Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIMSBIKARMÓTIÐ í golfi hefst í dag á Sjávarvellinum í Suður- Karolínu í Bandaríkjunum. Japanir unnu í fyrra en nú hyggjast gest- gjafarnir frá Bandaríkjunum krækja í bikarinn góða. Mótið er þannig að tveggja manna sveitir frá 24 þjóðum mæta til leiks. Norður- landabúar eiga tvær sveitir – Sören Kjeldsen og Anders Hansen keppa fyrir Danmörku og Fredrik Jacob- son og Niclas Fasth fyrir Svía. Tvo daga keppninnar, fyrsta og þriðja hring leika liðin fjórleik, og hina tvo dagana fjórmenning. Fjórleikur er fyrirkomulag þar sem tveir leika betri bolta sínum gegn betri bolta hins liðsins. Í fjórmenningi leikur hvort lið með einn bolta og leik- menn slá til skiptis. Japanir unnu í fyrra og þá léku Shigeki Maruyama og Toshi Izawa fyrir land sitt en nú verður Hidem- ichi Tanaka í staða Izawa. Fyrir Bandaríkin leika Jim Furyk og Justin Leonard og koma óneit- anlega gríðarlega sterkir inn í þetta mót. Furyk er einna líklegastur til að verða útnefndur leikmaður mót- araðarinnar í ár og Leonard er snjall kylfingur sem keppir nú öðru sinni í heimsbikarnum. Ekki má gleyma sænska liðinu en þeir Jacobson og Fasth eru báðir of- arlega á heimslistanum, Jacobson í 35. sæti en Fasth í 23. sæti. Jacob- son hefur komið eins og elding inn á stjörnuhimin kylfinganna í sumar, vann tvö mót og hefur leikið mjög stöðugt golf í sumar. Verja Japanir titilinn í tvímenningi? HANDKNATTLEIKSLIÐ FH- inga hefur fengið góðan liðs- styrk – Brynjar Geirsson er genginn í raðir sinna gömlu félaga. Brynjar hefur dvalið í Þýskalandi í nokkur ár þar sem hann hefur stundað golf- kennslunám og jafnhliða því hefur hann leikið með þýska 2. deildarliðinu Augustorf/ Hövelhof. Brynjar, sem út- skrifaðist sem golfkennari í fyrradag, leikur sinn fyrsta leik með FH-ingum á Selfossi annað kvöld en hann er sagð- ur vera í góðu formi og ætti því að geta orðið FH-ingum góður liðsauki. Brynjar er 26 ára gamall og leikur í stöðu skyttu og leik- stjórnanda. Hann er eldri bróðir Loga, sem leikur aðal- hlutverkið í Hafnarfjarðarlið- inu, en báðir eru þeir synir Geirs Hallsteinssonar sem gerði garðinn frægan með FH-ingum og landsliðinu á ár- um áður. Brynjar kominn til FH-inga  MICHAEL Owen framherji Liver- pool sagði í viðtali við enska fjöl- miðla í gær að hann myndi alvarlega hugsa sér til hreyfings frá Liverpool ef því tekst ekki að vinna sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Owen á eitt og hálft ár eftir af samn- ingi sínum við Liverpool.  NILS Johan Semb landsliðsþjálf- ari Norðmanna í knattspyrnu á í nokkrum vandræðum því sex leik- menn hafa boðað forföll í fyrri leik- inn á móti Spánverjum í umspil um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer á Spáni um helgina.  ERIK Mykland, Örjan Berg, Erik Hoftun, John Carew, Björn Tore Kvarme og Vidar Riseth hafa allir sagt nei við Semb og er ástæðan fyrst og fremst sú að þeir eru ósáttir við störf landsliðsþjálfarans.  EINHVER bið verður á því að Paul Gascoigne mæti til leiks í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik eins og hann hefur gert sér vonir um. Gascoigne meiddist í varaliðsleik með Wolves gegn Blackburn í fyrra- kvöld og lék aðeins fyrri hálfleikinn.  EDDIE Gray, starfandi knatt- spyrnustjóri Leeds, hefur náð sátt- um við Mark Viduka, en Viduka komst upp á kant við Peter Reid, fyrrverandi knattspyrnustjóra Leeds á dögunum, sem m.a. lyktaði með því að Viduka var sektaður um jafnvirði tveggja vikna launa, 130.000 pund, jafnvirði tæplega 17 milljóna kr.  HOLLENSKI knattspyrnumaður- inn Ronald de Boer sem er á mála hjá Glasgow Rangers segir að Dick Advocaat geri mikil mistök ákveði hann að tefla framherjanum Ruud Van Nistelrooy ekki fram í byrjun- arliðinu í leiknum gegn Skotum í um- spili um sæti á EM.  