Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi GuðjónÞórðarson fædd- ist á Skarði í Skötu- firði 3. febrúar 1929. Hann lézt í Lissabon í Portúgal að kvöldi sunnudagsins 2. nóv- ember síðastliðins, 74 ára að aldri. For- eldrar hans voru Þórður Ólafsson, út- vegsmaður frá Odda í Ögurhreppi, síðar í Reykjavík, f. 5.10. 1902, d. 20.6. 2002, og Kristín Svanhild- ur Helgadóttir hús- freyja, f. 9.1. 1904, d. 10.2. 1996. Systkini Helga eru: Guðrún, kenn- ari, f. 21.6. 1930, d. 26.9. 1984, maki Guðbjartur Gunnarsson kennari, skildu, þau eignuðust tvö börn; Cecilía, skrifstofumaður, f. 25.8. 1931, d. 27.3. 1990, eignaðist son með Einari Þorsteinssyni, Hafnarfirði; Þórunn, starfsmaður Ferðafélags Íslands, f. 5.3. 1933, maki Hjámtýr Pétursson kaup- maður, f. 24.8. 1907, d. 24.10. 1974, þau eignuðust tvö börn. Helgi kvæntist Thorgerd Elísu Mortensen frá Frodba á Suðurey í Færeyjum, hjúkrunarfræðingi, f. 1.4. 1929. Hún er dóttir Daniel Mohr Mortensen kóngsbónda þar, f. 27.10. 1884, d. 3.2. 1961, og Amalie Margrethe Mortensen, f. Joensen húsfreyju, f. 27.7. 1891, d: 27.8. 1973. Börn Helga og Thor- gerd: 1) Þórður verkfræðingur, f. 16.6. 1958, maki I: Anna Kristín Jóhannesdóttir aðstoðarskóla- stjóri, f. 30.8. 1956, skildu, maki II: Halldóra D. Kristjánsdóttir banka- starfsmaður, f. 4.10. 1959, börn þeirra: Helgi Guðjón, f. 22.12. 1995, og Pétur Daníel, f. 25.1. konsulent AS í Íslandi 1967–71 og frá 1972 rak hann eigin verkfræði- stofu á sviði rekstrarráðgjafar fram á síðasta dag. Helgi var einn- ig stundakennari við verkfræði- deild HÍ, við Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði 1973–78, og hjá Stjórnunarfélagi Íslands 1972–79. Hann var prófdómari í stjórnun og rekstrartækni við TÍ 1982–92 og í fiskiðnaðartækni við HÍ frá 1990. Helgi stundaði margvísleg fé- lags- og trúnaðarstörf: Hann sat í Stúdentaráði HÍ 1951–52, var for- maður Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1956, í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur 1958– 59, formaður Félags Djúpmanna í Reykjavík 1975–92, í Verðlagsráði sjávarútvegsins 1961–66, formað- ur Félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum 1961–63. Hann átti sæti í stjórn Samlags skreiðar- framleiðenda 1963–65, Viðlaga- sjóðs 1973–76, Íslenska járnblendi- félagsins hf. 1975–79, og 1984–92, Olíumalar hf. 1979–80, Hlutafjár- sjóðs 1989–91, Fiskiðjunnar Freyju hf 1990–91, formaður. Hann var stjórnarformaður Sam- skipa hf. 1992–94, Hólaness hf. 1995, Rafmagnseftirlits ríkisins 1984–92. Hann sat í stjórn Borg- eyjar hf. frá 1994 og Kjötumboðs- ins hf. frá 1995, í rafveitunefnd Hafnarfjarðar 1972–74, í olíumála- nefnd 1973–74, í byggingarnefnd Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði 1981–87. Helgi átti sæti í sam- starfshópi um sjávarútvegsskóla 1985–87, í starfshópi vegna hraun- flóðavarna við Kröfluvirkjun 1985. Hann sat í stóriðjunefnd 1983–87 og í stjórn Siglingaklúbbsins Þyts um árabil og var formaður sókn- arnefndar Víðistaðakirkju frá 1999. Helgi var stofnfélagi Frjáls- lynda flokksins, formaður fjár- hagsráðs og átti sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn. Útför Helga verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 2000. 2) Daníel húsa- smiður, f. 16.6. 1960, maki Vigdís Jónsdótt- ir hagfræðingur, f. 10.12. 1965, börn þeirra: Nils, f. 19.12. 1984, Þorgerður El- ísa, f. 23.9. 1988, og Jón Vignir, f. 30.9. 1991. 3) Hallur kvik- myndagerðarmaður, f. 22.11. 1964, maki Kolbrún Ýr Gísladótt- ir leikskólastarfsmað- ur, f. 4.1. 1977, slitu samvistum, börn þeirra: Hersir, f. 26.4. 