Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 B 11 NFRÉTTIR Einu gildir hversu flung sending flín er, DHL mun koma henni hratt á áfangasta›. fia› sem kom okkur á toppinn í alfljó›legum hra›flutningum skilar bæ›i skjölum flínum og tollskyldum vörusendingum hratt á lei›arenda.Alfljó›legt dreifikerfi okkar gerir okkur kleift a› bjó›a flér heilsteypta fljónustu um allan heim. Í lofti og á jör›u ni›ri.Veldu flví DHL fyrir fyrsta flokks flutningsfljónustu. Kíktu á www.dhl.is e›a hringdu í síma 535 1100. Meiri flutningsgeta fyrir sendingar flínar. Allar nánari upplýsingar veitir söludeild ÍAV í síma 530 4200 ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, www.iav.is Til sölu í Borgartúni Á sérlega góðum stað við Borgartún 25 í Reykjavík er til sölu glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Húsið er í byggingu og er á átta hæðum samtals um 6.500 fermetrar að stærð. Húsinu verður skilað fullfrágengnu að utan með fullfrágenginni lóð. Að innan verður húsinu skilað óinnréttuðu en sameign fullbúin. Hægt er að fá húsnæðið lengra komið. SAMSKIP eru að hasla sér völl í flugfrakt á alþjóðamarkaði og hafa opnað skrifstofu á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Rekstur skrifstofunnar á Schip- hol-flugvelli heyrir undir Samskip BV, dótturfyrirtæki Samskipa í Rotterdam. Hefur Hollendingurinn Edwin Bastemejer, sem hefur starf- að í mörg ár hjá ítölsku flutninga- miðluninni Mezario, verið ráðinn til að stýra starfseminni. „Opnun skrifstofunnar á Schiphol er bara fyrsta skrefið okkar inn á þennan markað,“ segir Björn Ein- arsson, framkvæmdastjóri Sam- skipa BV, í fréttatilkynningu. „Nú getum við boðið viðskiptavinum okk- ar hér á meginlandi Evrópu heild- arlausnir í flutningum á þeirra markaðssvæði auk þess sem starf- semin á Schiphol-flugvelli fellur vel að allri annarri flutningaþjónustu Samskipa,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samskipum. Samskip með skrif- stofu á Schiphol Bílasmáauglýsingar með mynd 995 kr. fyrir áskrifendurbílar MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Aco- Tæknivali: „Eins og fram kemur í frétt í Morgunblaðinu 11. nóvember beinir erlent stórfyrirtæki, Apple Com- puter Inc., nú kröftum sínum að Ís- landi með það fyrir augum að útrýma samkeppni og skapa þannig einok- unarstöðu á markaðnum. Reynslan margsannar að einokun vinnur gegn hagsmunum íslenskra neytenda og leiðir til hærra vöruverðs. Réttur til að íslenska hugbúnað Í fyrsta lagi hefur Ríkissaksóknari eftir kæru Apple Computer Inc. lagt fyrir ríkislögreglustjóra að hefja rannsókn á meintum höfundarrétt- arbrotum Aco-Tæknivals hf. Sam- kvæmt kærunni á Aco-Tæknival að hafa staðið fyrir dreifingu á ólög- mætri útgáfu af svokölluðum stað- færsluhugbúnaði við Macintosh-tölv- ur, en um er að ræða hugbúnað sem íslenskar notendaumhverfi í Apple- tölvum. Aco-Tæknival er þessu al- gerlega ósammála og telur sig hafa verið í fullum rétti til að íslenska not- endaumhverfið, auk þess sem ís- lenskun hugbúnaðar er í samræmi við áherslur íslenskra yfirvalda. Aco- Tæknival mun fylgja rétti sínum og viðskiptavina sinna fast eftir í þeim farvegi sem málið nú er. Réttur yfir skráðu léni Í öðru lagi hefur Samkeppnisráð bannað Aco-Tæknivali alla notkun lénsins apple.is, sem Aco-Tæknival hefur átt árum saman, og leggur fyr- ir félagið að afskrá lénið innan tveggja vikna. Bannið kemur í kjöl- far kvörtunar Apple Computer Inc. 25. júlí sl, en áður hafði nefnd sú, sem er stjórn Internet á Íslandi hf. til ráðuneytis um skráningar á lénum .is, hafnað beiðni Apple Computer Inc. um að umskrá lénið „apple.is“ af nafni AcoTæknivals á þeim grunni að slíkt væri utan valdsviðs nefnd- arinnar. Það er sorglegt að verndari hagsmuna neytenda, Samkeppnis- stofnun, sé notuð til þess að bregða fæti fyrir virka samkeppni á mark- aðnum, því að viðkomandi lén hefur að sjálfsögðu fest sig í sessi sem mik- ilvægur þáttur í markaðsstarfi Aco- Tæknivals. Frelsi til að gera hagstæð innkaup Í þriðja lagi rekur Apple Computer Inc. nú dómsmál á hendur Aco- Tæknivali hf. vegna innflutnings Aco-Tæknivals á Apple-vörum frá Bandaríkjunum annars vegar og hins vegar skaðabótamál vegna inn- flutningsins. Þetta eru dapurleg tíð- indi fyrir íslenska tölvunotendur sem hafa notið þess að verð á Apple- vörum hefur farið lækkandi með virkri samkeppni á undanförnum mánuðum. Þar vegur þyngst að Aco- Tæknivali hefur tekist að gera hag- stæð innkaup í Bandaríkjunum og lækka þannig verð til neytenda, en nú á greinilega að setja undir þann „leka“. Aðgerðir, sem miða að því að hindra virka samkeppni á tölvu- markaði, eru í hróplegu ósamræmi við þá sigra sem unnist hafa í neyt- endamálum undanfarin ár og birtast meðal annars í lagaumhverfi innan EES/ESB,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu frá ATV. Yfirlýsing frá Aco-Tæknivali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.