Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær | „Við ortum þessi ljóð bara í tíma eftir að kennarinn hafði sagt okkur að gera það,“ sögðu félagarnir Magnús Þór Magnússon og Kristján Helgi Olsen Ævars- son í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa tekið við viðurkenningum fyrir ljóð sín. Auk þeirra fengu Ingi Snær Þórhallsson og Ingi- björg Íris Ásgeirsdóttir viðurkenningar fyr- ir skáldskap sinn. Bókasafn Reykjanesbæjar og Sparisjóðurinn í Keflavík veittu fjórum ung- um skáldum í Reykjanesbæ viðurkenningu fyrir ljóð sem þau höfðu sent inn í ljóða- samkeppnina „Ljóð unga fólksins“. Alls barst 131 ljóð frá 99 skáldum til Bókasafns Reykjanesbæjar en 18 ljóð frá 16 skáldum voru send áfram til úrslita. Starfsfólki Bókasafns Reykjanesbæjar þótti ástæða til að vekja athygli á skáld- unum 16 og ljóðum þeirra enda höfðu ekki jafnmörg góð ljóð borist í keppnina lengi. Ljóðunum var safnað saman í hefti sem öll skáldin fengu afhent, en auk þess fengu fjögur skáld sem þóttu skara framúr sér- staka viðurkenningu. Úrslitin á landsvísu verða hins vegar ekki ljós fyrr en n.k. sunnudag, á degi íslenskrar tungu. Verðlaunaafhendingin fór fram við setn- ingarathöfn Norrænu bókasafnavikunnar sem fram fór í Duus-húsum í Keflavík síð- astliðinn mánudag og þá sagði Baldur Guð- mundsson, markaðsstjóri Sparisjóðsins, að líta mætti á styrkinn frá sjóðnum sem fyrstu rithöfundalaunin. Ort í skólanum Skáldin ungu voru auðvitað upp með sér vegna athyglinnar, en tóku sjálf sig ekki of hátíðlega. Magnús Þór og Kristján Helgi sögðust hafa ort ljóðin sín í tíma, Magnús Þór eitt en Kristján Helgi tvö, en sá síðarnefndi fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir bæði ljóðin. „Kennarinn okkar sagði okkur frá þessari ljóðasamkeppni í tíma og lét okkur yrkja ljóð,“ sögðu félagarnir með hógværð. Þeir sögðust ekki hafa ort áður, en voru bjartsýnir á að taka þátt í ljóðasamkeppn- inni aftur. Ingi Snær Þórhallsson sendi limru í keppnina, sem jafnframt var eina ljóðið sem ort var undir ákveðnum bragarhætti. „Ég fór nú bara eftir limru sem ég fann í bók,“ sagði Ingi Snær sem sagðist hafa notað fyr- irmyndina til að hafa formið rétt. – Lesið þið mikið? „Nei, ekkert sérstaklega,“ sagði Ingi Snær og Magnús Þór tekur undir. Kristján Helgi sagðist hins vegar lesa mikið og sömu sögu er að segja af Ingibjörgu Írisi, sem ekki hefur tekið þátt í ljóðasamkeppni áður en samið ýmislegt fyrir skólann. Fyrstu rithöfunda- laun ungu skáldanna Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Skáldin ungu: Ingi Snær Þórhallsson, Magnús Þór Magnússon og Kristján Helgi Olsen Ævarsson. Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir var fjarri góðu gamni þegar myndataka fór fram. Garður | Hreppsnefnd Gerðahrepps ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna að undirbúningi þess að breyta sveit- arfélaginu í bæjarfélag. Stefnt er að breytingu um áramót. Vilji er til þess að nafn bæjarins verði Garður. Jafn- framt er stefnt að því að kjósa bæj- arráð. Garðurinn hefur verið hluti af hreppsfélögum frá því hreppaskipan komst á í landinu, fyrst í Rosmhvala- nesshreppi hinum forna og hinum nýja og síðan í sjálfstæðum hreppi, Gerðahreppi, frá árinu 1908, eftir að Keflavíkurkauptún var klofið frá honum. Að