Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 53 MIKILL hugur er í forráðamönnum enska úrvalsdeild- arliðsins Charlton. Eftir gott gengi liðsins í upphafi tímabilsins, þar sem liðið er í fjórða sæti, eru uppi plön hjá félaginu að stækka leikvang sinn. The Valley, heimavöllur Charlton, tekur 26.600 manns en stjórn- endur félagsins vilja stækka hann þannig að hann geti tekið 40.600 manns í sæti. Vilja vera mestir sunnan Thames Peter Varney, stjórnarformaður Charlton, segir ekkert launungarmál að Charlton stefni að því að verða stærsta félagið í suðurhluta Lundúnaborgar en góð frammistaða liðsins hefur orðið til þess að uppselt hefur verið á flestalla heimaleiki þess. Herbúðir Charl- tons eru fyrir sunnan Thames – í Suð-austur London. Sigur Charlton á Fulham um helgina var sá fimmti hjá liðinu í sex síðustu leikjum og Hermann Hreiðars- son og félagar hans í liði Charlton hafa tekið stefnuna á að verða í einu af sex efstu sætunum þegar upp verður staðið í vor. Mikill hugur í Charltonmönnum Reuters Hermann Hreiðarsson og Ítalinn Paolo Di Canio fagna, eftir að Hermann skoraði sigur- mark Charlton gegn Blackburn, 1:0. „ÉG ætla að bíða með allt fram yfir landsleik- inn,“ sagði Tryggvi Guð- mundsson landsliðs- maður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en Tryggvi ásamt umboðs- manni sínum hefur síð- ustu misserin verið að leita að nýjum vinnuveit- anda. Tryggvi er eins og fram hefur komið á för- um frá Stabæk í Noregi og hafa fyrirspurnir borist frá nokkrum félögum, þar á meðal frá Grikklandi og Ítalíu. Tryggvi segir að umboðsmaður frá bandarískum liðum hafi boðað komu sína á landsleikinn gegn Mexíkó sem fram fer í San Franc- isco í næstu viku gagn- vart til að fylgjast með honum. „Ég veit ekki hversu spennandi það er að spila í Bandaríkjunum en alla vega ætlar um- boðsmaður frá ein- hverjum bandarískum liðum að skoða mig í landsleiknum,“ sagði Tryggvi. Tryggvi var valinn að nýju í landsliðshópinn sem mætir Mexíkóum en hann fót- brotnaði á æfingu með Stabæk í júlí og missti þar að leiðandi af leiknum gegn Færeyingum í Þórshöfn og leikjunum tveimur á móti Þjóð- verjum. Bandarísk lið skoða Tryggva Guðmundsson Tryggvi FYRSTA umferðin á Íslandsmótinu í glímu, Leppinmótaröðinni, verður glímd að Laugarvatni í kvöld og eru skráðir keppendur til leiks 25 talsins. Þetta er í fyrsta sinn sem stórt glímumót á vegum Glímu- sambandsins fer fram í miðri viku en það er gert til að nemendur á Laugarvatni eigi þess kost að fylgj- ast með keppninni. Eins og undanfarin ár verða þrjú mót yfir veturinn sem telja til Ís- landsmeistaratitils, þetta er fyrsta mótið, það næsta verður í janúar og lokamótið í febrúar. Flestir keppendur að þessu sinni eru í unglingaflokki en þar verða tíu keppendur, en keppt er í sjö flokkum. Meðal keppenda verður HSK- maðurinn Ólafur Oddur Sigurðs- son, Glímukóngur Íslands og verð- ur fróðlegt að sjá hvort hann verð- ur eins sterkur og í síðustu Íslands- glímu. Aðrir keppendur í opnum flokki karla eru Stefán Geirsson, félagi hans hjá HSK, Austfirðingarnir Guðmundur Þór Valsson, Snær Seljan Þóroddsson og Ólafur Gunn- arsson, Pétur Eyþórsson, UV og Jón Smári Eyþórsson, HSÞ. Fjórar í kvennaflokki Fjórar konur eru skráðar til leiks í opnum flokki, Inga Gerða Péturs- dóttir frá HSÞ og frá GFD koma Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Sól- veig Rós Jóhannsdóttir og Eva Lind Lýðsdóttir. Glímt í miðri viku  GUÐJÓN Þórðarson knatt- spyrnustjóri enska 2. deildarliðins Barnsley fékk til sín nýjan liðsmann í gær. Sá heitir Jonathan Walters og kemur hann frá Bolton. Walters er framherji sem Barnsley fær að láni í einn mánuð. Walters, sem er 20 ára gamall, hefur leikið fimm leiki með aðalliði Bolton en á síðustu leiktíð lék hann 11 leiki með Hull sem láns- maður og skoraði fimm mörk.  PAOLO Di Canio, samherji Her- manns Hreiðarssonar hjá Charlton, segir að Scott Parker miðjumaður Charlton liðsins sé besti leikmaður- inn í þessarri stöðu í ensku úrvals- deildinni. „Parker er besti miðju- maðurinn um þessar mundir í enska boltanum. Þetta eru engar ýkjur,“ sagði Ítalinn í viðtali við Gazzetta dello Sport í gær.  PARKER, sem er 23 ára gamall, hefur farið mikinn að undanförnu í liði Charlton sem komið hefur allra liða mest á óvart á leiktíðinni. Hann er í enska landsliðshópnum, sem mætir Dönum á Old Trafford á sunnudaginn.  