Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 33 Siguroddur átti góða konu, Fann- eyju Einarsdóttur Long, kjóla- meistara, en hún lést á sl. ári. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll eru uppkomin. Fanney starfaði einnig mikið í Alþýðuflokknum í Reykja- vík, m.a. í Kvenfélagi Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. Voru þau hjónin mjög samhent. Siguroddur og fjöl- skylda hans voru í Fríkirkjunni í Reykjavík og starfaði Siguroddur mikið þar. Móðir hans, Pálína Þor- finnsdóttir, var mikil fríkirkjumann- eskja. Siguroddur var mjög traustur maður. Það var ávallt unnt að reiða sig á hann. Þeim fækkar nú gömlu krötunum, sem voru í framvarðar- sveit og héldu uppi starfi Alþýðu- flokksins í Reykjavík um langt skeið og aldrei brugðust þótt á móti blési á stundum. Siguroddur var einn þeirra. Hann var sannur eð- alkrati. Ég og kona mín, Dagrún, vottum börnum Sigurodds og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar vegna fráfalls Sigurodds. Drottinn blessi minningu hans. Björgvin Guðmundsson. Siguroddur Magnússon, vinur okkar og félagi, er látinn 85 ára að aldri. Hann lærði rafvirkjun og starfaði lengst af sem sjálfstæður rafverktaki í Reykjavík. Siguroddur starfaði mikið að félagsmálum í sínu fagi og var í sveinsprófsnefnd í raf- virkjun árin 1946–1954. Formaður nefndarinnar var hann árin 1954– 1958 og aftur 1963–1996. Þar að auki sat hann nokkur ár í stjórn Fé- lags löggiltra rafverktaka í Reykja- vík. Fyrstu kynni mín af Siguroddi voru árið 1990 þegar ég varð próf- nefndarmaður undir hans stjórn. Mér varð það fljótlega ljóst að hann gerði miklar kröfur til okkar nefndarmanna um undirbúning fyr- ir sveinsprófin, enda mikið í húfi fyrir nemendur eftir margra ára nám. Siguroddur þótti fastur fyrir í samskiptum sínum við próftaka, en honum var það mikilvægt að slaka aldrei á kröfum um kunnáttu til sveinsprófs. Þótt mörgum hafi fundist Siguroddur hrjúfur, var það þó bara á yfirborðinu. Okkur sam- starfsmönnum hans var vel ljóst að undir bjó ljúfur og traustur félagi, sem sinnti störfum sínum af um- hyggju og nærgætni. Hann var alla tíð mjög virkur í félagi okkar raf- verktaka í Reykjavík og mætti vel á fundi. Hann fór ekki dult með skoðanir sínar, en kunni að lofa það sem lofsvert var. Það var okkur yngri mönnunum mikilvægt að heyra viðhorf hans því við vissum að hann bar hag okkar og félagsins fyrir brjósti. Ég vil fyrir hönd Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði og Félags löggiltra raf- verktaka, senda fjölskyldu Sigur- odds Magnússonar innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan félaga og vin lifir. Ómar Hannesson. Siguroddur Magnússon var einn af helstu mönnum í forystusveit rafiðnaðarmanna seinni helming síðustu aldar. Hann tók sveinspróf í rafvirkjun 1944. Hann var þátttak- andi í stofnum félags rafiðnaðar- nema og iðnnemasambandsins á námsárum sínum. Fór nánast beint í stjórn sveinafélagsins eftir sveins- próf og er þar 1946-1948 og er for- maður Félags íslenskra rafvirkja 1947-1948. Hann tók meistarapróf árið 1947 og svo löggildingu 1948 og hefur eigin starfsemi sem raf- verktaki. Siguroddur var ætíð mik- ill áhugamaður um menntamál í rafiðnaðargreinum og fór í sveins- prófsnefnd rafvirkja, fyrst fyrir hönd FÍR árið 1946 og svo fyrir meistarafélagið. Hann er formaður sveinsprófsnefndarinnar 1954-1958 og tekur svo