Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 B 3 N  ● HAGNAÐUR Þormóðs ramma – Sæbergs á fyrstu níu mánuðum ársins nam 407 milljónum króna sem er 11% af tekjum tímabilsins. Hagnaður sama tímabils í fyrra var 899 milljónir króna eða 23% af tekjum félagsins. Rekstrartekjur tímabilsins námu 3.629 milljónum króna samanborið við 3.966 millj- ónir króna á sama tímabili síðasta árs. Lækkun rekstrartekna milli ára nemur rúmlega 8%. Rekstrargjöld voru 2.916 millj- ónir króna, samanborið við 2.917 milljónir króna á fyrra ári. Hagn- aður án afskrifta og fjármagns- gjalda nam 713 milljónum króna, eða 20% af rekstrartekjum, og hafði lækkað frá árinu áður um 336 milljónir króna. Áhrif hlutdeildarfélaga eru nei- kvæð sem nemur 230 milljónum króna sem er 113 milljónum króna meira en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Hlutdeildarfélögin eru Scandsea AS í Svíþjóð og Primex ehf. á Siglufirði. Eigið fé hinn 30. september var 2.676 milljónir króna og hafði lækkað um 184 milljónir króna frá áramótum. Eiginfjárhlutfall var 35% í septemberlok. Veltufé frá rekstri var í lok tíma- bilsins 634 milljónir króna, en var 792 milljónir króna á sama tíma- bili í fyrra. Hagnaður Þormóðs ramma - Sæbergs 407 milljónir ● PÓST og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að Landssími Íslands haldi áfram að veita Og fjar- skiptum (Og Vodafone) aðgang að farsímastöðvum sínum á lands- byggðinni með svokölluðu reiki. Í fréttatilkynningu frá Pósti og fjarskiptastofnun segir að þetta þýði að viðskiptavinir Og fjarskipta geta áfram nýtt sér GSM þjónustu á þeim svæðum sem Og Fjarskipti hefur ekki enn byggt upp eigið far- símanet. Jafnframt bætast við nokkrir nýir staðir eins og Grímsey, Blöndusvæðið og Kárahnjúka- svæðið. Einnig skal Landssími Íslands hf. veita GPRS reiki, en með GPRS þjónustu geta GSM notendur m.a. flutt aukið gagnamagn um far- síma. Í tilkynningu stofnunarinnar seg- ir að stofnunin hafi vísað frá kröfu Og fjarskipta um að ákvarða verð fyrir reikiþjónustu. „Farsímafélögin vísuðu fyrr á árinu ágreiningi sínum vegna reiki- þjónustu til Póst- og fjarskipta- stofnunar. Ágreiningur félaganna var um reikisvæði, þ.e. hvar GSM notendur Og fjarskipta geta notað dreifikerfi Landssíma Íslands en einnig um ýmis önnur mál tengd reiki eins og möguleika á notkun GPRS þjónustu. Áframhaldandi reikisamningur á milli félaganna kemur íslenskum farsímanotendum til góða, þar sem þeir munu áfram geta valið milli farsímafyrirtækjanna á þess- um svæðum sem stuðlar þannig að aukinni samkeppni,“ segir í til- kynningunni. Og Vodafone fær áfram aðgang að farsímastöðvum Símans AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Lestu meira um þetta einstaka tilboð á www.microsoft.is/frabaerttilbod og hvað þú græðir á því... G R E Y C O M M U N IC AT IO N S IN TE R N AT IO N A L G C I IC E LA N D Microsoft og HP gera þér frábært tilboð! Fáðu leyfin á hreint og þú færð fartölvu í staðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.