Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 55 LÍKLEGT er að færeysku landsliðs- mennirnir Hans Fróði Hansen og Fróði Benjaminsen gangi til liðs við Fram á næstunni. Framarar hafa átt í samningaviðræðum við leik- mennina undanfarnar vikur. Báðir leika þeir með B68 frá Tóftum, sama liði og markvörður- inn Albert Sævarsson frá Grindavík leikur með. Miðjumaður og miðvörður Fróði Benjaminsen er 26 ára gamall miðjumaður sem leikið hef- ur 20 leiki með færeyska A-lands- liðinu og Hans Fróði Hansen er 28 ára gamall miðvörður, 193 sentí- metrar á hæð, sem á 25 leiki að baki með landsliði Færeyinga en hann lék um tíma með Sogndal í Noregi og HB og lék þá undir stjórn Rúm- enans Ion Geolgau, nýráðins þjálf- ara Fram. Fram í baráttuna um Þorvald Þá hafa Framarar sett sig í sam- band við Þorvald Makan Sigbjörns- son, fyrirliða KA-liðsins. Þorvaldur er þegar kominn með í hendur til- boð frá Fylkismönnum og staðfesti hann það í samtali við Morgun- blaðið í gær en eins og fram hefur komið þá rennur samningur hans við KA út um áramótin. Þorvaldur Makan segir að það muni ráða úrslitum hvort hann spili áfram með KA, eða fyrir sunnan, hvernig atvinnumál hans fara en hann er að þreifa fyrir sér á vinnu- markaðnum. Tveir færeyskir lands- liðsmenn á leið til Fram Eftir aðeins tíu mínútna leik tókuValsstúlkur leikhlé en þá var staðan 6:1. Við það lagaðist leikur gestanna og fram að leikhléi skiptust liðin á að skora og þegar gengið var til bún- ingsherbergja hafði hvort lið skorað tíu mörk í viðbót, 16:11. Íslandsmeistararnir höfðu góð tök á leiknum framan af síðari hálf- leik og þægilega forystu en Vals- stúlkur gáfust ekki upp og af miklu harðfylgi með Drífu Skúladóttur sem besta mann tókst þeim að minnka muninn í tvö mörk þegar átta mín- útur voru til leiksloka. Þá hrökk Eyjaliðið aftur í gang og jók forskot- ið upp í fimm mörk þegar þrjár mín- útur voru eftir. Valsstúlkur náðu að- eins að laga sinn hlut á lokamínútunni en öruggur Eyjasigur staðreynd. Anna Yakova fór á kost- um í liði ÍBV, skoraði mörg glæsileg mörk og sýndi og sannaði að hún er einn besti leikmaður deildarinnar. Hjá gestunum var Berglind Hans- dóttir í miklu stuði í markinu, varði oft á tíðum með miklum tilþrifum og var besti leikmaður liðsins ásamt Drífu Skúladóttur. Ákveðnar í að stimpla sig inn Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, sagði eftir leikinn að lið sitt hafi virkilega verið tilbúið í leikinn. „Munurinn hefur verið oft að við för- um illa með dauðafæri, það er hluti af einbeitingu og að kollurinn sé ekki í lagi. Við spilum góðan bolta en stund- um vantar síðustu sendinguna. Þær eltuokkur alltaf en að sama skapi geta þærverið fúlar út í okkur að hafa ekki klárað þennan leik. Í stöðunni einum fleiri og fimm til sex mörkum yfir fengum við fullt af færum maður á móti manni og Begga má eiga það að hún varði oft frábærlega hér í kvöld.“ Aðalsteinn sagði stemn- inguna í höllinni hafa verið frábæra. „Öll umgjörð um leikinn er Vest- mannaeyingum til mikils sóma. Mér fannst frábært að sjá fullt hús hérna í kvöld og stelpurnar sýndu að þær voru tilbúnar. Ég sá það á hverju andliti síðustu tvo til þrjá daga að það kom ekki annað til greina hjá stelp- unum en að klára þennan leik og stimpla sig almennilega inn í þetta mót.“ Töpuðum þessu í byrjun „Við byrjuðum hræðilega og það má segja að við höfum tapað leiknum strax í byrjun. Ég tók leikhlé og þá lagaðist þetta aðeins,“ sagði Guðríð- ur Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, að leikslokum en bætti við að hún hafi aldrei misst trúna á sínu liði. „Mér fannst við alltaf eiga möguleika. Við vorum búin að minnka niður í tvö mörk og áttum möguleika að minnka niður í eitt en þá köstuðum við bolt- anum beint í hendurnar á þeim í hraðaupphlaupi. En þetta er bara svona og kemur bara næst.“ Guðríður sagði liðin vera jöfn þótt þau væru mjög ólík. „ÍBV er skyttul- ið en ég er meira með litlar, snöggar stelpur. Við höfum enga stórskyttu en þær hafa Öllu, Yakovu og svo Nínu á bekknum. Við þurfum að spila meira upp á hraðann og það gekk ekki upp í kvöld. Við þurfum líka að koma Gerði Betu í form, hún hefur nú hingað til verið álitin góð skytta og eins er Drífa sem er fyrsti val- kostur landsliðsins á miðjunni hörku- skytta og sýndi það í kvöld. Hún og Berglindi í markinu voru bestu leik- menn mínir, Berglind sýndi það að hún er toppurinn í markvörslu á Ís- landi í dag. Aðrar stelpur í mínu liði spiluðu undir getu í kvöld.