Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 27 GOJO hreinlæti w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Lotion sápa, Rich heilsusápa, Spa & Bath sturtusápa, Purell sótthreinsigel, Antibac sótthr. sápa. Hagkvæmt, þrifalegt og fyrirferðalítið sápukerfi.                   !   "               www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. SÉRHÆÐ Í VESTURBÆ REYKJAVÍKUR Mér hefur verið falið að leita að 120-140 fm sérhæð í vesturbænum. Um er að ræða aðila sem eru tilbúnir að veita ríflegan afhendingartíma sé þess óskað. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasaliHeimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Erum að leita fyrir opinberan aðila að 20 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í gsm síma sölumanna: Ævar 897 6060, Þorri 897 9757, Böðvar 892 8934, Helgi 897 2451. MÁLFLUTNINGUR stangveiði- manna í aðför sinni að íslensku fisk- eldi tekur á sig furðulegustu myndir eins og margoft hef- ur komið fram. Nú nýverið hélt formað- ur Landssambands veiðifélaga því fram í Kastljósi Sjónvarps að laxeldi í Fær- eyjum sé búið að eyðileggja allar laxveiðiperlur Fær- eyinga. Þetta tyggja svo undirsátar upp og telja sig fara með stórasann- leik. Mér er spurn, hvaða laxveiðiár?! Til að upplýsa almenning, nokkuð sem gagnrýnir fjölmiðlar hefðu mátt gera, langar mig að nefna nokkur at- riði í þessu sambandi. Enginn skil- greindur færeyskur laxastofn er til og hefur aldrei verið. Það er varla hægt að tala um eiginlegar lax- veiðiár í Færeyjum, en þó eru þar tvö stöðuvötn og frá þeim renna máttlausar sprænur stuttan veg til sjávar. Og hvað skyldu svo Fær- eyingar veiða í þessum sprænum? Jú, laxa af íslenskum uppruna! Fær- eyingar hófu innflutning á íslenskum laxaseiðum rétt eftir seinni heims- styrjöldina til sleppinga og end- urveiða. Þar með var hafin fiskirækt í takt við það sem stundað er t.d. í Rangánum í dag. Þennan innflutn- ing endurtóku þeir í nokkur skipti og átti síðasti innflutningur sér stað í kringum 1980. Landssamband fær- eyskra stangveiðimanna (Lystfisk- erforeningen) dregur á klakfisk til kreistingar á hverju hausti og slepp- ir stálpuðum seiðum í vötnin á sumr- in. Endurheimtur í vötnin hafa verið þokkalegar í gegnum áratugina, en þó hefur laxveiði aldrei verið jafn góð og síðustu þrjú árin! Eru þessar staðreyndir í sam- ræmi við gífuryrði stangveiði- manna? Getur verið að þessum sömu aðferðum sé beitt víðar í aðförinni, svona til að afla málstaðnum fylgi? Til að segja alla söguna og halda sannleikanum til haga ber að geta þess að sjóbirtingsstofninn við Fær- eyjar hefur beðið hnekki og efa ég ekki að sá skaði á rætur að rekja til laxeldis í sjó. En sú hnignun hefur að sjálfsögðu ekkert með erfðablöndun að gera, heldur laxalúsina. Sjóbirt- ingur fer aldrei langt frá landi og er því auðveld bráð sníkjudýrsins sem á árum áður fékk frið til að fjölga sér hættulega mikið í sjókvíum. Nokkur ár eru síðan eftirlitsaðilar og fiskeld- ismenn tóku höndum saman í barátt- unni gegn lúsinni og er nú svo komið að laxalús á mjög undir högg að sækja. Árangur hefur ekki látið á sér standa og hefur fjör færst í vöxt og viðgang villtra laxfiskastofna. Þetta á sér einnig stað í Noregi og þar hefur hvert metárið í