Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ áhrif, mengun hafsins og eyðing óson- lagsins, og uppgræðsla landsins. Að sögn Auðar Ingólfsdóttur, sem stjórnaði verkefninu, kom þar fram ákveðinn kynslóðamunur en svo virð- ist sem eldri kynslóðir hafi fremur áhyggjur af uppgræðslu landsins á meðan yngra fólk lítur til hnattrænna vandamála. Landvernd hefur átt undir högg að sækja, þá einkum vegna fjárskorts, á undanförnum misserum en þessi könnun þykir leiða í ljós að hægt sé að sækja styrk til almennings. Þannig voru tæplega 74% svarenda mjög eða frekar jákvæð gagnvart Landvernd. Auður segir að nú verði blásið til sóknar og á laugardag ætlar Land- vernd að standa fyrir Landverndar- degi. „Markmiðið er þríþætt. Í fyrsta lagi að afla nýrra félaga, gera starf- semina sýnilegri og reyna að koma einhverju af þessum mikilvægu mál- efnum á framfæri,“ segir Auður. Að hennar sögn verður sérstök athygli vakin á loftslagsbreytingum af mannavöldum og því hvað einstak- lingar geta gert til að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Boð- orðin tíu fyrir bílinn verða gefin út en þau eru tíu ráð sem bíleigendur geta nýtt sér til að bíllinn eyði minna elds- neyti. Hápunktur dagsins verður svo keppni í vistakstri þar sem nokkrir fyrurm umhverfisráðherrar og fleiri munu keppast um að komast á milli fyrirfram ákveðinna staða á sem minnstu bensíni. ÁHUGI á umhverfismálum eykst með aldri og aukinni menntun að því er fram kemur í nýrri könnum sem Gall- up vann fyrir Landvernd, land- græðslu- og umhverfissamtök Íslands. Könnunin náði til 1.200 Íslendinga á aldrinum 16–75 ára og svörunin var 67%. Stærstur hluti aðspurðra, eða 85%, hafði mikinn eða nokkurn áhuga á umhverfis- og náttúruvernd og 63% telja mikla þörf fyrir samtök sem bæði veita fræðslu um þessi mál og halda uppi umræðu. Þá kom jafnframt fram að konur virðast hafa meiri áhuga en karlar á þessum málefnum. Fólk var beðið um að taka afstöðu til þess hvað væri mikilvægast í um- hverfismálum en þar bar hæst á góma hnattræn vandamál, s.s. gróðurhúsa- Áhugi á umhverfis- málum eykst með aldri Morgunblaðið/Jim Smart Niðurstöður könnunar, sem Gallup vann fyrir Landvernd, voru kynntar á fundi í gær. ÞRÍR þingmenn Samfylkingarinnar sögðu við upphaf þingfundar á Al- þingi í gær að ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um að greiða 140 milljónir til sauðfjárbænda væri engin framtíðar- lausn fyrir sauðfjárbændur. Ríkis- stjórnin samþykkti þessa greiðslu í fyrradag og er miðað við að hún verði innt af hendi fyrir áramót. Landbún- aðarráðherra, Guðni Ágússtsson, benti m.a. á í umræðunum um þessi mál í gær að bændur fögnuðu niður- stöðu ríkisstjórnarinnar og sagði að forystumenn þeirra hefðu þakkað fyr- ir það opinberlega. „Það er engin framtíðarlausn fólgin í þeim ráðstöfunum fyrir sauðfjár- bændur sem hér hafa verið kynntar,“ sagði Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var máls- hefjandi umræðunnar. „Það er allt óbreytt í grunninum.“ Hann sagði að offramboð hefði verið á kjöti á mark- aðnum í sumar. Það offramboð hefði valdið sauðfjárbændum vanda. „En það hefur líka valdið vanda í svína- rækt, kjúklingaframleiðslu og naut- griparækt. Og sjálfsagt hefur þessi vandi komið víðar við. En þetta er auðvitað vandi landbúnaðarins í heild. Það skilja allir nema ríkisstjórnin og Bændasamtökin. Það eru bara tvær búgreinar í orðasafni ríkisstjórnar- innar og það eru sauðfjárrækt og mjólkurframleiðsla.“ Hann sagði auk þess að engin framtíðarhugsun væri hjá ríkisstjórninni í landbúnaðarmál- um. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagðist undrandi á þessum mál- flutningi. Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu í allt haust ráðist á sig hvað eftir annað og beðið um tilllögur um stuðning við sauðfjár- ræktina og sauðfjárbændur. Nú kæmi á hinn bóginn svarti herinn úr Samfylkingunni, eins og hann orðaði það, og væri á allt annarri skoðun. „Ég er undrandi á þessum málflutn- ingi og mér leiðist hann. Mér finnst hann ekki málefnalegur. Ég sé að for- maður Samfylkingarinnar fær höfuð- verk yfir þessu öllu saman.