“ Morgunblaðið/Sigfús Birgit Engl, austurríska landsliðskonan í ÍBV, kastar sér inn af línunni í leiknum við Val í gærkvöld án þess að Drífa Skúladóttir og Anna María Guðmundsdóttir nái að stöðva hana. Meistarar ÍBV fögnuðu í Eyjum ÞAÐ var gríðarleg stemning í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þegar efsta lið 1. deildarkeppni kvenna, RE/MAX- deildar, kom í heimsókn. Eyjamenn létu sig ekki vanta og voru um 600 manns í höllinni og hávaðinn eftir því. Eyjastúlkur, sem hafa oft í vetur brennt sig á að byrja leiki illa, ætluðu sér ekki að láta það gerast í gær, gríðarleg barátta var í liðinu og skoruðu þær hvert markið á fætur öðru í upphafi án þess að gestirnir næðu að svara. ÍBV var með yfirhöndina í hálfleik, 16:11, en Valsstúlkur náðu að klóra í bakkann í þeim síðari, en það dugði ekki til, þar sem heima- liðið sigraði, 28:25. Sigursveinn Þórðarson skrifar  ÓLAFUR Stefánsson var marka- hæstur hjá Ciudad Real með 7 mörk þegar liðið vann Granollers, 25:22, á útivelli í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik í gærkvöld. Ciudad Real er þar með áfram með þriggja stiga for- skot á Barcelona, sem vann Teucro, 36:26.  GUÐJÓN Þórðarson og lærisvein- ar hans í Barnsley féllu í gærkvöld út úr bikarkeppni ensku neðri deildaliðanna í knattspyrnu. Þeir töpuðu, 1:0, fyrir Sheffield Wedn- esday.  PAVEL Ermolinskij var í leik- mannahópi franska úrvalsdeildar- liðsins Vichy sem tapaði á útivelli, 78:96, gegn franska liðinu Saos JDA Dijon í bikarkeppni Evrópu í körfu- knattleik. Pavel er 16 ára íslenskur unglingalandsliðsmaður en hann kom ekki við sögu í leiknum.  WAYNE Rooney, miðherji Ever- ton, er allur að hressast eftir að hafa verið slappur af flensu síðustu daga. Þar er sennilegt talið að hann geti verið með enska landsliðinu gegn því danska í vináttuleik á Old Trafford í Manchester á sunnudag.  LEEDS United hefur hafið við- ræður við Paul Hart, knattspyrnu- stjóra Nottingham Forest, um að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu í stað Peter Reids sem rekinn var á mánudag. Hart er efst- ur á óskalista forráðamanna Leeds en hann var á sínum tíma þjálfari hjá yngri liðum félagsins.  COLIN Cameron, miðvallarleik- maður Wolves, hefur orðið að draga sig út úr skoska landsliðinu í knatt- spyrnu sem mætir Hollendingum í tveimur leikjum um sæti á EM. Cameron er meiddur.  NIÐURSTAÐA úr B-lyfjaprófi Saadi Al Gaddafis liggur nú fyrir og er hún á sömu leið og í A-sýninu, þ.e. merki um ólögleg lyf. Sonur Líbýu- leiðtogans á því yfir höfði sér keppn- isbann og því ósennilegt að hann leiki með Perugia á næstunni eins og vonir hans stóðu til.  PERUGIA hefur ekki gengið allt of vel í deildinni í vetur en liðið leikur einnig í UEFA-bikarnum. Í gær meiddist slóvenskur markvörður liðsins, Zeljco Kalac, og verður frá í mánuð. Hann mun því vart leika fyrr en á nýju ári því Ítalir taka sér hlé frá knattspyrnuiðkun yfir jólin.  STEVEN Howard, leikmaður 1. deildarliðs Skallagríms, í körfu- knattleik fór hamförum í sigurleik liðsins gegn ÍS um sl. helgi og skor- aði alls 60 stig – rúmlega helming stiga liðsins. Leikurinn var tvífram- lengdur, 83:83, 95:95, loktölur 97:106. Howard er að jafna sig eftir kjálkabrot, og því er athyglisvert að fylgjast með Bandaríkjamanninum þessa dagana. FÓLK HANNES Þ. Sigurðsson knattspyrnu- maður hjá Viking Stavanger í Noregi sagði við Morgunblaðið í gær að að öllu óbreyttu yrði hann um kyrrt hjá félag- inu. Hannes lýsti því yfir undir lok tímabilsins að hann vildi komast burtu frá félaginu þar sem hann var ósáttur við hversu fá tækifæri hann fengi með liðinu. Í kjölfarið settu forráðamenn Lilleström sig í samband við Viking með það fyrir augum að fá íslenska framherjann í sínar raðir. „Lilleström vildi fá mig á leigu en Viking var því mótfallið og þar með er málið dautt. Ég býst því ekki við öðru en að ég klári minn samning hjá Vik- ing,“ sagði Hannes við Morgunblaðið. Hannes skoraði tvö mörk fyrir Vik- ing í lokaumferð norsku úrvalsdeild- arinnar og segir Hannes að hann hafi þar með vonandi sannað sig fyrir þjálf- aranum og fái þar að leiðandi að spila meira en hann gerði á nýafstöðnu tímabili. Viking vill ekki lána Hannes Þ. ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.