Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar U m 108 manns á Íslandi eiga Harley Dav- idson-mótorhjól og á þessu ári hafa verið seld 19 ný hjól þessarar gerðar. Sig- tryggur Kristófersson hjá Harley Dav- idson á Íslandi segir að það sé lífsstíll að eiga Harl- ey. Og hann talar af ástríðu um þessi bandarísku mótorhjól og allt sem þeim tengist. Þegar gengið er inn í salinn á Grensásvegi, sem var sérstaklega innréttaður samkvæmt forskrift Harley í Bandaríkjunum, blasir strax við V-Rod- hjólið, sem kom fyrst á markað 2001. Þetta er byltingarkennt hjól af hálfu Harley Davidson að mörgu leyti. Fyrir það fyrsta er það afar fram- úrstefnulegt í laginu og í öðru lagi var ný tækni notuð við hönnun grindarinnar, svokölluð „hydra- bend“-aðgerð, sem felst í því að grindin er beygð með vatni undir háþrýstingi. Það sem vinnst með þessu er að engar skarpar beygjur verða í grind- inni. Oftast eru mótorhjól hönnuð á þann veg að mótorinn er hannaður eftir grindinni en í þessu til- viki var grindin hönnuð eftir mótornum. Auk þess er mótorinn í hjólinu smíðaður í samstarfi Harley Davidson og Porsche. Sigtryggur segir að vélin hafi verið fimm ár í hönnun og keyrð í yfir 6.000 km í bekk áður en hún var sett í fjöldaframleiðslu. Hún er 1.133 rúmsentimetrar að slagrými og skil- ar 115 hestöflum. Vélin er með 60° halla og vatns- kæld en til þessa hefur Harley alltaf haft 45° halla á vélunum og loftkælingu. Mestan heiður af hönn- un hjólsins á Willy G., sem er barnabarn Dav- idsons og aðalhönnuður fyrirtækisins. Hjólið kost- ar tæpar þrjár milljónir króna. Nú hefur það heyrst að Harley sé bilanagjarn? „Ég get sagt þér að það kemur oftast nær frá þeim mönnum sem eiga sér þann draum að eign- ast Harley, en munu líklega aldrei eignast hann, en setja alltaf út á hann. Frá því við byrjuðum 1999 höfum við selt tæplega 60 hjól og við höfum ekki fengið eitt einasta inn vegna framleiðslugalla. Ég man eftir tveimur hjólum sem komu inn ári eftir að við afhentum þau með bilaða startrofa. Harley fór næstum á hausinn 1980–’81, en eftir þann tíma fór bilanatíðnin verulega að lækka. Fram að þeim tíma voru gæðin vissulega ekki upp á það mesta. Þetta er orðin allt önnur framleiðsla í dag enda skilar fyrirtækið methagnaði ár eftir ár,“ segir Sigtryggur. Í salnum er líka Heritage Softtail Classic sem hefur verið framleitt óbreytt í sextán ár. Harley framleiðir aldrei meira en 220–240 þúsund hjól á ári, þar af hafa um 26 þúsund hjól verið fyrir Evr- ópumarkað. Sigtryggur segir að mikil vakning sé meðal fólks núna og áhugi í tengslum við mótorhjól. Þetta megi m.a. rekja til þess að aðflutningsgjöld voru lækkuð fyrir tveimur árum sem gerði kaup á mótorhjólum fýsilegri. Nú er til dæmis hægt að fá Harley Davidson-hjól á frá um einni milljón og upp í 3,2 milljónir króna. „Tíðarfarið skiptir líka miklu máli því nú eru menn farnir að geta verið á hjóli í allt að níu mánuði á ári. Í fyrra lögðum við hjólunum t.d. bara í fimm vikur.“ Harley Davidson Sportster kom fyrst á markað 1957 og hefur verið framleiddur því sem næst óbreyttur síðan. Eitt slíkt hjól má sjá hjá Harley Davidson á Grensásveginum. Hann fæst með 883 rúmsentimetra vél og 1.200 rúmentimetra. 2004 kemur ný týpa sem er með örlítið breyttri vél og stærri bensíntank. En í grundvallaratriðum er þetta sama hjólið. Þarna er líka gulur Fat Boy, sem Sigtryggur á sjálfur. „Hann varð heimsfræg- ur þegar Arnold Schwarzenegger fór fram af brúnni á slíku hjóli í hlutverki Terminator 2. Það er hlutfallslega dýrara en önnur hjól eingöngu vegna vinsælda hjólsins. Það kostar 2.750.000 kr. og er með 1.450 cc vél.“ Þess má geta að starfræktur er eigendaklúbbur Harley Davidson hér á landi og stendur hann fyrir einni ferð til Evrópu á hverju ári með hjólin. Áhugasömum er jafnframt bent á www.harleyda- vidson.com. Lítið breytist með árunum hjá Harley; klass- ískar línur og slaglangar vélar er það sem gildir. Morgunblaðið/Árni Sæberg VRSCA V-Rod er nýjasta hjólið frá Harley. Það er með heilum álfelgum, loftkældri vél sem þróuð var í samstarfi við Porsche og grind sem er beygð með háþrýstu vatni. Afturbarðinn á þessu hjóli er næstum eins og á meðaljepplingi. Sigtryggur Kristófersson hjá Harley Davidson á Íslandi á hippanum, Heritage Softtail Classic. Um 108 Harley-eigendur á Íslandi Sagt er að það sé lífsstíll að eiga Harl- ey Davidson. Frægð þessara hjóla er mikil og tengingin við hippatímann og ýmsar bandarískar kvikmyndir skemm- ir ekki fyrir. Til marks um lífsstílinn og ástríðuna má geta þess að þá stuttu stund sem blaðamaður stoppaði hjá umboðinu á Grensásvegi sat þar einn nýbakaður Harley-eigandi og borðaði nestið sitt í sjónfæri við nýja hjólið sitt, Heritage Softtail Classic. Fat Boy er eitt vinsælasta hjólið frá Harley Davidson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.