Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 37 ✝ Guðrún Gísla-dóttir fæddist á Arnarnesi í Dýrafirði 6. febrúar 1916. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli laug- ardaginn 1. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Gísli Þórlaugur Gilsson óðalsbóndi á Arnarnesi, f. 13. febrúar 1884, d. 29. mars 1962, og kona hans, Sigrún Guð- laugsdóttir húsfrú á Arnarnesi, f. á Þröm í Eyjafirði 4. febrúar 1881, d. 27. mars 1960. Systkini Guðrúnar eru Elínborg, f. 15. ágúst 1914, gift Einari Þóri Steindórssyni, f. 9. október 1916, d. 19. apríl 1991; Friðdóra, f. 24. september 1917; Höskuldur, f. 26. nóvember 1918, d. 1931; Svanfríður, f. 4. júlí 1923, gift Páli Eiríkssyni, f. 16. júlí 1921; Þórlaug, f. 6. nóvember 1924, d. 5. maí 1925. Guðrún var ógift og barnlaus. Hún var lengst af ráðs- kona hjá styrktar- félagi vangefinna í Lyngási. Útför Guðrúnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar jólin nálgast, hátíð ljóss og fjölskyldutengsla, er þér kippt í burtu frá ástvinum þínum en þú ert laus við þjáningar og veikindi sem háðu þér síðustu árin. Þér sem aldrei varð misdægurt, sterk, traust og hvers manns hugljúfi sem kynntust þér. Meðal minna björtustu bernsku- minninga eru um stóru systur sem alltaf kunni ráð við öllum vanda. Elsku systir mín, ég þakka þér all- ar yndislegu stundirnar sem við átt- um saman. Þú hafðir yndi af kvæðum og ég kveð þig með einu litlu ljóði. Og vel ég man, hve mild þú varst og góð. Hve minning þín í hvítum ljóma skín. Og þér ég söng hvern æsku minnar óð, og ef ég söng um blóm og stjörnur ljóð, það voru líka kvæði, sem ég kvað til þín. (Tómas Guðmundsson.) Fríða. Ef ég yrði beðin að skilgreina orðin fegurð og hjartagæsku myndi ég svara að bragði: ,,Það er eins og Rúna frænka.“ Ég held að þetta segi nánast allt sem segja þarf um Rúnu frænku mína og ég veit að flestir væru mér sammála. Hún var fögur kona sem var svo uppfull af hlýju og góðsemd sem gerðu viðmót hennar og fram- komu í alla staði þægilega. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni hvort sem var með hlýjum strokum á vanga, nýprjónuðum ullar- sokkum, „bakkelsi“ og kannski einu súkkulaðistykki til að taka með í nesti, eins og hún orðaði það. Rúna var líka svona kona sem tryggði alltaf að mað- ur væri nú örugglega með rennt upp í háls og góðan trefil svo ekki kæmist kul að manni. Þetta voru hlutir sem skiptu hana miklu máli og voru nota- legir fyrir viðtakandann hverju sinni. Þegar ég var lítil stelpa var ég stundum í pössun hjá Rúnu og þá bjó hún á Hrísateig ásamt Dóru systur sinni. Mér þótti kalda útigeymslan á Hrísateignum alltaf eitthvað svo spennandi og mér þótti líka svo merkilegt að mjólkin kæmi köld úr henni og þetta var ekki rafknúinn ís- skápur. Svo var mjólkin sem úr köldu geymslunni kom svo miklu betri en sú sem var í ísskápnum heima hjá mér! Mér þótti Rúna alltaf svo vel til höfð í fallegum blússum og pilsum með snyrtilega bundna svuntu til að hlífa fötunum. Hún fór vel með sína hluti og ég man hvað mér þótti alltaf leynd- ardómsfullt þegar hún opnaði skápinn sinn og inn í honum var allt svo vand- lega brotið saman og sumt var vafið inn í plast eða pappír og bundið fyrir. Það sem barnshugann langaði að vita hvað væri í öllum þessum pinklum er varla hægt að lýsa. Svo bönkuðu ung- lingsárin upp á hjá mér og það verður að viðurkennast að lengra leið á milli heimsókna en þær voru samt sem áð- ur nokkrar. Stundum átti Rúna það til að senda mig heim með fullt box af kleinum sem hún hafði bakað og þó maður væri unglingur á þessum svo- kallaða viðkvæma aldri fannst manni ekkert tiltökumál að ferðast í strætó með gamalt Mackintosh’s box, senni- lega af því að það var frá Rúnu. Nú fyrir stuttu fengum við lánaða gamla ljósmynd af henni sem tekin var á ljósmyndastofu þegar hún var 16 ára. Allir sem sjá þessa mynd hafa á orði hversu falleg konan eða stúlkan sé á þessari mynd. Þessi mynd og minn- ingar mínar um Rúnu munu fylgja mér um ókomna framtíð. Megi minn- ingin um góða konu lifa. Þín frænka Svanfríður (Fríða litla). Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæra frænka, takk fyrir þær stundir sem við áttum saman og þakka þér fyrir góðar og fallegar minningar um þig sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Páll Ingi. Ég man í æsku þú mild varst og góð, þá minning ég geymi í huga mínum. Nú ertu laus úr fjötrum og flutt á nýja slóð, frjáls og heil af veikindum þínum. Á eilífðarlandinu allir fá skjól, ekkert sem þreytir né mæðir. Nú ertu komin í sumar og sól og svífur um englanna hæðir. (Helga Guðmundsdóttir.) Ég kveð þig góða frænka og þakka fyrir mig. Arnþrúður Anna. Ég man alltaf þegar ég sá hana fyrst. Há kona, grönn og glæsileg. Hún hafði sterkan svip, ákveðinn en um leið mildan og hlýjan. Leiðir okk- ar lágu fyrst saman í Lyngási fyrir einum 34 árum. Lyngás er dagheimili fyrir fötluð börn og unglinga. Það er rekið af Styrktarfélagi vangefinna. Styrktar- félagið var í sjálfu sér dálítið sérstakt fyrirbrigði. Þarna voru það foreldr- arnir sjálfir sem höfðu forystu um það að reisa Lyngás. Þetta var dugmikið fólk með háleitar hugsanir, langt á undan sinni samtíð og réð til sín starfsfólk sem var tilbúið að taka þátt í þessu frumkvöðlastarfi. Í þeim hópi var Guðrún Gísladóttir. Hennar ríki var eldhúsið, þar var hún drottning í ríki sínu. Vann hún sín verk þar með glæsibrag. Hún lagði mikið upp úr því að bjóða upp á hollan og góðan mat og var umhugað um að börnin borðuðu vel. Hún var ekki bara meðvituð um að þau fengju líkamlega næringu heldur var þeirrar skoðunar að andlega nær- ingin væri ekki síður mikilvæg. Henni var þess vegna umhugað um að börn- unum liði vel í sál sinni og bar hún vel hag þeirra fyrir brjósti. Guðrún eignaðist sjálf aldrei nein börn en væntumþykja hennar í garð barnanna í fjölskyldunni sinni var henni í blóð borin líkt og væntum- þykja hennar til barnanna í Lyngási. Guðrún var fagurkeri á vissan hátt, enda ætíð vel til höfð. Snyrtimennska var sjálfsagður þáttur í lífi hennar, hvort sem það var á hennar heimili eða á vinnustað. Aldrei hef ég komið inn í hreinna eldhús en það sem hún réð yfir í Lyngási. Hún hélt ekki bara vel utan um eld- húsið sjálft heldur var henni umhugað um líðan starfsfólksins. Engu að síður gerði hún miklar kröfur til síns fólks og vildi að það skilaði sínu verki vel. En ef eitthvað var að lagði hún allt í það að viðkomandi liði vel og notaði þá öll ráð til þess. Guðrún var kona sem hugsaði ætíð um aðra á undan en sjálfri sér. Hún lét alltaf þarfir annarra ganga fyrir. Hún átti oft við erfið veikindi að stríða en með óbilandi kjarki og dugnaði stóð hún ætíð upp aftur. Oft hefur hún eflaust gengið nærri sér en þannig var hún. Fjölskylda hennar reyndist henni alltaf vel og var henni svo mikils virði. Guðrún bjó með systur sinni, Frið- dóru. Það var auðséð hvað þær báru mikla virðingu hvor fyrir annarri og vænumþykjan á milli þeirra mikil. Þær bjuggu sér fallegt og hlýlegt heimili, síðustu árin í Bólstaðarhlíð. Guðrún var stolt af uppruna sínum og talaði alltaf fallega um sveitina sína og fólkið sitt. Hún ferðaðist líka eins oft og hún gat til æskustöðva sinna í Dýrafirði og átti þar góðar stundir. Guðrún starfaði í 25 ár í Lyngási. Hún var starfsmaður af gamla skól- anum sem hvorki var lítandi á klukk- una né skrifandi niður alla sína tíma. Passa varð upp á að hún fengi sína frí- tíma, svo óbilandi var dugnaður henn- ar og trúmennska. Sem virðingarvott fyrir störf sín var Guðrún í lok starfs- tíma síns á Lyngási heiðruð með gull- úri. Okkar samskipti voru alla tíð mjög góð. Henni hefur eflaust ekkert litist á þessa ungu stelpu sem kom til að gerast forstöðukona í Lyngási. Það breyttist þó fljótt, sem betur fer. Samstarf okkar var ætíð mjög gef- andi og virti ég hana mikils enda af miklu að læra. Ég kveð nú Guðrúnu með þakklæti og virðingu um leið og ég votta systr- um hennar og öðrum ástvinum samúð mína. Hrefna Haraldsdóttir. Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum.) Elsku Rúna, eftir langvarandi veik- indi kvaddir þú þennan heim á fal- legum vetrardegi. Það er með söknuði sem við kveðj- um þig en minningarnar um samveru- stundirnar eru góðar. Alltaf var gam- an að koma til þín og ömmu, fyrst á Hrísateig svo í Bólstaðarhlíðina. Pönnukökurnar þínar, sem alltaf voru á boðstólum, voru þær bestu í heimi og þegar við fórum var alltaf ein- hverju góðgæti laumað að okkur svo að við yrðum nú ekki svöng á leiðinni heim. Það fór enginn með tóman maga frá þér, þannig varst þú. Minningarnar um þig geymum við í hjarta okkar. Bless, elsku Rúna, og megi Guð geyma þig. Elsku amma, Ella og Fríða, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Kveðja Garðar, Katrín, Dóra og fjölskyldur. Elsku Rúna, núna ertu farin frá okkur. Við söknum þín og munum alltaf muna eftir þér og hvað okkur fannst alltaf gaman að koma til þín, því maður fór aldrei tómhentur heim. Þú fannst alltaf eitthvað fyrir okkur í skápnum þínum, súkkulaði, nammi eða bara einhverjar skálar sem þú fannst og gafst okkur. Við kveðjum þig nú, Rúna, þú varst yndisleg frænka og við eigum eftir að sakna þín. Kveðja Erna María og Viktoría. GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Við færum þakkir þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýju við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORGEIRS ÞORGEIRSONAR rithöfundar og kvikmyndagerðarmanns, Bókhlöðustíg 6b, Reykjavík. Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorgeir Elís Þorgeirsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Egill Arnaldur Ásgeirsson, Laufey Hálfdanardóttir, Bergur Þorgeirsson, Edda Þorgeirsdóttir, Vilborg Egilsdóttir, Þórunn Egilsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BENEDIKTSDÓTTIR, Miðengi, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtu- daginn 13. nóvember kl. 13. Jarðsett verður að Búrfelli. Halldóra Kristinsdóttir, Guðbrandur Kristjánsson, Valgerður Kristinsdóttir, Gústav Guðnason, Þórunn Kristinsdóttir, Eiríkur Helgason, Katrín Kristinsdóttir, Árni Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma, systir og mágkona, SÓLEY BRYNJÓLFSDÓTTIR, Stórási 7, Garðabæ, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Bjarni Ágústsson, Bryndís Bjarnadóttir, Melkorka Sóley Glúmsdóttir, Karl Brynjólfsson, Kristín Kristjánsdóttir, Haukur Lyngdal Brynjólfsson, Ásgerður Hjörleifsdóttir, Bragi Brynjólfsson, Guðlaug Brynjólfsdóttir. Elskuleg móðir okkar, GUNNHILDUR SESSELJA JÓNSDÓTTIR frá Ásgarði, Miðneshreppi, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu Sand- gerði fimmtudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Jarðsett verður í Hvalneskirkjugarði. Börnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓSEFS EINARS MARKÚSSONAR frá Görðum, Aðalvík, Þverbrekku 4, Kópavogi. Arnar Jósefsson, Margrét Tómasdóttir, Hrafnhildur R. Jósefsdóttir, Þorleifur Finnsson, Helga Jóhanna Jósefsdóttir, Guðni M. Guðmundsson, Jósef Smári Jósefsson, Elin Jeppesen, Arndís Sveina Jósefsdóttir, Sverrir Geirmundsson, Markús Betúel Jósefsson, Aðalheiður L. Úlfarsdóttir, Arndís Björg Smáradóttir, Gísli Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn. Fleiri minningargreinar um Guð-rúnu Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.