Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A llir þurfa góða granna. Þessi gullna setning, úr íslenskri þýðingu upphafs- lags sjónvarpssáp- unnar Neighbours, eða Granna, hefur hljómað oft í höfðinu á mér undanfarna daga. Ástæðan er sú að í vinahópnum hafa verið sagð- ar fjölmargar sögur um einmitt alls ekki góða granna, heldur hitt, granna sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma höggi á friðsæla nágranna sína. Mig langar að nefna nokkur af þeim dæmum sem mér hafa bor- ist til eyrna: Kona sem bjó úti á landi, var himinlifandi yfir nágranna sínum er hún flutti í fjölbýlishús eitt. Granninn var virkilega elskulegur og í alla staði hjálpsamur. Ekki leið þó á löngu þar til maðurinn virtist algjörlega ranghvolfast og byrjaði að tína gjörsamlega allt til sem hugs- anlega (og óhugsandi) var hægt að kvarta yfir. Hann byrjaði á því að kvarta yfir börnum henn- ar tveimur, þau skitu sameignina út, höfðu læti úti í garði og þar fram eftir götunum. Þá fór það fyrir brjóstið á honum að sjá póst konunnar, en þau höfðu sama inngang í húsinu, liggja að hans mati of lengi fram eftir degi fyrir innan dyrnar. Hann kvart- aði undan því hvernig hún lagði bílnum í stæðið fyrir framan húsið. Eiginmaður konunnar var sjómaður og þegar hann var í landi sagðist hún varpa öndinni léttar, nú hefði hún bandamann sem stóð með henni í fáránlegri rimmunni við nágrannann skap- vonda. Kunningi minn segir að ná- granni sinn hafi tekið upp á því að banka alltaf duglega í vegginn á kvöldin ef dóttir hans og eig- inkonunnar grét. „Það var þann- ig að ef [dóttir okkar] vaknaði á nóttunni, t.d. ef hún var veik eða lá eitthvað illa á henni, þá komu bara nokkur vel valin hnefahögg í vegginn og þá var minn að láta vita að hann var ekki ánægður með þetta. Það var eins og við vektum [dótturina] og reyndum að fá hana til að gráta til að angra hann, þannig hlýtur hann að hafa litið á málið. Fyrst fannst okkur þetta frekar fyndið því við trúðum ekki að mann- inum væri alvara með að berja í vegginn til að fá okkur til þess að þagga niður í barninu. En þegar þetta fór að gerast reglulega fór ég nú og spjallaði við manninn og sagði honum að svona gerði maður ekki. Hann fór þá að hætta þessari vitleysu.“ Barnsgrátur virðist fara í taugarnar á ýmsum. Vinkona mín segir að nágrannafólk henn- ar hafi haft allt á hornum sér, en þegar dóttir vinkonu minnar kom í heiminn fóru þau að kvarta undan barninu sem var óvært fyrstu mánuðina. Þeim fannst þó ekkert tiltökumál að halda brjál- uð karókípartí allar helgar. Ég þekki annað fáránlegt dæmi af skrítnum nágrönnum. Er kona ein flutti í húsið sem um ræðir var nágrannakonan ekkert annað en elskulegheitin en svo byrjaði ballið. Fyrsta skotið kom þegar sú nýflutta komst ekki í að taka þvottinn af sameiginlegri snúru hússins í garðinum yfir nótt. Þó hafði nágrannakonan vinsamlega bent henni á að hún ætti einmitt afnotarétt á ákveðnum snúrum sem enginn annar notaði. Nágrannakonan varð trítilóð, hundskammaði konuna og endaði á því að kvarta yfir því að hún væri aldrei heima. Eins og það kæmi henni eitthvað við! Mig rekur reyndar minni til deilna vegna snúra eða þvottahúss sem varð að fjöl- miðlamáli þar sem báðir máls- aðilar urðu að athlægi frammi fyrir þjóðinni. Dæmin hér að framan geta varla talist svo gróf að þau endi fyrir dómstólum. En hver veit svo sem? Í mínum vinahópi höfum við undanfarið rætt mikið um það hverjir geta búið í fjölbýlishúsi og hverjir ekki. Þeir sem ekki geta búið í fjölbýlishúsi