milli barokks og rómantíkur. Þar eð undirritaður var ekki allt of kunn- ugur umræddri hlið á Mendelssohn, varð ánægjan af fjórþættu Sónötunni (í upphaflegu merkingunni – „hljóð- færaverk“ en ekki undir sónötuformi) í B-dúr Op. 65 nr. 4 (af 6) því óvænt- ari, enda spriklandi vel upplögð tón- smíð með sérlega glæstum lokaþætti, sem Guðný lék með hrífandi snerpu. Óhætt er að segja að tónleikagestir hafi þetta kvöld orðið vitni að óvenju- glæsilegri frumraun. Dómkirkjan er sem kunnugt með hljómminnstu kirkjum landsins og að því leyti varla hvetjandi til orgeltónleikahalds. Á móti kemur, að vonlaust er að skýla sér á bak við neina víðgelmisakústík. Hvert smáatriði kemur fram, og stað- urinn því miskunnarlaus prófsteinn á tæknigetu spilarans. Að henni var fjarska fátt að finna. Og þó að sjálf- stæð mótun Guðnýjar hafi kannski verið í takmarkaðra lagi – að vísu bauð verkefnavalið síður upp á slíkt en yngri verk – er æskan bjargræð- istími tækniöflunar, án hverrar lítið svigrúm fæst til persónulegri út- færslu síðar meir. Eftir aðra eins frammistöðu ætti þess aftur á móti ekki vera langt að bíða. Jólabarokk Sinfóníuhljómsveit áhugamanna bauð upp á kræsingar eftir stórmeist- arana Bach, Vivaldi og Mozart á tón- leikum sínum í Seltjarnarneskirkju á sunnudag og ekki laust við að þær kölluðu fram notalega jólastemmn- ingu. Kannski sérstaklega þó 3. Brandenborgarkonsertinn í G-dúr fyrir 10 radda strengjasveit, því ein- hverra hluta vegna virðast stórkons- ertarnir sex frá dvöl Bachs í Köthen (1717–23) heyrast mest um hátíð- irnar, hvort heldur á tónleikum eða af hljómflutningstækjum heimilanna. M.ö.o. skilyrt hugmyndatengsl – jafn- vel þótt smitandi stássstofuglaðværð þessara gullmola verði ekki vefengd. Líkt og mörg önnur fremstu verk barokktímans hafa konsertarnir breytt nokkuð um svip í vitund hlust- enda hin síðari ár samfara stór- auknum túlkunarkröfum, aðallega fyrir tilkomu framúrskarandi sér- hæfðra hljómsveitarhópa undir for- merkjum „upphaflegs“ flutnings- máta. Þótt samanburður við slíka hópa sé í þessu tilviki eins ósanngjarn og vera má, er viðfangsefnið samt varla jafnárennilegt og áður var fyrir nemendur og áhugamenn, einkum ef markmiðið er að höfða til hlustenda utan raða nánustu aðstandenda. Allt um það var margt prýðilega leikið þrátt fyrir svolítið þunglamaleg hraðavöl, bæði í Bach og í konsert Vivaldis í C-dúr fyrir fagott og strok- sveit, þar sem einleikarinn Sigríður Kristjánsdóttir skartaði fallega mjúkum tóni og verulegu öryggi í löngum flúrrunum lokaþáttar. Hljómsveitin náði oft góðu flugi í Haffner-sinfóníu Mozarts í D-dúr K385 (nr. 35), bráðfallegu verki sem að mörgu leyti stendur jafnfætis síð- ustu meistarahljómviðum hans og út- heimtir þónokkra hraðatækni, ekki sízt í Presto lokaþættinum. Þar var að vísu hlustað niðri á gólfi nálægt hljómsveitinni, þar sem heildarhljóm- urinn reyndist áberandi óskýrari en uppi á svölum fyrir hlé. Vakti það óneitanlega grun um að spilendur heyrðu ekki alveg nógu vel í sjálfum sér og öðrum í Seltjarnarneskirkju. Hafi svo verið, kann það að hafa haft sitt að segja um stundum loðnar strengjainnkomur í undangengnu barokkverkunum tveimur. Til heiðurs Jóni Ásgeirssyni TÓNLIST Salurinn Jón Ásgeirsson: Leikhús- og kvikmynda- tónlist; þættir úr Hornkonsert og Víólu- konsert; Laxnesssyrpa fyrir flautu, píanó og strengjakvartett. KaSa hópurinn auk Þorgeirs Andréssonar tenórs og Berg- þórs Pálssonar barýtons. Sunnudaginn 9. nóvember kl. 20. AFMÆLISTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Norræna húsið J.S. Bach: Partíta í B. Medtner: Sonata Reminiscenza. Ravel: Sónatína. Schu- mann: Carnaval. Tuulikki Lehtinen, pí- anó. Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Dómkirkjan Verk eftir Bruhns, Sweelinck, Buxte- hude, J.S. Bach og Mendelssohn. Guðný Einarsdóttir orgel. Laugardaginn 8. nóv- ember kl. 17. ORGELTÓNLEIKAR Seltjarnarneskirkja Verk eftir J.S. Bach, Vivaldi og Mozart. Sigríður Kristjánsdóttir fagott; Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna u. stj. Ingvars Jónassonar. Sunnudaginn 9. nóvember kl. 17. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Guðný Einarsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.