Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NTÆKNI F yrirtæki fjárfestu mikið í upplýs- ingatækni á síðustu árum síðustu aldar. Þá voru einnig fjöl- mörg sprotafyrirtæki stofnuð. Uppgangur var því mikill hjá upplýsingatæknifyrirtækjum, sem seldu vélbúnað eða hugbúnað eða veittu aðra þjónustu á þessu sviði. Opin kerfi hf., eins og Opin Kerfi Group hf. hétu þá, fóru ekki var- hluta af þessum uppgangi. Starfsmenn Opinna kerfa voru 10 þegar fyrirtækið var gert að hluta- félagi árið 1991. Þegar bandaríska tölvufyrirtækið Hewlett-Packard (HP), sem stofnaði Opin kerfi árið 1984, seldi 25% hlut sinn í félaginu árið 1995 voru starfsmennirnir orðnir 22 að tölu. Í dag eru starfs- menn Opinna kerfa Group, og dótt- urfélaga þess, um 600 talsins. Þar af eru um 280 á Íslandi, um 300 í Sví- þjóð og um 20 í Danmörku. Frosti Bergsson, stjórn- arformaður Opinna kerfa Group, segir að vöxtur félagsins hafi verið ævintýralegur á umliðnum árum, fyrst í þeim uppgangi sem varð í upplýsingatæknigeiranum á seinni hluta síðasta áratugar, en einnig í kjölfar útrásar félagsins á Norð- urlöndum á síðustu tveimur árum. Hann segir að Opin kerfi hafi, eins og flest önnur fyrirtæki á þessu sviði, fundið fyrir samdrætti í kaup- um fyrirtækja á vélbúnaði, hugbún- aði og þjónustu eftir árið 2000. Til að mæta þessu hafi félagið einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni og jafn- framt hafið sókn erlendis. Hann segir að ýmis merki séu um að upplýsingatæknigeirinn sé að taka við sér eftir þá lægð sem hann hafi verið í síðastliðin tvö til þrjú ár. Þetta komi jafnt fram í spám ýmissa spáfyrirtækja sem og í aukinni eft- irspurn frá stærri fyrirtækjum. Spennandi tímar séu því framundan í þessum geira. „Fyrirtæki sem höfðu fjárfest mikið í upplýsingatækni í kringum árið 2000 gerðu eðlilega kröfu um það að fjárfestingarnar skiluðu sér vel til baka,“ segir Frosti. „Þau hafa því mörg hver haldið að sér höndum í fjárfestingum á þessu sviði á síð- ustu árum. Nú er það svo að upplýs- ingatæknin er orðin þýðingarmikill þáttur í rekstri flestra fyrirtækja og ekki er hægt að bíða lengi með end- urnýjun, líklega ekki mikið lengur en í 3–5 ár. Það er því kominn tími fyrir mörg fyrirtæki til að fara aftur af stað. Þetta stafar m.a. af því að nú er kominn vélbúnaður sem er mun hraðvirkari en áður og getur því annað betur þeim hugbúnaði sem settur hefur verið upp, en það gerir að verkum að rekstur tölvu- kerfanna verður hagkvæmari. Nýr búnaður er oft auðveldari í þjónustu og með betra rekstraröryggi en sá gamli. En þar að auki hafa ýmsar aðrar breytingar orðið í umhverfinu, sem kalla á endurnýjun í upplýs- ingatækninni, svo sem aukin umsvif fyrirtækja, sameiningar félaga og margar aðrar nýjar kröfur.