Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 37 Frjósemi er tvímælalaust einn afhornsteinum árangursríkrar bú-fjárræktunar og ávallt mikilvægtað spornað sé við hnignun hennar. Í hrossarækt er góð frjósemi ekki síður mik- ilvæg því ættliðabilið er langt og tíminn því dýrmætur. Það tekur til að mynda ein tíu ár að fá fyrstu heildarmynd á gæði hryssu sem ræktunargrips, örlítið styttra hjá stóðhest- unum, sjö til átta ár. Það getur tekið langan tíma að uppgötva afleiðingar ófrjósemi í hrossarækt og erfitt að snúa við þegar í óefni er komið. Einn þátturinn í að glöggva sig á frjóseminni er að skoða frammistöðu stóð- hestanna ár hvert þótt það sé aðeins partur af heildarmyndinni þar sem enn eru margir óvissuþættir. Svo virðist sem frjósemi stóðhestanna í ár sé vel viðunandi. Almennt er álitið að 70 til 80% séu það sem kalla má viðunandi, 80 til 90% séu býsna gott og allt yfir þeim mörkum frábær útkoma. Þegar þær tölur sem hér koma fram eru skoðaðar ber að hafa í huga að hryssufjöldi bak við þessar tölur eru mismun- andi en í flestum tilvikum er hans getið. Þá skiptir einnig máli hversu langan tíma hest- arnir hafa fengið að til að sinna skyldum sín- um. Í allnokkrum tilvikum hafa hestar verið með hryssur langt fram á haust. Á það sér- staklega við um dýrari og eftirsóttari hestana. Frjósemisvíkingarnir fá vandamálin Þá kemur fram í samtölum við marga að- standendur frjósömu hestanna að um leið og þeir hafi vakið athygli fyrir góða fyljun sé stíft í þá sótt með vandamálahryssur og geti það oft rýrt útkomu þeirra. Að sama skapi sé líklegt að menn leiti ekki með slíkar hryssur í hesta sem hafa verið tæpir í frjósemi. Núlíðandi ár er merkilegt í því sambandi að tveir hestar virðast ætla að komast yfir að fylja 100 hryssur eða rétt þar um bil. Þetta eru þeir Orri frá Þúfu og Þristur frá Feti en þess ber að sjálfsögðu að gæta að þeir eru ekki einir að verki því starfsmenn Sæð- ingastöðvarinnar í Gunnarsholti lögðu þeim gott lið með allri sinni tækni. Eftir því sem best er vitað hafa engir stóðhestar náð að fylja slíkan fjölda áður. Þarna sannar Sæð- ingastöðin gildi sitt því mikilvægt er að geta nýtt bestu stóðhestana sem allra best. Eða eins og einn kunnur hrossaræktandi sagði eitt sinn; „Hvenær fáum við of mikið af góðum hrossum?“ Alls voru sæddar 192 hryssur á Sæð- ingastöðinni og sagði forstöðumaður hennar Páll Stefánsson að fyljunarprósentan væri 76,4 sem væri mjög góð útkoma sem sýndi að þeir væru á réttri leið. Fram kom hjá Páli að hann vantaði upplýsingar um 18 hryssur af þessum fjölda og væru þær ekki teknar með í þessa útreikninga. Vel fer á því að byrja á einni af stjörnum síðasta landsmóts, Aroni frá Strandarhöfða, en hann stóð sig feikna vel í sumar. Í sumar kom til hans 81 hryssa en aðeins tíu þeirra reyndust fyllausar sem gerir 87,6% að því er Guðmundur Bæringsson í Árbæ umsjón- armaður hestsins upplýsti. Með þessari frammistöðu Arons skipar hann sér á bekk með afkastamestu og frjósömustu hestum landsins. Sjálfsagt eru margir spenntir að sjá hvern- ig útkoman á árinu er hjá bróður Arons, Töfra frá Kjartansstöðum, sem hefur verið frekar tæpur í frjósemi. Að sögn Magnúsar Trausta Svavarssonar á Blesastöðum sem hefur séð um hestinn virðist hann vera nokkuð tryggur með á