aftur við formennsku 1963 og er það þar til hann hættir í nefndinni árið 1996. Eftir að hann hóf eigin atvinnustarfsemi fór hann fljótlega í stjórn Félags löggiltra rafverktaka og var virkur innan samtaka Landssambands íslenskra rafverktaka. Siguroddur var auk þess virkur félagsmaður hjá Al- þýðuflokknum og sinnti margs kon- ar trúnaðarstöfum fyrir flokkinn. Ég kynntist Siguroddi allvel í störfum mínum fyrir eftirmenntun- arnefnd rafiðna og störf í fræðslu- nefndum í rafiðnaðargeiranum. Reyndar kynntist hver einasti raf- virki Siguroddi í sveinsprófum þau 50 ár sem hann var þar og er hann nokkurs konar guðfaðir drjúgs hluta íslenskra rafvirkja. Hann fylgdist vel með framförum í rafiðn- aðargeiranum og var ætíð boðinn og búinn til þess að huga að því hvern- ig hægt væri að þróa nám rafiðn- aðarmanna samfara tækniþróun- inni. Eins og sést á upptalningunni hér að framan, fer það ekki á milli mála að Siguroddur var einn af leið- andi forystumönnum í rafiðnaðar- geiranum og hafði víða áhrif á framþróun innan geirans. Hann var ákaflega þægilegur í samstarfi og tók jákvætt á málum, vinsæll meðal félaga sinna. Vinur vina sinna. Í þeim vandræðum sem risu upp inn- an menntakerfis rafiðnaðarmanna fyrir nokkru kom glöggt fram hversu mikla umhyggju Siguroddur bar fyrir velferð menntunar rafiðn- aðarmanna. Þrátt fyrir að hann væri hættur störfum fylgdist hann mjög vel með framþróun mála og var oft í sambandi vegna þess. Fyrir hönd Rafiðnaðarsambands Íslands færi ég Siguroddi þakkir fyrir hans miklu og óeigingjörnu störf fyrir rafiðnaðargeirann. Ég færi fjölskyldu Sigurodds hugheilar samúðaróskir frá rafiðnaðarmönn- um. Guðmundur Gunnarsson. Tuttugasta öldin var öld framfara í íslensku þjóðlífi. Í mínum huga er hlutur sjómanna, verslunarmanna, bænda og iðnaðarmanna þar stærstur. Þessar stéttir byggðu upp atvinnulíf, hver á sínu sviði, sem varð undirstaða nútíma vel- megunar meðan áhersla háskóla- menntunar var lögð á menntun embættismanna. Nú er þessi kynslóð frumherja atvinnulífsins óðum að týna tölunni. Við fylgdum Björgvini Fredrik- sen til grafar fyrir nokkrum dögum og nú Siguroddi Magnússyni raf- virkja. Saga rafvirkjunar á Íslandi hefst með tuttugustu öldinni og er þróun- in með ólíkindum. Öll tilvera nú- tímamannsins er háð rafmagninu. Siguroddur Magnússon er einn þeirra manna sem tóku við af frum- herjunum á fjórða og fimmta tug aldarinnar við rafvæðingu atvinnu- lífs og byggðar og hefur ásamt sinni kynslóð markað þar braut. En hann hefur komið víðar við. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hefur til langs tíma notið starfs- krafta hans og þar, eins og innan raða rafvirkja og rafverktaka, hefur hann barist fyrir hugsjónum sínum og iðnaðarmanna og setið í stjórn þess, lengst af sem ritari. Árið 1926 innréttuðu iðnaðar- menn baðstofu í iðnaðarmannahús- inu við Lækjargötu. Hún var glæsi- legur minnisvarði um íslenskt handverk. Eins og kunnugt er varð eldur laus í húsinu í júní 1986. Þar gjöreyðilagðist baðstofan. Borgarráð tók þá ákvörðun að endurbyggja húsið eftir brunann og vann Iðnaðarmannafélagið að upp- byggingunni og gaf m.a. forsögn um uppbyggingu baðstofunnar. Sig- uroddur var í þáverandi stjórn fé- lagsins sem vann þar ómetanlegt verk. Siguroddur var heiðursfélagi í Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík. Á aðalfundi Iðnaðarmannafélags- ins nú í vor var Siguroddur mættur þrátt fyrir að af honum væri dregið vegna veikinda. Þar tók hann til máls rökfastur og málefnalegur eins og ætíð. Það var hans síðasta kveðja til okkar sem tekið höfum við og um leið kennslustund í rök- fimi. Við iðnaðarmenn kveðjum Sigur- odd með orðunum sem skráð eru með höfðaletri yfir dyrum baðstof- unnar: „Verkið lofar meistarann.