undanförnu hafa verið umræð- ur um þetta fyrirkomulag. Ingi- mundur Þ. Guðnason oddviti sagði við setningu vöru- og þjónustusýn- ingar sem efnt var til í tilefni af af- mæli hreppsins í síðasta mánuði að tímabært væri að huga að breytingu úr hreppi í bæ. Tímabært skref Samkvæmt núgildandi lögum hafa öll sveitarfélög sömu réttarstöðu, hvort sem þau kenna sig við hrepp, bæ eða borg. Breytingin er því frem- ur táknræn. Sigurður Jónsson sveit- arstjóri, sem bráðum verður titlaður bæjarstjóri, segir að nú séu nærri því 1.300 íbúar í Gerðahreppi og þeim fari fjölgandi. Í hreppnum hafi búið yfir þúsund manns frá 1989. „Við teljum tímabært að stíga þetta skref, meðal annars vegna þess að svo virðist sem meira mark sé tekið á þeim sem koma fram í nafni bæja en hreppa,“ segir Sigurður. Tillaga meirihlutans sem skipaður er fulltrúum F-listans um að vinna að þessari breytingu var samþykkt á hreppsnefndarfundi í gærkvöldi. Vilji er til að bæjarfélagið heiti ein- faldlega Garður. Leita þarf álits ör- nefndanefndar áður en hægt er að ákveða það og fá síðan staðfestingu félagsmálaráðuneytis. Sigurður segir jafnframt að því stefnt að kjósa bæjarráð, þriggja manna framkvæmdastjórn sveitar- félagsins, en slíkt byggðaráð hefur ekki starfað í Gerðahreppi. Segir hann að tímabært sé orðið að hafa byggðaráð, ekki síst yfir sumartím- ann þegar hreppsnefnd er í fríi. Þannig sé hægt að afgreiða mörg mál fyrr en ella. Ekki er mikill kostnaður við breytinguna, að sögn sveitarstjór- ans, nema hvað nefndalaun aukast vegna starfa bæjarráðs. Auk form- legrar ákvörðunar um nýtt nafn þarf að endurskoða samþykktir um stjórn Gerðahrepps og fundarsköp. Gerðahreppur verður bæjar- félagið Garður Ævintýraland er nafn á ljóði Ingibjargar Írisar Ásgeirsdóttur sem er ellefu ára. Það hljóðar svo: Nú fljúgum við á vængjum náttfiðrildis inn í ævintýralandið. Sérðu þarna prinsessuna sem lítur eftir öndunum og þarna liggur tígrisdýr tekurðu eftir röndunum? Nú setjumst við á sægrænu blöð rósarinnar og horfum á fljótið, þar sem lagarfljótsormurinn syndir um brosandi. Yfir okkur flýgur gylltur engill vonarinnar sem brosir svo blíðlega til okkar. Í höfrungahlaupi eru tveir sokkar annar gulur en hinn grænn. Fram hjá gengur Villi galdramaður gleðinnar sem er okkur svo vænn. Fyrir neðan okkur hoppar páskahérinn sem dreifir marglitum eggjum, framhjá okkur hleypur strúturinn á leifturhraða. Inni á bókasafni óskanna er bókasafnsvörður sem heldur áfram að raða og raða. Nú er komin nótt og álfarnir og dvergarnir dansa í kringum bál, á meðan þeir dreifa töfrafræjum. Óli lokbrá fer nú af stað á regnhlífinni sinni og við sofnum á töfraskýi næturinnar. Ævintýra- landið Kynhegðun unglinga | Foreldra- félög og foreldraráð grunnskólanna fjögurra í Reykjanesbæ, Heið- arskóla, Holtaskóla, Myllubakka- skóla og Njarðvíkurskóla, halda ár- legan haustfyrirlestur í Njarðvíkur- skóla í kvöld, fimmtudag, klukkan 20. Fjallað er um kynhegðun ung- linga og hlutverk foreldra í kyn- fræðslu. Fyrirlesarar eru þær Dagbjört Ásbjörnsdóttir, starfsmaður hjá ÍTR, og Sigurlaug Hauksdóttir, fé- lagsráðgjafi hjá Landlæknisemb- ættinu. Allir foreldrar velkomnir og unglingarnir með, segir í frétta- tilkynningu á vef Reykjanesbæjar. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.