Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V ILJAYFIRLÝSING hefur verið undirrituð um orkuöflun til stækkunar álversins á Grundartanga úr 90 í 180 þúsund tonn. Hitaveita Suður- nesja og Orkuveita Reykjavíkur, HS og OR, hafa lýst áform- um um að ljúka við framkvæmdir á gufuaflsvirkjunum sínum fyrir vorið 2006, þegar taka á stækkað álver í notkun hjá Norður- áli. Samkomulagið er háð fyrirvörum um að ljúka nauð- synlegum samning- um og afla tilskil- inna leyfa, s.s. varðandi umhverfis- og skipulagsmál. Eru vonir bundnar við að skrifað verði undir endanlega samninga í febrúar árið 2004. Um gífurlega fjárfestingu er að ræða sem talið er að nemi um 45 milljörðum króna. Þar af áætla Norðurálsmenn að stækkunin kosti þá 25 milljarða króna en fjárfesting orkuveranna er í heild upp á um 20 milljarða. Við uppbyggingu orkuvera á Reykja- nesi og Hellisheiði, sem hvort um sig verður um 80 MW að stærð, er reiknað með að um 800 störf skap- ist, og er þá vinna við stækkun ál- versins og raflínulagnir meðtalin. Að framkvæmdum loknum verða starfsmenn Norðuráls um 330 tals- ins, um 130 fleiri en þeir eru í dag, og við gufuaflsvirkjanirnar er búist við að starfi um 30 manns að jafn- aði. Ein hola til viðbótar boruð á Reykjanesi Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, segir að ekki seinna en í febrúar nk. verði öll leyfi vonandi komin fyrir fram- kvæmdum yst á Reykjanesskaga, skammt frá Reykjanestánni. Þar hafa verið boraðar fimm rann- sóknaholur og til stendur að bora eina holu til viðbótar í þessum mán- uði. Hönnunarvinna er sömuleiðis í fullum gangi, að sögn Júlíusar. Samstarf hefur farið fram við Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ í skipulagsmálum. Tvisvar hefur far- ið fram mat á umhverfisáhrifum jarðhitavinnslu á þessum slóðum. „Allar okkar fyrri rannsóknir hafa sýnt að enginn efast lengur um að orkan er þarna til staðar. Við höfum borað fimm holur og látið þær blása. Þær hafa sýnt mikla orku. Hins vegar þarf að huga vel að efnafræðinni því við erum í rauninni að dæla upp söltum sjó en ekki hreinu vatni líkt og á Hellis- heiði. Á undanförnum árum höfum við aflað okkur mikillar þekkingar og reynslu með alls konar tilraun- um. Þess vegna teljum við okkur vel í stakk búna til að útvega þá reisa eigin flutningslínur eigi frekar við um Hitave urnesja en Orkuveituna, s við miklar línuleiðir um He Umhverfismat Hellish virkjunar kynnt á næ Undirbúningur Hell virkjunar hjá Orkuveitu víkur hefur staðið yfir síð ár. Boranir og ýmsar aðr sóknir hafa farið fram Guðmundur þessa vinnu l um framhaldið. Nú fari fr ari undirbúningur framkv mörgum vígstöðvum. Hj veitunni fer fram hönnun verið er að útbúa útb vegna vélabúnaðar, en re með tveimur 40 MW túr stöðvarhúsinu á Hellisheið hjá Suðurnesjamönnum verður vinna við boranir au mat á umhverfisáhrifum kynnt almenningi á næstu að hafa verið í samráðs Skipulagsstofnun. Þá er lagsmál unnin í samráði við félagið Ölfus sem þarf þykkja nýtt aðal- og deil vegna framkvæmdanna. Guðmundur vonast til þessari vinnu verði lokið næstkomandi. Engar sj hindranir séu í veginu Hellisheiðarvirkjunar reik með því að fyrst um sinn k til Norðuráls með stæk orku sem til þarf,“ segir