Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEKKTUR og virðulegur Reykja- víkingur sem ég hitti á íslensku þorrablóti í Helsinki fyrir allmörg- um árum síðan, þakkaði mér fyrir greinarnar, sem ég hef skrifað í Morgunblaðið héðan frá Finn- landi. Hann sagði að þessar greinar væru svo til eina efnið sem birtist í íslenskum fjöl- miðlum um hið stórmerkilega land Finnland, og væru því kærkomin lesning. Með þessi orð í huga held ég áfram á sömu braut, og nú er komið að finnskri menningu og fjalla ég um hana í stuttu máli. En finnska orðið í fyrirsögn pistilsins, „kulttuuri“ þýðir einmitt menning. Finnar eru mikil bókaþjóð, og miklir lestrarhestar, og þaðer því engin tilviljun að ein stærsta bóka- verslun Evrópu er í Helsinki. Finnski ljóðabálkurinn Kalevala, sem er alþýðlegur, og gerir lítið úr hetjudýrkun, hefur haft mikil áhrif á bókmenntir Finna og aðrar list- greinar. Kalevala er eitt af stór- virkjum heimsbókmenntanna, og hefur sömu þýðingu fyrir Finna og Íslendingasögurnar fyrir Íslend- inga. Af finnskum nútímarithöfund- um má nefna Kari Hotakainen sem hlaut á síðasta ári Finnlandsverð- launin í bókmenntum fyrir bókina „Skotgrafarvegurinn“, (Juoksu- haudantie). Bókin hefur slegið sölu- met, og selst í yfir hundrað þúsund eintökum. Um nokkura ára skeið hef ég starfað í finnskum bók- menntaumræðuhóp, og fengið inn- sýn í hinn fjöbreytilega heim finnskra bókmennta, en um leið stuðlað að innsýn í íslenskar bók- menntir er við fjölluðum um bók Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, en Laxness er ágætlega þekktur í Finnlandi. Finnsk hönnun er þekkt um allan heim, „Finnish Design“, t.d. glervörunar frá Arabia, svo dæmi sé nefnt, og Finnland hefur alið marga heimsfræga arkitekta, svo sem Eliel Saarinen og Alvar Aaalto. En Aalto teiknaði m.a. „Fin- landia“-húsið í Helsinki, og Nor- rræna húsið í Reykjavík. Kalevala hefur verið mörgum finnskum myndlistarmönnum efniviður í finnskri myndlist, t.d. hin mikilfeng- legu málverk Akseli Galen-Kallela sem eru hin þjóðlegustu. En Albert Edelfelt og Helene Schjerfbeck sem einnig eru stór nöfn í finnskri myndlist, höfðu mikil áhrif á finnska myndlist. Af yngri finnskum myndlistar- mönnum má nefna listakonuna Niinu Roos, sem hlaut nýverið mjög vegleg alþjóðleg myndlistarverð- laun, um milljón sænskra króna úr höndum Viktoriu Svíaprinsessu í Stokkhólmi á dögunum. Það má segja að straumarnir í Evrópskri nútímalist mætist í Finn- landi, með tilkomu eins merkileg- asta nútímalistasafns Evrópu, Kía- sama í miðborg Helsinki. En þó hið mikla hús sé mikilfenglegt, er ekki hægt að segja það sama um allar sýningarnar þar, sem eru stundum sterkar, en alltof oft í meðallagi, og virðist mér oft að hin alþjóðlega nú- tímalist geri of mikið úr vídeolist og conceptlist allskonar, hvort sem það er í Listaháskóla Íslands, eða í salarkynnum Kiasma. Nú er þar sýninginn „Næturlest“, (Yöjuna), sjá:www.kiasma.fi. Þetta er svona miðlungs sýning, svo ég fór því með „hraðlest“ um húsakynni Kíasma, en stansaði þó lengst í kaffistofunni, þar sem stórir gluggar safnsins snúa út að stórri styttu af þjóðhetju Finna, (og forseta landsins 1944-46), C.G.E. Mannerheim á hestbaki. Þetta er tignarleg stytta um 10,5 m að hæð, (með stallinum), og þarna við nútímalistasafnið mætast gamli og nýi tíminn, og undirstrikast enn- frekar af tíðum hjólabrettaleikjum finnskra unglinga við stall styttunn- ar. Finnar eru mjög sterkir á tónlist- arsviðinu, og finnsk tónlist á rætur í þjóðlegri hefð og náttúru landsins, en samt höfðar tónlist Jean Sibel- íusar til áheyrenda hvar sem er í heiminum. Í kvikmyndahúsunum hefur stórkvikmyndin Sibelíus und- irstrikað stolt Finna af Jean Sibel- íusi, sem er í hópi mestu tónskálda heims. Og alveg eins og Íslendingar geta Finnar státað af mörgum frábærum ungum klassískum tónlistarmönn- um, sem hafa náð fremstu röð í hin- um alþjóðlega tónlistarheimi. Poppmenningin er á svipuðum nótum í Finnlandi og Íslandi, og í báðum löndunum kýs unga fólkið að syngja frekar á ensku, heldur en móðurmálinu, sem er miður, sbr. í Evrópusöngvakeppninni þar sem allt er orðið sami grauturinn í sömu skálinni. Í sérstökum popp-þætti í finnska sjónvarpinu á stöð 3, hefur hinni alþjóðlegu popptónlist verið gefið stig af fimm manna dómnefnd, sem er kannski ekki í frásögur fær- andi, nema nýlega sá ég í þættinum unga snót syngja á ensku með Skógarfoss og Dyrhólaey í baksýn. Dómnefndin var sammála um feg- urð landslagsins og snótarinnar, en söngurinn sem þeir héldu að kæmi frá Noregi, fékk þó heldur slakari stigagjöf. „Jólamenningin“, er með svipuðu sniði í Finnlandi og á Íslandi, en lík- lega eru Finnar þó komnir mun lengra með að markaðsvæða jóla- sveininn. Í Lapplandi er heilmikið Jólasveinaland, sem laðar að mikinn fjölda ferðamanna, og í fjölmörg ár hafa þotur, (þar á meðal Concorde- þotur), lent í Lapplandi fullhlaðnar af breskum börnum til að hitta finnska jólasveininn, og bralla ým- islegt með honum, svo sem hrein- dýrasleðaferðir, (sjá: www.joulu- pukki.fi). Með „jólamenningunni“, sem ræður ríkjum á næstu vikum er botninn sleginn í þennann „kultt- uuri“-pistil. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. „Kulttuuri“ Frá Björgvin Björgvinssyni í Finnlandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.