Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ edda.is Kvenfyrirlitning og ni›urlæging er enn hlutskipti kvenna í Afganistan. Bóksalinn í Kabúl er áhrifamikil l‡sing norsku bla›akonunnar Åsne Seierstad á dvöl sinni sem gestur á heimili bóksalans flar sem hún kynntist kjörum kynsystra sinna í strí›shrjá›u landi. Umtalaðasta bók heimsins Lífi› bakvi› blæjuna ENDURREISNAR- og þróunar- banki Evrópu, EBRD, er reiðubúinn að aðstoða Landssímann við kaup á hlut íbúlgarska ríkissímafyrirtæk- inu BTC. Forseti bankans, Jean Lemierre, sagði þetta m.a. í samtali við Morgunblaðið í heimsókn sinni hingað til lands í gær. Sagði hann engar ákvarðanir hafa verið teknar en fulltrúar bankans áttu í gær og munu eiga í dag fundi með nokkrum íslenskum fyrirtækjum varðandi fjárfestingarmöguleika í Austur- Evrópu. EBRD tekur þátt í tilboði Viva Ventures í meirihlutann í BTC. „Við erum ávallt reiðubúnir að aðstoða erlenda fjárfesta til að taka þátt í einkavæðingu ríkisfyrirtækja á borð við BTC. Einkavæðing er mjög mik- ilvæg við endurreisn og uppbygg- ingu ríkja í Austur-Evrópu. Þetta mál er gott dæmi um það sem við getum aðstoðað við,“ sagði Jean Lemierre. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær getur verið um 200 milljóna króna fjárfestingu að ræða fyrir Landssímann. Hefur stjórn Símans veitt Brynjólfi Bjarnasyni forstjóra heimild til að vinna að málinu áfram. Jean Lemierre flutti erindi í gær- morgun á morgunverðarfundi á Hótel Nordica á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Markmið heimsóknar hans til Íslands var að kynna bankann og möguleika ís- lenskra fyrir- tækja til fjárfest- inga í Austur- Evrópu. Einnig sagðist hann hafa viljað kynna sér viðhorf íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja til fjárfestinga á er- lendum mörkuðum. „Mikill vöxtur á sér stað í Austur- Evrópu um þessar mundir, svæðið er mun áhugaverðara en það var fyrir tíu árum. Framfarir hafa átt sér stað og efnahagur ríkjanna hef- ur batnað. Ríkin þurfa hins vegar aðstoð við uppbygginguna og hafa leitað til erlendra fjárfesta og banka í því skyni. Mörg þeirra eru á leið- inni inni í Evrópusambandið á næstu árum og eru þess vegna að undirbúa sig sem mest þau geta,“ sagði Lemierre. Möguleiki á fleiri verkefnum fyrir Íslendinga Bankinn sem Lemierre stýrir er í eigu hátt í 60 ríkja en starfssvæðið tekur til 26 ríkja í Mið- og Austur- Evrópu. EBRD var settur á lagg- irnar árið 1991 til að stuðla að opnu markaðshagkerfi í þessum hluta Evrópu. Tekur bankinn þátt í til- teknum verkefnum með lánum, hlutafé eða ábyrgðum. Langstærsta verkefnið sem tengist íslenskum fyrirtækjum hefur verið með Balk- an-Pharma í Búlgaríu, en einnig komið við sögu í nokkrum ráðgjaf- arverkefnum í A-Evrópu á vegum Íslendinga. Spurður sagði Lemierre góða möguleika á að fjölga verkefn- um sem þessum, með þátttöku ís- lenskra fjárfesta og fyrirtækja. Í þessu sambandi nefndi hann sér- staklega matvælafyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs. Með hækkandi tekjum margra A-Evrópubúa væru kröfur að aukast um betri matvæli í verslunum. Einnig nefndi Lemierre tækifæri fyrir íslensk orku- og samgöngufyr- irtæki og ráðgjafa á sömu sviðum. Sum