Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 35 indatól. Ekki var ætíð gott að sjá fyrir hvort holdrosan sneri inn eða út. Þetta gat átt jafnt við gagnvart sam- félaginu sem einstaklingum. Þorgeiri lét jafnvel enn betur að gagnrýna en skapa sjálfur, og er þá allnokkuð sagt. Eitt hið fyrsta af snöf- urlegri gagnrýni hans birtist í Þjóð- viljanum vorið 1959 og hét „Borgara- legur snyrtimennskuglæpur í Iðnó“. Hún fjallaði um sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill. Sú grein átti reyndar síðar sama ár eftir að fleyta honum eftir krókaleiðum inn í kvikmyndaskólann í Prag. Mikill fengur er að nýlegu mynd- bandi þar sem Þorgeir viðrar einkum skoðanir sínar um kvikmyndir og gef- ur um leið olnbogaskot í ýmsar áttir. Vonandi hafa svör hans við fyrir- spurnum eftir sýningu myndarinnar líka verið tekin upp, en því miður mun lítið varðveitt af háðskum tilsvörum hans eða skopsögum þeim sem getið var í upphafi, nema í gloppóttu minni okkar. Sumt af þeim toga er þó í greinasafninu Uml og andblæ af hinni notalegu frásagnarlist má skynja í bókinni Kvunndagsfólk. Heilsufar Þorgeirs var harla brös- ótt hina síðari áratugi og urðu til ýms- ar sagnir um skipti hans við heilbrigð- isþjónustuna, sumar nokkuð í hans eigin stíl. Gömlum kunningjum hnykkti stundum við þegar fyrir kom að mildur tónn heyrðist frá Geira. Nú á hann líklega ekki langt eftir, hugs- uðu menn. Lengi tókst honum þó að rífa sig upp á heiftinni þegar honum þótti á rétt sinn eða annarra gengið. Nú verða þau tilþrif varla fleiri og til- veran er einum tómlegri en áður. Árni Björnsson. Ég kom fyrst á heimili Þorgeirs Þorgeirsonar og Vilborgar Dag- bjartsdóttur seint á 8. áratugnum, skömmu áður en þau fluttu úr Von- arstrætinu. Ég varð heimagangur á sama tíma og fjölskyldan var að koma sér fyrir á Bókhlöðustígnum; breyta og bæta og mála húsið rautt með svörtu þaki. Á einhvern hátt var öðruvísi fyrir unglingahóp að koma inn á þetta heimili en almennt gerðist. Fyrr en varði var maður lentur í umræðum um menn og málefni, listir og stjórn- mál. Þetta var á tímum mikils kyn- slóðabils, var okkur sagt, en á Bók- hlöðustígnum voru hlutverkin önnur en við áttum að venjast. Unga fólkið mátti hafa sig allt við til að látast að minnsta kosti ná eitthvað upp í rót- tækni húsbændanna. Hvergi var sleg- ið af kröfum og sá sem ekki var kunn- ugur einhverju umræðuefni sá sér þann kost vænstan að lesa sér til svo hann væri maður með mönnum. Ég held að innra með okkur höfum við öll ákveðið að nokkuð mætti læra af mælsku Þorgeirs, enda fáir sem jafn- ast á við hann í því valdi sem hann hafði á því að segja sögur og setja fram hugmyndir og skoðanir. Og mitt í allri alvörunni var hann fyndnasti maður sem við höfðum nokkru sinni hitt. Minningin um Þorgeir er alltaf bundin Vilborgu, en þau hafa orðið mér að miklu liði, sem ég fæ seint full- þakkað. Móðurbróðir minn hafði einu sinni orð á því að það gáfulegasta sem ég hefði nokkurn tímann gert í lífinu hafi verið þegar ég gerði Þorgeir að umboðsmanni mínum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna á meðan við Egill, sonur þeirra hjóna, vorum í námi erlendis. Sá eiginleiki Þorgeirs til að gefast ekki upp fyrir kerfinu var enda sá sem einkenndi hann mest út á við. Með honum vann Þorgeir það stórvirki að þvinga hið opinbera til að viðurkenna meinbugi á réttarkerfi landsins og fá því breytt. Með Þorgeiri er genginn merkur Íslendingur og gagnmerkur maður. Ég samhryggist