fjórða tug hryssna ef vel er að málum staðið. Búið er að staðfesta fyl í 30 hryssum en eftir er að ómskoða um einn tug hryssna og taldi hann líklegt að einhverjar þeirra væru með fyli. Aðstæður skipta miklu máli Sagði Magnús að reynt væri að hafa hópinn sem væri hverju sinni í girðingu hjá Töfra ekki mjög stóran. „Ég tel að það skipti veru- legu máli að allar aðstæður séu í góðu lagi við stóðhestahaldið ef tryggja á hámarksárangur. Á ég þá við nægjanlegt gras og gott vatn auk þess sem ró þarf að ríkja í girðingunni og næsta nágrenni,“ sagði Magnús Trausti. Hann kvaðst ekki hræðast mjög þessa erf- iðleika sem verið hafa með Töfra eftir að hafa séð útkomuna með bæði syni hans og albræð- ur sem og hálfbræður. Nefndi hann þar til sögunnar tvo fola frá sjálfum sér þá Bjarkar frá Blesastöðum sem er undan Þöll frá Bratt- holti sem verið hefði með 17 hryssur í sumar og fyljað þær allar sem sé vel viðunandi hjá tveggja vetra fola. Hinn folinn Bjargþór frá Blesastöðum hefði verið með 16 hryssur norð- ur í Húnavatnssýslu og eftir því sem hann vissi best væru þær allar með fyli. Þá upplýsti hann að albræður Töfra, þeir Trúr og Topar, virtust ekki eiga við nein frjósemisvandamál að stríða, Trúr til dæmis með 20 hryssur í sumar og allar líklega með fyli. „Ég er hættur að óttast þessa ófrjósemi í Töfra,“ segir Magnús Trausti og bætir við „það hefur ekk- ert komið fram enn sem komið er sem sýnir að þetta sé í hans nánasta ættgarði.“ Illingur í góðum málum En það var annar kunnur stóðhestur, Ill- ingur frá Tóftum, í umsjá Magnúsar í sumar. Sagði Magnús hann hafa staðið sig með mik- illi prýði í sumar. Illingur var á húsi í vor á Blesastöðum og taldi Magnús að hann hafi skilað um 70% fyljun þar en nokkrar hryssn- anna sem ekki fyljuðust voru hjá honum í girðingu um sumarið. Sagði Magnús að rösk- lega 60 hryssur hefðu komist í tæri við Illing í sumar og samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði í höndum væru tvær hryssur geld- ar af fyrra gangmáli sem var í Húnavatns- sýslu þar sem voru 28 hryssur. Í seinna gang- máli sem var á Suðurlandi hefðu fjórar reynst tómar af 28 hryssum. Það er því ekki hægt að segja annað en Illingur standi sig vel í ár, eft- irspurnin í toppi og fyljunin á milli 80 og 90%. Þristur að ljúka erfiðu ári Þristur frá Feti stóð sig vel að vanda enda búinn að stimpla sig inn sem óvenju frjósam- ur stóðhestur eða eins og Brynjar Vilmund- arson ræktandi hestsins orðaði það; „Hann fyljar allt sem á annað borð er hægt að fylja.“ Fyrir Þristi lá afar erfitt verkefni í vor, félag- ið sem stofnað var um hann samþykkti á fyrsta fundi sínum að selja 20 rekstrartolla en auk þess áttu hluthafar rétt á 60 tollum. Þar fyrir utan hafði Brynjar leigt hestinn til Húsavíkur á 30 hryssur áður en að til sölu hluta í hestinum kom. Alls voru þetta 110 hryssur sem afgreiða þurfti og hefði líklega verið útilokað nema með tilkomu sæðinga. Var Þristur á Sæðingastöðinni í Gunnarsholti fram í miðjan júlí er hann fór norður og kom aftur suður um miðjan ágúst. Brynjar sagði ekki alveg ljóst hver staðan væri nákvæmlega en til þess að segja ekki eitthvað sem ekki væri rétt sagði hann öruggt að þær væru ekki færri en 95 sem þegar hefðu fyljast en alveg eins líklegt að þær væru 105. Það eru