Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFJARSKIPTI  Síðumúla 21 • Sími 588 9060 • Fax 588 9095 Heimasíða: www.hib.is Hlutafélög, einkahlutafélög og fjármálamarkaðir Lýst er ýtarlega þeim réttar- reglum sem gilda um hlutafélög og einkahlutafélög. Jafnframt er fjallað um fjármálastarfsemi, m.a. um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja, Fjármála- eftirlitið, skipulega verðbréfa- markaði og skipulega tilboðs- markaði. Hér er um að ræða ný og mikilvæg svið viðskipta. Reglum er lýst sem gilda í kauphallarviðskiptum t.d. um innherjaviðskipti og yfirtökuboð. H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n /H ÍB /O kt ób er 20 03 F ÉLÖG í eigu Norður- ljósa ráða yfir flestum sjónvarps- og hljóð- varpsrásum sem dreifa dagskrárefni um loftið. Á suðvesturhluta landsins sendir fyrirtækið út 19 sjónvarpsstöðvar og 7 útvarpsstöðvar. Samtals hafa því félög Norðurljósa útvarpsleyfi fyrir 26 dagskrárstöðvar. Til að koma þessum dagskrám í viðtæki fólks á Faxaflóasvæðinu eru notaðar 8 senditíðnir á FM bylgju- lengdinni fyrir hljóðvarpsstöðvarnar og 32 rásir fyrir sjónvarpsstöðvarn- ar. Póst- og fjarskiptastofnun útdeil- ir þessum tíðnum að fengnu útvarps- leyfi frá útvarpsréttarnefnd. Á þessu ári borga félög Norðurljósa um 7,5 milljónir króna fyrir þessa notkun. Til samanburðar borgar Ríkisútvarpið 6,4 milljónir króna og Íslenska sjónvarpsfélagið, sem m.a. rekur SkjáEinn, 1,1 milljón króna fyrir sínar sendingar. Dýrara er að senda dagskrá út á Faxaflóasvæðinu en á landsbyggðinni. Ríkissjónvarpið og Íslenska sjón- varpsfélagið ráða líka yfir færri tíðn- um á Suðvesturlandi; 18 tíðnir eru notaðar til að senda út og endur- varpa dagskrá Ríkissjónvarpsins en 6 tíðnir fyrir SkjáEinn. Nú er svo komið að ekki er pláss fyrir fleiri öfluga sjónvarpssenda og nýjar sjónvarpsstöðvar á suðvestur- horni landsins nema með því að breyta þeim stöðvum sem fyrir eru. Þröngt er um útvarpsstöðvarnar á FM-tíðnisviðinu sem liggur á bilinu 87,5 til 108,0 MHz. Samkvæmt upp- lýsingum frá Póst- og fjarskipta- stofnun er þó hægt að koma fyrir fleiri stórum sendum en sendiaflið er þó takmarkað við ákveðið hámark til að trufla ekki nærliggjandi stöðvar. Tíðnisvið í lofti til að flytja hljóð og mynd hefur verið sögð takmörk- uð auðlind. Tíðnirnar eru samt þær sömu hér á landi og hjá þjóðum með milljónir íbúa. Líkja má þessu við nokkrar brautir þar sem hljóð og mynd ferðast um í loftinu. Hver braut hefur sitt merki og ef viðtak- andi stillir á viðkomandi merki ber- ast til hans myndirnar og/eða hljóðin sem renna eftir brautinni. Mikilvægt er að brautirnar skerist ekki til að tryggja skýrar sendingar. Hvert bil tíðnisviða hefur ákveðinn fjölda rása eða brauta til að senda efni um. Þannig eru VHF-rásirnar 8, UHF- rásirnar 49 og örbylgjurásirnar, sem stundum eru kallaðar fjölvarp, eru 22. Með 17 rásir á fjölvarpinu Í byrjun sendi Ríkissjónvarpið út á VHF-rásum. Flest loftnet á Íslandi voru því í upphafi gerð til að taka á móti efni sem sendi út á tíðnisviði VHF-rásanna. Með fleiri sjónvarps- stöðvum bættust við loftnet sem gátu einnig tekið við UHF-rásum og nú allra síðast örbylgjuloftnet til að taka við fjölvarpsrásum. Ríkissjónarpið, Stöð 2 og Sýn eru einu sjónvarpsstöðvarnar sem senda út á VHF-rásum og eru öflugir sendar staðsettir á Vatnsenda. Ekki er hægt að nota hliðarrásir við þess- ar stöðvar eins og tæknin er í dag. Því teljast allar rásirnar í notkun, flestar til að endurvarpa RÚV. Hin- ar tvær stöðvarnar endurvarpa sinni dagskrá á UHF-rásum. UHF-rásirnar eru 49 og hafa Stöð1, Omega og SkjárEinn allar stóra senda á Vatnsenda