Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 31 af glæsilegum dömuskóm frá Ný sending Mikið úrval Verð frá 11.995 Smáralind • Kringlunni H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.836.494 kr. 183.649 kr. 18.365 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.621.398 kr. 162.140 kr. 16.214 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.282.880 kr. 328.288 kr. 32.829 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.051.515 kr. 305.151 kr. 30.515 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 13.466.401 kr. 2.693.280 kr. 269.328 kr. 26.933 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.423.715 kr. 2.484.743 kr. 248.474 kr. 24.847 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.423.715 kr. 2.099.608 kr. 209.961 kr. 20.996 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10.306.126 kr. 2.061.225 kr. 206.123 kr. 20.612 kr. Innlausnardagur 15. nóvember 2003 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf MIKIL umræða var fyrir nokkru um lág laun erlendra starfsmanna hér á landi og það ekki að ástæðu- lausu. Með sífellt aukn- um, hraðari og ódýr- ari samgöngum og samskiptum getur mikill launa- og verð- lagsmunur milli land- svæða og þjóða haft veruleg efnahagsleg áhrif. Það hlýtur því að þurfa að taka þessi mál föstum tökum á al- þjóðavettvangi. Hörð barátta Það er skiljanlegt að fólk reyni að fá góð laun fyrir vinnu sína. En þegar árangur næst í hækkun launa í einu landi þykir það ekki nóg. Fólk vill ógjarnan mæta þeim launum í hækk- uðu verðlagi. Þá kemur krafa um að fá margs konar neysluvöru frá lönd- um þar sem laun eru lægri. Það er nánast krafa um að flytja inn lág laun annars staðar frá. Þá getur verið erf- itt að átta sig á því hvort lága vöru- verðið er eðlilegt eða hvort það bygg- ist á þrautpíndum hálfsveltandi fátæklingum eða jafnvel barnaþrælk- un. Almennt mundi siðað fólk ekki vilja bæta afkomu sína á slíkum grunni. Elta lágu launin Þá gerist það í ört vaxandi mæli að atvinnufyrirtæki, sem þurfa á miklu vinnuafli að halda, flytji frá hærri launasvæðum til láglaunasvæðanna. Það getur verið gott ef það bætir úr bágum kjörum fátækari þjóða. En gerist það ekki en valdi þess í stað at- vinnuleysi, stöðnun eða jafnvel hnign- um hjá launahærri þjóðinni veldur það nýjum vanda. Á slíkum málum þarf alþjóðasamfélagið að geta tekið. Landbúnaður Landbúnaðarvörur eru gott dæmi í þessu sambandi. Landbúnaður og úr- vinnsla framleiðsluvara hans er vinnuaflsfrek atvinnugrein. Í frumframleiðslu landbúnaðar er mikið um láglaunastörf. Hann er því mjög viðkvæmur fyrir hækkun launa. Mikill launamismunur milli landa getur því haft afgerandi áhrif á verð- lag landbúnaðarvara. Þetta hefur verið reynt að jafna með opinberum aðgerðum. Það virðist vera regla þró- aðra þjóða. Það er eðlilegt þar sem landbúnaðarvörur eru ómissandi þáttur í fæðukeðjunni. Hver þjóð sem missir umráð yfir landbúnaði sínum til annarra þjóða glatar öryggi þar sem náttúruöflin, ófriður og efna- hagssveiflur geta torveldað eðlileg viðskipti. Hér á landi eru oft háværar raddir um að flytja hömlulaust inn landbún- aðarvörur. Liggi gæði vöru á milli hluta er verðið oft hagstætt. Það get- ur því verið auðvelt að útrýma ýms- um greinum í íslenskum landbúnaði. Lág laun, opinberir styrkir í fram- leiðslulandinu og mikil eiturefna- notkun í ræktun getur ráðið miklu þar um. Efnahagslegt öryggi og stöð- ugleiki liggur að stærstum hluta í fjölbreyttri framleiðslustarfsemi í hverju landi. Bætt lífskjör Hvað sem öllum vangaveltum líður verður að finna leiðir til að bæta og jafna lífskjör jarðarbúa. Örbirgð og þrældómi þarf að útrýma. Þar dugir ekki skæklatog. Alþjóðasamfélagið þarf að gera samræmdar heildar- áætlanir allra þjóða og þoka málum fram með þeim hætti að einn skaði ekki annan heldur þokist allir nokkuð á leið. Þetta verður barátta kynslóða. Auðsöfnun, frjáls og óheft markaðsöfl geta ekki leyst þennan vanda. Til þess er mismunun þjóða á milli alltof mikil. Umfram allt þarf að vera trú á að þetta sé hægt ella gerist ekkert og