Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ etta er svona smánostalgía. Við ætl- um að rifja upp gamla atburði. Má vera að við séum ekki alveg eins klárir og við vorum 1956, en við höfum alla vega öðlast talsverða reynslu síðan,“ segir Friðrik, en atskákeinvígi þeirra Larsens hefst á Hótel Loftleiðum í kvöld; einvígi sem haldið er til að minnast einvígis þeirra 1956 um Norðurlandameistaratitilinn í skák. Skákirnar verða átta, eins og 1956. Það einvígið stóð í 16 daga. Nú verða tefldar tvær skákir á kvöldi; hvor keppandi hefur 25 mínútur, hver skák verður tefld til þrautar og einvíginu lokið á fjórum dögum. Setning- arathöfn hefst á Hótel Loftleiðum klukkan 19.30 og klukkan 20 hefst fyrsta skákin og sú síðari klukkan 21. Einvígið um Norðurlandameistaratitilinn í skák 1956 hófst í Sjómannaskólanum þriðjudaginn 17. janúar og því lauk með hreinni úrslitaskák að kvöldi fyrsta febr- úar. Larsen vann skákina og þar með titilinn. Þjóðernisleg undiralda Larsen kom til Íslands nýkominn frá skákkeppni í Svíþjóð þar sem hann varð „aðeins annar, en fyrir ofan allt sænska landsliðið“. Þar áður hafði hann deilt sig- ursæti á móti í Júgóslavíu með svissneskum skák- manni; Bhend. Íslandsferð Larsens gekk ekki snurðu- laust. „Ég man að við lentum í bullandi snjókomu á Fornebu-flugvelli við Osló, en komumst ekki strax áfram vegna rafmagnsbilunar,“ segir hann. „Hún olli því að við lentum í Keflavík klukkan fjögur um nóttu í stað kvöldsins áður.“ En Larsen komst til Íslands, þar sem hann sá og sigraði. Friðrik kom til einvígisins 1956 í sigurvímu eftir stóran einvígissigur á Pilnik og frækinn mótssigur með Viktor Korchnoj í Hastings. Fyrir þessa frammi- stöðu vildu margir bóka á Friðrik sigur í einvíginu fyr- irfram. „Það var ef til vill galli á þessu hversu skammt var liðið frá Hastings, þegar við Larsen tefldum einvígið,“ segir Friðrik. „Það kann að hafa setið í mér einhver þreyta þótt ég sé ekki þar með að afsaka útkomuna.“ Friðrik hefur áður bent á að sigurvíma og þjóðern- ismetingur séu afleit blanda í íþróttum, sem við Ís- lendingar höfum oft fengið að súpa seyðið af. „Það var náttúrlega mikið að gerast í skákinni og mikill uppgangur hér heima,“ segir hann. „En útslagið gerði að andstæðingur minn var Dani. Sambandið við þá sat enn í Íslendingum. Danir voru því ekkert sér- staklega vel liðnir og ég fékk að heyra það daglega fyrir einvígið að ég ætti að lúskra á Baunanum! Það hefði ekki verið sama undiraldan í þessu einvígi ef Larsen hefði verið annarrar þjóðar maður.“ „Ég reyndi að leiða þetta hjá mér,“ heldur Friðrik áfram. „En það var mikið hringt á meðan á einvíginu stóð og margir vildu gefa mér góð ráð. Það bjó rík þjóðernistilfinning á bak við þetta allt saman.“ Larsen segist hafa tekið öllu með stóískri ró. „Ég fann aldrei fyrir neinni andúð. Auðvitað skynj- aði ég að menn héldu með Friðriki en þeir voru samt ekki á móti mér. Eftir einvígið komu þrír ungir menn til mín og sögðu að ég ætti að söðla um og tefla fyrir Ísland. Það væri nóg pláss fyrir okkur Friðrik báða. Satt að segja held ég að það hafi verið mistök hjá mér að taka þá ekki á orðinu. Og ég meina það!“ Seldu mér miðann! Þriðjudaginn 17. janúar 1956 segir Morgunblaðið að búast megi við skemmtilegri keppni og tvísýnni milli Friðriks og Larsens. Aðstæðum á keppnisstað er svo lýst: „Í matstofu Sjómannaskólans er upphækkaður pallur, þar sem keppendur sitja. Á þili rétt hjá er sýningarborð, sem smíðað hefir verið sérstaklega fyrir þessa keppni og sést ágætlega á það allstaðar úr salnum. Hjá borðinu er klukka er sýnir hve miklum umhugsunartíma hvor keppandi fyrir sig hefir eytt. Á klukkunni er einnig ör, sem sýnir hvor keppandi á leik. Á þilinu er einnig tafla, á hana verða skákirnar skrifaðar. Aðsta fylgjast með skákunum er því ágæt.