“ Breytingar árið 2002 Stjórn Opinna kerfa hf. samþykkti í desember 2002 að breyta nafni fé- lagsins í Opin kerfi Group hf. Sala og þjónusta á tölvubúnaði var við þessar breytingar færð í sérstakt rekstrarfélag, Opin kerfi ehf., sem er 100% í eigu Opinna kerfa Group. Önnur dótturfélög Opinna kerfa Group, sem eru 100% í eigu þess, eru Opin kerfi Svíþjóð, sem á að fullu fyrirtækið Datapoint, fyr- irtækið Virtus í Svíþjóð og Opin kerfi Danmörk. Þá eiga Opin kerfi Group nú um 95% hlut í Skýrr, sem aftur á 100% í Teymi svo og minni eignarhluti í öðrum félögum. Opin kerfi Group eiga einnig minni eign- arhluti í nokkrum öðrum félögum. Kostir við skráð félag Að sögn Frosta fjárfestu Opin kerfi töluvert í ýmsum sprotafyrirtækjum á árunum frá 1995 til 2000. Hann segir að væntingar til upplýsinga- tæknifyrirtækja, bæði hér á landi og víða erlendis, hafi þá verið mjög miklar. Þær hafi hins vegar ekki all- ar gengið eftir og hafi Opin kerfi þurft að afskrifa eignarhlut sinn í mörgum þeirra fyrirtækja sem fjár- fest hafi verið í. „Í kjölfar þessa var tekin ákvörð- un um breyttar áherslur og að Opin kerfi myndu einbeita sér að kjarna- starfsemi fyrirtækisins,“ segir Frosti. „Útlit var ekki fyrir mikinn vöxt á markaðinum hér á landi og því var ákveðið að kanna möguleg sóknarfæri er- lendis, á kjarna- sviði Opinna kerfa. Sem skráð félag er þetta náttúrulega eitt af því sem ætlast er til, að hægt sé að sýna fram á að fyrirtækið geti vaxið. En það er einmitt kosturinn við það að vera skráð fé- lag. Þegar tæki- færi gefast er hægt að leita til hluthafanna, til markaðarins, og fá fé til þess að fjárfesta.“ Fyrstu skref í útlöndum Frosti segir að á árinu 2001 hafi Opin kerfi kynnst fyrirtækinu Datapoint í Sví- þjóð sem í raun svipi mjög til Op- inna kerfa. Eftir ítarlega skoðun hafi Opin kerfi keypt það félag fyrir um 1.700 milljónir króna. Um svipað leiti hafi Opin kerfi stofnað fyr- irtæki í Danmörku, Opin kerfi Dan- mörk. „Þetta voru fyrstu skref okkar er- lendis. Á sama tíma vorum við einn- ig að vinna í okkar skipulagsmálum og skilgreina hvað það er sem við vildum gera. Tekin var ákvörðun um að Opin kerfi skyldu færast upp virðisaukakeðjuna, ef svo má að orði komast, leggja aukna áherslu á ýmsa þjónustu í tengslum við þær vörur sem fyr- irtækið selur. Einnig var tekin ákvörðun um að leita eftir því að eignast Skýrr að fullu og er Skyrr nú í 95% eign Opinna kerfa Group. Þessi ákvörðun féll vel að þeirri sýn sem félagið hafði.“ Truflun af sameiningu HP og Compaq Á árinu 2002 keypti HP í Bandaríkjunum tölvufyrirtækið Compaq. Frosti segir að þetta hafi haft nokkur áhrif á Opin kerfi. Fyrst eftir sameiningu HP og Compaq hafi þjónusta HP við Opin kerfi truflast nokkuð. Bæði hafi mikið af nýjum vörum þá komið til hins nýja HP sem og margir nýir starfsmenn sem höfðu enga þekk- ingu á Íslandi. Hann segir að sam- skipti Opinna kerfa við hið nýja HP séu sífellt að batna og segist sann- færður um að þegar til lengri tíma sé litið muni fyrirtækið hagnast á þeim breytingum sem orðið hafi. Þá sé það einnig almennt mat mark- aðarins að sameining HP og Com- paq sé dæmi um sameiningu sem hafi tekist vel. Félagið sé stærra og öflugra með breiðari vörulínu en áð- ur. Það muni örugglega koma Opn- um kerfum vel. „Eftir sameiningu HP og Compaq hvöttu yfirmenn HP í Svíþjóð okkur mjög til þess að styrkja stöðu okkar þar í landi, félögum færi fækkandi en þau sem eftir væru yrðu að stækka. Þetta varð meðal annars til þess að Opin Kerfi Group skoðuðu nokkra valkosti sem endaði síðan með því að við keyptum fyrirtækið Virtus og kom það inn í samstæðuna 1. júní á þessu ári. Virtus hafði áður verið samstarfsaðili Compaq í Sví- þjóð.