til útsend- inga á einni rás. Á öðrum rásum eru litlir sendar sem eru mest notaðir til að endurvarpa dagskrá ýmissa sjón- varpsstöðva á skuggasvæði sem stóru sendarnir ná ekki til. Á fjölvarpsrásunum eru RÚV, SkjárEinn og Omega með eina rás hver. Norðurljós eru þar með 17 rás- ir til útsendinga. Útlit er fyrir að tvær rásir til viðbótar losni fljótlega sem áður voru notaðar fyrir radíó- samskipti. Stafrænar útsendingar Kristján Már Grétarsson, yfirmaður tæknideildar Norðurljósa, segir búið að fá leyfi til að breyta hliðrænni út- sendingu á fjölvarpsrás í stafræna. Það séu tilraunaútsendingar þar sem þrjár til fjórar senditíðnir fara um eina fjölvarpsrás. „Við erum svo búin að fá leyfi til að færa allt fjöl- varpið okkar yfir í stafrænt. Það þýðir að við getum sett einar sjö stafrænar rásir inn á hverja núver- andi rás,“ segir Kristján. Þetta eigi að ganga eftir og því sé fjöldi út- sendingarása ekki eins takmarkandi þáttur og áður. Þetta gildi í bili að- eins fyrir fjölvarpið en UHF- og VHF-rásirnar séu ennþá takmark- aðri. Kristján segir að það eigi eftir að setja reglur um hvernig rásum í stafrænu dreifikerfi verði úthlutað. Hægt verði að setja 5–6 stafrænar rásir inn á hverja núverandi rás því tíðnin sé nýtt miklu betur. Norður- ljós hafi viljað flýta þessari vinnu og því sótt um leyfi til að senda út staf- rænt í fjölvarpinu og íhugi að stækka dreifikerfi sitt samhliða þessum breytingum. Hann segir að Norðurljósum hafi ekkert veitt af öllum þeim stöðvum sem fyrirtækið ráði yfir og gæti sent út mun fleiri stöðvar en gert sé í dag. Aðspurður segir hann verðmæti fal- in í þessum útsendingartíðnum en þeim sé samt úthlutað til tiltekins tíma í senn. Endurnýja þurfi leyfið reglulega og gangi það eftir séu gjöld greidd og farið að lögum um útvarpsstarfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá út- varpsréttarnefnd eru útvarpsleyfi framlengd hafi leyfishafi greitt leyf- isgjald og ekki brotið gildandi lög. Ekki hefur enn komið til þess að Norðurljós hafi misst útvarpsleyfi sitt fyrir einhverja útvarpsstöð eða sjónvarpsstöð. Yfirmaður tækni- deildarinnar segir heldur engu breyta þó skipt sé um dagskrá á þessum útsendingarrásum – ekki þurfi sérstakt leyfi til þess eins og áður. Fyrirtækið reynir því að nýta þessar rásir þótt hlutverk þeirra breytist. Þannig var forsvarsmönn- um Útvarps Sögu ekki afhent tíðnin 94,3 þegar Norðurljós vildi leggja stöðina niður heldur var sett af stað útvarp sem mun spila jólalög. Nýtingarréttur myndast Kristján er sammála því að nýting- arréttur er kominn á þessar rásir og erfitt sé að taka þær af Norðurljós- um án þess að bætur komi í staðinn, enda væri stoðunum kippt undan starfseminni í leiðinni. Þeir sem noti núverandi útsendingarrásir hafi áunnið sér rétt til að nota þær áfram. „Við ætlumst til þess að fá þessar rásir í stafrænu formi þegar þar að kemur,“ segir Kristján. Hann segir stafrænar útsending- ar hafnar á Grænlandi og í Fær- eyjum en ekki hér á landi. Íslend- ingar hafi dregist aðeins aftur úr í þessari vinnu og dregið nokkuð lappirnar. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir hægt að dreifa sjónvarpsmerkjum á fleiri vegu í dag en áður. Til viðbótar við sendingar á VHF- og UHF-rás- um séu fjölvarpsrásir, gervihnatta- sendingar, dreifing í gegnum ljós- leiðara eða kapal og verið sé að prófa jarðbundnar gervihnattasendingar. „Svo eru fjölmargir aðrir valkostir sem til eru tæknilega séð. Þannig er hægt að leysa dreifingu á sjónvarps- efni í mínum huga eftir ótal leiðum,“ segir Hrafnkell og vandamálið sé kannski frekar að finna gott efni til að dreifa. Takmörkunin sé síst tæknilegs eðlis. Útboð ekki tímabært Póst- og fjarskiptastofnun sér um að útdeila tíðnum sem stjórnvöld ráða yfir. Aðspurður hvort þessar tíðnir verði takmarkaðar í framtíðinni seg- ir Hrafnkell Íslendinga hafa úr sama fjölda tíðna að moða og t.d. Banda- ríkjamenn eða Þjóðverjar. „Skortur á tíðni á Íslandi er mun minna vandamál en hjá flestum öðrum þjóðum. Það stafar af fámenni og legu landsins.