1999, og Hilmir, f. 10.2. 2002. 4) Kristín Svanhildur kennari, f. 15.5. 1968, dóttir hennar: Erna, f. 18.9. 1990 með fyrrum sambýlismanni, Ara Sævarssyni, f. 5.9. 1965. Helgi ólst upp hjá foreldrum sín- um í Ögurvík við alla almenna vinnu útvegsmanna eins og hún gerðist á fjórða og fimmta tug síð- ustu aldar. Þar gekk hann í barna- skóla og síðar í Héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp. Hús foreldra hans brann 1943 og fluttist fjöl- skyldan ári seinna út á Ísafjörð og þremur árum seinna til Reykjavík- ur. Helgi lauk gagnfræðaprófi frá gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1945 og landsprófi 1946, stúdents- prófi frá MR 1950, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1954 og M.Sc.- prófi í verkfræði frá DTH í Kaup- mannahöfn 1958. Helgi var verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1958–60, framkvæmdastjóri Ís- hússfélags Ísfirðinga hf. 1960–63, forstjóri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar 1963–65 og Meitilsins hf. og Mjölnis hf. 1965–67. Hann var verkfræðingur hjá útibúi Industri- Kæri afi. Ég trúi ekki að þú sért farinn og komir aldrei aftur. Ég vissi að þú hefðir veikst og lent á spítala í Portúgal. En ég vissi ekki að það væri svona alvarlegt. Þegar ég vaknaði á mánu- dagsmorguninn sagði pabbi mér sorgarfréttirnar að þú værir farinn til guðs til að vera hjá honum. Ég trúði ekki að þú værir farinn fyrir fullt og allt. Ég grét og það er svo sárt að missa þig. Um kvöldið hittist fjölskyldan og talaði um liðna tíma sem við höfum átt með þér. Mér leið ekki vel að tala um þetta því ég vissi að ég myndi ekki sjá þig aftur. Ég vona að þér líði vel og vonandi hefur þú það gott. Ég mun aldrei gleyma þér og núna veit ég að þú vakir yfir mér alla daga og nætur. Ég veit að þú fylgist með okkur öllum. Ég elska þig og þú munt alltaf verða í hjarta mér. Þín sonardóttir Þorgerður Elísa. Í hugann koma orð Hallgríms um blómið: Á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Andlát Helga frænda míns bar að óvænt og snöggt. Og nú er nærri höggvið. Það liggur við að maður heyri hvininn í ljá hins slynga sláttu- manns, sem engu blómi eirir þegar þess tími er kominn. Helgi var ekki sá sem maður hélt að væri á förum. Þvert á móti, hann var ímynd staðfestu og öryggis. Eins og vestfirskur klettur, sem maður reiknar með að standi þar til á enda veraldar. Fundum okkar Helga bar saman á morgni lífsins. Ég kom að landi í Odda í Ögurvík á leið í sumardvöl hjá ömmu okkar beggja, Guðríði á Strandseljum. Að fenginni hressingu var ég leiddur út í móa fyrir utan bæ- inn, þar sem Helgi lék sér í grárri peysu með svartri rönd, og keyrði brúnan vörubíl með palli sem mátti sturta af og var sjaldséð leikfang á þessum tíma og ég öfundaði hann reyndar mikið af. Þarna hafði Helgi lagt mikið vegakerfi með bílnum og fyrir bílinn. Hvaðan hann hafði fyr- irmynd þessara myndarlegu sam- gönguleiða er ekki gott að segja, því að vegirnir í Djúpinu voru þá aðeins troðningar fyrir hestakerrur. Ég held að það hafi aldrei farið á milli mála, að gengi þessi drengur skóla- veginn, þá hlaut verkfræðin að verða hans fag. Síðan við lékum okkur saman þarna í lautinni forðum, höfum við alltaf fylgst vel hvor með öðrum og stundum brallað ýmislegt saman þrátt fyrir talsverðan aldursmun í upphafi, sem mér fannst þó fara hraðminnkandi með árunum. Þannig varð Helgi hjálparhella mín þegar ég beið lægri hlut við stærðfræðina í fyrstu bekkjum menntaskóla. Tók mig í aukatíma og leiddi mig um refilstigu hornafræð- innar eða hvað hún hét. Í fyrstu ut- anlandsferð minni