Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN ár hafa Verzlun- arskólanemar gert garðinn frægan með söngleikjum og glanssýningum. Nú breyta þeir um stefnu, en innan sama geira: Þeir sviðsetja kvik- myndina Sódómu Reykjavík. Það er leitun að því ungmenni sem ekki hef- ur séð myndina og haft gaman af en það er eimnitt ástæðan fyrir vali krakkanna í samvinnu við leikstjór- ann: Að taka eitthvað sem allir þekkja, eins og kemur fram í leik- skrá. Gamalt grín getur oft verið gott en ekki er hægt að telja það frumlegt að velja verk þar sem eini tilgangurinn er að gefa áhorfendum kost á að hlæja að þekktum brönd- urum. Það fór þó ekki á milli mála á frumsýningunni að áhorfendur kynnu vel að meta grínið og allra best það sem frægast er úr kvik- myndinni. Leikstjórinn, Ólafur S.K. Þor- valdz, er aðeins 23 ára gamall. Hann er nýútskrifaður úr leiklistarskólan- um Arts Ed í London og fyrrverandi Verzlunarskólanemi. Ólafur velur áhugaverða leið til sviðsetningar: Hann notar enga leikmynd og lítið af leikmunum en gerir skemmtilegar tilraunir með lýsingu. Það hefði ver- ið gaman að sjá hann fara alla leið með hugmyndina: Að treysta leikur- unum alveg og sleppa öllum leik- munum. Mig grunar að sýningin hefði orðið meira spennandi ef leik- urinn hefði verið ýktur til muna ásamt því að einfalda söguþráðinn meira en gert var. Sögumaður fyllti í eyður milli hápunkta úr myndinni og þannig var öll sagan sögð. Þegar lítil reynsla leikaranna er höfð í huga heppnast leið Ólafs þó bærilega. Honum tókst vel að virkja hópinn sinn til að ná fram fjöri og gleði því ekkert vantaði upp á kraft- inn sem þarf til drífa áfram sýningu af þessu tagi. Tveir leikarar eru eft- irminnilegir sem sýndu persónuleg- an leik, og þar með nýja túlkun á persónum sínum: Maggi í hlutverki hins treggáfaða Ella og Lana sem lék Unni, systur Mola. Auk þeirra var Eyjólfur í aðalhlutverki Axels al- veg prýðilegur sakleysingi. Þrátt fyrir hina stóru spurningu valið á verkinu er engin spurning um það að leikhópur þessi var efnilegur í heild og spennandi verður að sjá meira til Ólafs leikstjóra í framtíðinnni. Er gamalt grín gott grín? LEIKLIST Leikfélag Verzlunarskóla Íslands Höfundur: Óskar Jónasson; leikstjóri: Ólafur S.K. Þorvaldz; lýsing: Bragi og Andri. Frumsýning í hátíðasal VÍ, 7.nóvember, 2003. SÓDÓMA REYKJAVÍK Þorgeir Tryggvason TÓNLEIKARÖÐIN „Tónlistarveisla í skammdeg-inu“, sem menningar- og safnanefnd Garðabæjarstendur fyrir, hefst á ný með tónleikum Tríós Ragnheiðar Gröndal í kvöld kl. 21. Auk Ragnheiðar er tríóið skipað Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara og Ró- berti Þórhallssyni bassaleikara. Tónleikarnir eru haldnir inni á Garðatorgi fyrir framan Stjörnukaffi og er að- gangur ókeypis. Að sögn Ragnheiðar Gröndal er þetta í annað sinn sem hún tekur þátt í fyrrnefndri tónleikaröð því hún tróð líka upp í fyrra. „Það var mjög skemmtilegt og góð stemning. Þá vorum við Jón Páll einmitt að spila saman, en Árni Scheving var á rafbassa.