“ Ráð- herra ítrekaði að það hefði verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að greiða þessar 140 milljónir kr. Áður hefði verið tekið á þeim vanda sem sláturhús ættu við að etja. „Ég finn að bændur fagna þessari niðurstöðu og forystumenn þeirra hafa þakkað fyrir það opinberlega.“ Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður landbúnaðarnefndar þingsins, kvaðst einnig vera undrandi á orðræðu Jó- hanns Ársælssonar. Hún sagði að of- framleiðsla á svínakjöti hefði komið svínabændum mjög illa. Um þessar mundir væru aðeins fjórtán svína- kjötsframleiðendur. „Og hvað er það sem hefur valdið því?“ spurði hún og svaraði. „Það er vegna þess að sam- keppnislögin okkar eru svo meingöll- uð að þau taka ekki á svona málum.“ Hún sagði ennfremur að Samkeppn- isstofnun hefði heldur ekki staðið sig í þessum efnum. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um greiðslu milljón- anna 140 væri til bóta. „Það er til bóta svo langt sem það nær.“ Steingrímur sagði einnig að það hefði þó dregist úr hömlu að taka á öðrum málum eins og ástandinu á kjötmarkaðnum. Hann sagði að það þýddi hins vegar ekki að kenna Samkeppnisstofnun og götóttri löggjöf um það. „Menn hafa látið það viðgangast að bankakerfið hefur fjár- magnað bullandi offramleiðslu og undirboð, sérstaklega hjá stóru og skuldugu framleiðendunum sem eru að setja alla hina á hausinn innan eig- in greinar. Og ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst koma úr hörð- ustu átt að heyra í formanni svína- bænda, ef ég tók rétt eftir, vera að væla undan þessari aðstoð sem nú á að veita sauðfjárbændum og tala um að hún væri ósanngjörn í þessari sam- keppni.“ Steingrímur sagði að stór- kostleg mismunun hefði í raun og veru átt sér stað meðal svínabænda. Þar hefðu bankarnir gert út á stóru framleiðendurna á kostnað þeirra minni. Skipt verði um ráðherra Ásgeir Friðgeirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að um- ræddar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leystu ekki vanda kjötframleiðenda til frambúðar og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að sauðfjárbændur væru ekki ofsælir af þessum 140 milljónum. „En sauð- fjárbændur eru heldur ekki ofsælir af hæstvirtum landbúnaðarráðherra að koma hingað og hella fúkyrðum yfir þá þingmenn sem benda á þá augljósu staðreynd að á meðan hæstvirtur ráð- herra hefur setið á rassi sínum að- gerðalítill, að ég ekki segi aðgerða- laus, í landbúnaðarráðuneytinu hefur fjarað undan sauðfjárbændum.“ Hann bætti því við að landbúnaðar- ráðherra hefði enga lausn til fram- búðar. „Ég spyr, frú forseti, er ekki eina lausnin á vanda sauðfjárbænda í dag sú að skipta um landbúnaðarráð- herra?“ Að þessum orðum sögðum kallaði Steingrímur J. utan úr þing- sal: „Hvaðan á sá nýi að koma?“ Undir lok umræðunnar kom land- búnaðarráðherra aftur í pontu og sagði að málflutningur Össurar væri fyrir neðan allar hellur. „Auðvitað hefur sýnt sig að Samfylkingin kann ekkert í landbúnaðarmálum og hefur aldrei kunnað. Hún getur þó sett sig í þau spor að ónotast hér í ræðustóln- um og þykjast hafa vit á þeim.“ Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um bætur til bænda rædd á Alþingi Benda á að vandamálin séu víðar en í sauðfjárræktinni Deilt var um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um stuðning við sauðfjárbændur við upphaf þing- fundar á Alþingi í gær. Þingmenn Samfylkingar sögðu ákvörðunina enga framtíðarlausn. ÁLFHEIÐUR Ingadóttir, vara- þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók sæti á Al- þingi í vikunni í fjarveru Ögmund- ar Jónassonar. Þar með sitja sjö varaþingmenn á Alþingi. Grétar Mar Jónsson, varaþing- maður Frjálslynda flokksins, situr á þingi í fjarveru Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, Ásgeir Frið- geirsson, varaþingmaður Samfylk- ingarinnar, situr á þingi í stað Þórunnar Sveinbjarnardóttur, Brynja Magnúsdóttir, varaþing- maður Samfylkingarinnar er fyrir Björgvin G. Sigurðsson, Kjartan Ólafsson, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, er fyrir Árna R. Árnason, Sigurlín M. Sigurð- ardóttir, varaþingmaður Frjáls- lynda flokksins, er fyrir Gunnar