nokkrar hryssur ennþá hjá hestinum en haustfundur félagsins yrði haldinn í endaðan nóvember og ættu þá liggja fyrir nákvæmari tölur. En sam- kvæmt þessum tölum sem Brynjar nefndi er fyljunarprósenta Þrists eitthvað á bilinu 86,3% til 95,4. Þess má geta að fyrir norðan eru 25 hryssur staðfestar með fyli 2 úrskurð- aðar geldar og fjórar sem eftir er að skoða nánar. Gott ár hjá Orra Staðan hjá föður Þrists, Orra frá Þúfu, er mjög svipuð. Eftir hann liggja á milli 95 og 100 fyl, hjá honum eru nú fjórar hryssur sem voru ófengnar þegar síðast var skoðað og ein fyllaus hryssa var tekin frá honum nýlega. Gert var ráð fyrir að allt að 120 hryssur fengju við Orra í ár með tilkomu hinna svo- kölluðu B-tolla en heimilað var að hver hlutur í Orra gæfi tvo tolla í ár í stað einn eins og verið hefur. Ljóst er að ekki hafa allir nýtt sér þessa B-tolla, líklega einir 18 tollar sem liggja hjá. Verðmæti þeirra gæti legið í kringum fimm milljónir króna. Grundvöllurinn að þess- um miklu afköstum þeirra feðga liggur að sjálfsögðu í sæðingunum sem virðast koma að afar góðum notum þegar um er að ræða mjög eftirsótta hesta eins og Þrist og Orra. Þess má geta að Þristur sem er aðeins fimm vetra gamall mun væntanlega koma í dóm á næsta ári og verður þá fróðlegt að sjá hvort honum tekst að fylgja eftir þessum miklu vinsældum. Stóðhestahald á Vesturlandi var með líf- legra móti, margir góðir hestar í notkun og útkoman viðunandi að mati Bjarna Mar- ínóssonar formanns Hrossaræktarsambands Vesturlands. Kolfinnur frá Kjarnholtum var alfarið á Vesturlandi í ár og skilaði fylprósentu upp á 62% en alls komu til hans 57 hryssur. Sagði Bjarni að Kolfinnur hefði verið heldur að dala í frjóseminnni eftir því sem leið á sumarið og komið heldur lakar út en hann hefur gert un- dafarin ár. Af öðrum eignarhestum sambandsins nefndi Bjarni Gust frá Hóli sem var í 71% með 17 hryssur á húsi. Þá kom fram hjá Páli Stef- ánssyni að Gustur hafi komið vel út á Suður- landi þar sem hann var eitt gangmál. Eiður frá Oddhóli var sömuleiðis á húsi á Vest- urlandi með aðeins 5 hryssur en 100% fyljun. Hamur frá Þóroddsstöðum og Skorri frá Gunnarsholti voru báðir seinna gangmál, sá fyrrnefndi með 24 hryssur og 63% fyljun en Skorri með 15 hryssur og 80% fyljun. Dynur frá Hvammi var leigður í fyrra gangmál en sambandið á nokkra hluti í hestinum. Dynur var með 25 hryssur og 76% fyljun. Þá á sam- bandið 1⁄3 í Hrymi frá Hofi ásamt Dalamönn- um en hann var einnig með 25 hryssur en að- eins 68% fyljun. Þá var útkoman hjá Hróðri frá Refsstöðum hreint frábær, 95% með 18 hryssur, en hann var leigður ásamt Adam frá Ásmundarstöðum sem var með 30 hryssur og 70% fyljun. Til stóð að leigja Kormák frá Flugumýri en svo ótrulegt sem það kann að hljóma féll hann ekki í kramið hjá Vestlend- ingum því aðeins var pantað fyrir fjórar hryssur hjá honum og hann því afpantaður. Illingur og Huginn á Vesturlandið Þá upplýsti Bjarni að búið væri að ganga frá leigu á Illingi frá Tóftum næsta sumar og leiga á Hugin frá Haga væri í deiglunni. Þá hafi verið sóst eftir að leigja Núma frá Þór- oddsstöðum en samningar ekki náðst og því útséð með afnot af þeim ágæta hesti. En talandi um Hugin frá Haga kemur hann heldur lakar út nú en í fyrra þegar hann var vel yfir 90% fyljun. Munar