Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 21 www.lyfja.is Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Kynnum vetrartískuna frá OROBLU í dag kl 14-18 í Lyfju Setbergi, Laugavegi og Lágmúla. 20% afsláttur af öllum Oroblu vörum Keflavík | „Ég hef aldrei hætt enda er eina ráðið til að sporna við ellinni að hafa eitthvað fyrir stafni og vinna með góðu fólki,“ sagði Ólafur Ólafs- son, fyrrverandi landlæknir, sem starfar tímabundið sem læknir við heilsugæslustöð Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja. Hann varð 75 ára í vikunni og bauð af því tilefni starfs- fólki HSS upp á afmælistertu. Eftir að Ólafur hætti störfum sem landlæknir hefur hann leyst af víða um land. Hann rifjar einnig upp að á meðan hann var í embætti hafi hann reynt að fara út á land á hverju ári til að halda sér við og halda betri tengslum við hið eiginlega læknis- starf. Hann segir að það sé ein- staklingsbundið hvað menn geti lengi læknað. „Úlfar Þórðarson hætti um nírætt, að mig minnir, en hann hætti nú að fljúga um áttatíu og fimm,“ segir Ólafur og lýkur um- ræðunni með þeim orðum. Ólafur hefur verið að leysa af á heilsugæslustöðinni í Keflavík í tvo mánuði. Þar er einnig Brynleifur H. Steingrímsson, fyrrverandi yfir- læknir á Selfossi, sem er árinu yngri. „Hér er líka fullt af ungu fólki þannig að meðalaldurinn er ekki svo hár,“ segir Ólafur. Kvíði vegna atvinnuleysis Vandræði hafa verið með að manna læknisstöður við heilsu- gæslustöðvarnar á Suðurnesjum vegna deilu sem upp kom við fyrr- verandi lækna sem allir sögðu upp og hættu. Ólafur segist ekkert verða var við þessi deilumál. Vel hafi geng- ið að fá menn til að leysa af og sjálf- ur segist hann ekki kvarta undan álagi. Svo hljóti ástandið að lagast með tímanum. „Það virðist vera ein- hver lífgun á heimilislæknastarfinu, ungir menn eru að sýna því áhuga núna, enda er þetta mjög skemmti- legt starf. “ Ólafur tekur fram að afbragðsgott fólk starfi við heilbrigðisstofnunina. Hann vekur athygli á að læknarnir og annað starfsfólk geti ekki hjálpað fólki með allt sem bjáti á. „Mér virð- ist margir hafa áhyggjur af atvinnu- leysinu. Besta ráðið við því er að út- vega þeim vinnu en læknir getur lítið gert í því. Hann getur aðeins hjálpað fólki að takast á við kvíð- ann,“ segir Ólafur Ólafsson. Fyrrverandi landlæknir við störf á heilsugæslustöðinni Ráð til að sporna við ellinni Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Meðalaldurinn ekki svo hár: Brynleifur og Ólafur í hópi samstarfsfólks í afmæliskaffi fyrrverandi landlæknis. Bílasmáauglýsingar með mynd 995 kr. fyrir áskrifendurbílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.