Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 23 Hella | Tvennir sameiginlegir tónleikar Tón- listarskóla Rangæinga og Tónskólans Do Re Mí í Reykjavík voru haldnir helgina 8. og 9. nóvember. Sama efnisskrá var á hvorum tveggja tónleikunum, en þeir fyrri fóru fram í Hvolnum og þeir síðari í Neskirkju. Samstarf tónlistarskólanna hófst síðasta vor, þegar Tónskólinn Do Re Mí fékk Hédi Maróti, kennara við Tónlistarskóla Rangæinga, til að hafa námskeið í píanókennslu fyrir kennara nokkurra tónlistarskóla í Reykjavík í sambandi við símenntunaráætlun tónlistarskólanna. Tónskólinn Do Re Mí á 10 ára starfsafmæli og langaði að gera eitthvað skemmtilegt af því tilefni. Kviknaði þá sú hugmynd að Tónlist- arskóli Rangæinga og Tónskólinn Do Re Mí hefðu sameiginlega tónleika, þar sem nem- endur úr öðrum skólanum lékju samleik með nemendum úr hinum. Þeir Vilberg Viggósson, skólastjóri Do Re Mí, og László Czenek, skóla- stjóri Tónlistarskóla Rangæinga, töluðu saman um skipulagninguna og tímasetningu tón- leikanna. Var svo ráðist í þetta verkefni á starfsdögum kennara skólanna og það skipu- lagt og síðan nótur sendar á milli. Þá tók við undirbúningur nemendanna og æfði hver sinn part. Svo kom Tónskólinn Do Re Mí til Hvols- vallar laugardaginn 8. nóvember. Var þá komin mikil spenna í hópinn að sjá með hverjum þeir mundu spila og gátu þá hafist æfingar, sem stóðu fram að tónleikunum, sem haldnir voru í samkomuhúsinu Hvoli. Daginn eftir komu Rangæingarnir til Reykjavíkur, þar sem sama efnisskráin var endurtekin í Neskirkju. Efnisskráin var fjölbreytt og samanstóð af samleik á píanó, sexhent og fjórhent, gítarsveit, píanótríóum, strengjasveit, þverflautusamleik og svo lítilli og stórri hljómsveit, þar sem nán- ast var leikið á öll hljóðfæri sem kennt er á við skólana tvo. Nemendur jafnt sem kennarar höfðu mikið gagn og gaman af að hitta kollegana og eiga með þeim góða daga í þjónustu tónlistargyðj- unnar. Þegar heim var komið áttu allir góðar minn- ingar um tónleikana og þá vinnu sem lögð hafði verið í þetta verkefni, sem eflaust verður end- urtekið í framtíðinni. Tónlistarskólar halda sameiginlega tónleika Morgunblaðið/Óli Már Skemmtun: Nemendur skólanna tveggja skemmta fólki með samleik í samkomuhúsinu Hvoli. Akranes | Textílfyrirtækið Trico á Akranesi hefur þróað, hannað og haf- ið framleiðslu á byltingarkenndum öryggisfatnaði sem er kominn á markað hér á landi og erlendis. Slíkur fatnaður er ætlaður fyrir starfsmenn í álverum, járnblendiverksmiðjum og fyrirtækjum sem vinna með bráðna málma, logsuðu eða þar sem hætta er á bruna af einhverju tagi. Fatnaðurinn sem um ræðir er sam- ansettur þannig að innri fatnaður, svokallaður 3CO protect 50, er peysa, undirbuxur, sokkar, hálskragi og hetta og ytri fatnaður, svokallaður 3CO protect 100, er samfesting, bux- ur, smekkbuxur, skyrta og jakki. Þessi fatnaður er þróaður í samræmi við þá öryggisstaðla sem settir eru af Evrópunefnd í þeim málfaflokki (CEN) og Ísland er meðlimur í. Fyrirtækjum í þessari framleiðslu er skylt að fylgja og innleiða þá staðla sem útgefnir hafa verið af þessum að- ila, enda eru þeir settir til verndar þeim starfsmönnum sem vinna í stór- iðjum af ýmsu tagi og brunahætta er fyrir hendi. Helga Viðarsdóttir, framkvæmda- stjóri Trico, segir það mjög mikilvægt að öryggisfulltrúar stóriðjufyrir- tækja sem og aðrir starfsmenn kynni sér þessa staðla og fari eftir tilskip- unum varðandi þá. Hún segir að þessi fatnaður sem Trico framleiðir hafi verið prófaður samkvæmt Evrópu- stöðlunum EN 533 og EN 531 og standist þær kröfur sem þessir staðl- ar fyrirskipa og gott betur. Staðallinn EN 533 gefur til kynna þá vörn sem fatnaðurinn veitir gegn hitaáhættu og gegn snertingu við logandi agnir og staðallinn EN 531 gefur til kynna vörn sem fatnaðurinn veitir gegn loga, hita sem verður vegna varma- leiðni ákveðins hlutar, hita af völdum geisla og bruna sem orsakast gæti vegna stórra bráðinna málmslettna, bæði ál- og stálslettna. Öryggisfatnaður samkvæmt staðl- inum EN 531 þarf að ná stigi D1 (vörn geng álslettum) og E1 (vörn gegn stálslettum) svo að hann fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru. Hins vegar stenst þessi fatnaður stig D3 og E3 í umræddum staðli sem er hæsta stig innan EN 531 og veitir því mun betri vörn en staðlarnir