Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 43 Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. Einn, þó nafn sitt feli fjær, fagrir geislar prýða. Dyggðin aldrei dulist fær, dóttir guðs hin fríða. Sannlega fær þar sæmdin gist og sífellt lífsins yndi, er í sömu vinna vist viska og eðallyndi. (Bólu Hjálmar.) Í dag fylgjum við til grafar elsku- legri frænku okkar henni Rúnu og GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR ✝ Guðrún Gísla-dóttir fæddist á Arnarnesi í Dýra- firði 6. febrúar 1916. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli laugardaginn 1. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 11. nóvember. langar okkur systkinin að þakka henni fyrir al- úð og umhyggju í okk- ar garð. Rúna var ógift og barnlaus og kannski nutum við góðs af, því hún varð okkur börn- unum í fjölskyldunni öllum sem önnur mamma. Þegar svo börnin okkar komu í heiminn varð hún þeim einnig mjög kær. Þegar við minnumst Rúnu verðum við að geta þess tíma er hún varð „mamma“ okkar systkininna. Mamma hafði farið í söngferðalag til Finnlands og skilið okkur eftir í öruggum höndum hennar. Svo mik- inn kærleik sýndi hún okkur að það yngsta í hópnum neitaði jafnvel að viðurkenna í smátíma að hún væri ekki sín raunverulega móðir. Mynd- uðust eftir þessa samveru enn nán- ari tengsl milli okkar og Rúnu frænku, nokkuð sem við erum ávallt þakklát fyrir. Rúna var einstaklega hjálpsöm og greiðvikin og aldrei þurfti að kvíða kulda og vætu því á hverju hausti kom hún færandi hendi með sokka og vettlinga handa hverjum þeim sem þiggja vildu. Alltaf munum við minnast myndarskaps Rúnu hvort sem um hannyrðir, matargerð eða annað var að ræða. Vafðist það enda ekki heldur fyrir henni að koma á okkar heimili til að kenna okkur réttu handbrögðin við sláturgerðina. Það voru ekki bara við fjölskyldan sem nutum góðmennsku Rúnu. Alla sína ævi starfaði hún við umönnun- arstörf fyrir þá sem minna máttu sín, svo sem á Skálatúni, Laufásborg og meðan starfskraftar hennar ent- ust á Lyngási. Á öllum þessum stöð- um var hún vel liðin enda áttu þessi störf einkar vel við hana. Má segja að þar hafi hún átt aðra fjölskyldu, svo vænt þótti henni um skjólstæð- inga sína. Rúna bjó lengi á Hrísateignum og síðar í Bólstaðarhlíðinni og ávallt með Dóru systur sinni. Þar héldu þær saman heimili og þar var aldrei komið að tómum kofunum, hvort heldur kíkt var í kaffi um helgar eða á virkum dögum. Æskustöðvarnar voru Rúnu ávallt hugleiknar, Arn- arnes í Dýrafirði var himnaríki á jörðu hjá henni sem og hinum systr- unum. Nú síðustu árin naut hún að- hlynningar starfsfólksins á hjúkrun- arheimilinu Skjóli og er heilsu hennar hrakaði fór hugur hennar í sífellu oftar heim á Arnarnes, þar sem allt var fagurt og ekkert slæmt. Nú leyfum við okkur að halda að Rúna sé komin heim og að henni líði vel. Elsku Rúna, við þökkum þér fyrir samfylgdina, þeir sem kynntust þér eru auðugari á eftir. Sigrún, Þórlaug, Höskuldur og fjölskyldur. Elsku Rúna mín. Nú þegar ég kveð þig koma í huga mér margar minningar. Leiðir okk- ar lágu saman þegar ég kom að Arn- arnesi fjögurra ára gömul með Dóru, á heimili foreldra þinna, afa og ömmu. Þar naut ég ástar og um- hyggju sem hélst alla tíð. Þú hafðir stóran faðm, stórt hjarta og varst mínum börnum sem amma. Matar- gerð var þitt líf og yndi enda var það þitt ævistarf. Bar heimili ykkar systra svo sannarlega merki þess. Við þökkum þér, elsku Rúna, fyrir það að fá að kynnast þér og um- gangast þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ( V. Briem.) Guðrún Einarsdóttir og fjölskylda. Þú skalt vera stjarna mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Elsku Rúna, það var leitt að þú skyldir deyja, en nú ert þú ekki lengur veik. Við söknum þín, þú varst yndið okkar. Emelía, Nadía og Inga Birna. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BENEDIKTSDÓTTIR, Miðengi, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13. Jarðsett verður að Búrfelli. Halldóra Kristinsdóttir, Guðbrandur Kristjánsson, Valgerður Kristinsdóttir, Gústav Guðnason, Þórunn Kristinsdóttir, Eiríkur Helgason, Katrín Kristinsdóttir, Árni Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir mín, systir, mágkona og frænka, RÓSA VALTÝSDÓTTIR, síðast til heimilis í Hátúni 10A, verður jarðsungin frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1151. Steingerður Theódórsdóttir, Sólveig Valtýsdóttir, Hörður Einarsson, Bragi Valtýsson, Ragnheiður Valtýsdóttir, Sæmundur Einarsson, systradætur og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, JÓHANNS GUNNARS FRIÐRIKSSONAR, Hólabraut 2, Keflavík, frá Látrum í Aðalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins í Keflavík fyrir góða umönnun. Guðríður Guðmundsdóttir, Sverrir Jóhannsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Einar Jóhannsson, Hjördís Brynleifsdóttir, Guðlaug Jóhannsdóttir, Ómar Steindórsson, Þórunn Jóhannsdóttir, Eiríkur Hansen, afabörn og langafabörn. Elsku afi, þú varst alltaf svo góður við okkur. Við eigum JÓHANN GUNNAR FRIÐRIKSSON ✝ Jóhann GunnarFriðriksson fæddist á Látrum í Aðalvík 10. maí 1912. Hann lést á sjúkrahúsi Keflavík- ur 23. október síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Kefla- víkurkirkju í 31. október. margar góðar minn- ingar sem við munum alltaf geyma hjá okk- ur. Þú komst oft í heim- sókn til okkar þegar við vorum yngri. Við fengum að greiða á þér hárið og gera alls kon- ar flottar greiðslur í þig. Þegar við komum í heimsókn til þín og ömmu fengum við að fara upp á háaloft og leika okkur í „leynigöngunum“. Við spiluðum líka mjög oft Ólsen Ólsen og veiðimann. Við vildum aldrei hætta, sögðum alltaf: „bara eitt spil í viðbót“. Við gátum oft setið lengi og strokið á þér höndina og skoðað örin þar sem litli fingur hafði einu sinni verið. Þegar við komum í heimsókn til þín og ömmu teygðir þú alltaf fram höndina og baðst okkur um einn koss. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Langafa stelpurnar þínar, Guðlaug Anna og Helen María. Elsku Victor. Við fjölskyldan vor- um svo heppin að fá að kynnast þér þar sem pabbi þinn og maðurinn minn eru góðir vinir. Við kynntumst þér sem yndisleg- um og líflegum dreng. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst áhuga- samur um það sem var að gerast í kringum þig hverju sinni og þú spurð- ir óhikað um hlutina ef þér lá á að fá að vita eitthvað. Fallegu augun þín stækkuðu svo alveg um helming þeg- ar þú fékkst svar við spurningum þín- um. Þær eru ófáar útilegurnar sem við höfum farið saman undanfarin ár og var alltaf jafngaman að spjalla við þig um daginn og veginn. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar þú komst norður í Langadal til okkar í sumar því þú varst svo hrifinn af húsinu okk- ar í sveitinni og spurðir mig hvort við ættum virkilega alla jörðina og húsið líka. Ég játti því að við ættum húsið og einhverja spildu í kring og þá spurðir þú hvort við hefðum virkilega keypt allan „lækinn“ líka og áttir þú þá við Blöndu eins og hún leggur sig. Augun stóðu á stilkum á meðan þú beiðst eftir svari því þér fannst það VICTOR PÁLL JÓHANNSSON ✝ Victor Páll Jó-hannsson fæddist í Reykjavík 9. maí 1995. Hann lést af slysförum fimmtu- daginn 30. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. nóv- ember. greinilega ekkert til- tökumál að „lækurinn“ hefði fylgt með í kaup- unum, þó svo hefði ekki verið. Þegar ég hugsa til baka finnst mér þetta lýsa þér vel þar sem í þínum huga var allt hægt og ekkert ómögu- legt. Jákvæðnin var í fyrirrúmi. Ótal margar minningar hrannast upp sem við geymum með okkur um ókomna tíð. Við kveðjum þig með miklum söknuði en jafnframt miklu ríkari, fyrir það eitt að hafa fengið að kynnast þér og þeim mikla mannauð sem þú hafðir að geyma. Í kringum þig er yndisleg fjöl- skylda sem ég veit að stendur vel saman og biðjum við guð um að styrkja hana og vernda nú og í fram- tíðinni. Guð geymi þig. Bjarni, Ingibjörg, Harpa Rut og Alexander.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.