Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 15
Til sölu Skeifan 3, 108 Reykjavík Guðmundur Valtýsson Sími 865 3022, gudmundur@remax.is Heimilisfang: Skeifan 3 Stærð eignar: 377,2 fm Afhendingartími: Laus Verð: 28,5 millj. Vel staðsett iðnaðar- og verslunar- húsnæði í endahúsi í Skeifunni sem hefur gott auglýsingagildi. Húsnæðið er á jarðhæð að stærð 254 fm og 2. hæð, 123,2 fm að stærð, alls 377,2 fm. Jarðhæðin hefur alla tíð verið nýtt sem iðnaðar- og lagerhúsnæði en á henni eru mjög góðir gluggar og stór innkeyrsluhurð. Efri hæðin er með sérinngangi og hefur verið nýtt sem skrifstofur. Jarðhæðin hentar sér- staklega vel fyrir verslun og þjónustu eða iðnað. Einingin selst í einu lagi. Nánari upplýsingar gefur sölufull- trúi Remax Búa, Guðmundur Val- týsson, í gsm 865 3022. Elías H. Ólafsson lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN BÚI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 B 15 NFRÉTTIR HAGNAÐUR svissneska bankans UBS var 1.673 milljónir svissneskra franka, um 94 milljarðar króna, á þriðja fjórðungi ársins. Í fréttatil- kynningu vegna uppgjörs bankans er haft eftir forstjóra hans að fjórðung- urinn hafi verið sá besti í þrjú ár og allar deildir hafi skilað betri afkomu en í fyrra. Financial Times hefur eftir forstjóranum að góður árangur nú sé skýrt merki um að slæmar markaðs- aðstæður séu að baki. Fjöldi starfs- manna hefur engu að síður dregist saman um 4% frá áramótum og var rúmlega 66 þúsund í lok september. Í fréttatilkynningu bankans segir einnig að án afskriftar viðskiptavild- ar hafi hagnaðurinn numið jafnvirði 109 milljarða króna, sem sé 53% aukning frá sama fjórðungi í fyrra og 2% meira en á öðrum fjórðungi þessa árs. Kostnaðarhlutfall bankans, hlutfall rekstrargjalda af rekstrartekjum, var 72,2% ef afskrift viðskiptavildar er undanskilin og hefur kostnaðar- hlutfallið ekki verið lægra í þrjú ár. Góður hagnaður hjá UBS MARGRÉT Sæmundsdóttir, sem stundaði meistaranám í viðskipta- stjórnun, MBA, við Edinborgarhá- skóla og Margrét Harðardóttir sem stundaði meistaranám í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands hlutu námsstyrki fjármálaráðuneytisins í ár. Fengu þær 250 þúsund króna styrk hvor um sig. Fjármálaráðuneytið hefur um nokkurra ára skeið veitt styrk/ viðurkenningu vegna lokaverkefnis á meistarastigi í hagfræði eða við- skiptafræði. Viðurkenningarnar í ár eru veitt- ar fyrir verkefni sem unnin eru á skólaárinu 2002/2003. Skilyrði fyrir viðurkenningu er að viðfangsefnið sé á sviði efnahags- eða fjármála hjá hinu opinbera, að því er segir í til- kynningu frá fjármálaráðuneytinu. Meistararitgerð Margrétar Harð- ardóttur fjallar um árangursstjórn- un og stefnumiðað árangursmat í opinberri stjórnsýslu þar sem Reykjavíkurborg er tekin sem dæmi. Ritgerð Margrétar Sæmunds- dóttur fjallar hins vegar um kenn- ingu Michaels E. Porter um demanta og þyrpingu, sem m.a. fjallar mikið um hlutverk ríkisins og hvernig ríki getur stutt við fyrirtæki og bætt samkeppnisstöðu sína á alþjóðlegum markaði og þar með aukið hagvöxt í landinu, og skoðar hvort sú kenning eigi við um smáríki eins og Ísland. Fjármála- ráðuneytið veitir styrki Margrét Sæmundsdóttir, Geir H. Haarde og Margrét Harðardóttir. ♦ ♦ ♦ Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5060, www.vis.is þar sem tryggingar snúast um fólk VÍS býður fyrirtækjum og einstaklingum með atvinnurekstur samsetta vátryggingar- vernd. Þarfir fyrirtækja eru breytilegar og með fyrirtækjatryggingum VÍS velja fyrirtæki sér vernd sem sniðin er að þeirra þörfum. Þjónustufulltrúar, sérhæfðir í fyrirtækjatrygg- ingum, annast fyrirtækin sem tryggja hjá VÍS og aðstoða við val á þeirri vernd sem hæfir viðkomandi rekstri. Hringdu í síma 560 5060 og kannaðu hvað við getum gert fyrir fyrirtækið þitt eða sendu fyrirspurnir á upplysingar@vis.is Fyrirtækjatryggingar VÍS tryggja öruggara starfsumhverfi. Fyrirtækjatryggingar VÍS eru sérsniðnar að þínum atvinnurekstri F í t o n F I 0 0 8 2 5 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.