gera kröfu á. Pantanir frá útlöndum Helga Viðarsdóttir segir að Trico hafið látið fara fram prófanir á þess- um fatnaði í Þýskalandi, í þarlendu ál- veri, sem komu mjög vel út. Í dag liggi fyrir pöntun frá álverum um heildarlausn á fatnaði frá Trico. Slíkt þykir mikill gæðastimpill þar sem Þjóðverjar gera almennt miklar kröfur í öryggi á vinnustöðum. Þó svo að öryggi sé alltaf það sem skiptir mestu máli hvað varðar öryggisfatn- að er einnig mikilvægt að fatnaðurinn sé þægilegur, segir Helga og bætir við að mikil reynsla hafi skapast í öllu sem viðkemur textíl hjá Trico. Hún bendir á að Trico sé mikilvægur birg- ir stoðtækjafyrirtækisins Össurar hf. en samstarf við Össur hf. hefur staðið síðan 1997 í þróunarvinnu og fram- leiðslu á textílvörum fyrir stoðtækja- markaðinn. Helga segir þá þekkingu, sem skapast hefur hjá Trico, bæði hvað snertir þróun og hönnun á textílvör- um, gefa fyrirtækinu gífurlegt for- skot í samsetningu mismunandi efna og hönnun á fatnaði. Efni sem notuð séu í öryggisfatnað séu oft mjög stíf, andi ekki og þoli illa venjulegan þvott. Þegar fatnaður valdi óþægindum leiði það til þess að starfsmaðurinn verði annars hugar sem geti haft áhrif á einbeitingu hans í starfi. Slíkt geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér í þeim störfum sem hér um ræðir. Þess vegna hefur Trico kapp- kostað við að gera fatnaðinn eins þægilegan og kostur er, segir Helga. Efnið sem notað er í fatnaðinn frá Trico hefur mjög vænlega eiginleika. Fatnaðurinn er lipur, efnið andar mjög vel, hrindir frá sér raka þannig að húðin helst þurr og þolir almennan þvott upp að 60ºC. Trico var stofnað árið 1982, en nú- verandi eigendur tóku við rekstrinum 1992. Miklar breytingar hafa orðið í framleiðslu fyrirtækisins á síðustu ár- um. Áður snerist meginframleiðslan um framleiðslu á sokkum, en nú er sú framleiðsla lítill hluti heildarveltunn- ar. Í staðinn sérhæfir fyrirtækið sig í lausnum á ýmsu hvað snertir textíl, og annast því ráðgjöf og framleiðslu á hágæða textílvörum. Hjá fyrirtækinu vinna átta manns. Helga Viðarsdóttir framkvæmdastjóri tók við starfi sínu fyrr á þessu ári. Hágæða öryggisfatn- aður af Skaganum Byltingarkenndur fatnaður frá Trico á markað erlendis Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Ráðgjöf og framleiðsla fyrir ýmsar verksmiðjur: Úr Trico-sokkaverksmiðjunni á Akranesi. Grundarfjörður | Þess verður minnzt á Grundarfirði á sunnudag að 50 ár verða þá síðan síldveiðiskipið Edda fórst í ofsaveðri inni á firðinum og fórust 9 menn af 17 manna áhöfn. Stutt minningarathöfn verður í kirkj- unni klukkan 14 en að henni lok- inni verður afhjúpað listaverk á bryggjunni til minningar um at- burðinn. Verkið er eftir Árna Johnsen. Morgunblaðið skýrði frá þessum atburði á sínum tíma og segir á þessa leið: Á sunnudagskvöldið kom Edda inn á Grundarfjörð og lagðist við festar um 300 metra frá bryggjunni í Grafarnesi. Þar á legunni voru þá mörg skip önnur, því fárviðri var og stórsjór. Um klukkan 4.30 á mánudagsmorgun skall á skipið ægileg vindhviða og stormsveipur þessi lagði skipið, sem var tómt, á hliðina svo bæði möstur fóru á kaf. – Þegar þetta gerðist var skipstjórinn á stjórnpalli, nokkrir menn á dekki. Flestir voru skipverjar þó niðri enda nýlega vaktaskipti. Þeir sem voru niðri þustu upp er skipið fór á hliðina og ekki liðu nema fá- ein augnablik er skipið valt yfir, svo kjölurinn snéri upp. 15 skipverjar á Eddunni komust á kjöl skipsins og þaðan syntu 11 yfir í nótabát skipsins sem var hálf- fullur af sjó nálægt skipshlið. Nótabátinn rak svo stjórnlaust undan veðri án þess að hjálp bærist unz hann strandaði á skerinu Norður-Bár. Þar áttu skip- verjar illa dvöl enda flestir fáklæddir. Þeim tókst loks að koma bátnum á flot aftur og upp undir fjöruna og þaðan í land og fengu þá loks aðstoð, en þá þegar voru tveir skipverjar látnir úr vosbúð og kulda og sá þriðji lézt áður en komið var heim á bæinn Suðurbár. Grundfirðingar minnast sjóslyss EINBÝLI TIL SÖLU Í VESTURBYGGÐ, VESTURLANDI Erum með í sölu 5 einlyft einbýli, ca 110-120 fm. Mjög hagstætt verð. Tilvalið m.a. sem sumarhús. Húsin hafa öll verið ástands- skoðuð og úttektarskýrsla fylgir hverju húsi. Allar nánari uppl. eru veittar á skrifstofu Fasteignastofunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.