Vilborgu, Agli, Þor- geiri Elís og fjölskyldum þeirra og öðrum þeim sem voru nákomnir hon- um. Lára Magnúsardóttir. Í sumar hlotnaðist mér sá heiður að fyrirlesa um bókmenntaverk Þor- geirs Þorgeirsonar á ógleymanlegri afmælishátíð sem haldin var á Siglu- firði í tilefni af sjötugsafmæli hans. Ég talaði um tímann og minninguna eða minnið sem leikur svo stórt hlut- verk í verkum Þorgeirs. Hann var heimspekilegur og hugmyndalegur höfundur og þó að ég hafi bæði kennt og skrifað um verk hans koma þau mér alltaf á óvart. Heimildaskáldsag- an Yfirvaldið er með merkustu bók- um áttunda áratugarins og Hvunn- dagsfólk hefur að geyma frásagnir af uppvexti á stríðsárunum í skugga „verndaranna“. Skáldsagan Einleik- ur á glansmynd hefur verið kölluð „súrrealistísk heimildaskáldsaga“ og það lýsir henni vel. Þessar skáldsögur Þorgeirs eru þrauthugsaðar og byggðar af nákvæmni en um leið eru þær myndrænar eins og kvikmyndir hans, ljóðrænar eins og þýðingarnar og heimspekilegar eins og ritgerðirn- ar. Öll þessi verk bíða ungra fræði- manna eins og falinn fjársjóður. Þegar ég var að vinna að fyrirlestr- inum í sumar spurði ég Þorgeir hvort ekki væru til einhver persónuleg við- töl við hann. Hann svaraði því til að sér dytti ekki í hug að opna hjarta sitt fyrir bláókunnugum blaðamönnum. Minningin; að muna eða gleyma, fela eða afhjúpa, segja frá eða þegja er kjarni allrar listsköpunar og hjá Þor- geiri var þessi leikur ef til vill alvar- legri en hjá mörgum öðrum. Hugsun hans var skörp og sundurgreinandi, hann gat verið ákaflega fyndinn en líka stóryrtur og meinyrtur svo að sveið undan. Hann þoldi ekki „fúsk“ af neinu tagi og maður gat ekki búist við neinni undanþágu frá miskunnar- lausri gagnrýni hans í skjóli þess að vera vinur hans. Hann hlífði engum og síst sjálfum sér. Hann var réttsýnn og hann var góður maður, án þess hefðu orð hans aldrei skipt jafn miklu máli og raun bar vitni. Við Kristján vottum Vilborgu, börnum þeirra Þorgeirs og fjölskyldu innilegustu samúð okkar. Dagný Kristjánsdóttir. Fyrir framan mig liggur póstkort, rithöndin mjög sérstök og falleg, dag- sett 14. júlí 1976, sem hefst á þessum orðum: „Uppskot tygara viðvíkjandi útgávu av bökur mínar í týðing Þór- geirs sum frá líðir í árunum 1977-1982 haldi eg vera gott og kann eg tí góð- taka.“ Undirritað: William Heinesen. Þetta varð upphaf að mjög merkilegu ritsafni Heinesens í íslenskri þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar, þar sem gefin var út ein bók á ári. Þarna hófst margra ára samstarf okkar Þorgeirs, sem var ákaflega skemmtilegt og mér afar lærdómsríkt. Ég var nýtekinn til starfa sem útgáfustjóri Máls og menningar og vænti mikils af þessu sagnasafni og varð síður en svo fyrir vonbrigðum. Einhverra hluta vegna fór það svo að ég las allar þýðingarnar saman við frumtexta um leið og hand- rit barst, sennilega af tómri eigin- girni. Frumhandrit Þorgeirs a.m.k. framan af voru handskrifuð, hver stafur eins og teiknaður, og þarna kynntist ég vinnubrögðum sem ég hafði aldrei áður séð. Og afraksturinn var eftir því. Persónur og atburðir kviknuðu til ótrúlegs lífs í hinum ís- lenska búningi um leið og og þýðand- inn gætti fyllsta trúnaðar við anda frumtextans. Afstaða Þorgeirs var sú að óhjákvæmilega tapaðist eitthvað þegar texti færðist yfir á annað tungumál, og verkefni þýðandans væri að vinna upp þetta tap með því að endurskapa, skerpa drættina með þeim meðulum sem tungumál hans réði yfir. Fyrir kom