TONY Adams, knattspyrnustjóri Wycombe, hefur fengið Scott Marshall, 30 ára varnarmann og fyrrverandi félaga sinn hjá Arsenal, til að æfa með liði sínu. Marshall er kominn á ferðina á ný, eftir að hafa verið frá vegna meiðsla.  JIMMY White snókerleikari frá Englandi er úr leik á opna breska meistaramótinu en hann beið lægri hlut fyrir Tony Drago frá Möltu, 5:2. Jimmy White er væntanlegur til Ís- lands um helgina en hann mætir á mánudaginn þeim Kristjáni Helga- syni, Jóhannesi B. Jóhannessyni og Brynjari Valdimarssyni í hraðmóti. FÓLK Það þýðir ekkert að hanga yfirþessu,“ sagði Jón Arnar sem hefur líkað vel að stunda íþrótt sína í Gautaborg. „Það er hins vegar ekki nóg þegar aðrir þættir ganga ekki upp. Því ákváðum við hjónin að koma heim þar sem ég ætla að æfa af fullum krafti fyrir þetta síð- asta ár sem ég verð í tugþrautar- keppni á meðal þeirra bestu, ég hef fyrir löngu ákveðið að hætta eftir Ól- ympíuleikana í Aþenu næsta sumar, þá verður þetta orðið gott hjá mér,“ sagði Jón Arnar, sem er 34 ára gam- all. Hann og eiginkonan, Hulda Ingi- björg Skúladóttir, hafa fest kaup á íbúð í Kópavogi í nágrenni þeirrar sem þau áttu áður en þau söðluðu um og fóru til Svíþjóðar. „Eina breyt- ingin er sú að ég flyst aðeins framar í götuna.“ Jón Arnar hefur einnig ráðið sig í vinnu um leið og hann kemur heim og leitar þar á fornar slóðir, en hann hefur ráðið sig í líkamsræktarstöð- ina World Class, þar sem hann vann áður en fjölskyldan flutti til Svíþjóð- ar. „Ég verð að vinna heima, þar verða bæði hjóna að vinna til þess að endar nái saman, þetta hefur rétt sloppið fyrir horn hjá okkur hér ytra. Ég fer því beint í vinnu til stærsta styrktaraðilans míns.“ Guðmundur Karlsson þjálfar Jón Arnar fram yfir ÓL í Aþenu „Ég reikna ekki með að flutning- urinn heim breyti svo miklu fyrir mig. Ég er reynslunni ríkari, kem með margt nýtt í farteskinu sem nýt- ist mér vonandi á þessu síðasta ári í fremstu röð tugþrautarmanna. Þá hef ég öðlast aðra sýn á marga hluti eftir að hafa verið ytra í hálft annað ár,“ sagði Jón Arnar sem heldur áfram að æfa og keppa fyrir Breiða- blik líkt og hann hefur gert undan- farin þrjú ár eftir að hann skipti úr Tindastóli á Sauðárkróki. „Ég er að æfa á fullu í Svíþjóð og geri það allt þar til ég fer. Síðan tek ég þráðinn upp um leið og heim verð- ur komið. Ég leitað til Guðmundar Karlssonar, landsliðsþjálfara í frjáls- íþróttum, um að hann verði mér inn- an handar við æfingar fram yfir Ól- ympíuleikana, þannig að ég verð í góðum höndum. Staðan er góð hjá mér um þessar mundir er góð, æf- ingar hafa gengið vel og ég er laus við alla „drauga“ sem voru að plaga mig í sumar. Ég horfi því bjartsýnn fram á næsta ár,“ sagði Jón Arnar Magnússon, sem hefur sett stefnuna á að keppa í sjöþraut á heimsmeist- aramótinu innanhúss sem fram fer í Búdapest 5.–7. mars, en Jón á Norð- urlandametið í greinni. JÓN Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut úr Breiðabliki, hefur ákveðið að flytja til Íslands í næsta mánuði eftir að hafa búið í hálft annað ár ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð, þar sem hann hefur stundað æfingar í Gautaborg. Jón Arnar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ástæðan fyrir heimflutningunum væri sú að konan hans hefði ekki fengið vinnu í Svíþjóð og þar með gengi dæmið ein- faldlega ekki upp hjá fjölskyldunni. Hér heima ætlaði hann sér að vera við undirbúning fyrir Ólympíuleikana í Aþenu, sem verða síð- asta stórmótið sem hann tekur þátt í á ferlinum. Morgunblaðið /RAX Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi ætlar að ljúka keppn- isferlinum á Ólympíuleikunum í Aþenu næsta sumar. Eftir Ívar Benediktsson Jón Arnar flytur heim á nýjan leik ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ KSÍ KSÍ II (B-stig) 14.-16. nóvember í Reykjavík og Reykjaneshöll 21.-23. nóvember í Reykjavík og Reykjaneshöll 21.-23. nóvember á Akureyri Knattspyrnusamband Íslands heldur ofangreind KSÍ II þjálfaranám- skeið í Reykjavík, Keflavík og Akureyri. Námskeiðin eru fyrir þá sem lokið hafa KSÍ I (A-stigi eða knattspyrnuáfanga í framhaldsskóla með einkunina 7,0 að lágmarki). Námskeið KSÍ eru bæði bókleg og verkleg og því þurfa þátttakendur að hafa með sér útbúnað til knattspyrnuiðk- unar. Námskeiðsgjald er 12.000 krónur. Dagskrá námskeiðsins má sjá á heimasíðu KSÍ (www.ksi.is). Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 510 2900. GÓÐ ÞJÁLFUN — BETRI KNATTSPYRNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.