Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 56
ALÞINGI samþykkti í gær frum- varp landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, um að innflutnings- banni á eldisdýrum og lifandi lax- fiski og öðrum fiski er lifir í fersku vatni verði aflétt. Þar með hafa bráðabirgðalög sem sett voru í sumar um sama efni verið staðfest, en með breytingum sem gerðar voru við þriðju umræðu um frum- varpið var gengið verulega til móts við sjónarmið Landssambands veiðifélaga, þótt ekki hafi allt náðst fram sem óskað var eftir að sögn Óðins Sigþórssonar, formanns landssambandsins. Frumvarpið var samþykkt með þrjátíu atkvæðum þingmanna stjórnarflokkanna gegn 25 at- kvæðum þingmanna flokka í stjórnarandstöðu. Átta þingmenn voru fjarstaddir atkvæðagreiðsl- una. manni nefndarinnar. Guðni segir að á þeim fundi hafi verið rætt efn- isinnihald þess bréfs sem Óðinn sendi þingmönnum. „Við fórum yf- ir tillögu þeirra,“ sagði ráðherra og tekur fram að hún hafi þó ekki get- að gengið upp. Í kjölfarið kveðst hann hafa lagt fram þá breyting- artillögu sem meirihluti landbún- aðarnefndar lagði fram við þriðju umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Ráðherra segir að í breyting- artillögunni sé tekið tillit til til- lagna Óðins. Í breytingartillögunni, sem sam- þykkt var á Alþingi í gær, er lagt til að fleiri aðilar en hingað til hef- ur verið gert ráð fyrir veiti ráð- herra umsögn vegna innflutnings á eldisdýrum. Meðal þeirra aðila er erfðanefnd landbúnaðarins. Ráð- herra bendir á að Náttúrufræði- stofnun eigi sæti í þeirri nefnd. landbúnaðarnefndar og sérstak- lega sú breyting sem gerð var á síðustu metrunum fyrir þriðju um- ræðu og hefði verið gerð í fram- haldi af bréfi sem landssambandið hefði skrifað öllum þingmönnum hefði gengið nokkuð til móts við það sem þeir hefðu óskað eftir. Fundað í landbúnaðar- ráðuneytinu Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hélt fund í landbúnaðar- ráðuneytinu í gærmorgun með þeim Óðni og Magnúsi Ólafssyni, varaformanni Landssambandsins, Drífu Hjartardóttur, formanni landbúnaðarnefndar Alþingis, og Dagnýju Jónsdóttur, varafor- Áður en frumvarpið var gert að lögum samþykkti meirihuti þings- ins breytingartillögur meirihluta landbúnaðarnefndar þingsins, sem lagðar voru fram við þriðju og síð- ustu umræðu um frumvarpið í gær. Með breytingunum er ráð- herra gert skylt að leita umsagnar ákveðinna aðila vegna umrædds innflutnings, þ.e. fleiri aðila en áð- ur var. Þessir aðilar eru embætti yfirdýralæknis, fisksjúkdóma- nefnd, Veiðimálastofnun og erfða- nefnd landbúnaðarins. Óðinn Sigþórsson sagði að það væri alveg ljóst að þeir hefðu viljað sjá lögin líta aðeins öðruvísi út, en þær breytingar sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu í meðferð Laxafrumvarp samþykkt Verulega komið til móts við sjón- armið Landssambands veiðifélaga MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LÍKLEGT er að hinn tignarlegi fugl alb- atros hafi sést í nágrenni Hvalfjarðar í síð- ustu viku. Vegfarendur sáu stóran hvítan fugl á sjónum og lýstu honum símleiðis fyrir sérfræðingum Náttúrufræðistofn- unar. Fuglaskoðunarmenn fóru á vettvang með tæknibúnað en þá var fuglinn horfinn. Helst var þó hallast að því að þetta hefði í raun verið albatros af stærstu gerð og hefur þessi tegund ekki sést hér við land áður. Nokkrar tegundir aðrar hafa þó sést hérlendis. Að sögn Kristins Ziemsen, sem sá fugl- inn, veitti hann ásamt samferðafólki sínu athygli stórum hvítum hlut á floti á um 700 metra færi um 150 metra frá landi. Að sögn Kristins Skarphéðinssonar, dýravist- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun, eru albatrosar miklir flugfuglar og gæti einn þeirra hafa flækst norður fyrir miðbaug og haft viðkomu hér við land. Sjaldséður fugl í Hvalfirði Flest bendir til albatross AP STJÓRNIR 13 byggðarlaga munu ekki hlutast til um úthlutun byggðakvóta sjávarútvegsráðu- neytisins. Kvótanum verður því úthlutað til allra skipa í viðkomandi byggðarlögum á grundvelli aflahlutdeilda þeirra. Sjávarútvegsráðuneytið hefur samkvæmt reglugerð heimild til úthlutun- ar á 1.500 þorskígildistonna byggðakvóta til stuðnings byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Alls fær 41 sveitarfélag úthlutað