Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell og Goðafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Richmond Park kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 mynd- list. Kl.14 kynning- arfundur um breyttar áherslur í félagsstarfi félagsmiðsstöðva, dans og leikfimisýning, kynnnig á perlusaumi. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 bókband. Kl. 13.30 bingó, Árni Tryggva- son kemur í heimsókn, dansað. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 postulín, kl. 13 handavinna, kl. 9– 16.30 púttvöllurinn op- inn. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 handa- vinna, smíðar og út- skurður. Kl. 13.30 boccia. Á morgun, les Viðar Hreinsson upp úr bók um Stephan G. Stephansson. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 13.30 söng- hópurinn, kl. 15.15 dans. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.45 gler- bræðsla kl. 13, málun, kl.13.15 bútasaumur og leikfimi karla, kl. 12 Tai Chi, kl. 14 biblíu- fræðsla, Félag eldri borgara, Hafnarfirði. Opnað kl. 9 vídeó-krókurinn opinn, pútt kl. 10–11.30, leik- fimi kl. 11.20, glerlist kl 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Brids kl. 13, framsögn kl. 16.15, félagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellssveit. Bók- band, kl. 13 tréskurður, kl. 13.30 lesklúbbur, kl. 17 kóræfing. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler- og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Kl. 14 dagur ís- lenskrar tungu. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna, brids kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist, kynningarfundur á morgun um breyttar áherslur í félagsstarfi í félagsmiðstöðinni kl 14.45. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl.13.30–16 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun kl. 9.30 sund- leikfimi í Grafarvogs- laug. Norðurbrún 1. kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 samverustund og leir. Vesturgata. Kl. 9.15– 15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15– 11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og perlusaum- ur, kl. 10 boccia, kl. 13 handmennt og bridge. Laus pláss í glerskurði, félagsvist kl. 20. Gullsmárabrids. Brids í Gullsmára 13. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Ásgarði, Glæsibæ kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Félagsvist kl. 20.30 í Kiwanishúsinu. Sjálfsbjörg. Kl. 20 fé- lagsfundur, yfirskrift fundarins er: Hver er afstaða nýrra þing- manna til málefna fatl- aðra og öryrkja. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Fundur hefst kl. 16. Kvenfélag Kópavogs, fundur kl. 20 að Hamraborg 10, 2. hæð. Upplestur úr bókinni, Dætur Kína. Vestfirðingafélagið í Reykjavík. Aðalfund- urinn sunnud.16. nóv. kl. 14 í Kvennaskól- anum, Fríkirkjuvegi 9. Venjuleg aðalfund- arstörf. Kvenfélagið Hrönn, Kvenfélagið Keðjan og Kvenfélagið Aldan, sameiginlegur skemmtifundur föstud. 14. nóv. kl. 20 að Borgartúni 22. Í dag er fimmtudagur 13. nóv- ember, 317. dagur ársins 2003, Briktíusmessa. Orð dagsins: Vitnisburðir þínir eru harla áreið- anlegir, húsi þínu hæfir heil- agleiki, ó Drottinn, um allar aldir. (Sl.. 93, 5.) Víkverji skrifar... GRÓÐURHÚSAÁHRIF og hlýn-andi veður hefur haft veruleg áhrif á skíðaiðkun Víkverja og fjöl- skyldu hans. Víkverji hefur nær ekkert komist á skíði í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins undanfarna vet- ur vegna snjóleysis og svo eins vegna fótboltameiðsla, þá sjaldan snjór hefur verið. Í huga Víkverja var alltaf nægur snjór þegar hann var yngri og undantekning að hann væri ekki búinn að fara á skíði í jan- úar. Þetta virðist vera algerlega liðin tíð og Víkverja finnst raunar hart að búa í landi sem heitir Ísland og er lengst norður í höfum og hafa svo engan snjó á veturna. x x x ÞEGAR Víkverji var barn og ung-lingur björguðu skíðasvæðin mörgum páskafríum. Á þeim tíma mátti heita að á hátíðisdögum væri allt lokað og tók slík helgi nokkuð á taugarnar. Undantekningin var þó að