Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 C 3 NÚR VERINU ambærileg að rist á Vestur- eð handflökun, það gefur okk- við þurfum að ða Danmörku, il Evrópu eða stnaður minni unakostnaður a í vinnslu þar gu. Þetta for- reytast og því ð fiskvinnslu í ndi eða Noregi ð höfum. Ná- ft að bregðast þarf á fiski að eik. Við getum til vinnslu frá ja fiskinn sjó- leiðina til Kína. Þar sem við erum svo langt frá fiski- miðunum í Atlantshafi, og mörkuðunum í Evrópu og Bandaríkjunum, verðum við að kaupa hráefni inn með miklum fyrirvara. Við verðum alltaf að vera með um sex mánaða birgðir til að vera vissir um að hafa annars vegar alltaf nóg til að vinna og til að geta svar- að kröfum markaðsins og óskum þegar hann þarf á flökum að halda. Eftir að varan er svo framleidd er hún einhvern tíma í kæligeymslum en það tekur svo aðra 45 daga að koma fiskinum á markaðina í Evrópu og Bandaríkjunum. Eftir að fiskurinn hefur svo verið afhentur kaupanda er ákveðinn greiðslufrestur, þannig að það getur tekið heilt ár frá því fiskurinn er keyptur á Vesturlöndum og þar til hann kemur aftur á markaðinn þar eftir vinnsluna í Kína og við fáum greitt fyrir hann. Það er mikið fjármagn bundið í þessu brigðahaldi og kostnaður en það er okkur nauðsynlegt til að við getum tryggt stöðuga vinnslu og boðið upp á jafnt flæði afurða inn á markaðina. Engu að síður er það ljóst að Vesturlönd geta ekki keppt við Kína í frumvinnslu eins og flökun og til að bæta stöðu okkar þurfum við líka að auka vinnslu- virði afurða okkar eins og með því að skera flökin í samvalda bita og fleira slíkt.“ Möguleikar í Kína Telur þú að innanlandsmarkaðurinn fyrir fisk í Kína fari vaxandi og geti orðið góður kostur fyrir íslenzka útflytjendur? „Kínverjar munu auka fiskneyzlu með auknum kaupmætti og hröðum uppgangi í efnahagslífinu. Þetta leiðir til þess að Kínverjar auka neyzlu á dýrari afurðum. Árið 1991 þegar við byrjuðum að selja fisk á innanlandsmarkaði, lögðum við áherzlu á ódýrar af- urðir til að geta þjónað fjöldanum. Fiskinum var mjög vel tekið og salan varð strax mikil og jókst ár frá ári. Með batnandi efnahag hefur svo eftirspurn eftir dýrum og betri vörum farið vaxandi. Við hófum því framleiðslu á slíkum afurðum til að svara eft- irspurninni og nú er þróunin orðin þannig að það er stöðug aukning í dýrari afurðunum, en sala á þeim ódýrari stendur í stað. Íslendingar geta boðið upp á mikið af gæðafiski og fiskafurðum og því ætti að vera möguleiki fyrir þá að hasla sér völl á kínverka markaðnum. Við höfum ekki getað skapað slíkt svigrúm fyrir fisk frá Íslandi, því við höfum ekki getað náð samkomulagi um slík við- skipti við Íslenzk fyrirtæki. Það er of algengt að út- gerðir og fiskvinnsla hugsi eingöngu um að losna við fiskinn sem fyrst á hæsta mögulega verði í stað þess að gefa sér tíma til að byggja upp markaði. Okkur hefur tekizt að byggja upp markað fyrir alaskaufsa, síld og fleiri dýrari tegundir með því að tryggja okk- ur hráefniskaup til langs tíma. Við höfum mikinn hug á því að auka fiskkaup úr Norður-Atlantshafi og þar gætu Ísland og Noregur skipað stórt hlutverk,“ segir Ng Joo Siang. m á vinnslu fiskafurða fyrir vestræna markaði á skömmum tíma. ar í heiminum Fiskvinnsla í Kína er vissulega ógn við fiskvinnslu hér á landi en til lengri tíma litið gætu skapast spennandi mögu- leikar fyrir ís- lenskt sjávarfang í Kína að mati Arn- ars Sigurmunds- sonar, formanns Samtaka fisk- vinnslustöðva. Arnar var í ís- lenskri viðskipta- sendinefnd