að mér þótti hann ganga of langt í þessari endursköpun og þá var oft annað hvort að hann sannfærði mig með ómótstæðilegum rökum eða fór burt í hálfgerðu fússi og kom síðan til baka nokkrum dög- um seinna með svo snjalla lausn að ég varð ævinlega dolfallinn. Á þessum árum skrifaði hann tals- vert í Tímarit Máls og menningar, og ég vissi að ef efni barst frá Þorgeiri væri því hefti borgið. Minnisstæðast er mér dagbókarbrotið „Kettir eru merkilegar skepnur“ sem birtist í 1. hefti 1981. Í sama hefti er önnur heillandi dagbók, „Sautján júlídagar“ eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, sem yrkir þar eina japanska tönku fyrir hvern færðan dag. Þetta dagbókar- brot Þorgeirs er með snjöllustu ess- eyjum sem skrifaðar hafa verið á ís- lensku, tilbrigði um dularfulla eðlisávísun katta, feigð og lífsháska og lífið fyrir dauðann. Rúsínan í pylsuendanum er óborganleg sagan af því hvernig Þórbergur Þórðarson porrar höfund upp fyrir milligöngu miðils á fræðslufundi í Ölfusborgum, dæmi um húmor og frásagnarsnilld Þorgeirs sem ásamt hlýju viðmóti og sannri menningu hugar og hjarta lað- aði ungt fólk að heimili þeirra Vil- borgar í Vonarstræti og á Bókhlöðu- stíg. Þorleifur Hauksson. Fréttin af andláti Þorgeirs barst mér til Danska stúdentahússins í Par- ís, þar sem ég sé út um gluggann tvö hús sem Þorgeir bjó í um tíma, hinn djarfa svissneska stúdentabústað eft- ir Le Corbusier og hið glæsilega sænska stúdentahús. 1984-1986 var Vilborg umsjónar- kennari minn í Austurbæjarskóla, sem – eins og hún orðar það – opnar út arma sína eins og stór faðmur. Þannig opnuðu einnig Vilborg og Þor- geir heimili sitt fyrir einstæðri danskri móður og syni hennar í fram- andi landi. Það varð upphafið að mörgum góðum stundum í húsinu við SJÁ SÍÐU 36 Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, HULDA SIGURÐARDÓTTIR, Brekkugötu 22, Hafnarfirði, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 29. október, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Sigurður B. Stefánsson, Kristín Bjarnadóttir, Stefán B. Sigurðsson, Lilja María Sigurðardóttir, Sveinn B. Sigurðsson, Claudia Avila. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SVEINBJÖRNSSON, Illugagötu 73, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 9. nóvember. Kristín Georgsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HULDA AÐALSTEINSDÓTTIR, Litluhlíð 4, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni föstudagsins 7. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Stefán Baldvinsson, Elva Stefánsdóttir, Sigurður Egill Einarsson, Aðalsteinn Stefánsson, Hafdís Stefánsdóttir, Hörður Erlendsson, Baldvin Stefánsson, Alda Björk Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubarn. Móðurbróðir okkar, JÚLÍUS J. STEINGRÍMSSON rafvirkjameistari, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Lyngheiði 10, Selfossi, lést sunnudaginn 9. nóvember. Guðrún Jónsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, sonur og bróðir, HLYNUR SVEINBERGSSON, lést laugardaginn 8. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Njóla Jónsdóttir, börn, foreldrar og systkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORVALDUR SIGURÐSSON, Einigrund 2, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 7. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 14. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Magnúsdóttir, Georg Þorvaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.