“ Er þetta algeng hljóðfærasamsetning? „Nei, raunar ekki, því yfirleitt er fólk annaðhvort með trommu- eða píanóleikara til viðbótar. En ég er búin að troða ansi oft upp með þessa samsetningu, þ.e. rödd, gít- ar og bassa, og kann afar vel við það hvað tónlistin verð- ur lágstemmdari án trommanna. Vissulega getur verið mjög gaman að hafa trommur með líka, en aðstæðurnar á Garðatorgi henta betur fyrir samsetninguna okkar.“ Eruð þið búin að starfa lengi saman sem tríó? „Í raun ekki. Við Jón Páll höfum reyndar spilað saman í rúmt eitt og hálft ár, en það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli að þekkjast eins vel og við Jón Páll gerum, því við vitum nú orðið hvar við höfum hvort annað. Á þeim tíma sem við höfum starfað saman höfum við reglu- lega skipt um bassaleikara og í þetta skiptið höfum við fengið Róbert til liðs við okkur, en hann er mjög góður. Við tróðum upp á nýafstaðinni Djasshátíð Reykjavíkur og það gekk afar vel.“ Lágstemmt og ljúft prógramm Hvað ætlið þið svo að bjóða áheyrendum upp á? „Að stórum hluta verðum við í kvöld með svipað pró- gramm á tónleikum okkar á Djasshátíðinni, en munum þó örugglega spila heldur fleiri lög af nýútkominni djass- plötunni minni, sem við vorum að fá í hendur, svona til að kynna hana. Við verðum þannig með ýmsa djassstand- arda. Kannski má segja að þetta séu svona minna þekkt- ir standardar, alla vega fyrir fólk sem hlustar ekki á djass að jafnaði. En meðal laga sem við tökum má nefna Embraceable you, Fooling myself og Bye bye Black- bird.“ Eru einhver lög á efnisskránni sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér? „Veistu, ég get eiginlega ekki gert upp á milli laganna. Ég reyni alltaf bara að velja góða og flotta standarda sem okkur finnst gaman að spila. Í þetta skiptið er ég ekki með mikið af ballöðum þótt mörg laganna séu frek- ar „mellow“. En auðvitað verður þetta alltaf frekar lág- stemmt og ljúft einmitt vegna þess að það eru engar trommur. Það er samt engin hætta á að áheyrendur sofni,“ segir Ragnheiður og hlær. Þess má geta að fimmtudagskvöldið 20. nóvember kl. 21 treður Guitar Islancio upp, en sveitin er einmitt fimm ára um þessar mundir. Tríóið er skipað Birni Thorodd- sen gítarleikara, Gunnari Þórðarsyni gítarleikara og Jóni Rafnssyni bassaleikara. Þeir félagar hafa komið víða við á síðastliðnum fimm árum og leikið út um allan heim, auk þess að gefa út fjóra diska sem hlotið hafa góð- ar viðtökur. Fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 21 mætir síðan hljómsveitin Randver til leiks, en hún er skipuð þekktum skólastjórum. Meðlimir Randvers þykja miklir fjörkálfar og að sögn skipuleggjenda tónleikanna ætti engum að leiðast. Ragnheiður Gröndal á Tónlistarveislu í skammdeginu „Það er engin hætta á að áhorfendur sofni“ Morgunblaðið/Sverrir Ragnheiður Gröndal djasssöngkona treður upp ásamt tríói sínu á Garðatorgi í kvöld. Tónleikarnir eru kl. 21. SÝNINGAR á nýjum og gömlum verkum Hreins Friðfinnssonar verða í tveimur sýningarsölum á næstunni. Í i8 Klapparstíg 33 verður opnuð sýning á nýjum verkum Hreins kl. 17 í dag, en í Safni, Laugavegi 37, verður opnuð sýning á eldri verk- um hans á laugardag. „Það má segja að þetta séu afmælissýningar þar sem Hreinn varð sextugur fyrr á þessu ári, segir Edda Jónsdóttir eigandi i8. „Hreinn var fyrsti listamaðurinn sem sýndi í i8 þegar það opnaði fyrir átta árum og er það mikill heiður fyrir okkur að sýna verk hans aftur. Allt eru þetta ný eða nýleg verk sem hann sýnir nú og fer hann vítt og breitt í efnistökum eins og vana- lega. Stór glerverk á speglum eru veigamesti þátturinn á sýningunni. Það eru ekki ólík verk og hann sýndi 2002 í Frakk- landi. Á sýningunni verða einnig gögn úr hans per- sónulega lífi, ljósmyndir, myndbönd, einkunn- arblöð o.