Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 49 ÞAÐ er margt undarlegt í mauraþúf- unni mannheimum. Margvíslegt er viðhorfið og mörg er þörfin, að ekki sé minnst á alla tilgangana. Þrennt er mér ofarlega í huga þessa stundina. Fyrst er þetta með vændið, ann- að þetta með rjúpuna og og það þriðja er þetta með öryrkjana. Of lítið framboð af rjúpu, of mikið af öryrkjum. Um framboð á vændi veit ég ekki svo gjörla, eins og þar stendur, en hitt veit ég að eftirspurn- in er til. Það minnir mig á orð nób- elskáldsins okkar, sem sagði ein- hvern tíma að í stórum dráttum væri munurinn á gleðikonu og eiginkonu sá að gleðikonan gerði það einu sinni fyrir marga menn en eiginkonan mörgum sinnum fyrir einn. En allar vildu eitthvað fyrir sinn snúð. Nú liggur fyrir frumvarp til alþingis um bann við kaupum á vændi. Hvernig haldið þið að lögbann við kaup á vændi virki í reynd? Það er ekkert í lögum sem bannar fólki að gefa öðru fólki gjafir, hvort sem þær eru gefnar af þakklæti, væntumþykju eða bara að tilefnislausu. Hins vegar er til eitt- hvað sem heitir mútur og er algjör- lega bannað. Gjöf til einhvers sem manni er kær verður aldrei hægt að banna, hvort sem sá einstaklingur er eiginkona, kærasta, vændiskona eða einhver annar. Það kemur öðrum einfaldlega ekki við. „Kær“ er algjör- lega persónubundið hugtak á tilfinn- ingalegum nótum, eins mismunandi skilgreint og við erum mörg sem það reynum. Það er hins vegar allt annað mál ef þriðji aðili ætlar að hagnast á þessu eða ef gjafirnar eru knúnar fram með einhvers konar klækjum eða ofbeldi, enda eru það ekki gjafir. Það er kúgun eða svik og þeim ber að refsa sem það stunda. Hvernig ætlið þið þá að framfylgja þessu væntanlega lagaákvæði? Það verður nær alltaf hægt að skjóta sér á bak við gjafir vegna væntumþykju eða áþekkra tilfinninga. Hver ætlar að taka að sér að skera úr um það, hvenær gjöf er gjöf og hvers konar kærleikur eða þörf býr henni að baki? Nei það er tómt mál að tala um þetta. Rjúpan er fallegur fugl, friðsemdin og yndislegheitin sjálf í hnotskurn. Hún er í útrýmingarhættu sam- kvæmt niðurstöðum sérfræðinga. Þörf nokkurra manna er þó sú að verða að skjóta hana á færi með stór- virkum vopnum, hvar sem hún sést og bera þeir fyrir sig útiveruhollustu og ást á íslenskri náttúru, ásamt mat- arást og eðlisþörf mannsins til að draga björg í bú. Hvað er eðlisþörf og hvað er gerviþörf, sprottin af und- arlegum hvötum? Nú hafa stjórnvöld bannað að skjóta blessaða rjúpuna, þennan sak- lausa fugl. Öryrkjar eru hins vegar ekki eins fallegir og rjúpan í augum stjórn- valda og ýmissa annarra. Þeir eru bara eitthvað ógeðslegt sem maður hefur fengið óvart upp í sig, ekki getað kyngt, tekið aftur út úr sér og lagt það hálftuggið á disk- barminn. Öryrkjar og aldraðir eru ómagar á þjóðinni, blóðsugur í efna- hagslífinu og valda því að þjóðin get- ur ekki sinnt listum og menningu, sendiráðshöllum í útlöndum, íþrótta- görpum og hvers konar stjörnudýrk- un eins vel og nauðsynlegt er. Menning virðist vorri þjóð vera að kála allir þurfa að yrkja ljóð eða mála. Listin, söngur leikur dans sem lífið bætir er allt á kostnað aumingjans sem ekki mætir. Nú hefur véfréttin mikla við Arn- arhól talað í tvígang og komist að af- ar athyglisverðri og réttlátri niður- stöðu í bæði skiptin, sem er öllum í hag og hægt að túlka að vild og geð- þótta hvers og eins. Hæstiréttur eru lærðir, greindir, réttlátir og skil- merkilegir menn, sem komast að hnitmiðuðum og skýrum niðurstöð- um með því að fletta doðröntum, skella síðan skruddunum aftur að vinnudegi loknum, fara heim og dingla sér. Báðir öryrkjadómarnir eru órækar sannanir þess. „Afar hnitmiðaðir.