Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ PLÖTUSNÚÐURINN Jason Cambridge, betur þekktur sem A-Sides, heimsækir landann í kvöld og spilar á Kapital á veg- um Breakbeat.is. Hann hefur verið viðrið- inn drum & bass-senuna frá upphafi og á meira en 250 útgefin lög. Fyrsta breiðskífa hans, Follow the Groove, kom út í síðustu viku en hún er bæði gefin út á fjórföldum vínyl og tvö- földum geisladiski þar sem seinni disk- urinn inniheldur 11 eldri áður óútgefin lög frá A-Sides og MC Fats. Platan einkennist að miklu leyti af söng en A-Sides fær aðstoð frá MC Fats, Reg- inu, MC MC, Justinu Curtis (J-Cut), sem hefur einnig unnið með Goldie, og Nathan Haines en hann og Jason hafa einnig gert tónlist saman sem Sci-Clone fyrir Metal- headz, útskýrir Jason. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem A-Sides spilar á Íslandi en hann gerði allt vitlaust í fjögurra ára afmæli útvarpsþáttarins Skýjum ofar á 22 árið 2000. Hlakkarðu til að koma aftur til Íslands? „Já, auðvitað. Þetta var mjög skemmti- legt kvöld. Ég tala alltaf vel um Ísland. Allir hérna vita að það er gaman að koma til Íslands,“ segir Jason en hann er bú- settur í London. Við hverju má fólk búast á Kapital? „Fólk á eftir að heyra það allra nýjasta sem er að gerast í drum & bass-heim- inum, líka mikið af fágætu dóti.“ Hvernig er drum & bass-senan í Lond- on núna? „Hún er mjög góð, klúbbarnir eru góðir og það er alltaf eitthvað að gerast, til dæmis á The End, Fabric. Það er mikið að gerast.“ Ferðastu mikið til að spila? „Ég ferðast út um allt. Ég er líka á miðju ferðalagi því platan mín kom út í síðustu viku. Ég var að koma frá Banda- ríkjunum og er líka nýlega búinn að vera á Spáni, í Hollandi og Þýskalandi. Hún átti að vera löngu komin út en fram- leiðslufyrirtækið prentaði umslögin í svarthvítu í stað þess að hafa þau í lit. Al- gjört vesen.“ Geturðu sagt mér eitthvað um nýju plötuna þína? „Þetta er efni sem ég er búinn að vera að vinna við frá því í janúar en á henni eru átta ný lög. Tvö eru endurhljóðbland- anir. Það eru líka sönglög þarna. Ég vinn með ýmsum, eitt lag gerði ég með MC Fats og Reginu en það lag heitir „What You Don’t Know“ og það er búið að gefa það út á smáskífu.“ Aukadiskur fylgir með Follow the Groove. „Þetta er aukaefni sem ég og MC Fats gerðum fyrir sjö árum. Þetta hefur aldrei verið gefið út og við notum þetta sem bónus-disk fyrir plötuna í staðinn fyr- ir að gera mix-disk. Diskurinn heitir Way Back When og ég vona að fólk hafi gam- an af honum en það er alls konar gamalt „jungle“ á honum. En við ætlum að gefa út mix-disk bráðum sem DJ Randall ætlar að gera.“ A-Sides heimsækir landið á ný A-Sides spilar á Kapital í kvöld. Talar allt- af vel um Ísland A-Sides verður á Kapital í kvöld ásamt DJ Kalla og DJ Lella. Stendur frá kl. 21– 01. 1.000 krónur inn og 18 ára aldurs- takmark. ingarun@mbl.is HÓPUR ungra leikara er búinn að tryggja sér sýningarréttinn á söngleikn- um Hárinu næsta sumar. Leikstjóri verður Rúnar Freyr Gíslason en hann lék einmitt í Hárinu þegar það var sett upp við miklar vinsældir fyrir tæpum tíu árum. Með honum að skipuleggja þetta eru Selma Björnsdóttir, Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er frábær söngleikur og það þekkja allir þessa tónlist. Sagan er góð og þetta tímabil, blómatímabilið, þar sem ást og friður eru aðalmálið, er svo skemmtilegt,“ segir Rúnar Freyr, sem ætti að vita það þar sem hann lék í sýn- ingunni þegar hún var síðast sett upp. Hárið áhrifavaldur „Þetta var vinsæl sýning og fólk skemmti sér á henni og það var líka gaman að taka þátt í þessu sjálfur. Það má í rauninni segja að þátttaka mín í sýningunni gerði það að verkum að ég ákvað að verða leikari,“ segir hann. „Það er sérstaklega gaman fyrir mig að koma aftur að þessu tíu árum síðar þegar það er komin ný kynslóð sem við getum sýnt þetta og svo veit maður að fólk sem skemmti sér síðast vill örugglega koma aftur. Við stefnum á að gera sýninguna enn kröftugri og skemmtilegri en síðast,“ segir Rúnar. Hárið er líka áhrifavaldur í því að Björn Thors fór að nema leiklist. „Ég var ungling- ur þegar ég sá sýninguna, 15 ára, og sann- færðist í minni trú á að verða leikari. Þetta er ein af fáum sýningum sem ég hafði horft á og hugsaði – vá! það er gaman að vera leikari og ég vildi að ég væri í þessari sýningu,“ seg- ir hann. Þetta er fyrsta leikstjóraverkefni Rúnars af þessari stærðargráðu. „Þetta er eitthvað sem hefur blundað í mér frá því að ég byrj- aði að fást við leiklistina. Ég er samt alltaf að leikstýra þegar ég er að æfa og hef alltaf skoðun á hlutunum. Þess vegna hef ég þá trú að þetta eigi eftir að liggja betur fyrir mér en margt annað,“ segir hann. „Ég hlakka til að fara að kljást við þetta stóra verkefni.“ Blómasvipur á bænum „Það er einhver sérstök orka sem þarf að vera til staðar í söngleikjum og ég held að ég geti með söngleikjareynslu mína á bakinu miðlað henni þannig að úr verði rosa bomba,“ segir Rúnar og býst við skemmti- legu sumri. „Þegar Hárið var sett upp síðast setti það svip á bæinn. Það varð Hár-stemning í Reykjavík og það er það sem við ætlum að gera næsta sumar,“ segir hann. „Núna er allt að fara af stað. Við ætlum að vera með áheyrnarprufur í mars eða apríl,“ segir hann en ýmiss konar undirbúnings- vinna fer fram þangað til. „Þetta er dýrt og rosalega umfangsmikið og mikil vinna,“ seg- ir Rúnar en um sextíu listamenn og tækni- menn eiga eftir að koma að sýningunni. „Það verða þarna dansarar, myndlistarmenn, tón- listarmenn og leikarar.“ Hárið sett upp næsta sumar Sérstök orka í söngleikjum Björn Thors Rúnar Freyr ingarun@mbl.is HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 4.með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 Sýnd kl. 10. B.i. 12. 3D gleraugu fylgja hverjum miða FRUMSÝNING Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Beint átoppinn í USA! Lilli hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. FRUMSÝNING Power sýning kl. 10. 20. Sýnd kl. 5.40, 8 og powersýning kl. 10.20. B.i. 16 kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára Stranglega bönnuð innan 16 ára!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Miða verð kr. 50 0 Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.40.  DV OPEN RANGE Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Síðu stu sýn inga r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.