“ Og í baksíðufrétt Morgunblaðsins 19. janúa „Stjórnendur mótsins tóku upp þá nýbreytni færa skákmenn til þess að skýra skákina jafn skákmeistararnir léku. Fluttu þeir skýringarn mundur Arnlaugsson, Ingi R. Jóhannsson og mundur Pálmason. Fór þetta fram uppi á loft keppnin er háð í sal á neðri hæðinni. Voru ský þessar hinar ánægjulegustu og var mikill fjöl hlusta á þær. Var skemmtilegt að hlusta á hv höfðu áhuga á gangi leikanna.“ Og áhugann vantaði ekki. Sjö hundruð man sal Sjómannaskólans, þegar fyrsta skákin var margir urðu frá að hverfa. Konráð Árnason, s fjallaði um einvígið fyrir Morgunblaðið, segir fylltist af fólki á svipstundu og sömuleiðis gan ins en þar var skákin einnig sýnd og á tímabil loka húsinu, en hópur manna var fyrir utan. Á Einvígi Friðriks Ólafssonar og Bents Larsens Morgunblað Sendiherra Norðmanna, Andersen-Rysst, Bent Larsen og Friðriki Ólafssyni sérstök verðlaun að loknu einvígi þeirra 1956. Lar bikar, sem Hákon Noregskonungur gaf, og silfurskál frá Óslóborg. Friðrik Ólafsson og Bent Larsen tefla þriðju Sjómannaskólanum 1956. Engin friðsem Einvígið sem öll þjóðin fylgist með, sagði Morgunblaðið um skákeinvígi Bents Larsens og Friðriks Ólafssonar í Sjómannaskólanum 1956. Í kvöld setjast kapparnir enn að skákborðinu. Freysteinn Jóhannsson rifjar upp eldri tíma og talar við skákmeistarana. Friðrik Ólafsson og Bent Larsen fyrir utan S Morgunbl FJÁRMÁL DÓMSTÓLA Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri við hér-aðsdóm Reykjaness, lýsti þeirri skoðun í erindi á aðalfundi Dómara- félags Íslands á föstudag að eðlilegt væri að dómstólar sæktu fjárveitingar sínar beint til Alþingis, í stað þess að þurfa að sækja þær í gegnum fram- kvæmdavaldið til löggjafarvaldsins. Í erindi sínu sagði Ólöf meðal annars: „Ég tel að markmið okkar sé og eigi að vera að dómstólar verði sjálfstæðir í sérhverju tilliti, þannig að þeir falli hvorki undir ákvörðunarvald fram- kvæmdavalds né löggjafarvalds í fjár- hagslegu eða stjórnunarlegu tilliti. … Við leggjum þrískiptingu ríkisvaldsins til grundvallar og dómsvaldið þarf að vera báðum þessum valdhöfum, stjórn- sýslunni og Alþingi, óháð eftir því sem kostur er. Það er væntanlega útilokað að dóm- stólarnir þurfi ekki að sækja til fjárveit- ingavaldsins um fjárreiður sínar miðað við þá stjórnskipun sem við búum við í dag. Það myndi þýða að dómstólar yrðu sjálfir að ákvarða fjárveitingar til sín. Við verðum væntanlega að fá fjárveit- ingar frá fjárveitingavaldinu, það er að segja Alþingi. En ég tel tvímælalaust betra fyrir sjálfstæði dómstólanna, að þurfa einungis að sækja fjárveitingar til eins valdhafa ríkisvaldsins, það er að segja Alþingis, heldur en að eiga það undir báðum valdhöfunum, með því að sækja það til Alþingis í gegnum stjórn- sýsluna, þ.e.a.s. dómsmálaráðuneyti. Það yrði skref í rétta átt. Með því móti nálgumst við raunverulega sýnilegt sjálfstæði dómstóla en erum ekki í um- hverfi sýndarsjálfstæðis þeirra.“ Ólöf benti á að fjármál umboðsmanns Alþingis heyrðu beint undir löggjafar- valdið, til að sjálfstæði umboðsmanns- ins gagnvart framkvæmdavaldinu væri tryggt. Kvaðst hún telja að þessi rök ættu jafnt við um dómstólana, og þá sér í lagi Hæstarétt. Morgunblaðið tekur undir það grund- vallarsjónarmið sem Ólöf setur fram um sjálfstæði dómstóla. Þó er ljóst, eins og Ólöf getur um, að þessari leið fylgja ým- is úrlausnarefni sem taka þyrfti á, en í erindi sínu gerði dómstjórinn ekki nán- ari grein fyrir því hvernig framkvæmd- inni kynni að verða háttað. Til að mynda þyrfti að vera tryggt að stjórnsýsluleg ábyrgð þess aðila, hugsanlega þing- nefndar, sem færi með fjárveitingatil- lögur vegna dómstóla, væri skýr. Rökin fyrir því að auka sjálfstæði dómsvalds- ins með þessum hætti liggja