Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 17 520 7901 og 520 7900 kr. 14.155 Kópavogur | Gamla Kópavogshælið liggur enn undir skemmdum, en það er eitt af þekktari húsum í Kópavogi. Húsið, sem Guðjón Sam- úelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði, var reist á árunum 1925–26. Það var upphaflega hugsað sem hressingarhæli Hringsins og ætl- að berklasjúklingum. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 1985 og í raun lítið sem ekkert gert til að halda því við. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp varðandi nýtingu hússins, en engin hlotið raunverulegan hljómgrunn og heldur því húsið áfram að drabbast niður. Nú er svo ástatt að fyrirséður kostnaður við viðgerðir og endurnýjun hússins, þar á meðal lagna, glugga og einangrunar, mun skipta minnst tugum milljóna og óar menn fyrir slík- um kostnaði á meðan ekki er ljóst hvernig hægt er að nýta húsið. Magnús Skúlason, forstöðumaður húsafrið- unarnefndar, segir það til skammar að ekkert skuli hafa verið gert í málum hússins. „Við getum alveg iðkað sjálfsgagnrýni í því. Þetta hefur einhvern veginn lent á milli. Gamla Kópavogshælið er eitt af þeim húsum sem eru talin hluti af okkar byggingararfi. Það verður að gera úttekt á því sem fyrst. Það er langt síð- an haft var samband við okkur og Gísli Einars- son endurhæfingarlæknir hafði forgöngu í því að benda á mikilvægi hússins, því hann starf- aði þarna við Kópavogshælið á sínum tíma. En fyrst og fremst snýst málið um peningaskort. Húsafriðunarsjóð vantar sárlega fé til að sinna viðhaldi varðveisluverðra húsa í landinu.“ Magnús segir fulla ástæðu til þess að kanna varðveislugildi hússins „áður en einhverjum dettur í hug að fara að byggja þar háhýsi“. Engin áform enn sem komið er Kópavogsbær keypti nýlega hluta svonefnds Hælislands af Ríkisspítulunum og með í kaup- unum fylgdi gamla Kópavogshælishúsið. Sig- urður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, segir engin áform enn uppi um framtíð hússins. „Það hafa komið ýmsar hug- myndir um hvað á að gera við húsið. Menn hafa verið tilbúnir að nota þetta undir alls konar félagasamtök og stofnanir og jafnvel fyrir gistiaðstöðu. En þetta hefur allt komið til okkar þegar heilbrigðisráðuneytið átti svæðið og húsið. Það er ljóst að húsið er ónýtt eins og það er og mun kosta mjög mikið fé að gera við það. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um neitt þessara húsa ennþá, en það er ljóst að mörg þeirra munu víkja þegar svæðið verður skipulagt. Gamla húsið hefur þá sérstöðu að einhverjir telja það hafa sögulegt gildi vegna þess að þar var holdsveikraspítali og fleira og einnig bygging- arsög ulegt gildi vegna þess að Guðjón Sam- úelsson teiknaði það.“ Sigurður segir húsið hafa verið notað undir trésmíðaverkstæði sem annast viðhald á veg- um Ríkisspítalanna. „En það er ekki komið að því að ákveða neitt varðandi framtíð þess. Rík- ið vildi selja þetta svæði og það þótti eðlilegt að bærinn keypti,“ segir Sigurður að lokum. Gamla Kópavogshælið enn í niðurníðslu og án viðhalds Morgunblaðið/Þorkell Gamla Kópavogshælið er orðið nokkuð hrörlegt á að líta og kostnaður við viðgerðir mun hlaupa á milljónatugum. Jafnréttismál | Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hlaut Vogarskálina, sérstaka við- urkenningu fyrir árangur í jafnréttismálum og markvisst starf að því að auðvelda starfsfólki að samræma starf og einkalíf. Verðlaunin voru afhent á ráðstefnu um hið gullna jafnvægi, sem haldin var 10. nóvember sl. Þetta kemur fram á vef ÍTR, www.itr.is. Hugmyndum og verkefnum sem lúta að jafnréttismálum og vellíðan starfsmanna hefur verið sérstaklega vel tekið hjá ÍTR og hefur það skilað sér í góðu starfi og starfsánægju sem eftir er tekið Reykjavík | Borgarráð hefur sam- þykkt að auka fjárveitingar til Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir næsta ár úr 290 milljónum í 365 milljónir. Þá var samþykkt að veita 150 milljónir til að fjölga sumarstörfum fyrir ungmenni hjá borgarstofnun- um þar sem 17 og 18 ára börn verði í forgangi. Um var að ræða tillögur samráðs- hóps um sumarvinnu ungs fólks og átaksverkefni fyrir atvinnulaus ung- menni. Síðastliðið sumar voru framlög til sumarvinnu ungs fólks aukin vegna slæms atvinnuástands, en í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg segir, að með samþykkt tillagna hópsins nú verði borgin og fyrirtæki hennar betur undir það búin að mæta því ef svipað verði upp á teningnum á sumri komanda. Borgarráð samþykkti einnig að borgaryfirvöld leituðu eftir sam- starfi við aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnun um átaksverkefni fyrir atvinnulaus ungmenni. Þá var samþykkt að gera reglur Vinnumiðlunar skólafólks skýrari og gagnsærri og að nafni vinnumiðlun- arinnar yrði breytt í Vinnumiðlun ungs fólks. Loks var samþykkt að samráðs- hópurinn myndi starfa áfram og verða kallaður saman eftir þörfum. Hafnarfjörður | Lúðvík Geirsson bæjarstjóri hefur afhent fimm íþróttafélögum styrk vegna átta efnilegra hafnfirskra íþróttamanna, sem eiga möguleika á að vinna sér rétt til þátttöku í næstu Ólympíu- leikum. Með þessu er bæjarfélagið að koma til móts við afreksmanna- stefnu íþróttahreyfingarinnar með sambærilegum hætti og fyrir síð- ustu Ólympíuleika. Eftirtalin íþróttafélög fengu styrk: FH fyrir frjálsar íþróttir, Þytur fyrir siglingar, SH fyrir sund, Björk fyrir fimleika og tae kwon do og BH fyrir tennis. Þeir sem hlutu styrkina eru Þór- ey Edda Elísdóttir, frjálsíþrótta- kona í FH, Hafsteinn Æ. Geirsson, siglingamaður í Þyt, Heiðar I. Marinósson, sundmaður í SH , Lára Hrund Bjargardóttir, sund- kona í SH, Anja Ríkey Jakobs- dóttir, sundkona í SH, Björn Þor- leifsson, tae kwon do-iðkandi í Björk, Tanja B. Jónsdóttir, fim- leikakona í Björk, og Andri Jóns- son, tennisleikari í BH. Kynna hafnfirskum börnum og unglingum íþróttagreinarnar Með styrkveitingunni skuldbinda viðkomandi íþróttamenn sig til þess að kynna sína íþróttagrein og ólympíuhugsjónina meðal hafn- firskra barna og unglinga í grunn- skólum bæjarins og á íþrótta- námskeiðum annarra íþróttafélaga og bæjarins endurgjaldslaust. Jafnframt hefur Hafnarfjarðar- bær ákveðið að sérstaklega verði veittur styrkur til HSÍ vegna leik- manna úr hafnfirskum íþrótta- félögum sem valdir verða til þátt- töku á ÓL-2004 eins og áður hefur verið gert vegna stórmóta. Morgunblaðið/Jim Smart Íþróttastyrkir veittir í Hafnarfirði Aukin framlög til sumarvinnu ungs fólks Seltjarnarnes | Listaverk nóvembermán- aðar á Seltjarnarnesi heitir „Maður og kona“ og er eftir Hallstein Sigurðsson. Verkið, sem er úr áli, stendur við Plútó- brekku en frummynd þess er frá árinu 1968 og er nú í eigu Listasafns Íslands. Það var stækkað og reist á núverandi stað neð- an við Seltjarnar- neskirkju árið 1989. Þetta kemur fram á upplýsingavef Sel- tjarnarnesbæjar, www.seltjarnar- nes.is. Í umsögn Ásdísar Ólafsdóttur list- fræðings um verkið og höfundinn segir: „Hallsteinn Sig- urðsson hefur alla tíð unnið högg- myndir sínar að mestu í málm, eink- um í ál eins og í þessu tilviki. Mynd- efnið er samruni tveggja manneskja þar sem karlhlutinn er stærri og sterk- legri og umlykur kvenhlutann á verndandi hátt. Ef þessir hlutar væru séðir sinn í hvoru lagi væri erfitt að greina í þeim mannsmyndir, en samtefling þeirra og samspil gæða þá meiningu og lífi. Lista- maðurinn er bróðursonur Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, en hér má fremur finna skyldleika við agaðan mód- ernisma Sigurjóns Ólafssonar á sjöunda áratugnum.“ Menningarnefnd Seltjarnarness stendur reglulega fyrir kynningu á listaverkum í eigu bæjarins undir nafninu „Listaverk mánaðarins“.    Listaverk mánaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.