Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 B 13 N  Frá hugmynd að fullunnu verki Vélaviðgerðir H ön nu n: G ís li B . ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 ● HAGNAÐUR af rekstri bresku versl- unarkeðjunnar Big Food Group á fyrri helmingi yfirstandandi rekstrarárs, sem lauk í september, nam 5,6 millj- ónum punda fyrir skatta samanborið við 4,9 milljónir punda á sama tíma árið áður. Velta félagsins jókst úr 2,37 milljörðum punda í 2,39 millj- arða. Baugur á 22% hlut í Big Food Group. Í breskum fjölmiðlum segir að meg- inskýringin á bættri afkomu Big Food Group stafi af umskiptum í rekstri verslunarkeðjunnar Iceland, sem er í eigu Big Food Group. Nam hagnaður Iceland um 3 milljónum punda á tíma- bilinu en á sama tímabili í fyrra var 6,9 milljóna punda tap af rekstrinum. Big Food Group á einnig versl- unarkeðjurnar Bookers og Woodward. Á vefmiðli breska blaðsins Tele- graph er haft eftir Bill Grimsby, for- stjóra Iceland, að endurskipulagning í rekstri keðjunnar sé farin að skila sér. Samtals hafi 89 verslanir af 760 verið endurskipulagðar og búið verði að breyta alls 140 verslunum fyrir lok þessa árs. Hann segir að þetta muni auka enn hagnað keðjunnar. Betri afkoma hjá Big Food Group ● HAGNAÐUR Fiskmarkaðs Íslands nam 32 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins en 51 milljón á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur drógust saman um 10 milljón krónur milli tímabila, úr 329 milljónum í 319 milljónir. Rekstr- argjöldin jukust úr 249 milljónum í 256 milljónir króna. Hagnaður fyrir af- skriftir, skatta og fjármunaliði nam 63 milljónum en nam 80 milljónum á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Eins og fram kom í tilkynningu frá Fiskmarkaði Íslands vegna 6 mán- aða uppgjörs þá hefur fiskverð lækk- að mjög mikið frá síðasta ári og er það helsta ástæða lækkandi tekna félagsins. „Lækkun þessi er að mestu vegna styrkingar krónunnar og vegna markaðsaðstæðna á ákveðnum fisktegundum á erlendum mörkuðum. Þessu til viðbótar var samdráttur í seldu magni á þriðja árs- fjórðungi rekstrarársins. Hins vegar eru horfur fyrir fjórða ársfjórðung góð- ar og er gert ráð fyrir því að hagnaður aukist lítillega á fjórða ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu til Kaup- hallarinnar. 32 milljónir í hagnað hjá Fisk- markaði Íslands ● NÝLEGA var undirritaður samn- ingur á milli Libra ehf., dótturfyr- irtækis TölvuMynda hf., og Lands- bankans um kaup á lánakerfi fyrir bankann. Landsbankinn er annar bankinn sem fer þessa leið í vali á framtíðarkerfi fyrir lánaumsýslu en fyrir skömmu gerði Kaupþing Bún- aðarbanki einnig samning við Libra ehf. Í fréttatilkynningu frá Libra kem- ur fram að með tilkomu lánakerfisins hefur Libra farið inn á nýtt svið innan fjármálageirans, þ.e. lána- og skuldabréfaumsýslu, en síðustu sjö ár hefur fyrirtækið einbeitt sér að verðbréfaumsýslu. „Kerfi Libra skipta tugum og til ein- földunar má skipta þeim í þrjá meg- inþætti: stoðkerfi, viðskiptakerfi og þjónustukerfi. Dæmi um stoðkerfi eru stofnupplýsingar, t.d. um við- skiptamenn, starfsmenn, markaðs- upplýsingar, s.s. vaxtarunur og grunnupplýsingar verðbréfa og reikniverk,“ að því er segir í frétta- tilkynningu. Landsbankinn kaupir lánakerfi frá Libra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.