“ F.h. Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, Ásgrímur Jónasson. ✝ Þorbergur Guð-jónsson frá Mel- koti í Leirársveit fæddist 20. septem- ber 1911 á Kirkjubóli í Innri-Akranes- hreppi í Borgarfirði. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Þorbergs voru Guðjón Jónsson, f. í Belgsholtskoti í Melasveit 13. janúar 1873, d. 26. október 1960 og Ólöf Þor- bergsdóttir, f. á Arn- arstöðum í Hraungerðishreppi í Flóa 3. maí 1873, d. 9. ágúst 1954. Þau giftust 1908 og voru líklega fyrsta árið á Akranesi. En fluttu svo að Kirkjubóli í I-Akranes- hreppi og hófu þar búskap. Árið 1912 fluttu þau að Hrauntúni í Leirársveit. En lengst bjuggu þau í Melkoti í Leirársveit eða frá 1921 til 1947. Þorbergur var þriðji í röð sex systkina og síðastur þeirra til að kveðja þennan heim. Systkini hans voru: Þorgrímur, f. á Kirkjubóli 11.9. 1909, d. 17.8. 1910, Sigríð- ur Þorgerður, f. á Kirkjubóli 10.10. 1910, d. 14.4. 1995, Ágúst Sigurður, f. í Hrauntúni 28.8. 1912, d. 3.9. 1995, Jóhanna, f. í Hrauntúni 30.12. 1913, d. 8.4. 2003 og Auður Kristín Guðjónsdóttir, f. í Hrauntúni 29.5. 1916, d. 4.2. 1996. Útför Þorbergs fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Undanfarnar vikur hefur mér verið tíðhugsað til Þorbergs frænda míns. Ég hef verið að fara yfir það sem okk- ur fór á milli síðast þegar við hittumst. Hreinrita fáeinar línur sem ég hafði skrifað hjá mér og setja fram spurn- ingar sem ég ætlaði að spyrja í næstu heimsókn. Af heimsókninni verður ekki og spurningunum verður ekki svarað. Það eru um tuttugu ár frá því að leiðir okkar Þorbergs lágu saman. Ég bjó þá á Akranesi og þekkti ekki til fjölskyldu minnar þar. Vissi þó að þrjú ömmusystkin mín höfðu flust úr Fló- anum upp í Borgarfjörð í upphafi 19. aldar. Einn góðan veðurdag stendur fyrir utan hjá mér maður, nauðalíkur föður mínum sáluga, hann heilsar og segist vera frændi minn. Þetta var upphafið af kynnum okkar Þorbergs og Auðar systur hans. Margar stundir áttum við saman eftir þetta, fyrst þar sem þau bjuggu á Hjarðarholti svo að Höfðagrund. Og það er skemmst frá því að segja að þau Þorbergur og Auð- ur höfðu frá mörgu áhugaverðu að segja. Þau opnuðu mér sýn inn í sögu ættar minnar sem mér hefði annars ekki hlotnast. Þorbegur var nefnilega drjúgur við ættfræðigrúskið eftir að hann hætti að vinna og Auður mundi ýmislegt sem bróðirinn hafði ekki á takteinum. Þannig snerust samveru- stundir okkar mest um ættfræði og liðna daga. Þorbergur var 10 ára gamall þegar foreldrar hans fluttu að Melkoti. Þar tók hann þátt í bústörfum eins og barna var háttur. Þegar fram liðu stundir fóru systkini hans að heiman en hann og Auður dvöldu áfram í for- eldrahúsum. Árið 1947 urðu hlut- verkaskipti í Melkoti. Þorbergur tók við búi föður síns en Guðjón og Ólöf drógu sig í hlé enda orðin fullorðin og lúin. Þorbergur bjó í Melkoti í félagi við systur sína fram til hausts 1974. Þannig varð þjóðhátíðarárið síðasta ár búskapar þeirra. Við tók nýtt skeið, ár- in á Akranesi, þar sem nær öll þeirra fjölskylda