laxveiðum litið dagsins ljós á síðustu árum. Í lokin má nefna að laxalús finnst nánast ekki á þeim slóðum sem lax- eldi er stundað hér við land, til þess eru umhverfisskilyrði of erfið lús- inni. Svokölluð fiskilús, sú tegund lúsar sem er algeng á sjávarfiskum á borð við ufsa og þorsk, er hins vegar ekki óalgeng. Fiskilús er aftur á móti saklaus í samanburði við laxa- lúsina og stendur villtum laxastofn- um engin ógn af henni. Hinar frábæru færeysku laxveiðiár Eftir Gísla Jónsson Höfundur er dýralæknir fisksjúkdóma hjá embætti yfirdýralæknis Keldum. LENGST af hefur skákíþróttin notið virðingar og vinsælda á Íslandi. Margoft hafa bestu skákmeistarar okkar gert garðinn frægan á erlendum vettvangi og borið sigurorð af ein- staklingum frá margfalt fjölmennari þjóðum. Þetta hefur íslensk þjóð kunnað að meta og staðið myndarlega við bakið á sínum mönnum. En allir vita að skákmeistarinn verður ekki til fyrir tilviljun. Fyrir utan einstaka hæfileika liggur að baki þrotlaus æf- ing og mikil vinna og það á löngum tíma. Þess vegna, eins og oft áður, skiptir höfuðmáli að þjálfa upp skák- menn frá unga aldri. Hrókurinn Fyrir nokkrum misserum var stofnað nýtt skákfélag undir forustu Hrafns Jökulssonar. Á örskömmum tíma hefur þetta nýja félag skákað öllum eldri út af borðinu og er í dag besta og þekktasta skákfélag lands- ins. Strax í upphafi voru mál tekin föstum tökum og er augljóst að Hrafn setti sjálfum sér og félögum sínum þau markmið að komast í fremstu röð, ekki aðeins á Íslandi, heldur og ekki síður á erlendum mót- um. Að sama skapi var hafin upp- bygging skákíþróttarinnar hjá yngri kynslóðinni þannig að í dag er Hrók- urinn fjölmennasta skákfélag lands- ins. Allir sem til þekkja viðurkenna að Hrafn og félagar hans hafa unnið þrekvirki. Meðal annars hefur komið fram í kjölfar þessarar skákvakn- ingar Hróksins að rétt væri að með formlegum hætti yrði tekin upp skákkennsla í yngstu bekkjum grunnskóla landsins. Skólamenn og fleiri hafa tekið undir þessa tillögu Hrafns Jökulssonar og er hún hér studd af heilum hug. Strákar og stelpur og í raun allir á hvaða aldri sem er hafa gott af því að þjálfa hug- an með góðri skák. Fögnum framtakinu Á nýafstöðnu Íslandsmóti í skák komu upp deilur um keppnisrétt ein- stakra keppenda Hróksins. Ekki verður tekin afstaða hér til hvað rétt er í þeim efnum. En það sem má ekki gerast er að lagðar verði hindranir fyrir framtíðarsýn Hróksins því þær hugsjónir, kjarkur og mikli metnaður forustumanna félagsins mun styrkja skákina verulega á næstu árum. Verði félagið aftur á móti fyrir búsifj- um vegna deilunnar og hugsjónaeld- urinn og metnaðurinn kæfður mun skákíþróttin skaðast verulega. Þetta glæsilega framtak á að vera fagn- aðarefni allra skákáhugamanna og í raun íþróttamanna, hvar í íþrótt sem þeir standa. Hrókur alls fagnaðar Eftir Júlíus Hafstein Höfundur er fyrrverandi formaður Ólympíunefndar Íslands. HVER kannast ekki við há- stemmd loforð heittrúaðra Bruss- elsinna um paradís á jörðu fyrir okk- ur Íslendinga ef við bara seljum sjálf- stæði okkar undir Evrópusambandið og gerumst hreppur í hinu fyrirhugaða evrópska stórríki? Í því sambandi er ekki litlu lofað, en flest loforðin eiga það þó sameiginlegt að vera meira eða minna úr lausu