Júlíus. Eftir að skrifað hefur verið undir endanlega samninga reiknar Júlíus með að HS verði fljótlega tilbúin með útboðsgögn. Byrjað verði á að bjóða út jarðvinnuna, sem vonandi geti hafist næsta vor, og stöðvar- hús verði reist í framhaldi af því. Hann segir að stærsti og tímafrek- asti þáttur verksins verði túrbín- urnar í orkuverinu. Fjárfestingin fyrir HS í heild vegna stækkunar álversins er upp á um átta milljarða króna. Að sögn Júlíusar verða um tveir milljarðar teknir af eigin fé HS en afgangurinn fjármagnaður með lántökum. Kostnaður af raforku- flutningi helsti fyrirvarinn Spurður um fjölda starfa við framkvæmdir HS segist Júlíus reikna með að um 120–130 ársverk skapist á næsta ári og því þar- næsta. Á lokasprettinum árið 2006 verði þörf fyrir mikinn mannskap við frágang orkuversins og bygg- ingu flutningsmannvirkja, bæði hjá HS og OR, auk Landsvirkjunar sem muni væntanlega fara í Sult- artangalínu 3. Einn af þeim þáttum sem þarf að semja um vegna stækkunar álvers- ins er flutningur orkunnar frá virkjunarstað til Grundartanga, auk samninga um varaafl ef upp koma bilanir hjá HS og OR. Við- ræður þessa efnis hafa farið fram við Landsvirkjun og að sögn Júl- íusar verður þeim haldið áfram næstu vikurnar. Hann segist vilja sjá flutningssamninga byggða á raunkostnaði, ekki meðaltali eða „einhverri moðsuðu“ eins og hann orðar það. Júlíus telur þennan þátt vera eina efnislega fyrirvarann á þeirri viljayfirlýsingu sem nýlega var undirrituð. Vonast hann til að samningar takist þannig að allir verði sáttir. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tek- ur undir með Júlíusi og býst við að samningar náist á endanum um flutningskostnaðinn. Skiptar skoð- anir um hvernig kostnaður eigi að dreifast milli aðila séu vissulega uppi en vilji sé til að ná samkomu- lagi. Sá kostur sé fyrir hendi að 800 störf við uppby orkuvera og Nor Hitaveita Suður- nesja og Orkuveita Reykjavíkur fara senn af stað í fram- kvæmdir á há- hitasvæðum sínum til að útvega orku til stækkunar Norðuráls á Grundartanga fyrir vorið 2006. Björn Jóhann Björnsson ræddi við forstjóra veitnanna og komst m.a. að því að enn á eftir að bora fleiri holur á veitusvæðunum. 1 * + ( 2 &*  34  & 5 & 6 &'7 2 2&2& D   *, *! ,  >  & !'+& ;@ A &2 ; #&2 ,&$< (!2 5&' #$& ; Guðmundur Þóroddsson Júlíus Jónsson Í NÝJUM Peningamálum bankans er m.a. fjallað um festingar í áliðnaði og far breyttar áætlanir vegna s unar Norðuráls, eftir að L virkjun frestaði áformum Norðlingaölduveitu og Or Reykjavíkur og Hitaveita urnesja komu til sögunna stóriðjuframkvæmdir á A landi eru teknar með seg bankinn að heildarkostna um 220 milljörðum króna kvæmdir muni ná hámark 2005 og 2006, þegar kost nemi 7 til 8% af landsfram hvort ár. Í Peningamálum segir fremur að af um 25 millja framkvæmdakostnaði við verið verði 62% af erlend inbreytingin frá fyrri kos árið 2005 lækki nokkuð o áætlað að mannaflsþörf v 700 ársverk, þar af verði Reiknað sé með að erlend heildarkostnaði. Kostnað af lands EES STÆKKAR Mikilvægur áfangi náðist þegarEFTA-ríkin Ísland, Noregurog Liechtenstein undirrituðu loks samning um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins í fyrradag. Deila Liechtenstein