eru óum- burðarlyndir, skapvondir og til- litslausir. Ef þú hefur til að bera alla þessa persónuleikagalla, skaltu aldrei, lesandi góður, flytja í fjölbýlishús. Það hefur samt flögrað að mér að mögulega væri hægt að hrúga öllum svona óvinsamlegum ná- grönnum saman í hús – t.d. væri eitt hús í hverju hverfi sem í byggi skapvont, pirrað og óum- burðarlynt fólk. Auðvitað væri langbest að þessi hús væru utan þéttbýlis, svo að skapvonda fólk- ið gæti ekki látið vonsku sína bitna á nágrönnum í næstu hús- um. Það er tvennt sem kemur til greina að myndi gerast í svona húsi, fullu af skapvondu fólki. Í fyrsta lagi gæti þetta orðið svo mikið fyrirmyndarhús að eftir yrði tekið. Þarna yrði garðurinn ótrúlega vel hirtur, sameignin gljáfægð alla daga, öllum bílum lagt samkvæmt málbandi í stæði, öll hjól í hjólageymslum, þvottur á snúrunni aðeins þar til hann væri orðinn þurr og ekki mínútu lengur og ekkert ónæði eftir kl. 17 á daginn. Hins vegar gæti ástandið farið á allra versta veg, og þekkjandi skapvont fólk og pirraða nágranna, er ég sann- færð um að það yrði raunin. Fyrst þau gætu ekki kvartað undan hávaða, sandi í sameign- inni, þvotti hangandi á snúrunni í garðinum eða illa lögðum bílum, myndu þau sennilega fara að kvarta yfir andardrætti hvert annars, fara að metast og að lok- um drepa hvert annað. Drauma- húsið með skapvonda fólkinu kæmist því ekki í fréttirnar sem fyrirmyndar fjölbýlishús, heldur sem hús dauðans, þar sem smá- munasemin gerði útaf við, í bók- staflegri merkingu, íbúana. Góðir grannar eru sannarlega vanmetnir. Þeir þurfa ekki að vera bestu vinir þínir, þeir mega jafnvel enn frekar vera ósýni- legir. En þeir líta framhjá því þegar þú kemst ekki í að sækja þvottinn annað slagið. Því þeir vita að umburðarlyndi er hluti af því að búa í fjölbýlishúsi. Ertu góð- ur granni? Draumahúsið með skapvonda fólkinu kæmist því ekki í fréttirnar sem fyr- irmyndar fjölbýlishús, heldur sem hús dauðans, þar sem smámunasemin gerði útaf við íbúana. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SÍÐUSTU daga hefur minni- hlutafulltrúunum í borgarstjórn Reykjavíkur orðið nokkuð hált á þeim tölulega sam- anburði sem er að finna í Árbók Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Þeg- ar hefur borg- arstjóri bent á að formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga virti að vettugi þá fyrirvara Sam- bandsins sjálfs við birtingu talna í Árbókinni, þegar hann hélt því fram að uppreikningur lífeyr- isskuldbindinga hjá Reykjavík- urborg væri til marks um að stjórnkerfi borgarinnar væri að þenjast út. Það sama gerist nú hjá Hönnu Birnu Kjartansdóttur, þegar hún fullyrðir að leik- skólagjöld séu hvergi hærri en í Reykjavík. Það er löng hefð fyrir því hjá borginni að forgangshópar að leikskólaplássum fái rausnarlega afslætti af leikskólagjöldum. Það má deila um það hversu miklir þessir afslættir eigi að vera, en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru fyrir hendi og auðvit- að hefur það áhrif á umræðuna um leikskólagjöldin. Að líta á einn gjaldflokk gjaldskrárinnar einan og sér og fullyrða út frá honum að hvergi sé dýrara að vera með börn á leikskóla en í Reykjavík er einfeldningslegt. Ef bera á saman leikskólagjöld sem samanstanda af fleiri ólíkum þáttum er sá háttur hafður á að nota meðaltöl. Ekki þykir nóg að kippa einum hlut út úr heildinni. Einfalt meðaltal, vegið meðaltal, miðgildi o.s.frv., af nógu er að taka. Gjaldskráin reiknuð sem vegið meðaltal, þ.e.a.s. þegar litið er á