hins vegar í augum uppi, þegar á þau er bent. STÆRÐFRÆÐIKENNSLA OG SAMKEPPNI Ályktun SAMFOK, Sambands for-eldrafélaga og foreldraráða ígrunnskólum Reykjavíkur, um stærðfræðikennslu bendir ekki til þess að í grunnskólum borgarinnar sé allt í því himnalagi, sem pólitískir stjórnend- ur menntamála í borginni vilja stundum vera láta. Í ályktun ársþings SAMFOK sl. laugardag segir m.a.: „Kunnátta grunnskólanemenda í stærðfræði er nú með þeim hætti að ekki verður við un- að … Foreldrar á Ársþingi SAMFOK 2003 krefjast þess að menntamálaráð- herra, fræðsluyfirvöld í sveitarfélög- um, Námsgagnastofnun, Námsmats- stofnun, kennarar og foreldrar taki höndum saman og vinni að bættri stærðfræðimenntun grunnskólanema. Beitt verði aðgerðum til að styrkja stærðfræðikennara í starfi með auknu námsefni og markvissum aðgerðum í viðbótarnámi í stærðfræði. Mikilvægt er að vinna gegn fordómum og hræðslu gagnvart stærðfræði og tryggja henni þann nauðsynlega sess sem hún þarf að skipa í þekkingarsamfélagi nútímans.“ Það er líkast til tímanna tákn, að svo harðorð ályktun berst frá fundi sam- taka foreldra. Foreldrar skólabarna eru kröfuharðari neytendur en áður, ef svo má að orði komast; þeir átta sig á því að þeir greiða mikla peninga fyrir menntun barnanna sinna í gegnum út- svarið sitt og á móti vilja þeir fá góða þjónustu. Það virðast þeir hins vegar margir telja að þeir fái ekki. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, sem hélt framsöguerindi á fundi SAMFOK, sagði í Morgunblaðinu á sunnudag: „Meirihluti barna getur ekki leyst ein- földustu dæmi og foreldrar eru búnir að fá nóg. Menn kaupa ekki endalaust myglað mjöl, það kemur að því að menn leiti að öðrum kaupmanni.“ Haraldur greindi jafnframt frá því að hann ætti von á að fulltrúi frá Íslenzku mennta- samtökunum myndi koma með tilboð til foreldra og skóla um að kenna stærð- fræði. Það er auðvitað illa komið fyrir hinu opinbera skólakerfi ef eina lausnin, sem kröfuharðir foreldrar sjá, er að leita út fyrir það eftir stærðfræðikennslu fyrir börn sín. Markmiðið á auðvitað að vera að fólk fái þá vöru, sem það telur sig vera að kaupa með skattpeningunum sínum, og þurfi ekki að bæta enn við úr eigin vasa til að fá fullnægjandi þjón- ustu. Umræðan um ófullnægjandi stærð- fræðikennslu er ekki ný af nálinni og einskorðast auðvitað ekki við Grunn- skóla Reykjavíkur. Hún var mjög áber- andi seint á síðasta áratug, eftir að svo- kölluð TIMSS-könnun sýndi að íslenzkir grunnskólanemar væru aftar- lega á merinni í alþjóðlegum saman- burði á stærðfræðikunnáttu. Við þess- um niðurstöðum var brugðizt, m.a. með nýrri skólastefnu, sem kvað á um fjölg- un kennslustunda í stærðfræði. Aukin- heldur hefur verið unnið að því að bæta kennsluaðferðir og námsefni. Fólk hlýtur að spyrja, hvort þessi vinna hafi verið unnin fyrir gýg, eða hvort það geti verið að hún sé enn ekki farin að skila árangri. Jafnframt hefur undanfarin ár verið rætt um nauðsyn þess að efla þátt sér- greina á borð við stærðfræði í kennara- menntun. Það er vinna, sem skilar sér ekki inn í skólakerfið fyrr en eftir ein- hver ár, jafnvel áratugi. Sú spurning er hins vegar áleitin, hvort hluti af svarinu við kröfum foreldra sé ekki að færa samkeppnina inn í hið opinbera menntakerfi, í stað þess að foreldrar þurfi að borga tvisvar fyrir stærðfræðimenntun barnanna sinna. Morgunblaðið hefur margoft lagt til að foreldrar geti valið um skóla, grunnskólarnir keppi sín á milli um nemendur og greiðslur hins opinbera fylgi nemendunum. Þannig myndi skóli, sem bæri af í stærðfræðikennslu, fljótlega njóta þess að kröfuharðir for- eldrar sendu börn sín í hann. Aðrir skólar yrðu þá jafnframt að gera betur til að halda nemendum sínum og fjár- veitingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.