sem skoðaði fisk- vinnslur í Kína á dögunum og segir hann að þar hafi margt komið sér á óvart. Hann segir að föruneytið hafi fyrir brottförina til Kína aflað sér ýmiskonar upplýsinga um fiskvinnsluna í Kína og því hafi sumt komið kunnuglega fyrir sjónir en enn fleira á óvart. „Það kom okkur á óvart hversu öflug þessi fyrirtækis virðast vera, skipulag er gott og gerðar eru strangar kröfur til hreinlætis. Í sum- um tilfellum ann- ast kaupendurnir og fulltrúar sölu- fyrirtækjanna eft- irlit með fram- leiðslunni. Það kom kannski ekki á óvart hversu fjöl- menn þessi fyrir- tæki voru, en í þeim fyrirtækjum sem við heimsótt- um unnu frá 200 og upp í 700 manns. Þar var unn- ið af miklum krafti, yfirleitt níu til tólf klukkustundir á dag með 40 mínútna neysluhléi, sex daga vikunnar, ellefu mánuði á ári. Launakjörin eru að jafnaði um 100 dollarar á mánuði á hvern starfsmann eða á milli 7 til 8 þús- und krónur. Með öllum launa- tenglum er kostnaður við hvern starfsmann um 1.500 dollarar á ári, miðað við þær upplýsingar sem við fengum. Í einu fyrir- tækjanna sem við heimsóttum var unnið eftir bónuskerfi. Í öllum fyrirtækjum fengum við að taka myndir og ræða við stjórnendur, ganga um vinnslu- sali og skoða tækjabúnað sem er nú reyndar ekki mikill. Þarna sáum við til að mynda hvergi gaffallyftara. Húsakynnin voru hins vegar víðast hvar mjög myndarleg. Það vakti einnig athygli að hitastigið í vinnslusölunum var jafnan mjög lágt og starfsfólkið því kappklætt.“ Kínverjar selja afurðir sínar að ein- hverju leyti á sömu markaði og Íslend- ingar, meðal annars selja þeir mikið til Japans en einnig til Evrópu og Banda- ríkjanna. Arnar seg- ir að í fiskvinnslu Kínverja felist hins vegar bæði ógnanir og tækifæri fyrir Íslendinga. „Nú um stundir eru Kínverjar að vinna og frysta fisk í beinni sam- keppni við okkur, einkum karfa og ufsa. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér að þeir muni keppa við okkur í saltfiskframleiðslu. En eflaust eiga Kínverjar eftir að láta meira að sér kveða í framtíð- inni og vera þannig áfram ógn við okkur á mörkuðunum. En á hinn bóginn má líta svo á að Kínverjar eru fjölmenn þjóð, þar er mikill hag- vöxtur og þar hlýtur að opnast markaður fyrir hvers kyns sjávarafurðir í framtíðinni. Kín- verjar eru um 1.300 milljónir talsins og þó ekki verði nema 10% þjóðarinnar efnuð er það engu að síður gríðarstór markaður. Þarna gætu því skap- ast spennandi möguleikar, sér- staklega varðandi uppsjávarfisk- inn að mínu mati.“ Arnar segir nefndina alls stað- ar hafa fengið mjög góðar við- tökur og í öllum heimsóknum hafi fulltrúar íslenska sendiráðs- ins í Kína verið með í för, með Eið Guðnason sendiherra í broddi fylkingar. „Það gaf þess- ari heimsókn mun meiri vigt en ella og við fengum alls staðar mjög höfðinglegar móttökur, ekki síst þegar við heimsóttum héraðsstjórnir Dalina og Qingdao,“ sagði Arnar og bætti því við að Útflutningsráð Ís- lands, ásamt Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og sendi- ráði Íslands í Kína ættu þakkir skildar fyrir góða skipulagningu og vandaðan undirbúning. Spennandi tækifæri í framtíðinni Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar SF. Vinnulaun í fiskvinnslu í Kína eru afar lág og því er mannshöndin mikið notuð. Mánaðarlaunin eru aðeins um 10.000 krónur. Mikil áhersla er lögð á hreinleika og vöruvöndun í kínversku fiskvinnslunni og stenst hún fyllilega samanburð við þá vestrænu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.