hversu margir notendur þjónust- unnar eru í hverjum gjaldflokki, sýnir allt aðra mynd og réttari að mínu mati. Er hún reiknuð út frá gjaldskrá nokkurra ofangreindra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu. Nú ætla ég ekki að falla í sömu gryfju og þeir flykkjast ofan í, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins, og fullyrða að þetta gefi hina einu réttu mynd af leikskólagjöld- um í þessum sveitarfélögum. Fleiri atriði skipta máli svo sem gjald fyrir mat, systkinaafsláttur og hvort viðkomandi sveitarfélag býður börnum þjónustu allt niður í 18 mánaða aldur, eins og Reykjavíkurborg. Verulegum afslætti, sem um helmingur foreldra leikskóla- barna í Reykjavík nýtur, verður þó að halda til haga í málefnalegri umræðu um leikskólagjöld. Svo vitnað sé í inngang Árbók- arinnar títtnefndu: „Þó ber ætíð að hafa í huga að slíkan sam- anburð verður að gera af var- færni þannig að tryggt sé að bornir séu saman sambærilegir hlutir.“ Um leikskólagjöld Eftir Þorlák Björnsson Höfundur er formaður Leikskólaráðs Reykjavíkur. Sveitarfélag Gjaldfl. I Gjaldfl. II Gjaldfl. III Vegið meðalt. leikskólagj. Saman- burður Reykjavík 27.000 kr. 20.400 kr. 13.900 kr. hlutfall greiðenda 53% 7% 40% 21.298 kr. 100 Kópavogur 26.400 kr. 18.484 kr. hlutfall greiðenda 57% 43% 22.996 kr. 107 Seltjarnarnes 25.555 kr. 15.333 kr. hlutfall greiðenda 90% 10% 24.533 kr. 114 Garðabær 25.400 kr. 18.680 kr. hlutfall greiðenda 87% 13% 24.526 kr. 114 Gjald I greiða giftir foreldrar og sambúðarfólk Gjald II greiða foreldrar þar sem annað foreldri er í námi eða er öryrki Gjald III greiða einstæðir foreldrar, foreldrar sem báðir eru í námi eða báðir for- eldrar öryrkjar. ÞAÐ gerist ýmislegt hjá öldr- uðum og bótaþegum þó að hægt gangi. Mikill tími fer til hagsmuna- baráttu. Kröfur okk- ar bótaþega um bætt kjör lýkur flestum í réttarsal. Stjórn- arskráin sem var að mestu skrifuð af eldri kynslóðinni er okkar eina vörn. Dómstólarnir kveða upp dóma í anda stjórnarskrárinnar sem staðfesta rétt bótaþega. En Al- þingi sem er skipað yngri kynslóð reynir eftir mætti að rýra túlkun stjórnarskrárinnar og niðurstöður dómstóla. Dæmi mínu til sönnunar vitna ég í tvo nýlega hæstarétt- ardóma. Í ljós kemur í báðum þeim dómum að dómstóllinn telur að eignaréttarvernd, jafnræðis- og mannréttindareglur stjórnarskrár- innar hafa raunhæfari þýðingu en gamlar reglur. Á mannamáli hljóðar þetta þannig. Alþingi var ekki heim- ilt að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka – ekki á þann hátt fyrir árið 1999-2000. Alþingi braut stjórnarskrá enn á ný þegar afturvirkar öryrkjabætur voru skertar fyrir árið 1999-2000. Þá eru upptalin 2 dómsmál. Fram- undan er líklega þriðja dómsmálið. Hversu mikið má skerða? Prófessor í lögum við Háskóla Íslands styður okkur og er hann þá þriðji lagapró- fessorinn sem styður okkar laga- kröfur. Í framhaldi af seinni dómi Hæstaréttar hefur FEB skrifað TR og óskað eftir að ellilífeyrisþegar fái svipaðar greiðslur og öryrkjar varð- andi árin 1999-2000. Með lögum 9- 2001 var áætlað að leiðrétta skerð- ingarreglur ellilífeyrisþega til fram- búðar en ekki var tekið tillit til áranna 1999-2000! Ef ekki verður brugðist við verður rekið fjórða dómsmálið fyrir hönd eldri borgara. 