DE Boer, sem ekki er í liði Advo- caats, sagði í viðtali við hollenska sjónvarpið að Nistelrooy væri sá leikmaður sem Advocaat ætti að velja fyrst í lið sitt og tefla honum fram í fremstu víglínu í stað Patricks Kluivert.  NISTELROOY féll í ónáð hjá Advocaat þegar hann brást illa við þegar honum var skipt útaf í leiknum á móti Tékkum í lokaumferð riðla- keppni EM – sýndi ekki skemmti- lega framkomu. Advocaat refsaði Nistelrooy og valdi hann ekki í æf- ingaleik í síðasta mánuði og hann hefur gefið til kynna að Nistelrooy verði ekki í byrjunarliðinu heldur Kluivert og Roy McKaay.  GOLFÞING verður haldið á laug- ardaginn og er það að þessu sinni í félagsheimili Seltjarnarness. Júlíus Rafnsson verður væntanlega endur- kjörinn forseti sambandsins, en hann gefur kost á sér í embættið og enginn hefur tilkynnt mótframboð. FÓLK Mótið er liður í evrópsku móta-röðinni og gefur því stig inn á heimslistann. Keppendur verða alls 150 talsins og keppt verður í einliða- leik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarleik. Mótið hefur aldrei verið eins sterkt og í ár og má sem dæmi nefna að Japaninn Sho Sasaki er í 26. sæti á heimslist- anum í einliðaleik og Austurríkis- maðurinn Jurgen Koch er númer 32 á þeim lista. Í einliðaleiknum, þar sem 66 keppendur eru skráðir til leiks, eru fjölmargir keppendur sem eru í 30.-60. sæti heimslistans þannig að búast má við sérlega skemmtileg- um leikjum hjá piltunum. Fjörutíu stúlkur eru skráðar í ein- liðaleikinn og er Petya Nedeltcheva frá Búlgaríu þar efst á blaði, er í 23. sæti heimslistans, en hún er mætt til að verja titil sinn frá því í fyrra. Miyo Akao frá Japan er næst henni að getu, er númer 34 á þeim lista. Íslensku stúlkurnar Sara Jóns- dóttir og Ragna Ingólfsdóttir eru svo sem ekkert langt undan því Sara er í 57. sæti og Ragna í 60. Í tvíliðaleik karla munu 35 lið mæta til leiks. Wales-búarnir Mart- yn Lewis og Matthew Hughes eru taldir sigurstranglegastir enda í 36. sæti heimslistans og Mike Beres og Kyle Hunter frá Kanada eru þar næstir í 47. sæti. Ragna og Sara sækja dýrmæt stig Samkvæmt heimslistanum í tví- liðaleik kvenna eru þær Jo Mugger- idge og Felicity Gallup frá Wales bestar, eru í 22. sæti heimslistans en Ragna og Sara eru ekki þar langt fyrir aftan, í 29. sæti, og ætla sér örugglega að krækja í öll þau stig sem þær geta í keppninni um laust sæti á Ólympíuleikunum næsta ár. Drífa Harðardóttir og Katrín Atla- dóttir keppa einnig í tvíliðaleik, en þær urðu í öðru sæti í fyrra. Í tvenndarleik eru skráð 26 lið og eru Hughes og Muggeridge frá Wal- es sigurstranglegust þar en þau eru í 21. sæti heimslistans. Par frá Jam- aíku er í 28. sæti og ekki má gleyma því að Englendingurinn Simon Arch- er, sem varð í öðru sæti á heims- meistaramóti fyrir nokkrum árum, er meðal keppenda. Hann meiddist í fyrra og var frá keppni og hrundi eðlilega við það niður heimslistann en er að vinna sig hratt of örugglega upp hann á nýjan leik. Peningaverðlaun eru veitt í fyrsta sinn á mótinu og nema þau 250.000 krónum. Vegna meiri þátttöku en nokkru sinni var nauðsynlegt að hefja keppni í dag. Það verður badmintonhátíð í TBR-húsinu og mikið verður slegið. Áætla er að um 150-200 dúsín af bolt- um verði notuð, eða um 2.000 boltar alls. Ragna Ingólfsdóttir á fullri ferð með spaðann í landsleik. Hún fær nóg að gera næstu daga. Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir í sviðsljósinu í TBR-húsinu Geta tryggt sér dýr- mæt stig fyrir ÓL „ÞETTA er gríðarlega mikið verkefni fyrir okkur. Mótið er nú haldið í sjöunda sinn og aldrei hafa verið jafn margir erlendir keppendur. Þeir verða 105 en voru rúmlega 30 talsins í fyrra,“ sagði Ása Páls- dóttir, framkvæmdastjóri Badmintonsambands Íslands, þegar hún kynnti Iceland Express-mótið sem hefst í dag í TBR-húsinu. Sara Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.