annars vegar og Slóvakíu og Tékklands hins vegar um gagn- kvæmar sjálfstæðisviðurkenningar og gamlar landakröfur hafði skapað veru- lega óvissu um hvort stækkun EES taki gildi um leið og stækkun Evrópusam- bandsins á næsta ári. Sú seinkun, sem orðið hefur á málinu, leiðir raunar af sér að ekkert er öruggt í því efni, en ætla verður að bæði EFTA-ríkin og nú- verandi og verðandi ESB-ríki geri sitt ýtrasta til þess að svo megi verða. Samkomulag um aðlögun EES- samningsins að stækkun ESB lá fyrir í grundvallaratriðum í vor. Þetta sam- komulag er vel viðunandi út frá íslenzk- um hagsmunum; Ísland þarf að greiða meira fé til uppbyggingar í fátækari ríkjum ESB en áður, en þær greiðslur eru miklu lægri en þær sem ESB krafð- ist upphaflega. Á móti er tryggt toll- frelsi fyrir frosin síldarflök, eina mik- ilvægustu útflutningsafurð Íslands á mörkuðunum í nýju aðildarríkjunum í Austur-Evrópu, en á hana hefði að óbreyttu lagzt 15% tollur við inngöngu ríkjanna í ESB. Nýlegar tölur um vax- andi síldarútflutning, einkum til Pól- lands, og stækkandi markaðshlutdeild íslenzkra útflytjenda sýna fram á mik- ilvægi þess að tollfrelsið náðist fram. Með því að Austur-Evrópuríkin ganga inn í ESB og verða hluti af Evr- ópska efnahagssvæðinu fjölgar tæki- færum íslenzkra fyrirtækja í Austur- Evrópu. 100 milljónir neytenda bætast við innri markaðinn, sem Ísland hefur hindrunarlausan aðgang að. Auðveld- ara verður að fjárfesta, stofna fyrirtæki og flytja út vörur til þessara ríkja. Þá getur hinn nýi þróunarsjóður EFTA, sem greiða á styrki til verkefna í nýju aðildarríkjunum, skapað íslenzkum fyr- irtækjum á sviði sjávarútvegs, virkjun- ar jarðhita og orkuvinnslu ný verkefni. Um leið og stækkun EES tekur gildi munu tugir milljóna launþega í Austur- Evrópuríkjunum eiga frjálsan aðgang að íslenzkum vinnumarkaði. Þegar EES-samningurinn tók gildi á sínum tíma spáðu margir því að erlendir laun- þegar myndu sækja hingað í stórum stíl. Það gekk ekki eftir. Aðstæður í þá- verandi aðildarríkjum ESB og þeim, sem nú bætast í hópinn, eru hins vegar talsvert ólíkar. Laun eru lægri og at- vinnuleysi víða mikið í nýju ríkjunum. Alþýðusamband Íslands hefur vakið máls á hættunni á því að launþegum frá þessum ríkjum verði mismunað, vegna þess að þeir séu reiðubúnir að sætta sig við lakari kjör en Vestur-Evrópubúar. Það þarf að ganga fast eftir því af hálfu íslenzkra stjórnvalda að slík mismunun eigi sér ekki stað. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefur lagt áherzlu á að leitað verði eftir því við Evrópusambandið að ýmis ákvæði EES-samningsins verði uppfærð, m.a. til þess að EFTA-ríkin fái betri aðgang að ákvörðunum ESB um löggjöf, sem síðan gildir á svæðinu öllu. ESB hefur tekið slíkum umleitun- um afar fálega. Fátt bendir til að í Brussel sé nokkur vilji til að taka efnis- atriði samningsins upp. Í Morgun- blaðinu í gær segir utanríkisráðherra að hann hafi minnkandi trú á að slík uppfærsla geti orðið að veruleika og Ís- lendingar verði að búa við samninginn eins og hann er. Það er raunsæ afstaða. EES-samn- ingurinn verður á næstu árum undir- staðan í samskiptum okkar við Evrópu- sambandið. Íslendingar verða að nýta samninginn, væntanlega