5. málið um ávöxtunarhluta líf- eyris hefur verið sent fyrir rétt. Að vísu er þetta skattamál og þar hafa menn svigrúm svo að fullkomið jafn- rétti í skattamálum er erfitt í fram- kvæmd en ljóst er að dómstólar veita löggjafanum vaxandi aðhald. Hvernig Hæstiréttur tók afstöðu um rétt manna til lágmarks- framfærslu jafnræðis og mannrétt- inda veitir okkur óbeinan stuðning. Staðreynd er að þrjú mál hafa farið fyrir rétt og tvö eru í deiglunni. Ég mætti vini mínum á förnum vegi. Hann sagði: „Jæja, Ólafur, það er ekki vænlegt að leggjast í málaferli á efri árum.“ Ég mótmælti því ekki, en sagði að það væri þó betra en að þola órétt og leggjast í óyndi. En hvers vegna hafa ráðandi aðilar nei- kvæða afstöðu til bótaþega og eft- irlaunafólks? Kunna þeir ekki að fara með valdið? Ræður kergja of miklu um málalausnir? Hefur gróða- hyggjan breytt tíðarandanum? Já, eitthvað er að. Það má velta sér upp úr þessu. En gleymum ekki að okkar kynslóð skrifaði stjórnarskrána sem er okkar vörn. Stjórnarskráin er okkar vörn Eftir Ólaf Ólafsson Höfundur er formaður FEB og fyrrverandi landlæknir. ÓHÆTT er að fullyrða að Ríkisútvarpið Hljóð- varp og Sjónvarp njóti almennra vinsælda og virð- ingar hjá íslensku þjóðinni. Dagskrá Sjónvarpsins er fjölbreytt. Þar má jafnt finna vandaða menningartengda þætti og vinsælt erlent afþreyingarefni. Hvort tveggja er nauðsynlegt til að almenn- ingsfjölmiðill af þessu tagi fái staðið undir nafni. Vitaskuld má þó alltaf gera betur. Þannig hafa ýmsir bent á að Sjónvarpið mætti gera enn meira til að rækta menningarhlutverk sitt, einkum á sviði íslenskrar dagskrárgerðar. Því miður hafa sumir meintir velunnarar Sjón- varpsins þó fallið í þá gryfju að eltast við málflutn- ing frjálshyggjumanna í þessum efnum. Í stað þess að gera þá kröfu að Sjónvarpið verði eflt frekar í þeirri viðleitni sinni að sýna fjölbreytt efni, taka þeir undir sönginn um að nýjum verkefnum verði aðeins mætt með því að skera önnur niður. Vinsælir sjónvarpsþættir á borð við „Beðmál í borginni“, „Bráðavaktina“ og „Vesturálmuna“ eru þessum gagnrýnendum sérstakur þyrnir í augum. Heyrast gjarnan rök eins og þau að dýrir bandarískir sjón- varpsþættir séu betur komnir á einkareknu sjón- varpsstöðvunum, sem ýmist hafa takmarkað útsend- ingarsvæði eða eru seldar í áskrift. Þessi málflutningur heyrist jafnvel úr röðum þingmanna og varaþingmanna sem kenna sig við félagshyggju. Sjónarmið af þessu tagi einkennast af metn- aðarleysi. Það á að vera okkur Íslendingum metn- aðarmál að eiga öfluga sjónvarpsstöð eða –stöðvar í almannaeigu sem sýna vandað íslenskt efni sam- hliða því sem vinsælast er í grannlöndunum hverju sinni. Fyrrnefndir sjónvarpsþættir eru dýrir í inn- kaupum vegna þess að þeir eru vinsælir, það segja einföldustu markaðslögmál. Hvers vegna á slíkt efni einungis að standa til boða íbúum höfuðborgarsvæð- isins eða þeim sem hafa efni á að greiða fyrir dýra áskrift? Ef sú er raunin að dagskrá Sjónvarpsins sé svo full af vinsælu erlendu skemmtiefni að menning- arþættir eða íslensk dagskrárgerð komist ekki að, eru aðrar leiðir færar en að heimta niðurskurð á fyrrnefnda efninu. Nær væri að fara nú þegar að huga að því að stofna aðra stöð Sjónvarpsins. Þar mætti til dæmis auka þjónustu við íþróttaáhuga- menn, börn og áhugafólk um sértæk efni. Slík stöð gæti jafnvel orðið vísir að landshlutasjónvarpi í svipuðum stíl og svæðisútvarpsstöðvar RÚV. Með þessu móti mætti nýta betur þann tækjabúnað og mannskap sem Sjónvarpið hefur nú. Sú hagkvæmni ætti að hugnast þeim sem nú þykjast bera hagsmuni Sjónvarpsins fyrir brjósti. Beðmál – ekki bara í borginni eða gegn borgun Eftir Steinunni Þóru Árnadóttur Höfundur er félagi í Ungum vinstri grænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.