byggðakvóta og hafa þau nú lagt fram tillögur um skiptingu kvótans til sjávarútvegsráðuneytisins. Þó munu 13 sveitarstjórnir ekki hafa afskipti af úthlutun sjávarútvegsráðuneytinu, hafa 28 sveitarstjórnir sent tillögur að reglum um skiptingu byggða- kvótans. Þar af hafa 7 byggðarlög sent tillögur sem taldar eru fullnægjandi en óskað verður eftir nánari upplýsingum í 21 tilfelli. Þar verður eink- um óskað eftir nánari upplýsingum um það á hvaða forsendum eigi að skipta kvótanum milli einstakra báta. Eins hefur ráðuneytið í nokkrum tilfellum gert athugasemdir við að sveitarstjórnir vilja áskilja sér rétt til að afturkalla kvótann eftir að honum hefur verið úthlutað, fari handhafar kvótans ekki að reglum. Jón segir að ráðuneytið telji að slíkt sé ekki framkvæmanlegt. kvótans og skiptist hann því á öll skip innan við- komandi byggðarlaga á grundvelli aflahlutdeild- ar. Sex sveitarfélög tilkynntu sjávarútvegsráðu- neytinu sérstaklega að þau myndu ekki hlutast til um úthlutun kvótans. Þau eru Tálknafjörður, Ísafjörður, Kaldrananeshreppur, Akureyrar- bær, Breiðdalshreppur og Hornafjörður. Þá bár- ust ráðuneytinu engar tillögur frá Snæfellsbæ, Bolungarvík, Grímsey, Grýtubakkahreppi, Seyð- isfirði, Mjóafirði og Djúpavogi og verður byggð- arkvóta þessara byggðarlaga því úthlutað með sama hætti. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í 1500 tonna byggðakvóti sjávarútvegsráðuneytisins 13 sveitarstjórnir taka ekki þátt í úthlutun ÞAÐ er ekki á hverjum degi að selir láta sjá sig í grennd við mannfólkið. Börnin í 1. bekk Grunnskól- ans í Búðardal urðu því heldur betur undrandi þeg- ar þau á gönguferð sinni rákust á einn slíkan á vappi. Selurinn var niðri við bryggju og lét ekkert á sig fá þó að krakkahópurinn nálgaðist hann heldur sat spakur og naut athyglinnar. Að sögn sjón- arvotta hefur selurinn haldið þar til í tvo daga en var horfinn í gær. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Selur í heimsókn GREIÐSLUR úr Ábyrgðarsjóði launa námu 613 milljónum króna fyrstu tíu mán- uði ársins. Er það 7% aukning miðað við sama tímabil í fyrra þegar greiðslurnar námu 573 milljónum króna. Allt síðasta ár voru 715 milljónir greidd- ar úr sjóðnum og að sögn Björgvins Steingrímssonar deildar- stjóra stefnir í að áætlun sjóðsins fyrir þetta ár, sem hljóðaði upp á 770 milljónir króna, muni að mestu leyti standast. Sjóðurinn, sem heyrir undir Vinnumála- stofnun, ábyrgist greiðslu launakrafna launþega og iðgjaldakrafna lífeyrissjóða á hendur fyrirtækjum við gjaldþrotaskipti þeirra eða þegar dánarbú vinnuveitandans er til opinberra skipta og erfingjar ábyrgj- ast ekki skuldbindingar hans. Greiðslur úr sjóðnum hafa frá árinu 2000 aukist jafnt og þétt, voru 170 milljónir það ár, 356 milljónir árið 2001 og 715 milljónir árið 2002, sem fyrr segir. 7% aukning á fyrstu tíu mán- uðum ársins Ábyrgðarsjóður launa ! '' ./ ,0  !" "               122 (342 * )           TÍU unglæknar eru nú á biðlista eftir námsstöðum í framhaldsnámi í heimilislækningum en unnt hefur verið að stunda slíkt nám hérlendis í allmörg ár. Alma Eir Svavars- dóttir, kennslustjóri framhalds- námsins, tjáði Morgunblaðinu að tvær stöður hafi verið fyrir slíkt nám fyrir nokkrum árum en þeim síðan fjölgað í níu á þessu ári. Alma Eir segir að fyrir nokkrum árum hafi áhugi verið kannaður meðal læknanema og unglækna á framhaldsnámi í heimilislækning- um og þá enginn haft áhuga. Segir hún umrót og neikvæða umræðu um greinina trúlega hafa fælt menn frá slíku námi. Nú vanti nokkra tugi heimilislækna á höf- uðborgarsvæðinu og taki það nokkur ár að fylla í skörðin. Þá segir hún stéttina að eldast. Ástæður fyrir auknum áhuga hjá unglæknum segir Alma Eir margar, m.a. að kjör séu nú sam- bærileg við kjör annarra sérfræð- inga á sjúkrahúsum. Aukinn áhugi á heimilislækningum Tíu ung- læknar eru á biðlista  Aukinn áhugi/12 ♦ ♦ ♦ TILBOÐSFRESTUR í þrotabú fulgabús- ins Móa ehf. rann út á hádegi í gær og barst eitt tilboð í búið sem var hafnað þar sem skiptastjóra og veðhöfum fannst það of lágt. Í kjölfarið var reynt að fá tilboðsgjafann til að breyta tilboðinu án þess að þær um- ræður skiluðu neinni niðurstöðu. Tilboði í Móa var hafnað ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.