“ Aðallega sé skortur á GSM-tíðnum í Reykjavík þar sem fjarskiptafyrirtæki hafi stærra tíðn- iróf en þekkist víða erlendis. Það skili sér í ódýrari uppbyggingu dreifikerfis. Einnig sé skortur á tíðnum fyrir útsendingu á hliðrænu sjónvarpi á höfuðborgarsvæðinu. Hrafnkell telur ekki tímabært að fara út í útboð á tíðnum þar sem skortur er. Verið sé að móta stefnu stjórnvalda varðandi stafrænt sjón- varp en ekki hafi náð samstaða með- al markaðsaðila hvernig haga eigi næsta skrefi í þeirri uppbyggingu. Hann er ekki reiðubúinn að svara þeirri spurningu hvort t.d. Íslenska útvarpsfélagið ætti tilkall til allra starfrænu rásanna sem yrðu til ef núverandi útsendingarrás stöðvar- innar yrði breytt í stafræna rás. Al- menna reglan sé sú að enginn eigi tíðnirnar heldur hafi heimild til að nota þær í ákveðinn tíma og í ákveðnum tilgangi. Sú heimild sé ekki framseljanleg. Hins vegar ef breyting verði á nýtingunni og tíðnin gerð stafræn verður að skoða það sérstaklega og bendir Hrafnkell á nýfengna heimild Norðurljósa til að senda út stafrænt á fjölvarpinu. Norðurljós ráða yfir flestum sjónvarps- og útvarpstíðnum Takmarkað framboð er á senditíðnum fyrir sjónvarp á suðvesturhorni landsins. Norðurljós ráða yfir þeim flestum og telja nýtingarrétt myndast við notkun þeirra. Ekki er enn ljóst hvernig nýjum stafrænum rásum verður úthlutað en núverandi leyfishafar rásanna munu gera tilkall til þeirra. )2& $  - +,- /01 23" 4 5 $6 75   + )85!  )&  % ,- /01  %, /01 29 ! ) %  -  &! & 9$$$ "! ! :  ') "! ! "! ! 4! 567 8 &)" 9& 567 567 8 &)" 9:8 ;  #< 5!#$5 9  9 = 5 !)&6  ! ! !9$ < #$  <5 ! ) 4! *- 9   $$!> 9& 5  $! . )&  % ,- /01  %, /01 4! 23" 4 5 $6 ?=  & 9 75  &=  9   !5 ! =5= 5$ =9= = !! ! = 5 =) 29   ,@ $$!> 9& 5  $! /  , ) 9  )    A$  +,  /01 4! 23" 4 5 $6 ?=  & 9 4 5 $6 # ! 5#=$ $5 (8  <! 6! ') /5  <! =( !! = $   9 =8$ ') 29  ,    ) 9  TIL að senda út hljóðvarp eða sjón- varp þarf leyfi útvarpsréttarnefndar sem kosin er af Alþingi. Nefndin byrjar á því að senda umsóknina til umsagn- ar Póst- og fjarskiptastofnunar og rétthafa tónlistar á Íslandi. Sé um- sókn samþykkt er umsækjanda sendur reikningur fyrir leyfisgjaldi sem honum ber að greiða til að fá útvarpsleyfi og geta hafið útsendingar. Póst- og fjar- skiptastofnun úthlutar svo tíðnum til þeirra sem hafa gildandi útvarpsleyfi. Leyfisgjald vegna sjónvarps til þriggja ára er 96.000 kr., til fimm ára 160.000 kr. og til sjö ára 224.000 kr. Leyfisgjald vegna hljóðvarps til eins árs er 22.000 kr., til tveggja ára 44.000 kr., til þriggja ára 66.000 kr. og til fimm ára 110.000 kr. Til við- bótar leyfisgjaldi þarf að greiða árlegt tíðnigjald fyrir hvern sendi sem ljós- vakamiðill notar. Það gjald rennur til Póst- og fjarskiptastofnunar og er á þessu ári í heild 18 milljónir króna. Norðurljós greiddu um 7,5 milljónir, RÚV 6,4 milljónir og Íslenska sjón- varpsfélagið 1,1 milljón króna. Misjafnt er hvenær útvarpsleyfi dagskrárstöðva Norðurljósa rennur út og sækja þarf um endurnýjun. Út- varpsleyfi Stöðvar 2 rennur út í ágúst 2007, Sýnar í júlí 2008, Bíórásarinnar og PoppTV í desember 2005 og Stöðv- ar 3 í október 2010. 7,5 milljónir í tíðnigjald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.