Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 B 7 NFRÉTTIR SAMSKIP hafa keypt flutningafyrir- tækið Van Dieren Maritime. Fyrir- tækið rekur um 1.000 sérhæfða gáma og um 50 gámaflutningabíla. Megin- starfsemi fyrirtækisins er í Riga í Lettlandi en höfuðstöðvar þess eru í Hollandi og starfsmenn eru um 50 talsins. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Sam- skipa erlendis, segir að Samskip sjái fjölmörg tækifæri í kaupunum á Van Dieren Maritime. Eystrasaltslöndin og löndin í næsta nágrenni við þau séu á leið inn í ESB sem væntanlega muni leiða til aukinna vöruflutninga á þeim leiðum sem Samskip sigla. Þá komi sé vel að hafa einnig yfir að ráða vöruflutningum á landi á þessu svæði. Hann segir að ársvelta Van Dieren Maritime sé um milljarður króna. Frá því Samskip hófu viðræður við fyr- irtækið um hugsanleg kaup á því fyrir um hálfu ári, hafi umsvifin aukist um- talsvert, bæði á Norðurlöndunum og í Rússlandi. Samlegðaráhrif í starf- semi félaganna muni leiða af sér veru- lega veltuaukningu hjá Van Dieren Maritime, og auka hagnaðarvon fé- laganna beggja. „Samskip reka níu gámaskip í föst- um áætlunarsiglingum í Evrópu. Með kaupum okkar á Van Dieren Mari- time fær félagið aðgang að mun stærra markaðssvæði en áður og að sama skapi styrkja Samskip stöðu sína í Lettlandi. Fyrir eru Samskip með afar sterka stöðu t.d. í Eistlandi, en Samskip keyptu ráðandi hlut í TECO fyrr á þessu ári, en það fyr- irtæki er með um 50% markaðshlut- deild í öllum gámaflutningum til og frá Eistlandi.“ Ásbjörn vill ekki gefa upp hvaða verð Samskip greiddu fyrir fyrirtæk- ið. Samskip kaupa flutn- ingafyrirtæki í Lettlandi BANDARÍSKA útgáfufyrirtækið Uni- versal Music Group, sem er stærsta hljómplötufyrirtæki í heimi, hefur náð samningum um kaup á hljómplötuútgáfu- armi DreamWorks-fyrirtækisins; Dream- Works Records. Þetta kemur fram í sam- eiginlegri yfirlýsingu fyrirtækjanna. Samkvæmt heimildum Reuters- fréttastofunnar er samningur fyrirtækj- anna metinn á 100 milljónir Bandaríkja- dala eða 7,6 milljarða íslenskra króna. DreamWorks var stofnað árið 1994 af Steven Spielberg, David Geffen og Jeffrey Katzenberg. Meðal þeirra listamanna sem eru á skrá hjá Dream- Works Records eru sveitasöngvarinn Toby Keith, poppsöngkonan Nelly Furtado og rokkhljómsveitirnar Papa Roach og Alien Ant Farm. DreamWorks-samstæðan var upphaflega hugsuð sem alhliða afþreying- arfyrirtæki, en hefur upp á síðkastið lagt áherslu á framleiðslu kvikmynda. Universal kaupir Dream- Works Records AP Nelly Furtado er á mála hjá DreamWorks Records. BANDARÍSKA auglýsingasam- steypan Interpublic, sem meðal ann- ars á auglýsingastofurnar McCann- Erickson og Foote, Cone & Belding, tapaði 327 milljón Bandaríkjadölum á þriðja fjórðungi ársins, eða 25 millj- örðum króna. Bréf félagsins hækkuðu við birtingu afkomunnar, en fjármála- skýrendur segja að nýir samningar fyrirtækisins og lægri rekstrarkostn- aður gefi tilefni til bjartsýni. Inni í tapinu var gjaldfærður 57 milljóna dala kostnaður við endur- skipulagningu og gjaldfærsla 127,6 milljóna dala, aðallega í hlutabréfum, sem sett var til hliðar vegna lögsókna sem félagið fékk á sig vegna bók- haldsfærslna á árunum 1997-2001. Móðurfyrir- tæki McCann- Erickson tapar Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.