Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 VÍSITALA neysluverðs í nóv- ember er 229,3 stig og hækkaði um 0,13% frá fyrra mánuði sam- kvæmt frétt Hagstofunnar. Vísi- tala neysluverðs án húsnæðis er 224,1 stig eða 0,18% hærri en í október. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% en án húsnæðis um 1,1%. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að það sem veki mesta athygli í nýrri vísitölu- mælingu Hagstofu Íslands sé hús- næðisliðurinn sem virðist vera hættur að hækka, en hann dróst saman um 0,2% í nóvember. „Það má segja að þetta sé annar mánuðurinn í röð sem markaðs- verð húsnæðis stendur í stað. Í síðasta mánuði stóð það í stað en lækkar örlítið núna. Húsnæðislið- urinn í heild hækkaði reyndar að- eins síðast en þar var það við- haldsliðurinn sem kom inn í. Það er spurning hvort þetta þýði að einhver straumhvörf séu að verða í þessari stöðugu hækkun hús- næðisverðs sem er búin að vera nú um langan tíma,“ sagði Birgir Ís- leifur Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið. Greiningardeild Íslandsbanka telur þó að húsnæðisverð muni hækka áfram á næstu árum, sam- hliða auknum kaupmætti, „en þó með mun minni hraða en var í sumar,“ segir í Morgunkorni greiningardeildarinnar. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5% en þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem verðbólga fer upp í markmið Seðlabankans. „Hækkun vísitölunnar er í sam- ræmi við það sem markaðurinn hafði spáð og í engu ósamræmi við okkar spár. Þetta er í fyrsta skipti lengi sem vísitalan fer upp í mark- miðið. Hún var 2,4% fyrir ári og fór í 2,3% í apríl, en hefur verið í 2,2% tvo síðustu mánuðina,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson. Aðspurður hvort sú staðreynd að vísitalan sé komin í markmið Seðlabankans þýði að bankinn þurfi að fara að grípa til vaxta- hækkunar, segir Birgir að þetta eitt þrýsti ekki á um það. „Það er ýmislegt fleira sem við fylgjumst grannt með sem bendir til að við þurfum væntanlega að hækka vexti fljótlega,“ sagði Birgir. Hann segir að undirliggjandi vísitala virðist vera nokkuð hærri en kemur fram í neysluverðsvísi- tölunni. „Þetta kemur fram í kjarnavísitölum svokölluðum. Í kjarnavísitölu 1 til dæmis eru teknir út sveiflukenndir liðir eins og búvara, grænmeti, ávextir og bensín en 12 mánaða hækkun á þeirri vísitölu er 3,1%. Í kjarna- vísitölu 2 er búið að taka út op- inbera þjónustu en þar er hækk- unin á 12 mánaða tímabili 2,8%.“ Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% sem jafngildir 5,4% verð- bólgu á ári. Aðspurður segir Birg- ir það ekki vísa til ört hækkandi verðbólgu. „Það er búið að vera svo mikið af árstíðabundinni hækkun, útsölulokum og slíku, sem skýrir þetta og bendir því ekki til langtímaþróunar.“ Hækkun neysluverðsvísitöl- unnar er í samræmi við væntingar greiningardeilda bankanna „Verðbólga hefur verið lítil að undanförnu og undir markmiði Seðlabankans frá því í nóvember í fyrra. Greining Íslandsbanka er enn þeirrar skoðunar að Seðla- bankinn muni hækka stýrivexti sína um allt að 50 punkta á fyrsta ársfjórðungi næsta árs,“ segir í Morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka. Kaupþing Búnað- arbanki segir að vísbendingar séu nú um að rætur verðbólgunnar sé ekki lengur að rekja til húsnæð- isliðar vísitölunnar og virðist að þeirra mati sem hækkun dagvöru, þ.e. matvæla, hafi knúið verðbólg- una áfram undanfarna 3 mánuði en matvælaverð hefur hækkað um 1,65% undanfarna 3 mánuði sem jafngildir um 6,7% hækkun á árs- grundvelli. „Velta má fyrir sér hvort Seðla- bankinn eigi að bregðast við hækkunum á eignaverði líkt og húsnæði. Það er klárlega ljóst að raunstýrivextir Seðlabanka eru háir með tilliti til vísitölu neyslu- verðs án húsnæðis sem hefur verið undir neðri þolmörkum bankans það sem af er ári. Ljóst er þó að miðað við þær vísbendingar sem liggja nú fyrir um hagkerfið að vextir verða hækkaðir bráðlega til að bregðast við aukningu peninga- magns, jafnvel fyrir jól. Vandi Seðlabankans er sá að þrátt fyrir þenslu á peningamarkaði og til- heyrandi hækkunum á eignaverði, er verðbólgu haldið niðri með framleiðsluslaka og háu gengi krónunnar,“ segir í hálffimm fréttum bankans. Hugsanleg straumhvörf í þróun húsnæðisverðs                           !      ! "  #$"%& ' (   #$"  '()"$& *)*  #)" %") + ,!& )   " #$  % +-" ".(  /0(" (  /  + #) "&  1& 2"   &  ' ( )$) % !"#$%&% '()"&* (+," -./ 3 *% + 012 12 * , , * 012 312 0142 012 012 12 012 12 12 012 * VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS KAUPHÖLL Íslands hefur ákveðið að beita Vopnafjarðarhrepp févíti að fjárhæð 250.000 krónur. Í tilkynningu frá Kauphöll- inni segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að hreppurinn hafi brotið 30. gr. reglna um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa með því að hafa ekki sent ársuppgjör fyrir árið 2002 til birtingar í fréttakerfi Kauphall- arinnar þrátt fyrir að sveitarstjórn hafi þegar samþykkt uppgjörið.Vopnafjarð- arhreppur er útgefandi skuldabréfaflokks sem skráður er í Kauphöllinni. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. reglna um upplýsingaskyldu útgefanda verðbréfa ber sveitarfélögum með skuldabréf sín skráð í Kauphöll Íslands að skila Kauphöllinni árs- reikningi, ásamt fréttatilkynningu, um leið og hann hefur verið samþykktur af sveit- arstjórn og eigi síðar en 1. júní. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem Kauphöllin beiti félvíti gagnvart sveitarfé- lagi. Hann segir að þar sem unnið hafi ver- ið að ýmsum endurbótum á ársreikningum sveitarfélaga hafi Kauphöllin verið fremur sveigjanleg varðandi skil á upplýsingum. Í tilfelli Vopnarfjarðarhrepps hafi skilin þó dregist nokkuð langt framyfir hinn tiltekna skiladag. Því hafi verið tekin ákvörðun um að beita hreppinn févíti. „Við gerum okkur vonir um að upplýsingaskyldan verði fram- vegis í betra horfi að því er varðar útgáfu skuldabréfa hjá sveitarfélögum. Vonandi verður þetta einnig til að svona mál komi ekki upp aftur, því í raun er óþarfi að þetta gerist,“ segir Þórður. Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að hreppurinn hafi gefið út verðbréfaflokk á árinu 1998. Síðan þá hafi reglum verið breytt en hrepp- urinn hafi einfaldlega ekki gætt að því að uppfylla öll formsatriði hvað þessi mál varðar. F J Á R M Á L Kauphöllin beitir Vopna- fjarðarhrepp févíti Fyrsta mál sinnar tegundar gagnvart sveitarfélagi S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Kökudropar og kjötsósur Katla kemur víða við í matvælaiðnaði 10 Virðisaukaskattur Nýjar reglur ESB um rafræna sölu 12 UPPLÝSINGATÆKNIN Á UPPLEIÐ AFTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.