var. Nærvera við hana skipti þau miklu máli. Þorbergur og Auður voru bæði ógift og barnlaus. Á Akranesi vann Þorbergur hjá Tré- smiðjunni Akri í hálfu starfi. Hann hætti þar árið 1984, þá orðinn 73 ára gamall. Guðjón og Auður bjuggu á nokkrum stöðum á Akranesi. Á Höfðagrund 8 í nálægð við dvalarheimilið Höfða bjuggu þau frá 1984. Þegar Auður fell- ur frá flytur Þorbergur inn á Höfða. Ég minnist Begga frænda með hlýju og þakklæti enda kynntist ég einstökum ljúflingi, frændræknum og hjálpfúsum manni. Orð Hallgríms Pét- urssonar skálds, „lítillátur, ljúfur, kát- ur“ finnast mér eiga við frænda minn úr Borgarfirði. Blessuð sé minning hans. Eiríkur G. Guðmundsson. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Þessar ljóðlínur gætu hafa verið orð frænda míns Þorbergs Guðjónssonar sem látinn er í hárri elli en var búinn að líða mikið vegna augnsjúkdóms í mörg ár. Þorbergur, sem alltaf var kallaður Beggi, skipaði stóran sess í lífi mínu. Hann var móðurbróðir minn og bjó í Melkoti í Leirársveit en þaðan á ég mínar bestu og ljúfustu æskuminn- ingar. Ég var mörg sumur í sveit í Melkoti og man þann tíma vel. Ég minnist ömmu minnar og afa, Auðar frænku minnar, frændsystkina minna og fleira fólks sem þarna bjó og starf- aði um lengri eða skemmri tíma, undir handleiðslu Begga frænda. Beggi var einstaklega ljúfur og hjartahlýr mað- ur, barngóður og umfram allt kátur og skemmtilegur. Mér eru minnisstæðar samverustundirnar í stofunni í Melkoti þegar frændi minn hafði safnað saman heimilisfólkinu og gestum í kringum sig, settist við orgelið og spilaði og allir sungu með af hjartans innlifun. Fjöl- margar minningar tengdar frændfólki mínu í Melkoti koma upp í hugann og ekki hvað síst minningarnar um Begga frænda minn í leik og starfi sem ekki verða tíundaðar hér. Æskuárin liðu og ég fullorðnaðist og eignaðist mína fjölskyldu. Þrátt fyrir það voru fjölskylduböndin jafn sterk og áður og efldust frekar með árunum. Beggi fylgdist með vexti og viðgangi fjöl- skyldu minnar, fagnaði fæðingu barna minna og þegar þau uxu úr grasi fylgdist hann með þeim og þeirra börnum. Hann frændi var örlátur maður, hann lét margar krónur af hendi rakna til þeirra sem hann taldi að ættu bágt og væru hjálpar þurfi. Hann ætlaðist aldrei til þess að honum væru færðar sérstakar þakkir fyrir, svo eðlilegt og sjálfsagt fannst honum að rétta fram hjálparhönd. Árið 1974 fluttist Beggi frændi úr sveitinni og settist að á Akranesi og bjó þar til æviloka. Síðast bjó hann á Dvalarheimilinu Höfða þar sem hann fékk góða umönnun og ber að þakka það af alhug. Ég vil að leiðarlokum þakka Begga frænda mínum fyrir allt það sem hann var mér og fjölskyldu minni. Minn- inguna um góðan mann geymi ég í hjarta mínu. Far þú í Guðs friði. Kveðja. Lóa Gunnars. ÞORBERGUR GUÐJÓNSSON „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Elsku Beggi minn, kærar þakk- ir fyrir allt og allt. Sæunn I. Sigurðardóttir. HINSTA KVEÐJA Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10 220 Hfj. Sími : 565-2566 Engl a s te ina r Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN G. GUÐNADÓTTIR bókbindari, Fífuhvammi 33, Kópavogi, lést mánudaginn 10. nóvember. Sigrún Gunnlaugsdóttir, Karl Herbertsson, Jón H. Gunnlaugsson, Bryndís Gunnarsdóttir, Óskar Gunnlaugsson, Anna Axelsdóttir, Hjalti Gunnlaugsson, Kolbrún Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.