Örlygsson og Sigurrós Þorgríms- dóttir, varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins, er fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur. Sjö vara- þingmenn ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi skriflega fyrirspurn til fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, um starfslokasamninga sl. tíu ár. Í fyrsta lagi spyr Ásta hve margir starfslokasamningar hafi verið gerðir á ári undanfarin tíu ár við yfirmenn á vegum hins opinbera og starfsmenn í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera, sundurliðað eftir kynjun. Í öðru lagi spyr hún hversu mikið þeir starfslokasamningar hafi kost- að, hver og einn. Og í þriðja lagi spyr hún hvað þeir hafi kostað undanfarin tíu ár, sundurliðað eftir árum og kynjum. Spyr um starfs- lokasamninga DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra greindi frá því í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að stefnt væri að því að minningarsafn um Halldór Laxness á Gljúfrasteini yrði opnað almenn- ingi í ágúst á næsta ári. Hann sagði að búið væri að auglýsa eftir safn- stjóra safnsins og að margar um- sóknir hefðu borist. Hann sagði að nú væri unnið að viðgerðum og end- urbótum á húsinu á Gljúfrasteini og að ennfremur væri unnið að und- irbúningi safnsins. „Hafnar eru við- ræður við bæjaryfirvöld í Mos- fellsbæ um málefni fræðaseturs Halldórs Laxness í Mosfellsbæ. Meðal þess sem rætt hefur verið er að kanna möguleika þess að fræða- setrið verði staðsett í næsta ná- grenni við Gljúfrastein. Með þeim hætti mætta samræma og samhæfa betur þá starfsemi sem lýtur að varðveislu og miðlun upplýsinga um ævi og störf Halldórs Laxness.“ Bókasafn verður á Gljúfrasteini Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, var málshefjandi þessarar umræðu um hús skáldsins á Gljúfrasteini. Hann spurði Davíð Oddsson m.a. að því hver varðveitti bókasafn Halldórs Laxness, handrit hans og minnisbækur, sem Auður Laxness gaf íslenska ríkinu. Ráð- herra svaraði því til að bókasafn Halldórs væri og yrði varðveitt á Gljúfrasteini. „Yfirumsjón með skráningu safnsins er í höndum bókasafnsfræðings í forsætisráðu- neytinu.“ Hann sagði ennfremur að handrit Halldórs og minnisbækur hefðu verið afhentar Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni til varð- veiðslu. Það safn myndi annast flokkun og skráningu þeirra. „Þau skjöl sem frú Auður Laxness gaf þjóðinni og afhenti Þjóðarbókhlöðu eru Gljúfrasteini og þeirri starfsemi algjörlega óviðkomandi.“ Mörður sagðist vonast til þess að það safn sem væri verið að reyna að stofna um Halldór Laxness á Gljúfrasteini gengi vel. Áður, eða þegar hann greindi frá fyrirspurn sinni, sagði hann m.a. að eftir að upp- haflegur umsjónarmaður hússins á Gljúfrasteini, þ.e. Guðný Halldórs- dóttir, hefði látið af störfum „virtist skrifstofumaður á vegum forsætis- ráðherra hafa tekið að sér einhvers konar umsjónarstarf með húseign, innbúi og gögnum á Gljúfrasteini.“ Sagði Mörður að honum væri kunn- ugt um a.m.k. tvær ferðir þessa starfsmanns ráðuneytis forsætisráð- herra að Gljúfrasteini. Önnur ferðin hefði verið farin með landsbókaverði, hin með „fræðimanni“ eins og Mörð- ur orðaði þar og vísaði þar til Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar. Sagði hann að svo virtist sem síðari ferðin hefði verið farin með sérstöku leyfi forsætisráðherra. Í svari ráðherra kom m.a. fram að byggingadeild forsætisráðuneytisins hefði haft yfirumsjón með eigninni á Gljúfrasteini frá 21. apríl 2002. Auði Laxness hefðu verið heimiluð afnot af húseigninni fram til 12. ágúst 2002 en að öðru leyti hefði húseignin ekki verið nýtt á vegum forsætisráðu- neytisins. Mörður sagði að ráðherra hefði hliðrað sér hjá því að skýra þætti sem tengdust gangi málsins, s.s. þætti sem vörðuðu vörslu og um- sjón með eignunum á Gljúfrasteini. Sagðist hann ætla að taka því þannig að „þeim draugagangi sem um þetta mál hefði verið“ hefði linnt og að for- sætisráðherra væri ákveðinn í því að hafa um þetta mál samstarf við þing- ið og þjóðina alla. Fræðasetur verði við Gljúfrastein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.