Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 1
13. nóvember 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Kína er og verður miðstöð fiskvinnslu í heiminum, unnið úr 250.000 tonn- um af fiski og sóknarfæri í þorskeldi Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu FRYSTINGU hefur verið hætt um borð í togskipinu Þórunni Sveinsdóttur VE frá Vestmannaeyj- um en aflinn er í stað þess ísaður um borð og sendur ferskur á mark- aði. Þegar fram líða stundir er fyr- irhugað að flaka fiskinn um borð og senda flökin fersk á erlenda mark- aði með gámum. Sigurjón Óskarsson, útgerðar- maður Þórunnar Sveinsdóttur VE, segir ástæðuna fyrir breytingunum einfaldlega vera að verð á sjófryst- um afurðum hefur lækkað verulega að undanförnu. Þannig hafi verð á sjófrystri ýsu lækkað um nærri þriðjung og um fjórðung á ufsa. Hann segir auk þess ekkert því til fyrirstöðu að flaka fiskinn um borð og flytja flökin fersk á markað með gámum, ef tilraunir í þá veru gefa góða raun. „Við ætlum að ísa fiskinn til að byrja með og sjá hvernig þetta fyrirkomulag reynist. Við höfum hins- vegar mögu- leika á að flaka fiskinn um borð og senda flökin út fersk. Við erum með flökunarvél og hausara um borð og getum sett flökin beint í ískrapa. Við munum fylgjum vel með þeirri þróun sem er að verða í sjóflutningum á ferskum flökum. Ef hægt verður að koma flökunum ferskum á markað sjóleið- is yrði þar um algera byltingu að ræða.“ Sigurjón segir að ekki hafi þurft að gera miklar breytingar um borð fyrir ísfiskveiðarnar og því sé til- tölulega auðvelt að skipta aftur yfir í frystingu ef svo ber undir. Meg- inbreytingin sé sú að veiðiferðirnar séu nú styttri, auk þess sem fækkað hafi í áhöfn skipsins en nú eru 14 skipverjar um borð. Stefna á vinnslu ferskra flaka um borð Morgunblaðið/Snorri Snorrason Verð á sjófrystum fiski, einkum ýsu og ufsa, er nú orðið of lágt til að það borgi sig að frysta fiskinn um borð. Frystingu hætt um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE KÍNVERJAR eru enn að auka útflutning sinn á tvífrystum þorskflökum til Bandaríkjanna og Evrópu. Kínverjar eru samkvæmt upplýsingum úr norska sjáv- arútvegsblaðinu Fiskaren að verða jafnir Norðmönnum í mörk- uðum EB. Á fyrri helmingi þessa árs flutti Kína 12.000 tonn af þorskafurðum út til landa innan EB, en af því voru 3.700 tonn Kyrrahafs- þorskur. Á sama tíma fluttu Norð- menn 11.600 tonn af frystum þorskafurðum til EB. Svipaða sögu er að segja af inn- flutningi Kínverja til Bandaríkj- anna, en þar eru Kínverjar orðnir mun umsvifameiri en Norðmenn. Afurðirnar frá Kína seljast á lægra verði en þær norsku, þar sem þær eru tvífrystar en gæðin eru orðin sambærileg. Loks má geta þess að það sem af er þessu ári hafa Norðmenn selt Kínverjum 4.000 tonn af heil- frystum þorski til vinnslu, en auk þess kaupa Kínverjar mikið af heilfrystum þorski frá Rússlandi. Héðan keyptu Kínverjar 2.700 tonn af heilfrystum karfa og 1.700 tonn af öðrum heilfrystum fiski, en ekkert af þorski á síðasta ári.           !  "# $     Stöðug aukning frá Kína ÍSLENZKU fisk- sölufyrirtækin SÍF og SH eru efst á lista yfir 25 stærstu sjávarútvegsfyrir- tæki Norður-Evr- ópu samkvæmt norskri könnun. Velta SÍF er talin vera 63 milljarðar króna og velta SH 56 milljarðar. Þriðja fyrirtækið á listanum er Youngs Bluecrest í Bretlandi með 53,5 milljarða króna. Þetta eru einu fyrirtækin sem eru með yfir 50 milljarða veltu. Þá eru næst á listanum fyrirtæki eins og Royal Greenland, Deutsche See, North See og loks kemur fyrsta norska fyrirtækið, Leroy Seafood Group í sjöunda sætinu. Belgíska fyrirtækið Pieters er í 9. sæti, Brim er í 21. sæti og Samherji í því 24. Samanlagt velta þessi fyrirtæki ríflega 600 milljörðum króna. SÍF og SH eru stærst SÍF og SH eru með mestu veltuna. HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur opnað nýtt og endurbætt vefsvæði sem veitir almenningi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar, rannsóknum og þeim gögnum sem stofnunin hefur aflað í gegn- um tíðina. Meðal nýjunga á vefnum er safn ljósmynda sem teknar eru neðansjávar og í fjörum og aukin áhersla á fréttir og samskipti við not- endur vefsins. Mesta nýjung má þó telja svo- kallaða Gagnalind, en þangað geta notendur sótt ýmsar upplýsingar úr gagnagrunnum stofnunarinnar um veiðar og rannsóknir á ýsu og þorski við landið frá árinu 1992 til dagsins í dag. Þannig hefur verið þróaður gagnvirkur hugbúnaður sem sem gerir notanda kleift að framkvæma eigin útreikninga á þáttum eins og afla og meðallengd, eftir svæðum, veiðarfærum, skipastærð o.s.frv. Þá er á síðunni tenging við kennsluvefinn Fjaran og hafið sem Hafrannsóknastofnunin hefur gert í samvinnu við Námsgagnastofnun. Þar er fjallað um lífverur sjávar, umhverfi, veiðar og veiðarfæri. Jafnframt er á vefnum mikið magn almennra upp- lýsinga um sögu og starf- semi Hafrannsóknastofn- unarinnar, ítarleg umfjöll- un um rannsóknir sem stofnunin stundar og alla nytjastofna við Ísland. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, segir að vefurinn sé í raun bylting hvað varðar aðgengi almennings að gagnagrunni stofnunarinnar. „Vefurinn er í raun viðleitni okkar til að koma á framfæri því sem við erum að gera og veita öllum, leikum og lærðum, jafnan og greiðan aðgang að gögnum stofnunarinnar. Við teljum brýnt að miðla þessum verðmætu upplýsingum sem við söfn- um fyrir almannafé og styrkja þannig skyn- samlega umræðu um vernd og nýtingu fiski- stofna við landið.“ Íslenska verkfræðistofan ehf. sá um gerð vefsins og umsjónakerfis í samvinnu við starfs- menn Hafrannsóknastofnunarinnar. Vefstjóri er Guðmundur Pálsson. Slóðin á vefinn er: www.hafro.is. Endurbætt heimasíða Hafró

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.