Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 51 BRESKA hljómsveitin Suede hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hún hyggist taka sér frí frá störfum. Ekkert hefur verið afráðið um það hversu lengi fríið mun vara en að sögn eru liðs- menn ólmir í að geta sinnt öðrum hugðarefnum sín- um. Suede var útnefnd og yfirlýst bjartasta von breska rokksins þegar hún steig fram á sjónvarsviðið fyrir um áratug síðan. Fyrstu tvær plötur sveitarinnar, Suede og Dog Man Star, fengu og lofsamlega dóma. En eftir að aðallagahöfundurinn Bern- ard Butler sagði sviplega skilið við félaga sína stuttu áður en Dog Man Star kom út árið 1994, hefur hún átt erfitt með að skapa sér stöðugleika og mannabreytingar verið nokkrar. Á dögunum kom út safnplata sem inniheldur öll vinsælustu lög sveit- arinnar, þ. á m. „Drowning“, „Wild Ones“, „Stay Together“ og „Beauti- ful Ones“. Platan hefur einnig að geyma nýtt lag „Attitude“ sem nú er útlit fyrir að verði svanasöngur sveit- arinnar … Pink hefur tileinkað eft- irlætis lagið á nýju plötunni sinni, átrúnaðargoði sínu Janis Joplin. Lagið heitir „Undwind“ og er text- inn að hluta til ortur um Joplin að sögn Pink. Nýja platan heitir Try This og kemur út í vikunni … Elijah Wood sem leikur Fróða í Hringa- dróttinsögu- myndunum langar að stofna sitt eigið útgáfufyrirtæki og gefa út plötu sem meðleikari hans úr myndunum Viggo Mortensen (Ara- gorn) hefur tekið upp. Hann skellti sér í hljóðverið með hobbittunum Dom Monaghan og Billy Boyd, sem leika Kát og Pípin, og saman tóku þeir lagið með Mortensen. „Þetta er frábær tónlist“ … FÓLK Ífréttum MATRIX-byltingin hófst með látum samtímis í yfir 90 löndum á fimmtu- daginn, þ. á m. hér á landi og var frumsýnd fyrir helgi á alls 109 mörk- uðum (löndum). Þannig voru yfir 18 þúsund eintök af þessum lokakafla Matrix-þríleiksins sett í umferð, sem er með því mesta sem gerst hefur. Ár- angurinn varð líka eftir því. Þegar lit- ið er til fimm fyrstu sýningardaga, sem stundum er gert er myndir eru frumsýndar fyrr í vikunni en á föstu- dögum, þá halaði hún inn 204 millj- ónir, 16 milljónir króna, í tekjur á heimsvísu, meira en nokkur önnur mynd hefur þénað. Fyrra metið átti Tveggja turna tal, annar hluti Hringadróttinsögu-þríleiksins, sem tók 188 milljónir dala fyrstu fimm dagana. Því til viðbótar er um að ræða stærstu opnunarhelgi í sögunni, sam- anlagt í öllum löndum utan Banda- ríkjanna. Utan Bandaríkjanna þénaði myndin mest í Bretlandi. Í Bandaríkjunum tók hún rúmar 50 milljónir dala yfir helgina, en með fimmtudeginum nálgast hún 100 milljóna-markið óðfluga og slær það vafalaust í dag. Rétt eins og með aðra myndina voru gagnrýnendur hreint ekki á eitt sáttir, kvörtuðu sumir undan mark- leysu á meðan aðrir töluðu um mesta sjónarspil kvikmyndasögunnar. Þótt allt hafi snúist í kringum Mat- rix voru tvær aðrar myndir frum- sýndar fyrir helgi vestra; jólagrín- myndin Álfurinn (Elf) með Will Ferrell og breska gamanmyndin Einskonar ást (Love Actually). Sú er fyrsta mynd handritshöfundarins Richards Curtis sem gerði m.a. hand- ritið að Fjórum brúðkaupum og jarð- arför, Notting Hill, Bean og sjón- varpsþáttum á borð við Svörtu nöðruna. Myndinni hefur verið lýst sem breskri og settlegri Magnolia, enda segir hún margar sögur sem tvinnast meira og meira saman eftir því sem á líður. Í hlutverkum er hver stjarnan á fætur annarri; Hugh Grant (forsætisráðherra sem fellur fyrir þjónustustúlku), Liam Neeson, Colin Firth, Laura Linney, Emma Thomp- son og Rowan Atkinson. Líkt og Mat- rix-byltingin hefur þessi mynd fengið mjög blendna dóma vestra. Þannig að á meðan Roger Ebert segir hana búa yfir öllum kostum rómantískrar gam- anmyndar í Chicago-Sun Times þá líkir A.O. Scott henni við „innihald ruslapoka“ í New York Times. Lokakafli Matrix-þríleiksins sló aðsóknarmet Lokauppgjörið: Neo (Keanu Reeves) og Smith (Hugo Weaving) enn að kljást. Byltingin stóð undir nafni                                                                                                                     !"# #"$ $%"& $$"$ '"( &"& ("% ("% ("% "# % " #"$ (("$ )"( &" &"& (!" '"# (!"$ '"& Nýr og betri  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ Hverfisgötu  551 9000 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.  ÞÞ FBL Ein magnaðasta heimildarmynd seinni ára! ÞÞ FBL  HK DV  SV MBL Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! Yfir 20.000 gestir Stærsta grínmynd ársins! Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30 B.i. 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 9. www .regnboginn.is „Frábær mynd“ 3D gleraugu fylgja hverjum miða Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Stærsta grínmynd ársins! Eingöngu sýnd um helgar. OPEN RANGE  DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.30. Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveimsnarklikkuðum frændum sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum. Sýnd kl. 6. www.laugarasbio.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.