ríki A-Evrópu byggju yfir rík- um orkuauðlindum en önnur ekki. Í hvoru tilviki fyrir sig væri mikil þörf á þekkingu og reynslu annarra ríkja. Varðandi samgöngumálin sagði Lemierre íslensk skipa- og flugfélög hafa möguleika á verkefn- um í A-Evrópu ef þau hefðu áhuga á því. „Mín einföldu skilaboð til Íslend- inga eru að þið eigið hlut í bank- anum og nýtið ykkur það. Komið til okkar og leitið upplýsinga,“ sagði Lemierre hinn franski, sem hefur verið forseti EBRD frá miðju árinu 2000, sá fjórði í sögu bankans. Forseti Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, EBRD Reiðubúnir að aðstoða Símann við fjárfestingu Jean Lemierre, bankastjóri EBRD. VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra átti í gær fund með Jean Lemierre, forseta End- urreisnar- og þróunarbanka Evr- ópu (EBRD), að loknum morg- unverðarfundi með honum sem viðskiptaráðuneytið stóð fyrir. Valgerður sagði við Morg- unblaðið að heimsókn bankastjór- ans, sem væri sú fyrsta til Íslands, væri ánægjuleg og afar mikilvæg fyrir íslensk fyrirtæki og fjárfesta. Fram hefði komið í máli Lemierres að Íslendingar gætu nýtt sér bank- ann mun betur en þeir gerðu við fjármögnun verkefna, en eign- arhlutur íslenska ríkisins í bank- anum nemur um 20 milljónum evra, eða um 1.760 milljónum króna. Fer viðskiptaráðuneytið með hlut Íslands í bankanum. „Við viljum nýta heimsókn bank- ans til að auka áhuga íslenskra fyr- irtækja á honum og upplýsa þau um hvaða tækifæri geta verið í boði. Mér sýnist allt benda til að heimsóknin geti orðið mjög gagn- leg og muni skila einhverjum verk- efnum,“ sagði Valgerður, sem sýndi Lemierre m.a. jarð- hitasvæðið í Svartsengi í gær. Taldi hún orkufyrirtækin íslensku eiga möguleika á verkefnum í A- Evrópu þar sem þau byggju yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu. Fleiri möguleikar væru fyrir hendi, t.d. fyrir íslensk matvæla- fyrirtæki. Valgerður sagðist hafa lagt áherslu á það í viðræðum sínum við forseta EBRD að Íslendingar yrðu ráðnir til starfa hjá bankanum, en af um 1.100 starfsmönnum er eng- inn íslenskur. Flestir starfsmenn, eða um 800, eru starfandi í höf- uðstöðvum bankans í London. Tók forseti bankans þessu erindi vel, að sögn Valgerðar. Morgunblaðið/Þorkell Valgerður Sverrisdóttir ásamt fulltrúum bankans, með Kristján Skarphéð- insson ráðuneytisstjóra og Benedikt Árnason skrifstofustjóra sér við hlið. Íslendingar geta nýtt bankann mun betur STARFSMENN markaðsdeildar Stöðvar tvö gerðu Eddu útgáfu og bókaútgáfunni Bjarti tilboð um já- kvæða umfjöllun um bækur gegn greiðslu eða kaupum á auglýsingum að sögn stjórnenda félaganna. Þess- um fullyrðingum hafnar markaðs- deild Stöðvar tvö og segir ekkert hæft í því að hægt sé að kaupa gagn- rýni og málið sé byggt á misskiln- ingi. Hrannar Björn Arnarsson, for- stöðumaður sölu- og markaðsmála hjá Eddu-útgáfu, segir að um miðjan september hafi hann fengið tilboð um að Edda gæti fengið jákvæða bókaumfjöllun í þættinum Íslandi í dag gegn greiðslum. Hrannar segir að hann hafi strax hafnað tilboðinu. „Ég sagði þeim að mér þætti ósiðlegt að tengja saman svona viðskipti við eitthvað sem menn kalla bókagagn- rýni og hafnaði því.