að loknu stúd- entsprófi barði ég uppá hjá Helga sem þá var að læra verkfræði í Kaupmannahöfn. Hann varð leið- sögumaður minn um það sem á fínu máli geta kallast Íslendingaslóðir í þeirri góðu borg. Helgi byrjaði kornungur að taka þátt í útgerð Þórðar föður síns, móð- urbróður míns. Fyrst í stað við að beita og stokka upp lóðir. Þurfti þá að skjóta undir hann bala til þess að hann næði upp á borðið. Seinna var hann með pabba sínum á Sleipni í veiðiferðum um Djúpið og Jökulfirð- ina og alltaf síðan var líf hans meira eða minna tengt sjávarútveginum. Hann varð með tímanum afburða fróður um allt sem að sjávarútvegi laut og hafði mjög ákveðnar skoðanir á því hvað betur mætti fara. Fóru þær oft í bága við ríkjandi rekstr- arumhverfi. Mér fannst ég alltaf verulega fróðari eftir samræður við Helga um þessi mál og margar góðar ábendingar gaf hann mér þegar ég vann að ritun Sögu Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Helgi veitti ýmsum stærstu frysti- húsum landsins forstöðu, var eftir- sóttur verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri. En ég held að honum hafi aldrei liðið vel í viðskiptaum- hverfi þess tíma, sem ekki laut nein- um eðlilegum lögmálum. Þar skipti ekki máli hvernig staðið var að rekstri, endanleg niðurstaða var allt- af fengin með óútreiknanlegum póli- tískum ákvörðunum um gengi, verð- lag og opinbera aðstoð þegar í harðbakkann sló. Mér hefur reyndar fundist það dásamleg sönnun fyrir aðlögunarhæfni mannsins, að menn skyldu yfirhöfuð geta haldið atvinnu- lífinu gangandi við þessar aðstæður. Þetta fór í taugarnar á manni, sem hugsaði skipulega og vildi geta unnið samkvæmt áætlunum. Ég held líka að Helgi hafi í sjálfu sér ekki haft neinn áhuga á mannaforráðum. Hon- um leið best að vera sjálfs sín herra og geta valið sér þau verkefni sem honum gast að. Helgi var einn af forgöngumönn- um vísindalegra vinnumælinga hér á landi í samvinnu við fyrirtækið Ind- ustri Konsulent AS sem Sölumið- stöðin fékk til að setja hér upp útibú, þegar verið var að innleiða hagræð- ingu í frystihúsunum upp úr 1960. Hann tók síðan við rekstri þess fyr- irtækis og rak eftir það eigin ráð- gjafafyrirtæki með sjávarútveginn sem sérsvið. Helgi var Djúpmaður í húð og hár. Hann þekkti þar hvern krók og kima, hverja þúfu, hverja vör og hverja sögu sem þeim tengdust. Hann lifði sig inn í aðstæður og örlög forfeðra okkar og formæðra í Djúpinu, kunni af þeim sögur sem vörpuðu ljósi á lífskjör og atvik, þannig að skyndi- lega lifnaði fyrir manni fólk, sem til þessa hafði verið nafnið eitt. Hann tók við formennsku í Djúpmanna- félaginu af Friðfinni frænda okkar Ólafssyni og stýrði því farsællega um árabil meðan verið var að byggja upp Djúpmannabúð. Þau Þorgerður mættu á allar samkomur Djúpmanna og annarra tengdra félaga. Maður gat gengið að því vísu, að hitta þau þar og að eiga með þeim skemmti- lega stund. Árum saman fóru þeir í vorleiðangur um hvítasunnuna vest- ur í Djúp að gróðursetja og hreinsa skóg, þeir Helgi, Theódór Halldórs- son, Gísli Jón Hermannsson og Arn- ór bróðir minn. Þessir mynduðu kjarnann og stundum voru fleiri með í för. Þar var mörg góð sagan sögð, löguð og endurbætt. Við Guðrún eigum ógleymanlegar minningar úr ferð með Helga og Þor- gerði um Djúpið og Jökulfirði, með Baldri Jónssyni þá framkvæmda- stjóra Freyju í Súgandafirði. Þessi ferð var ein veisla frá upphafi til enda, slík var frásagnargleði þeirra Baldurs og Helga, og í vestfirskri veðurblíðu örlaði ekki fyrir gáru á sjó um Djúp og Jökulfirði samtímis, allt frá Ísafjarðarbotni og Hrafnsfjarðar- botni til