allir halda áfram að skara eld að sinni köku án tillits til annarra og eymdin heldur áfram en getur þó flust þjóða á milli. Rík þjóð í dag getur orðið fá- tæk á morgun. Langt í land Það er hægt að eiga hugsjónir um góðan og réttlátan heim. En hann verður ekki byggður á einum degi. Það verður ekki búið til fullskapað mótel sem geti gilt fyrir allar þjóðir. Það þarf að byggja á þeim grunni sem er fyrir hendi á hverjum stað. Friður og mannréttindi verða grund- vallaratriði. Til þess þarf að tala sam- an. Það leysir engan vanda að segja að einn sé góður og annar vondur. Refsiaðgerðir bitna minnst á þeim sem völdin hafa. Þær lenda á þeim sem minnst mega sín og umkomu- lausastir eru og misvitrir stjórnendur eflast við það að geta kennt öðrum um vandann og jafnvel voðaverkin. Í þessum efnum þarf að boða frið með friði, þekkingu með þekkingu, kærleika með kærleika og brauð skal brjóta þeim sem svangir eru hvar sem er í heiminum og í því sambandi er hverri þjóð best að treysta eigið sjálfstæði. Lágu launin og heimurinn Eftir Pál V. Daníelsson Höfundur er viðskiptafræðingur. MEÐ Öskjuhlíðina á aðra höndina og Vatnsmýrina á hina stefnir í að verði byggt upp eitt stærsta íþrótta- svæði í borginni. Að sjálfsögðu er það fagnaðarefni fyrir alla íþróttahreyf- inguna og sér- staklega félögin í Reykjavíkurborg að höfuðborgin hyggst styðja jafnmynd- arlega við íþrótta- félögin og fyrirheit eru um með þeim stuðningi sem íþróttafélagið Valur fær að öllum líkindum á næstu fjór- um árum. Það kom fram í blaðagrein í byrjun febrúar á þessu ári hjá for- manni íþrótta- og tómstundaráðs að unnið væri að heildarstefnumótun fyrir allt íþrótta- og æskulýðsstarf í borginni. Sem forsvarsmaður íþróttafélagsins Fylkis hef ég beðið nokkuð eftir því að sú stefna sem boðuð var fengi að líta dagsins ljós, en hún hefur ekki verið kynnt með formlegum hætti af borgaryf- irvöldum. Það er því ánægjulegt að með þeirri stefnumörkun sem borgin virðist hafa mótað með þeim ákvörð- unum sem teknar hafa verið nú varð- andi íþróttafélagið Val og áður varð- andi íþróttafélagið Þrótt megi hverfafélögin í borginni vænta mynd- arlegs stuðnings við uppbyggingu á aðstöðu þeirra. Félag eins og íþrótta- félagið Fylkir, sem nú starfar í grónu hverfi með fjölmörgum íbúum, vænt- ir mikils af þeirri stefnu sem borgin boðar með þessum stuðningi við fé- lögin. Væntingarnar eru ekki síst miklar vegna þess að brýnt er að bæta úr með íþróttaaðstöðu fyrir þá fjölmörgu íbúa sem nú þegar eru bú- settir á athafnasvæði félagsins, en þeim á eftir að fjölga umtalsvert í nánustu framtíð með uppbyggingu í Grafarholts- og Norðlingaholts- hverfum. Í frétt Fréttablaðsins mánudaginn 10. nóvember sl. kemur fram að náðst hafi þverpólitísk sam- staða um þann samning sem kynntur hefur verið á milli borgarinnar og Vals. Það styrkir mig enn frekar í þeirri trú að skjótra úrbóta megi vænta á aðstöðu fleiri íþróttafélga sem lengi hafa beðið. Ekki síst fyrir þá sök að fyrir borgarstjórnarkosn- ingar virtist ekki samstaða um upp- byggingu á flugvallarsvæðinu og einnig að fyrst að hægt er að ná þess- ari þverpólitísku samstöðu nú um uppbygginu á þessu svæði á næstu árum, þá verði formanni hverfisráðs Árbæjar, Degi B. Eggertssyni, ekki skotaskuld úr því að ná samstöðu um uppbyggingu á íþróttaaðstöðu í Ár- bænum. Það þarf a.m.k. ekki að bíða fram yfir 2016 með að fjöldi íbúa á svæðinu muni aukast nógu mikið til að metta þörfina. Úrbætur á aðstöðu Árbæjarfélagsins í samræmi við hug- myndir stjórnar þess myndu örugg- lega nýtast að fullu á næstu fjórum árum fengist við þær stuðningur borgarinnar. Með von um sann- gjarnar ráðstafanir til handa fleiri íþróttafélögum í Reykjavík óska ég Valsmönnum til hamingju og vel- gengni með glæsileg uppbygging- aráform. Þverpólitísk samstaða um uppbyggingu íþróttaaðstöðu og íbúðabyggð í Vatnsmýrinni Eftir Birgi Finnbogason Höfundur er formaður íþróttafélagsins Fylkis. www.thjodmenning.is Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn Ljós Gjafavara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.