“ Snæbjörn Arngrímsson hjá Bóka- útgáfunni Bjarti segir að markaðs- deild Stöðvar tvö hafi komið til sín til að selja auglýsingar og eiginlega gefið það mjög sterkt í skyn að ef Bjartur ætlaði að fá umfjöllun í Ís- landi í dag skyldi fyrirtækið auglýsa hjá Stöð tvö og að það fengi ekki um- fjöllun nema það auglýsti. Bjartur ansi hins vegar ekki svona tilboðum. „Ég veit líka að Páll Baldvin er þann- ig maður að hann fjallar bara um þær bækur sem honum sýnist.“ Guðmundur Atlason hjá markaðs- deild Stöðvar tvö segir að þrír sölu- menn hafi séð um það að selja bæði auglýsingar fyrir bókaforlögin og dagskrárgerðin hafi viljað vita hvort von væri á auglýsingum frá þeim svo hægt væri að réttlæta að borga gagnrýnanda fyrir að dæma bækur. „Það var einfaldlega verið að tékka á því og engu öðru. Við skildum þessa frétt ekki í fyrstu og héldum að þetta væri eitthvert grín. En við fórum síð- an yfir hvað það hefði verið sem menn hefðu getað misskilið “ Guðmundur segir alveg ljóst að menn geti alls ekki keypt gagnrýni og segir fullt af staðreyndavillum í fullyrðingum bókaforlaganna. Tilboð um jákvæða bókaumfjöllun hjá Stöð tvö Vísar á bug að mögulegt sé að kaupa gagnrýni TRÚNAÐARMANNI starfsmanna Impregilo við Kárahnjúkavirkjun, Oddi Friðrikssyni, voru í dag af- hentir launaseðlar starfsmanna í samræmi við samkomulag verka- lýðshreyfingarinnar og Impregilo í september. Oddur segir að svo virðist að rétt sé staðið að málum. „Það fyrsta sem ég sé af þessu er að þetta er heiðarlega unnið,“ segir Oddur. „Mér sýnist vinnubrögðin heiðar- leg, það sem ég hef séð og ég hef lista yfir alla starfsmenn og alla launaseðla. Sums staðar er einhver mismunur sem þarf að leiðrétta, en almennt virðast vinnubrögðin heið- arleg.“ Trúnaðar- manni afhentir launaseðlar Málefni starfsmanna við Kárahnjúka STÓRMEISTARARNIR Friðrik Ólafsson og Bent Larsen gerðu jafntefli í þriðju og fjórðu skák sinni í átta skáka einvíginu á Hót- el Loftleiðum. Friðrik er því enn með forystu í einvíginu með 2,5 vinninga gegn 1,5 vinningum Lar- sens. Friðrik stóð höllum fæti í báðum skákunum í gær og var með nær tapað tafl í síðari skákinni en Lar- sen missti hana í jafntefli í hróks- endatafli. Í fyrri skákinni var Lar- sen með þægilegri stöðu en samdi samt um jafntefli eftir 40 leiki. Morgunblaðið/Ómar Friðrik hefur taflið með hvítu mönnunum í þriðju skákinni. Friðrik heldur forystunni RÉTTARHÖLD standa nú yfir í Þýskalandi þar sem meintir með- limir í fíkniefnasmyglhring, sem teygði anga sína hingað til lands, eru látnir svara til saka. Íslenskir dómstólar luku málinu á þessu ári að því er Ísland snerti og dæmdi Íslending í 5 ára fangelsi og Þjóð- verja í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína. Þar til málið fór fyrir dóm gekk íslenska lögreglu- rannsóknin undir heitinu „Opera- tion Germania“. Einn meðlima smyglhringsins hefur verið dæmdur ytra í 3 ára og 9 mánaða fangelsi, en upphaf rann- sóknarinnar hófst hér á landi á sín- um tíma þegar upp komst um fyr- irætlanir smyglhringsins um að smygla 50 kg af hassi sjóleiðina til Íslands. Áður hafði tekist að smygla 15 kg af hassi hingað til lands með Nor- rænu. Réttað í máli þýsks smyglhrings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.