Grænlandsstranda. Og enn skein sól í heiði um miðnættið þegar við rerum í land í Aðalvík. Í þessu ljósi vestfirskrar sumar- nætur stendur Helgi okkur fyrir hug- skotssjónum. Við þökkum honum samfylgdina og vottum Þorgerði og afkomendum þeirra Helga og ástvin- um öllum okkar innilegustu samúð. Ólafur Hannibalsson. Ég spurði Helga aldrei að því, hversvegna hann hefði valið verk- fræði sem sína sérgrein. Ef til vill má segja, að verkfræðin hafi valið hann. Faðir hans var annálaður sjósókn- ari sem hélt úti trillu sinni frá Odda í Ögurvík. Helgi kynntist því frá blautu barnsbeini öllum vinnubrögð- um við fiskveiðarnar og við verkun aflans. Við sjáum það og af öllu lífs- starfi Helga, hversu mikið honum var í mun að stuðla að hagrænum vinnu- brögðum við veiðar og vinnslu sjáv- arafla. Það kom í ljós bæði þegar hann var frystihússtjóri á Ísafirði og svo í störfum hans fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Þar skipti máli að nýta bæði tækni og vinnuafl sem hag- kvæmast. Helgi hafði einnig þekk- ingu á rekstrarfyrirkomulagi fyrir- tækja og lét í ljós við mig skoðanir á þeim málum, sem voru langt á undan samtíðinni. Það er einungis nú síð- ustu árin að rekstur sjávarútvegsfyr- irtækja er farinn að nálgast þær hug- myndir sem hann hafði þá. Það þurfti einbeittan vilja og þrek fyrir ungan sveitadreng úr Ögur- hreppi að berjast til mennta: ljúka menntaskóla og síðan prófi sem verk- fræðingur frá verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn. Á þeim árum var engin völ á styrkjum né lánum. En Helgi lét sér það ekki fyrir brjósti brenna. Hann lauk öllum prófraun- um með láði og hefur nú starfað á sínu sviði í rúma fjóra áratugi. En þótt leiðin lægi suður og starfs- vettvangurinn væri að mestu leyti fjarri æskuslóðum, gleymdi Helgi ekki upprunanum og sinni heima- sveit. Hann var óþrjótandi brunnur þekkingar á mönnum og málefnum fólks í Ögursveit og víðar í Djúpinu. Hann var um langt árabil formaður Djúpmannafélagsins. Á formannsár- um hans var ráðist í framkvæmdir á vegum félagsins í botni Mjóafjarðar, í landi Galtarhryggs. Þar er landspilda allstór, sem Eleníus bóndi í Heydal hafði ánafnað félaginu. Nú var ráðist í það stórvirki fá lán til að koma upp húsi, og stendur það við þjóðveginn og heitir Djúpmannabúð. Seinna var bætt við öðru húsi. Þar var um tveggja áratuga skeið rekin greiða- sala á sumrum. Við þessar fram- kvæmdir allar nutum við forystu Helga. Nú er um það bil fjórðungur aldar liðinn frá því nokkrir Djúpmenn tóku sig saman um að fara um hvíta- sunnu hverja vestur til að gera Djúpmannabúð allt það til góða sem þurfti til að hægt væri að opna þjón- ustuna við ferðamenn. Oft var einn- ig farið á haustin til að búa húsin undir veturinn. Margir hafa lagt þar gjörva hönd að verki, en segja má að fjórir menn hafi myndað kjarnahóp þessa starfs: Auk Helga eru það Gísli Jón Hermannsson frá Sval- barða í Ögurvík, Theodór Halldórs- son frá Arngerðareyri og Halldór Kristjánsson frá Hjöllum og Botni í Mjóafirði. Síðan má bæta undirrit- uðum við. Um margra ára skeið lögðum við fram mikið starf undir forystu og verkstjórn Theodórs (sem er garðyrkjumaður að mennt og ævistarfi) við að planta trjám í landspildu félagsins og síðan nú síð- ustu árin að hlúa að þeim plöntum, sem nú vaxa þar og dafna. Nú verða fundir okkar með öðrum brag, þegar Helgi hefur verið hrifinn á brott, svo skyndilega og óvænt. Arnór Hannibalsson. Látinn er á sviplegan hátt móður- bróðir okkar, Helgi Guðjón Þórðar- son, frá Odda í Ögurhreppi við Ísa- fjarðardjúp. Helgi hefur verið órjúfanlegur hluti af okkar ævi