“ Öryrkjar, aldraðir og sjúklingar, einu nafni kallaðir „aumingjar“ eru dragbítur á allt sem skemmtilegt er í lífinu. Það þarf því að gera eitthvað róttækt á þeim vettvangi. Ekki hefur tekist nógu vel til með fækkun þess- arar óværu á þjóðarlíkamanum. Henni fjölgar enn, þrátt fyrir alla til- burði stjórnvalda í þá átt að stemma stigu við þessari óheillaþróun. Ekk- ert virðist duga, hvorki tekjuskerð- ingar né skattlagningar. Fátæktar- mörk og sultarólar hafa lítil áhrif og áfram læðupokast þessi lýður boginn og flóttalegur með veggjum sam- félagsins, eins og vera ber, með dropa í nefi , sakbitin, flöktandi augu og kostnaðarvitundina skínandi úr hverju andliti. Hvernig væri að gefa veiðiþyrstum náttúrudýrkendum kost á skotveið- leyfi til að skjóta þetta pakk á færi í staðinn fyrir blessuðu rjúpuna hvítu með loðnar tær. Það hlýtur að vera næsta skrefið, úr því að ekki tekst að útrýma þeim á hefðbundinn hátt. Nema auðvitað að við allir „AUM- INGJAR“ landsins sameinumst í einn flokk undir bókstöfunum A-Ö. STEFÁN AÐALSTEINSSON, Melgerði 24, 108 Reykjavík, Orð í belg Frá Stefáni Aðalsteinssyni: KÆRA íslenska þjóð … eða ætti ég að segja kæra íslensk-ameríska þjóð? Nú er komið að því: Jólin að koma. Enn einu sinni. Það hefur varla farið framhjá neinum að í ár eru þau fyrr á ferð en árið áður. En þá voru þau fyrr en árið þar áður. Þessi þróun leggst ótrúlega illa í mig og maður spyr sig hvort jólin byrji ekki bara á haustin á komandi árum? Mig langaði bara að minna ykkur á um hvað þessi hátíð snýst og þó sérstaklega vil ég beina orðum mínum að fyrirtækjum og útvarps- stöðvum. Fyrir þá sem vita það ekki eru jól- in haldin vegna þess að Jesús fædd- ist. Að minnsta kosti ennþá. Þótt ég ætli ekki að vera með einhverja kristilega predikun langaði mig að minna ykkur á það svo þið mynduð nú örugglega ekki gleyma því þetta árið. Fyrirtæki hafa aðeins misst sig í græðginni og keppa ár eftir ár um hver verður fyrstur (gráðugastur) til að rýma fyrir jólavörunum og henda þeim á útsölur, í október nota bene! Einhvern tímann var mér sagt að jólin væru tími hamingju og friðar. Mér finnst að jólin eigi að gleðja fólk. Sem þau gera. Og þá vil ég sér- staklega benda á fólk sem þarf virki- lega að láta gleðja sig; þunglynt fólk. Í skammdeginu þar sem dimmt er allan sólarhringinn eru skreytingar og gleðin bráðnauðsynleg fyrir fólk með þunglyndisvandamál. En þegar jólaljósin í Kringlunni eru búin að hanga uppi í tvo mánuði áður en jól- in koma þá er gleðin farin úr öllum þegar blessuð jólin koma. Þegar ég var á röltinu í búðum rétt fyrir jólin í fyrra (ofboðslega lummó því ég var ekki búin að kaupa eina einustu gjöf og það var kominn desember) sá ég ekki gleði á fólki, ekki hamingju, heldur sá ég ein- hverjar verur og úr augum þeirra skinu stjarfleikinn og stressið. Þær áttu nefnilega eftir að kaupa gjafir og allar jólaútsölurnar búnar! Mæður eru merkilegt fólk og nauðsynlegustu verur veraldar, sér- staklega á jólunum. Það er frekar al- gengt að um jólin fari þær yfir um. Mig langaði bara að segja við ykkur, mæður, að þótt þið séuð ekki búnar að baka allar fjórtán smákökuteg- undirnar sem nágrannakonan er bú- in að baka eða ekki búnar að þrífa húsið hátt og lágt og milli ofna, sem enginn lifandi maður tekur nokkurn tímann eftir, eða kaupa öll nýju jóla- fötin á börnin (þið vitið að jólakött- urinn er bara þjóðsaga) þá koma jól- in. Bíðið bara rólegar, jólin koma! Börnin eru líka alveg sérstakar manneskjur. Þau skynja veröldina á annan hátt en við. Þau eru líka óþol- inmóðar manneskjur og ef barn get- ur ekki beðið eftir að maturinn sinn kólni hvernig á það að geta beðið og horft á öll ljósin og hlustað á öll lögin í tæplega tvo mánuði eftir mesta til- hlökkunarefni í lífi sínu? Svo ég segi bara: Take a chill pill, jólin koma! Núna er ég búin að vera að kvarta og kveina og þá verð ég að koma með lausn. Gætum við bara ekki sett í reglur að bannað væri að byrja á jólunum fyrr en 1. desember? Þá gætu allar útvarpsstöðvar byrjað að spila á sama tíma og þar af leiðandi ekki verið búnar að nauðga lögunum þegar stundin rennur upp. Og þá gætu fyrirtæki hætt að slást og byrjað á sama tíma að selja fólki jól- in? Hvernig væri það? Nei, maður spyr sig … SIGRÍÐUR KARLSDÓTTIR, Erlurima 2, Selfossi. Jólin koma! Frá Sigríði Karlsdóttur: Jólablað Morgunblaðsins Laugardaginn 29. nóvember 2003 Pantanafrestur fyrir augl‡singar er fyrir kl. 12.00 flri›judaginn 18. nóvember. Nánari uppl‡singar um augl‡singar og ver› veita sölu- og fljónustufulltrúar á augl‡singadeild í síma 569 1111 e›a á augl@mbl.is Jólabla› fylgir frítt til áskrifenda. MIK ILVÆG SKILABO‹ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 22 76 3 11 /2 00 3 Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.