þ.h.,“ segir Edda. Rætt verður við Hrein Friðfinnsson í Lesbók næst- komandi laugardag. Ballett Undir stiganum Þá verður opnuð í rýminu Undir stiganum í i8, sýning Magnúsar Loga Krist- inssonar sem nefnist Ballett- inn. Magnús Logi segir m.a. um sýninguna: „Þegar ég var lítill, svona 10 eða 11 ára, sendi mamma mig í danstíma með systur minni. Ég var eini strákurinn í bekknum með um 10 til 15 stelpum. 18 árum síðar fór ég í bíó og sá myndina „Billy Elliot“. Kvikmynd um ungan strák sem langar að dansa ballett. Er ég horfði á mynd- ina, rifjaðist upp fyrir mér dansreynsla mín fyrir 18 ár- um. Síðan var það einn morgun, tveimur árum síð- ar, er ég vaknaði í Helsinki og hugsaði með sjálfum mér, í dag ætla ég að búa til ball- ett-myndband.“ Sýningarnar stada til 10. janúar. Opið fimmtudaga og föstudaga kl. 11-18, laug- ardaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Ný og eldri verk Hreins verða á tveimur sýningum Morgunblaðið/Jim Smart Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður leggur drög að sýningu sinni í i8. Í forgrunni er eitt glerverka hans. Norræna húsið Afmælissýningu Meistara Jakobs lýkur á sunnudag. Listasetrið Kirkjuhvoli Sýningu sem haldin er í tilefni af 80 ára afmæli hússins lýkur á sunnu- dag. Opið alla daga nema mánudaga kl. 15-18. Kaffi Sólon Sýningu Hrefnu Víglundsdóttur lýkur á föstudag. Sýningin saman- stendur af fimm olíuverkum. Saltfisksetur Íslands, Trélistasýningu Jóns Adólfs Steinólfssonar lýkur á sunnudaginn. Opið daglega frá kl.11-18. Sýningar framlengdar Langagerði 88 Sýning Jens Kristleifssonar á teikningum og tréskúlptúrum er framlengd til 17. nóvember. Opið miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-18. Gallerí Sævars Karls Sýning Nini Tang er framlengd til 20. nóvember. Sýningum lýkur TÓNLEIKAR fransk-kanadíska tvíeykisins, þeirra Mélisande Chauv- eau og Suzanne Fournier, sem vera áttu í Tíbrárröð Salarins á laugardag falla niður af óviðráðanlegum orsök- um. Þeir sem þegar hafa fest kaup á aðgöngumiðum eru beðnir um að hafa samband við Salinn. Tónleikar falla niður Sjöstrengja- ljóð nefnist nýr geisla- diskur sem hefur að geyma úrval kamm- erverka eftir Jón Ásgeirs- son, en Jón varð 75 ára 11. október sl. Flytjandi er Kammersveit Reykja- víkur. Verkin eru Kvintet fyrir píanó og strengjakvartet, Blásarakvintet nr. 2, Strengjakvartet nr. 3, Oktet fyrir tré- blásara og Sjöstrengjaljóð, septet fyr- ir strengi. Sjöstrengjaljóð er þriðja útgáfan í útgáfuröð á íslenskum kamm- erverkum á vegum Smekkleysu og Kammersveitar Reykjavíkur. Áður hafa komið út Á gleðistundu með verkum eftir Atla Heimi Sveinsson og Leitin Eilífa með verkum eftir Leif Þór- arinsson. Útgefandi er Smekkleysa í sam- vinnu við Íslenska tónverkamiðstöð og Ríkisútvarpið. Kammerverk ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.