alla tíð, og margs er að minnast eins og gengur. Sterkast tengjum við hann þó alltaf við æskuslóðirnar fyrir vest- an og í sumar áttum við yndislega daga fyrir vestan í Ögurvíkinni, þar sem systkinin ólust upp. Sagan segir að alltaf sé rjómalogn og blíða fyrir vestan og það stóð á endum í sumar, þegar Helgi og Þór- unn systir hans, móðir okkar, leiddu göngu afkomenda afa og ömmu, um æskuslóðirnar frá Odda yfir að Skarði. Það var lengri gangur og erfiðari en systkinin minnti, barnsminnið var kannski ekki jafn traust og þau héldu, en allir höfðu gott af fjögurra tíma göngu um vegalengd sem hermt var að smábörn hefðu áður valhoppað á tveimur tímum. Afi og amma ólu upp fimm börn, þar af einn fósturson, í eilífri gleði og hamingju við Djúpið, þó auðvitað hafi lífsbaráttan verið hörð á þessum slóðum. Nú eru þrjú af fjórum börn- um þeirra látin, langt fyrir aldur fram. Helgi var eilífur Djúpmaður, þó hann hafi flutt úr Djúpinu unglingur. Hann var í mörg ár formaður Djúp- mannafélagsins, hafði mikla þekk- ingu á öllu því lífi sem áður var lifað þar, sumt mundi hann, annað hafði hann lesið og því þriðja heyrt sagt frá. Hann naut sín best við að segja sögur af svæðinu og ógleymanlegt var þegar hann settist upp á sviðið í Félagshúsinu í Ögri í sumar og sagði sögur af þeim systkinum sem þá bjuggu í Odda og af vinunum frá Barði. Algjör þögn í salnum og við sáum hann fyrir okkur sem lítinn hnokka í alsælunni í Ögurvíkinni. Helgi lét mikið til sín taka í ís- lensku atvinnulífi um áratuga skeið, sat í fleiri stjórnum og nefndum en tölu verður á komið, rak eigin verk- fræðistofu og stórt heimili svo fátt eitt sé talið. Hann vissi alla tíð hvað hann vildi og lá ekki á skoðunum sín- um. Okkur eru í barnsminni heim- sóknir til afa og ömmu á Njálsgötu í Reykjavík, þar sem hann hélt þrum- andi ræður um pólitík, skammaðist með látum út í kommana sem börnin vissu reyndar aldrei nákvæmlega hverjir voru, eða hvað þeir gerðu svona illt og af hverju hann þurfti að æsa sig svona óskaplega yfir þessum mönnum. Fráfall þessa góða frænda var snöggt og óvænt en huggun harmi gegn að sjúkdómslegan varð ekki lengri. Innilegar samúðarkveðjur til Þor- gerðar eiginkonu Helga og til allra afkomendanna. Pétur og Kristín Hjálm- týsbörn og fjölskyldur. Það er mikil gæfa að hafa átt Helga í Odda að félaga og vini. Við brottför hans er söknuður minn mik- ill, en hlýtur að víkja fyrir innilegu þakklæti fyrir að hafa átt svo mikils- verðan ferðafélaga lungann úr æv- inni sem Helga. Helgi var fæddur í Odda í Ögurvík en ég á Svalbarði, bæjunum, sem stóðu vestast í víkinni, eigi mund- angs-fjarri hvor öðrum. Lítill lækur rann milli bæjanna. Við Helgi feng- um snemma áhuga á að koma okkur upp silungsstofni í læknum og sóttum í því skyni bröndur inn í Ögurá og bárum í vatnsfötum í lækinn okkar. Við lifðum lengi í voninni en aldrei rættist óskin sú. Í frumbernsku vorum við Helgi óaðskiljanlegir frá morgni til kvölds. Við þóttum ekki á stundum dælir drengir, en öll strákapör okkar af- sökuðum við okkar í milli með því að við værum í baráttu gegn ranglætinu og fyrir réttlæti, án þess auðvitað að skilgreina það neitt nánar, svo auð- skilið sem það er. Enda þrætubók óþekkt þá með sínum endalausu deil- um um orsök og afleiðing. Í hvaða réttlætisbaráttu við vorum þegar við með grjótkasti brutum allar rúðurn- ar í læknisbústaðnum nýbyggðum man ég ekki enda svo lítill að það hlaut að koma í minn hlut að brjóta rúðurnar í kjallaranum, en Helgi, ári eldri, sá um hæðina í húsinu. Fyrir HELGI G. ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.