Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 3 ATLI Gíslason, lögmaður Árna G. Sigurðssonar flugmanns, segir það valda sér miklum vonbrigðum að Jón Þór Sverrisson, sem settur trúnað- arlæknir Flugstjórnar skuli tjá sig opinberlega og sjá ástæðu til að opna málið á ný með þeim hætti sem hann gerði í Morgunblaðinu á þriðjudag- inn. Þar sagðist Jón m.a. halda fast við fyrri skoðun sína um að heilaáfall af þeirri gerð sem Árni varð fyrir ylli varanlegri vanhæfni. Atli segir að í viðtalinu við Jón séu að hans mati settar fram rangar full- yrðingar og alið á óréttmætri tor- tryggni sem sé til þess eins fallin að skaða íslenska flugrekendur. „Ég spyr einnig hvort það samræmist góðum stjórnsýsluháttum og siða- reglum lækna að trúnaðarlæknirinn tjái sig eins og raun ber vitni um heilbrigði og réttindi einstaklings, en mál hans hefur hann haft til með- ferðar en þó aldrei skoðað, og sjúk- dómsgreini hann í fjölmiðlum. Hvar er trúnaðurinn og við hvern?“ Atli segir fulla ástæðu vera til að ítreka að í maí 2002 hafi þrír val- inkunnir læknar og sérfræðingar komist að þeirri niðurstöðu að flug- hæfni Árna væri óskert. Þessum úr- skurði hafi Flugmálastjórn ekki vilj- að una og hafi málsmeðferð hennar sætt ámæli sérstakrar nefndar á vegum samgönguráðuneytisins. Nú hafi síðan ný læknanefnd, enn skipuð valinkunnum sérfræðingum, komist að sömu niðurstöðu en á öðrum for- sendum; heilsufar Árna hafi að hennar mati verið mjög gott og eng- um breytingum tekið frá vorinu 2001, nema til batnaðar. Það stað- festi ítarlegar rannsóknir. „Engar flugöryggisreglur mæla gegn þess- um úrskurðum og í JAR-viðbæti er beinlínis gert ráð fyrir að að flug- menn sem hafa fengið minni háttar áföll, þar á meðal það sem Árni varð fyrir, geti snúið aftur til starfa. Sú er einnig raunin, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum,“ segir Atli. Lögmaður flugmanns ósáttur við ummæli trúnaðarlæknis Segir að öllum flugör- yggiskröfum sé fullnægt VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segir að mikilvægt hafi verið að gera ganga að þeim starfslokasamningi sem gerður var við Theodór Bjarnason, fyrr- um forstjóra Byggðastofnunar, í júní 2002 þar sem starfsemi stofnunarinnar hafi verið í kreppu og mikil þörf á að leysa það mál. Hins vegar segist ráðherra undrandi á þeim samn- ingi sem gerður var við Guðmund Malmquist, sem lét af störfum hjá Byggðastofnun árið 2001, og telur að slíkir samningar séu ekki gerðir lengur. Starfslokasamningar við fyrrum forstjóra Byggðastofnunar voru gagnrýndir á Alþingi í umræðum í fyrradag og segir Valgerður að í sjálfu sér sé hægt að gagnrýna þessa samn- inga. „En við verðum að hafa það í huga að annars vegar er um að ræða samning frá 1985, sem gerður var við forstjóra Byggða- stofnunar, og ríkið átti engan annan kost en að standa við þann samning. Hvað varðar hinn samninginn sem ég ber ábyrgð á, þá er það þannig að það var mikil kreppa í þessari stofnun og hún í raun óstarfhæf. Þegar ég stóð frammi fyrir því hvort ég vildi gera starfslokasaming við forstjórann með þessum hætti, þá ákvað ég að gera það og taldi það mikilvægt vegna stofnunarinnar. Það má al- veg velta því fyrir sér hvort sá samningur hafi verið of dýr, en ég tel að mál hafi verið þannig vaxin að ástæða var til að afgreiða málið með þessum hætti,“ segir Valgerður. Ráðherra segist hins vegar undrandi á samn- ingnum sem gerður var við forstjóra Byggðastofnunar árið 1985. „Mér finnst þessi samningur frá 1985 alveg svakalega dýr og er eig- inlega undrandi á því að svona samningur skuli hafa verið gerður, enda fullyrði ég að svona samningar eru ekki gerðir lengur.“ Í umræðum á þingi voru m.a. starfsloka- samningar við fyrrum forstjóra Byggðastofn- unar bornir saman við þann samning sem fé- lagsmálaráðherra bauð Valgerði H. Bjarnadóttur, fyrrum jafnréttisstýru, í sumar, en henni voru boðnar mun lægri greiðslur vegna starfsloka sinna heldur en forstjóra Byggðastofnunar. Að sögn iðnaðarráðherra er undarlegt að blanda því máli inn þessa um- ræðu. „Þar náðist einfaldlega sátt á milli viðkom- andi aðila og ráðuneytisins um starfslok. Það bara tengist ekki þessari umræðu á nokkurn hátt,“ sagði iðnaðarráðherra. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra Nauðsynlegt var að semja um starfslok Valgerður Sverrisdóttir VALGERÐUR H. Bjarnadóttir, sem lét af störfum framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu í júlí sl., segist ekki hafa skrifað undir eða sam- þykkt neinn starfslokasamning við félagsmála- ráðherra, en Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði í umræðum á Alþingi í fyrradag að Valgerður hefði látið af störfum fyrir ríkið í sátt og samlyndi við félagsmálaráðuneytið. Hins vegar segir Valgerður að ráðuneytið telji sig vera búið að ganga frá starfslokasamningi. „En ég tel svo ekki vera vegna þess að ég hef ennþá ekki skrifað undir neitt og ekki sam- þykkt þeirra tilboð. Síðan í júlí hef ég verið að reyna að ná samkomulagi um annað en það hefur hreinlega ekki verið skoðað og það er sama hvað ég hef lagt fram í málinu, því hefur öllu verið hafnað,“ segir Valgerður. Hún segir það koma skýrt fram í bréfi sem ráðherra sendi henni 23. október sl. að ráðu- neytið líti svo á að málinu sé lokið, þrátt fyrir hugleiðingar hennar um annað, eins og það er orðað í bréfinu að sögn Valgerðar. „Ég hef hins vegar alltaf tekið skýrt fram að ég líti svo á að þetta séu ekki lok málsins.“ Hún segist ekki hafa litið neitt sérstaklega til samninga við fyrrum forstjóra Byggða- stofnunar en segist hafa aflað sér upplýsinga hjá sérfróðu fólki varðandi starfslokasamn- inga, hjá stéttarfélögum og fleiri aðilum, og þar hafi allir verið sammála um að samkomulagið sem henni var boðið hafi verið óeðlilegt. „Það sem ég vildi m.a. fá inn í samninginn er eitt- hvert ákvæði um það hver yrðu viðbrögðin ef Hæsti- réttur sneri við dómnum. Vegna þess að ef hann gerir það er ljóst að þá hef ég verið beitt miklum órétti. Því fannst mér eðlilegt að það yrði eitthvert tilliti tekið til þess, þar sem ekki er komin loka- niðurstaða í málið. En að því slepptu hefði mér þótt eðlilegt að fá meira en nemur launum sex mánaða,“ segir Valgerður. Fer fram á yfirlit yfir starfslokasamninga hjá ríkinu Hún segir málið þannig statt að nú sé hún að senda félagsmálaráðherra bréf, en í því er far- ið fram á að fá yfirlit yfir starfslokasamninga annars vegar karla og hins vegar kvenna sem gerðir hafa verið af ríkinu undanfarin ár. „Í framhaldi af því mun ég síðan skoða hver mín réttarstaða er. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um það að verið sé að ganga á rétt kvenna í þessum starfslokasamningum.“ Valgerður H. Bjarnadóttir fyrrv. jafnréttisstýra Ekki skrifað undir starfslokasamning Valgerður H. Bjarnadóttir SIGURÐUR Kristjánsson, barna- læknir og yfirlæknir á bráða- móttöku barnasviðs Landspítala há- skólasjúkrahúss, hlaut í gær viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar barnalæknis, en Bent Sch. Thorsteinsson stofnaði sjóðinn til minningar um Óskar fóstra sinn. Sjóðurinn er í vörslu Há- skóla Íslands og rektor ákveður hver hlýtur viðurkenninguna hverju sinni í samráði við forseta lækna- deildar HÍ. Sigurður, sem er sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmisfræði barna, er þriðji verðlaunahafi sjóðsins sem er ætlað að veita viðurkenningu fyrir vísindaleg afrek á sviði barnalækn- inga, svo sem rannsóknir, ritgerðir og skyld verkefni. Rannsókn á kvefveiru Sigurður fær viðurkenninguna fyrir rannsókn á áhrifum kvefveir- unnar respiratory syncitial (RSV) á ónæmiskerfi barna. Hann hefur beint sjónum að því hvort börnum sem smitast af veirunni fyrir 6 mán- aða aldur sé hættara við að fá astma eða aðra ofnæmissjúkdóma þegar þau eldast. Veiran veldur oftast vægu kvefi hjá börnum en hún get- ur verið lífshættuleg börnum með bælt ónæmiskerfi. Sigurður vinnur rannsóknina í samstarfi við starfsfólk Barnaspít- ala Hringsins, Rannsóknastofu í ónæmisfræði og veirufræði og Mið- stöð heilsuverndar barna. Í rannsókninni var börnum fylgt eftir til sjö ára aldurrs og til sam- anburðar var rannsakaður hópur barna sem ekki hafði sýkst og barnahópur sem hafði fengið aðrar veirusýkingar. Rannsóknin hefur yfir staðið í fimm ár og niðurstöður fyrsta áfanga liggja nú fyrir. Þegar fram líða stundir verður ef til vill hægt að nota þessar niðurstöður til að spá fyrir um það hvort ungbörn sem fá RSV-kvef og sýna ákveðna ónæm- issvörun muni síðar þróa með sér astma eða annan ónæmissjúkdóm. Hlaut viðurkenn- ingu úr sjóði Ósk- ars Þórðarsonar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðurkenning úr verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar barnalæknis var veitt í gær. Á myndinni má sjá frá vinstri Bent Sch.Thorsteinsson, Sigurð Kristjánsson barnalækni og Pál Skúlason, rektor Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.