óbreyttan, með eins skilvirkum hætti og mögulegt er. Það er ekki sízt undir okkur sjálfum komið hversu mikil áhrif Ísland hefur t.d. á ákvarðanir innan ESB sem skipta íslenzka hagsmuni miklu. Þar geta góð tvíhliða samskipti við mörg aðildarríkin skilað jafnmiklu gagni og stofnana- bundinn aðgangur að ákvarðanatöku ESB. FAGLEG SJÓNARMIÐ Í FYRIRRÚMI Menningarmálanefnd Reykjavíkur-borgar hefur lýst því yfir að hún hyggist leita eftir samstarfi við samtök myndlistarmanna til þess að útlán á samtímamyndlistarverkum geti hafist í samvinnu við Borgarbókasafnið. Ætl- unin er að kaupréttur fylgi því sem lán- að verður og mun menningarmála- nefnd stuðla að því að almenningur njóti hagstæðra lánakjara. Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar, sagði í Morg- unblaðinu í fyrradag að hugmyndin um lán á listmunum væri tvíhliða: „Við höf- um falið Borgarbókasafninu að kanna forsendur þess að tekin verði upp út- leiga myndverka á safninu með kaup- rétti. Þetta verði gert í samvinnu við samtök myndlistarmanna. Þá viljum við kanna getu okkar til þess í sam- vinnu við fjármálastofnanir og gallerí auk samtaka listamanna að gefa al- menningi kost á að kaupa verk eftir nú- lifandi myndlistarmenn með vaxta- lausu langtímaláni. Hvort tveggja er til þess fallið að auka samgang myndlist- armanna og almennings og gefa veik- burða myndlistarmarkaði straum svo hann megi hugsanlega taka við sér.“ Mikilsvert er að Stefán Jón skuli nefna gallerí meðal þeirra fagaðila er menningarmálanefnd vill eiga sam- starf við vegna þessa verkefnis, því átak á borð við þetta má að sjálfsögðu ekki verða til þess að kippa fótunum undan þeirri veikburða gallerístarf- semi sem verið hefur að festa rætur hér á landi á síðustu árum. Það gæti þó auðveldega orðið raunin ef almenning- ur nýtur hagstæðari kjara við kaup á myndlist í gegnum Borgarbókasafnið heldur en kostur er á að fá hjá galleríi sem þó hefur fjárfest í faglegri þekk- ingu á þessu sviði. Gallerí er starfa á faglegum grunni og standast þær kröf- ur sem gerðar eru erlendis eru auðvit- að sá farvegur sem skapar bestu mynd- listarmönnunum sinn atvinnugrund- völl, hér rétt eins og annars staðar og eru jafnframt einn mikilvægasti far- vegur listamannanna til útrásar er- lendis. Sú þekking sem fagleg gallerí búa yfir þjónar ennfremur kaupendum sem trygging fyrir gæðum vörunnar og gefur henni gildi sem fjárfestingu til framtíðar. Víst er að í þeirri hugmynd sem menningarmálanefnd hefur kynnt felst ágæt leið til að efla tengsl íslenskra myndlistarmanna við almenning í land- inu. Hugmyndin gæti jafnframt verið mikilvægur hvati til þess að skapa markað fyrir samtímamyndlist, en eins og allir vita hefur mjög skort á eðlilega þróun slíks markaðar hér á landi fram að þessu. Með því að skapa almenningi tækifæri til kaupa á myndlist er hægt að stuðla að vitundarvakningu um sam- tímalist, gildi hennar og vægi sem hreyfiafls í samfélaginu. Hugmyndin er því allra góðra gjalda verð – en þó einungis ef þannig er staðið að nánari útfærslu hennar að hún styrki þá grunnþætti myndlistarlífsins hér á landi sem við getum ekki verið án ef fagleg sjónarmið eiga að ráða ferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.