nú mestu um seinna gangmálið í ár en bæði í húsmálum og fyrra gangmáli var útkoman í góðu lagi. Vakti það athygli Þorvaldar Kristjánssonar að í seinna gangmálinu fyljuðust allar hryssurnar sem voru með folald sér við hlið en geldu hryssurnar, sem voru mjög feitar, fyljuðust ekki. Heildarniðurstaða Hugins er þó vel við- unandi stendur í rétt tæpum 80% en alls voru hjá honum 67 hryssur. Mikil eftirspurn eftir Leikni Þá er næst að nefna nýstirnið Leikni frá Vakursstöðum sem sló vel í gegn í dómi í vor fjögurra vetra gamall en velgengni hans á árinu lét ekki þar með staðar numið. Eft- irspurnin í að koma hryssum til hans var mjög mikil og fóru margir bónleiðir til búðar með hryssur sínar þótt mun fleiri hryssum væri hleypt til hans en eigendur hestsins höfðu ráðgert. Alls fóru til hans rúmlega 60 hryssur og samkvæmt upplýsingum Hjartar Bergstað reyndust 93% þeirra með fyli. Sannarlega gaman þegar vel gerð hross að sköpulagi sem og hæfileikum reynast einnig hafa frjósemina í lagi. Fengu margar frægar hryssur að njóta ásta með Leikni og má þar nefna Bringu frá Feti, Sjöfn frá Dalbæ sem er móðir Sjóla frá Dalbæ, Sunnu frá Votmúla og Ösp frá Há- holti. Þá fór Ör frá Miðhjáleigu, ein hæst dæmda hryssa ársins, til Leiknis en reyndist því miður ein fárra sem ekki fyljuðust. Hjört- ur sagðist hafa verið skíthræddur við að láta svo margar hryssur til folans en það reyndist ástæðulaust. Ómskoðað var á þriggja til fjög- urra vikna fresti og stöðugt létt á. Hann sagði það líklega hafa gert gæfumuninn hversu ró- legur og yfirvegaður Leiknir var í girðing- unni, var ekki að eyða orkunni í óþarfa hlaup og vesen eins og Hjörtur orðaði það. Gauti bestur Sunnlendinga Af hestum Hrossaræktarsamtaka Suður- lands stóð Gauti frá Reykjavík sig best með 85% fyljun en hann hefur verið mjög hár til þessa en geldur þess nokkuð nú, að sögn Jóns Finns Hansonar, framkvæmdastjóra samtak- anna, að hann fær mikið af vandfyljuðum hryssum. Hrynjandi frá Hrepphólum er með 75% og Gustur frá Hóli sem var eitt gangmál hjá samtökunum er með 72%. Sveinn Hervar frá Þúfu er með vel yfir 90% og sömuleiðis Gári frá Auðsholtshjáleigu sem var í rétt tæpum 100% en báðir voru hestarnir með í kringum 60 hryssur. Þóroddsstaðahestarnir Þóroddur og Þyrnir voru allþokkalegir, báðir í kringum 75% sá fyrrnefndi með 30 hryssur og sá síðarnefndi með á sjötta tuginn á bak við þessar tölur. Orri frá Þúfu gerir það ennþá gott í fyljuninni, að vísu með fulltingi Sæðingastöðvarinnar en það vekur líka athygli hversu margir sona hans hafa verið góðir í frjóseminni. Morgunblaðið/Vakri Yfir 80 hryssur og hátt í 90 prósent fyljun er góður árangur hjá Aroni frá Strandarhöfði. Knapi er Daníel Jónsson. Orri og Þristur fylja 100 hryssur Dómar á stóðhestum ráða miklu um velgengni þeirra en augu manna hafa einnig beinst að öðrum þætti sem er frjó- semin. Fylgifiskur ófrjósemi er hnignun í stofninum og því hafa augu manna beinst í ríkari mæli að frammistöðu hest- anna. Valdimar Kristinsson kannaði af handahófi frammi- stöðu nokkurra þekktra stóðhesta. Þristur frá Feti er búinn að sanna sig sem afburða frjósamur stóðhestur og nú virðist hann ná að fylja yfir 100 hryssur fyrstur hesta ásamt Orra, föður sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.