lofti gripin. Eitt af slíkum loforðum er að vöruverð á Íslandi muni lækka sjálf- krafa ef við gerumst aðilar að Evr- ópusambandinu og tökum upp evr- una, sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins. Í ljósi kenninga áróð- ursmeistara Evrópusambandsins á evran nefnilega að hafa það í för með sér að verðlag á vöru og þjón- ustu á evrusvæðinu lækki í sam- ræmi við lægsta verðið sem í boði er á svæðinu. Gallinn er bara sá að kenningin, sem lítur sjálfsagt ekki illa út á pappírunum, hefur bara ekki gengið upp í raunveruleik- anum. Munur á verðlagi hefur aukizt Staðreyndin er nefnilega sú að verðlag innan evrusvæðisins hefur ekki bara hækkað verulega með til- komu evrunnar heldur hefur mun- urinn á verðlagi á vöru og þjónustu í evruríkjunum verið að aukast jafnt og þétt frá því að evran var tekin í gagnið sem almennur gjaldmiðill – þvert á loforð evrusinna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nið- urstöðum rannsóknar sem gerð var fyrir skemmstu af Dresdner Klein- wort Wasserstein sem er fjárfest- ingabanki eins virtasta banka Þýzkalands, Dresdner Bank. Umræddar niðurstöður hafa kom- ið evrusinnum mjög í opna skjöldu. Um er að ræða rannsókn sem bank- inn hefur gert árlega síðastliðin ár. Í henni er sýnt fram á að munurinn á verðlagi innan evrusvæðisins er slá- andi mikill. Að sögn bankans eru stóru tíðindin þau að verðlag innan evrusvæðisins hefur ekki færst sam- an, eins og áróðursmeistarar Evr- ópusambandsins fullyrtu að myndi gerast, heldur hefur mismunur á verðlagi innan svæðisins einmitt au- kizt og sé nú t.a.m. meiri en á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna. Mikil óánægja með evruna Hávær mótmæli hafa verið gegn evrunni allt frá því hún var tekin í gagnið sem almennur gjaldmiðill á evrusvæðinu í upphafi árs 2001, enda hófu verðhækkanir samstundis innreið sína. Síðast gerðist slíkt fyr- ir um mánuði þegar helstu neyt- endasamtök Ítalíu boðuðu til mót- mæla vegna hækkandi vöruverðs. Gífurlega góð þátttaka var í mót- mælaaðgerðum neytendasamtak- anna og er talið að um 47% ítölsku þjóðarinnar hafi tekið þátt í þeim. Vöruverð hefur hækkað mjög mikið á Ítalíu í kjölfar upptöku evr- unnar, eins og annars staðar á evru- svæðinu, og hefur það orsakað mikla reiði meðal almennings. Samkvæmt útreikningum ítalskra neytenda- samtaka hefur t.a.m. verð á græn- meti tvöfaldast eftir að evran var tekin upp og ennfremur hefur kaup- máttur Ítala rýrnað um allt að 6%. Verst hefur þetta komið niður á fjöl- skyldufólki, öryrkjum og öldruðum. Mest andstaða meðal ungs fólks Vakið hefur sérstaka athygli að mestrar óánægju með evruna hefur gætt meðal ungs fólks. Nýlegar skoðanakannanir í Þýzkalandi og Frakklandi sýndu að meirihluti al- mennings myndi hafna evrunni ef hann fengi að tjá sig um málið, en eins og kunnugt er var evran tekin upp í öllum aðildarríkjum evrusvæð- isins án þess að almenningur væri spurður álits á því. Þar sem almenn- ingur hefur verið spurður álits á evrunni hefur henni alls staðar verið hafnað til þessa, nú síðast í Svíþjóð. „Evrópuverð“ á matvælum er ekki til Eftir Hjört J. Guðmundsson Höfundur er sagnfræðinemi og formaður stjórnmálafélagsins Flokks framfarasinna. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.