Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKIÐ ...nærbuxur ...írafár ...xxx rottweiler ...frumsýningar ...dagatalið á morgun „ÞETTA er miklu skemmtilegra en innileikfimi, miklu meira fjör,“ sagði Unnar Torfi Steinarsson sem ásamt skólafélögum sínum í 3. bekk í Giljaskóla fór í Skautahöll- ina í vikunni, en skautakennsla er nú orðin fastur liður í íþrótta- kennslu barna í 3. og 4. bekk allra grunnskóla í bænum. Börnin munu fara á skauta í eina klukku- stund á viku næstu fjórar vikur í fylgd íþróttakennara og kennara sem munu leiðbeina þeim. Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skautafélags Ak- ureyrar, sendi bæjaryfirvöldum í haust erindi þar sem bent var á að Akureyri væri vetraríþróttabær landsins og góð aðstaða væri til skautakennslu í skautahöllinni og því vel við hæfi að bjóða grunn- skólabörnum upp á kennslu þar. Bent var á að börn færu reglulega í sund og leikfimi, en engin sér- stök kennsla væri fyrir hendi þeg- ar kæmi að vetraríþróttum, skaut- um og skíðum. Eftir áramót er fyrirhugað að bjóða einnig upp á skíðakennslu í Hlíðarfjalli. „Krakkarnir eru alsæl með þetta og finnst mikil tilbreyting að fá að koma hér og renna sér á skautum,“ sagði Eyrún Her- mannsdóttir, skólaliði í Giljaskóla, sem var í för með hópnum. Hún sagði langflesta krakkana eiga skauta en örfáir hefðu fengið þá lánaða á staðnum. „Það er nokkur getumunur á krökkunum, sumir hafa greinilega oft farið á skauta, hafa þegar lært listina og nokkrir stunda æfingar og loks eru nokk- ur börn sem ekki hafa stigið á skauta áður. Allir skemmta sér hins vegar mjög vel og það er greinilegt að þessi tilbreyting fell- ur vel í kramið hjá börnunum,“ sagði Eyrún. Nítjánda skiptið „Ég er ekki mjög vanur,“ sagði Unnar Torfi. „Þetta er í nítjánda skipti sem ég fer á skauta.“ Unnar Torfi sagðist ekki vera mjög leik- inn, enn í það minnsta, „Ég er ekkert rosalega góður, en held ég verði ágætur.“ Ekkert rosalega góður en verð ágætur Tilbreyting: Krökkunum fannst það góð tilbreyting að bregða sér á skauta í stað hefðbundinnar innileikfimi. Morgunblaðið/Kristján Nokkuð tímafrekt: Það tók drjúga stund fyrir allan hópinn að koma sér í skautana fyrir kennslu og úr þeim aftur að henni lokinni. Tilþrif: Sumir krakkarnir í Giljaskóla sýndu ágætis tilþrif á skautasvellinu. Börn í grunnskólum Akureyrar fá kennslu í vetraríþróttum Sykursjúkir | Alþjóðadagur syk- ursjúkra er á morgun, föstudaginn 14. nóvember. Í tilefni dagsins bjóða Samtök sykursjúkra á Norðurlandi almenn- ingi upp á blóðsykur- og blóðþrýst- ingsmælingar án endurgjalds á Glerártorgi á Akureyri á morgun milli kl. 14-18. Einnig verður haldinn fræðslu- fundur um sykursýki á Hótel KEA á Akureyri á laugardag 15. nóvember kl. 14., þar sem flutt verða erindi um langtímaáhrif sykursýki, sykursýki og reykingar, mikilvægi hreyfingar og reynslu móður sykursjúks barns. Ókeypis er inn á fundinn sem er opinn öllum. Launajafnrétti | Félagsmála- nefnd Alþingis sendi jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar erindi nýlega, þar sem óskað var umsagnar um tillögu til þingsálykt- unar um framkvæmdaáætlanir til að ná fram launajafnrétti kynjanna. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd lýsir stuðningi sínum við það markmið að náð verði fram fullu launajafn- rétti kynjanna í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla. Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til út- færslu framkvæmdarinnar. Íþróttagólf | Stjórn Fasteigna Ak- ureyrarbæjar hefur samþykkt að gengið veriði til samninga við Parket og gólf ehf. vegna nýs gólfs í nýtt íþróttahús við Síðuskóla. Þrjú tilboð bárust; Parket og gólf ehf. bauð gólf fyrir tæpar 10,4 milljónir króna, P. Ólafsson ehf. fyrir tæpar 14,5 millj- ónir króna og Á. Óskarsson ehf. fyrir tæpar 14,8 milljónir króna.       Frelsi í fjármálum| Símey býður upp á námskeiðið Frelsi í fjármálum og stendur það 24. og 25. nóvember næstkomandi, frá kl. 18.30 til 22.30. Kennari verður Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson. Á námskeiðinu verður kennd að- ferð til að ná stjórn á útgjöldum, losna við skuldir og auka ráðstöf- unartekjur, segir í lýsingu á því. „Þú lærir að spara alveg óháð tekjum þínum og skuldastöðu og kynnist að- ferðum sem losa þig undan fjárhags- áhyggjum, auðvelda þér lífið og leiða þig jafnvel í átt til aukinnar ham- ingju,“ segir ennfremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.