“ Þróaður markaður í Svíþjóð Áætlanir Opinna kerfa Group fyrir þetta ár gerðu ráð fyrir að velta samstæðunnar yrði 11,5–12,0 millj- arðar króna og að EBITDA hag- nður yrði um 750–800 milljónir. Fé- lagið sendi frá sér afkomuviðvörun nýlega þar sem gert var ráð fyrir að veltan muni nást en að EBITDA hagnaðurinn verði hins vegar á bilinu 550–600 milljónir. „Skýringarnar á afkomuviðvör- uninni eru helstar þær að upplýs- ingatæknimarkaðurinn í Svíþjóð hefur verið heldur erfiðari en við áætluðum. Auk þess er kostnaður við sameiningu fyrirtækjanna í Sví- þjóð meiri en við gerðum ráð fyrir, eins og því miður oft vill verða. Við höfum engu að síður mikla trú á því sem við erum að gera í Svíþjóð. Markaðurinn þar í landi er einn sá þróaðasti í heiminum, sem getur nýst okkur vel til framtíðar. Við er- um ekki að tjalda til einnar nætur heldur vinna eftir ákveðinni sýn. Þá er mikill hugur í starfsmönnunum okkar í Svíþjóð og við höfum þar að auki fengið mikinn stuðning við það sem við erum að gera frá yfirmönn- um HP í Svíþjóð.“ Aukinn þáttur þjónustu Um helmingur af tekjum samstæðu Opinna kerfa Group það sem af er þessu ári kemur erlendis frá og seg- ir Frosti að þáttur starfseminnar er- lendis fari stöðugt vaxandi. Þannig hafi tekjurnar erlendis verið um 60% af heildartekjunum á þriðja fjórðungi ársins. Þjónustuþátturinn er um 20% af starfsmi Opinna kerfa ehf. og er hlutfallið svipað hjá félögunum í Sví- þjóð og Danmörku. Segir Frosti að Opin Kerfi Group stefni að því að auka þjónustuþáttinn í um 30% af umsvifum þessara félaga á næst- unni. Þjónustan er að hans sögn hins vegar langstærsti hlutinn af starfsemi Skýrr. Liður í því að auka þjónustuþátt- inn hjá dótturfélögunum er að sögn Frosta m.a. að unnið er að því mark- visst að hýsing á tölvuvinnslu fyrir fyrirtæki verði stærri þáttur starf- seminnar bæði hér á landi og í Sví- þjóð og Danmörku. Hann segir að fleiri og fleiri fyrirtæki sjái kosti þess að vera ekki með eigin tölvu- Upplýsingatæknin Fyrirtæki eru farin að huga að fjárfestingum í upplýsingatækni á ný, eftir aðhald í tvö til þrjú ár, að sögn stjórnarformanns Opinna kerfa Group hf. Opin kerfi Group hafa haslað sér völl í Sví- þjóð og Danmörku en um helmingur af tekjum samstæðunnar kemur þaðan. Frosti Bergsson, stjórnarformaður félagsins, sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni m.a. að það sé ekki síður mikilvægt að íslensk fyr- irtæki leiti út fyrir landsteinana en að er- lend fyrirtæki fjárfesti hér á landi. .................. „ U p p l ý s i n g a t æ k n i n e r o r ð i n þ ý ð i n g - a r m i k i l l þ á t t u r í r e k s t r i f l e s t r a f y r - i r t æ k j a o g e k k i e r h æ g t a ð b í ð a l e n g i m e ð e n d u r n ý j u n , l í k l e g a e k k i m i k i ð l e n g u r e n í 3 – 5 á r. Þ a ð e r þ v í k o m i n n t í m i f y r i r m ö r g f y r - i r t æ k i t i l a ð f a r a a f t u r a f s t a ð . “ ..................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.