ævinlega var opið í fjöllunum og bjargaði það Víkverja ungum undan þeirri helgislepju og leiðindum sem honum fannst fylgja páskunum. Vík- verji var því einn af þeim sem voru lítt ánægðir með þegar prestar tóku upp á því að elta fólkið í fjöllin og messa þar með gjallarhornum. x x x SAMSTARFSMAÐUR Víkverjakom í vinnuna dag einn nú í vik- unni og mátti vart vatni halda yfir þjónustunni sem hann hafði fengið hjá Hjólbarðahöllinni við Fellsmúla þá um morguninn. Málavextir voru þeir að það hafði sprungið hjá hon- um á hægra framhjóli á leið í vinn- una. Hann komst með bílinn á planið við Morgunblaðshúsið og fór að hugsa sitt ráð. Hann var frekar tímabundinn og spariklæddur af sérstökum ástæðum og óaði því við að fara að skipta um dekk þarna á staðnum. Honum kom þá í hug að hringja í Hjólbarðahöllina til að at- huga hvort einhver þar gæti orðið honum að liði og það stóð ekki á að- gerðum á þeim bæ. Eftir fimm mín- útur var kominn bíll frá þeim og bíl- stjórinn snaraði sér út, dældi í framdekkið á bíl Morgunblaðs- mannsins og sagði honum að drífa sig upp í Hjólbarðahöll, áður en læki úr dekkinu þar sem málum yrði kippt í liðinn. Þegar þangað kom beið ungur maður eftir Moggamann- inum, snaraði bíl hans á tjakkinn, skipti um dekkið, gerði við á fimm mínútum og allt tilbúið áður en okk- ar maður hafði lokið við að reykja vindilinn sinn. Og reikningurinn, – innan við þrjú þúsund krónur, takk! Smáaurar fyrir svo snöfurmannlega þjónustu að mati samstarfsmanns Víkverja. Öll aðgerðin, frá því að sprakk á dekkinu, hafði tekið innan við klukkutíma. Það er sjálfsagt að geta þess sem vel er gert. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frá þeim gömlu tímum þegar enn var hægt að fara á skíði. LÁRÉTT 1 tiktúru, 4 óþétt, 7 strengjahljóðfærið, 8 hökur, 9 ferskur, 11 vítt, 13 fugl, 14 kynjaskepna, 15 manneskjur, 17 flenna, 20 aula, 22 blund- ar, 23 varðveita, 24 nem- ur, 25 eldstæði. LÓÐRÉTT 1 blettir, 2 brúkum, 3 bráðum, 4 jarðsprungur, 5 dæmdur, 6 flón, 10 skreytinn, 12 þreif, 13 brodd, 15 þegjandaleg, 16 læsir, 18 ull, 19 á skipi, 20 púkar, 21 lítil alda. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 smaragður, 8 gulli, 9 illur, 10 sær, 11 sorti, 13 sinni, 15 hnakk, 18 ánann, 21 ugg, 22 undin, 23 asann, 24 fagurgali. Lóðrétt: 2 mælir, 3 reisi, 4 geirs, 5 ullin, 6 Ægis, 7 þrái, 12 tík, 14 iðn, 15 haus, 16 aldna, 17 kunnu, 18 ágang, 19 aðall, 20 nána. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Hvar er Þorbjörg? Í VELVAKANDA í Morg- unblaðinu í dag, 10. nóv- ember, birtist pistill eftir „Þorbjörgu“ undir yfir- skriftinni: „Hvar eru dýraverndarsamtökin?“ Þorbjörg spyr einnig hvort búið sé að leggja niður öll dýraverndarsam- tök í landinu. Svar: Á þremur stöðum í síma- skránni er að finna upp- lýsingar um skrifstofu og síma (með talhólfi) dýra- verndarsamtakanna og einnig Dýraverndarráðs. Í símaskránni er einnig að finna heimilisfang og síma Dýrahótelsins í Víðidal, sem rekið er á vegum Dýraverndunarfélags Reykjavíkur. Jafnframt er að finna heimasíðu sam- takanna á netinu www.- dyravernd.is undir nafn- inu Dýraverndarinn og netfang þeirra, sem er dyravernd@dyravernd.is. Spurt er á móti: „Hvar er Þorbjörg og hvers vegna reyndi hún ekki að hafa samband við þessa aðila á eðlilegan hátt í stað þess að senda þeim kaldar kveðjur í fjölmiðl- unum?“ Tilefni Þorbjargar til þessara skrifa er frétt í Morgunblaðinu um gæsa- dráp, þar sem skotmenn skildu eftir særðar gæsir í myrkrinu, og hún spyr, hvort hver sem er megi skemmta sér við að drepa gæsina og hvaða fugla, sem er. Eins og Þorbjörg sjálf- sagt veit heyra dýravernd- armál undir umhverfis- ráðuneytið. Í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 með síðari breytingum seg- ir að umhverfisráðherra hafi yfirumsjón með veið- um á villtum dýrum. Því miður beitti núverandi um- hverfisráðherra sér fyrir veigamiklum breytingum á þessum lögum á síðasta ári og m.a. í kaflanum um stefnumótandi mál setti hún Skotveiðifélag Íslands í stað Sambands dýra- verndunarfélaga Íslands, sem fellt var úr lögunum. Umhverfisráðherra vildi einnig leggja niður Dýra- verndarráð, sem verið hef- ur starfandi samkvæmt dýraverndarlögum síðan árið 1959 en það tókst ekki vegna ötullar baráttu dýraverndarsamtakanna gegn þeirri ráðstöfun. Við viljum benda Þor- gerði og öðrum þeim, sem bera virðingu fyrir dýrun- um, á að hafa samband við núverandi umhverfisráð- herra og fá skýringar á því hvers vegna hún berst gegn dýraverndarsamtök- unum í landinu, í stað þess styðja þau í baráttu sinni fyrir velferð dýranna. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Sambands dýraverndunarfélaga Íslands. Léleg þjónusta ÁGÆTI Velvakandi. Mig langar að fá inni með smá umfjöllum um al- veg ótrúlega lélega þjón- ustu. Þannig er má með vexti að fyrir 5 og 1/2 ári fór ég með gamla dúkku (52 ára) og ætlaði að láta laga aug- un í henni, þar sem þau voru dottin inn. Það var minnsta mál sagði sá sem tók þetta að sér. En síðan eru liðin öll þessi ár og síðast þegar ég talaði við dúkkulækninn sagði hann, að hann ætlaði að reyna að klára þetta um páskana; ég hef ekkert heyrt í honum. Fyrir nokkrum árum ætlaði ég að taka dúkkuna hjá honum, en þá var hann búin að mölbrjóta hausinn á dúkkunni og var það lið- ur í viðgerðinni, sagði hann. Getur einhver bent mér á það hvað hægt er gera í svona máli? Þessi ákveðni aðili býr í Mosfellsbæ. Margrét Thorsteinson. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Þegar kemur fram á vetur verður jafnan þröngt í búi hjá smáfuglunum. Þrestir og starrar heyja hér harða baráttu um hálfétið epli í vegkanti í Kópavogi.     Elsa B. Friðfinnsdóttir,formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræð- inga og fyrrverandi að- stoðarmaður heilbrigðis- ráðherra, fagnar aukinni umræðu um heilbrigð- ismál á heimasíðu félags- ins, www.hjukrun.co.is.     Elsa segir m.a.: „Þaðsem veldur þessari ánægjulegu breytingu eru umræður þær og til- lögur sem ræddar voru og samþykktar á lands- fundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi. Sam- fylkingin leggur nú áherslu á að ríkið þurfi ekki að vera bæði kaup- andi og seljandi þjónust- unnar, að leita beri nýrra leiða og fjölbreyttari rekstrarforma, þó þannig að landsmönnum verði ekki mismunað á grund- velli efnahags. Samfylk- ingin vill auka gæði þjón- ustu við sjúklinga og varna því að kostnaður sjúklinga og samfélagsins aukist enn frekar … Ég skil umræðu landsfund- arins fyrst og fremst þannig að setja eigi á fót hóp sem „taki út“ heil- brigðiskerfið, skoði kosti þess og galla, gæði þjón- ustunnar, skiptingu þjón- ustuþátta milli ríkis og einkaaðila, kostnað bæði ríkisins og einstaklinga o.fl. Tillögur verði síðan lagðar fram í fyllingu tímans. Umræðan hefur hins vegar verið nokkuð á annan veg þ.e. að tillögur um breytingar liggi þeg- ar fyrir.     Ég velti fyrir mér hvortskýringin á lítilli al- mennri umræðu um heil- brigðiskerfið í fjölmiðlum sé sú að kerfið er mjög flókið og viðkvæmt, sam- an fara miklar faglegar kröfur, siðfræðileg álita- mál og miklir fjármunir. Mér finnst reyndar oft skorta á þekkingu fjöl- miðlamanna sem fjalla um heilbrigðiskerfið og reyndar ekki síður margra stjórnmála- manna. Það er alla vega fráleitt að halda því fram að einkarekstur sé lítill sem enginn í hinu ís- lenska heilbrigðiskerfi.“     Telur Elsa að færa megirök fyrir því að þegar hafi verið gengið ansi langt í að einkareka ýmsa þætti heilbrigðisþjónust- unnar. „Engin opinber stefna liggur þó fyrir um hversu langt skuli ganga í útboði/þjónustusamn- ingum/verktakasamn- ingum, hversu langt skuli ganga í gjaldtöku, hversu langt skuli ganga í að auka fjárveitingar rík- issjóðs til heilbrigðismála.     Í því ljósi fagna ég sam-þykkt landsfundar Samfylkingarinnar. Ég tek undir mikilvægi þess að heilbrigðiskerfið sé í sífelldri endurskoðun, ekki aðeins fjármögnun þess heldur einnig og ekki síður hvernig þjón- ustan er skipulögð þannig að út komi gæðaþjón- usta.“ STAKSTEINAR Einkarekstur og heilbrigðismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.