Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 19 Fæst aðeins í apótekum Þróað í samvinnu við húðsjúkdómalækna ANDLITKREM MEÐ Q10 fyrir viðkvæma húð Syngjandi ungmenni| Árleg söng- keppni félagsmiðstöðva á Akureyri verður haldin í Sjallanum á föstu- dagskvöld, 14. nóvember kl. 19.30. Þátttakendur eru nemendur í 8. 9. og 10. bekk og koma frá fimm félags- miðstöðvum í bænum, Félund, Stjörnuveröld, Himnaríki, Undir- heimum og Oddféló. Þetta er árlegur viðburður í vetrarstarfinu og svo stór keppni krefst mikil undirbúnings og skipulagningar. Fram til þessa hefur keppnin farið fram í Oddeyrarskóla, en breytt er út af hefðinni í ár. Ung- lingar í Oddféló sjá þó áfram um að skreyta salinn og reka eigin sjoppu á staðnum. Tvö hundruð þúsund Nagl- bítar taka nokkur lög í hléi. STENDUR Akureyrarbær sig bet- ur eða verr en önnur sveitarfélög í jafnréttismálum? Þetta er spurning sem lögð var fyrir 870 bæjarbúa í könnun sem Gallup gerði fyrir jafn- réttis- og fjölskyldunefnd Akureyr- arbæjar og gerð var dagana 29. sept- ember til 12. október síðastliðinn. Niðurstaðan reyndist sú að 19% svarenda töldu bæinn standa sig verr hvað jafnréttismál varðar þegar miðað er við önnur sveitarfélög, 12,5% sögðu hann standa sig betur, en meirihlutinn, 68,6%, telur ekki halla á frammistöðu bæjarins í jafn- réttismálum í samanburði við önnur sveitarfélög. Svöruðu spurningunni hvorki betur né verr. Karlar virðast vera jákvæðari en 17% þeirra sögðu bæinn standa sig betur en önnur sveitarfélög í jafnréttismálum, en einungis rúm 8% kvenna voru sama sinnis. Raunar kom í ljós í könnun- inni að um 67% bæjarbúa töldu sig illa þekkja stefnu Akureyrarbæjar í jafnréttismálum og 14% þekktu hana hvorki vel né illa. Einungis um 19% kváðust þekkja jafnréttisstefnu bæjarins vel. Spurt var hvaða málefni fólk teldi brýnast að jafnréttis- og fjölskyldu- nefnd taki á og varð niðurstaðan sú að launamálin brunnu helst á fólki og vildu menn sjá að konur fengju sömu laun og karlar eða tæp 30% þeirra sem svöruðu. Þá vildi fólk sjá betri aðbúnað hjá öldruðum og öryrkjum. Þá má nefna að mikill meirihluti, eða 86,5%, taldi að nefndin ætti að leggja meiri áherslu á fjölskyldumál, en 13,5% vildu að fremur yrði lögð áhersla á jafnréttismálin. Fæstir þekkja stefnu bæjarins 19% telja Akureyri standa sig verr en önnur sveitarfélög í jafnréttismálum Upplýsingatækni | TölvuMyndir efna til ráðstefnu á Hótel KEA á Akureyri í dag, fimmtudaginn 13. nóvember frá kl. 13 til 17. Yf- irskrift hennar er: Hver er ávinn- ingur upplýsingatækninnar á heil- brigðissviði? Fjöldi fyrirlesara flytur erindi m.a. Dr. A.W. Lendernik, framkvæmdastjóri sjúkrahússapóteksins Midden- Brabant, TweeSteden sjúkrahúss- ins í Hollandi. Fjallað verður um rafræna lyfseðla, kostnað og fjár- festingu af upplýsingatækni og hvort fjármagna eigi sjúkrahús eftir því hvað þau eyða miklu eða eftir því hverju þau afkasta svo dæmi séu tekin. ATVINNA mbl.is „ÖLLUM sem láta sig vöxt og við- gang Akureyrar og Eyjafjarðarsvæð- isins varða má vera ljóst að ef fram fer sem horfir stefnir í algjöra stöðn- un ef ekki samdrátt í fólksfjölda og at- vinnutækifærum á svæðinu. Nýsköp- un í atvinnumálum hefur engin verið á undanförnum misserum,“ segir í ályktun stjórnar Samfylkingarinnar á Akureyri frá því í vikunni. Hlutaðeigandi eru hvattir til að gera markvisst átak í fjölgun atvinnu- tækifæra á Akureyri og næsta ná- grenni. Samfylkingarfólk segir að ef ekki verði gripið í tauma megi búast við samdrætti í byggingariðnaði og hugsanlegum uppsögnum starfsfólks í þeim geira með tilheyrandi fólks- flótta. „Gera má ráð fyrir að eftir- spurn eftir húsnæði fari að dragast saman og nú þegar má sjá merki um offramboð a.m.k. á vissum eignum.“ Bent er á að byggingariðnaður hafi verið helsti vaxtarbroddur í atvinnu- lífinu í bænum sem og starfsemi Há- skólans. Samkeppnisstaða fram- leiðslufyrirtækja á landsbyggðinni sé afleit samanborið við fyrirtæki á höf- uðborgarsvæðinu og vill Samfylking- in að stjórnvöld tryggi jafnt aðgengi fyrirtækja að markaði hvar sem þau eru, að öðrum kosti muni öll fram- leiðsla á neysluvörum flytjast á höf- uðborgarsvæðið. Akureyrarbær þurfi að taka höndum saman við stærstu fyrirtæki bæjarins, Samherja, ÚA, Kjarnafæði, Sjöfn og Slippstöðina, og fleiri um markvissa uppbyggingu á atvinnutækifærum. „Það er löngu tímabært fyrir stjórnvöld að fara að láta verkin tala í stað þess að semja fleiri skýrslur um ástandið.“ Markvisst átak í at- vinnumálum nauðsyn Stjórn Samfylkingarinnar á Akur- eyri segir stefna í stöðnun á svæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.