Morgunblaðið - 14.11.2003, Side 1

Morgunblaðið - 14.11.2003, Side 1
Úr þagnar- bindindi Todmobile kemur saman á ný og leikur með Sinfóníunni Fólk 58 Söngurinn í fyrsta sæti Kiri Te Kanawa í viðtali um söngferil sinn Miðopna Æfir af krafti Jón Arnór Stefánsson býr sig undir átökin í NBA Íþróttir 52 STOFNAÐ 1913 309. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is FELA þarf stjórn í Írak í hendur „full- trúasamkomu“ heimamanna fyrir áramót, sagði utanríkisráðherra Frakklands, Dominique de Villepin, í gær. „Heimsbyggðin getur ekki beðið leng- ur,“ sagði ráðherrann í viðtali við útvarps- stöðina Europe 1. „Ýmsir fulltrúar Banda- ríkjamanna í Írak eru enn fastir í sama gamla farinu sem hersetulið hafa ætíð ver- ið í. Þeir segjast þurfa meiri tíma. En því miður myndi meiri tími einungis leiða til meira mannfalls,“ sagði de Villepin. Aftur á móti lofaði hann því að Frakkar myndu áfram styðja bandarísk stjórnvöld, sem stæðu frammi fyrir „harmleik“. Frakkar væru til taks, því að „öryggi heimsbyggðarinnar“ lægi við. Hillir undir stefnubreytingu Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því gær, að stjórnvöld væru komin á fremsta hlunn með miklar breytingar á stefnu sinni í Írak, en undanfarna daga hafa staðið mikil fundahöld í Hvíta húsinu um málið. Eitt af því sem til greina þætti koma væri að Bandaríkin létu af yfirráðum sínum í landinu áður en forsetakosningar fara fram þar í landi að ári. The Washington Post sagði að George W. Bush forseti hefði í hyggju að koma á fót nýju ráði sem veita myndi Írökum „að mestu leyti eigin stjórn“ næsta sumar og „ef til vill“ láta af yfirráðum fyrir forsetakosningarnar. De Villepin kvaðst hafa heyrt talað um að írösk fulltrúasamkoma yrði sett á fót næsta sumar, en það væri „alltof seint. Málið þolir enga bið“. Írakar fái eigin stjórn fyrir árslok Utanríkisráðherra Frakka segir málið ekki þola neina bið París, Washington. AFP.  Bush sagður/18 Reuters Bandarískir hermenn leita stuðnings- manna Saddams Husseins í gær. RÁN var framið í verslun 11-11 í Þverbrekku í Kópavogi rétt fyrir lokun í gærkveldi. Maðurinn komst á brott með einhvern ráns- feng og leitar lögregla hans. Lögreglan í Kópavogi var kvödd á staðinn og samkvæmt upplýs- ingum hennar kom maður í svartri úlpu inn í verslunina klukkan 22.52 í gærkveldi, en þar voru þá tvær stúlkur að störfum. Hann ruddi stúlkunum frá sér, komst að pen- ingakassa í versluninni og náði þar einhverjum fjármunum, en ekki er talið að um háar fjárhæðir sé að ræða. Maðurinn hvarf síðan á brott og er ekki vitað með hvaða hætti hann fór af ránsstaðnum. Að sögn lögreglunnar slösuðust starfsmennirnir ekki í ráninu. Maðurinn virðist ekki hafa beitt vopni. Hann var að sögn sjónarvotta klæddur í svarta eða dökka úlpu með loðkraga, klæddur hvítum skóm og í snjáðum gallabuxum. Lögreglan í Kópavogi biður þá sem urðu varir við mann sem svar- ar til þessarar lýsingar að gefa sig fram. Rán í 11–11 í Kópavogi Lögreglan leitar manns í dökkri úlpu með loðkraga EVRÓPUMENN hafa lengi lýst Bandaríkjunum sem landi glæp- anna og niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar koma því mörgum á óvart, en hún leiddi í ljós að flestar tegundir glæpa eru algengari í Evrópu en Bandaríkj- unum. Skýrt er frá niðurstöðunum í danska dagblaðinu Berlingske Tid- ende og þar kemur fram að inn- brot eru þrisvar sinnum algengari í Danmörku en í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Þá eru rán 66% algengari í Frakklandi og hættan á því að verða fyrir árás er meiri í Englandi en í Bandaríkj- unum. Í skýrslunni kemur fram að skráðum afbrotum fjölgaði um 4% í löndum Evrópusambandsins á ár- unum 1997 til 2001 en fækkaði í Bandaríkjunum um tíu af hundr- aði. Að sögn Berlingske Tidende telja bandarískir sérfræðingar engan vafa leika á því að þyngri fangelsisdómar á síðustu tíu árum og bætt löggæsla hafi orðið til þess að glæpum fækkaði í Banda- ríkjunum. Glæpir algengari í Evrópu en vestanhafs TIL umræðu er að fjórir innlendir fjárfestahóp- ar komi að rekstri Norðurljósa samskiptafélags hf. en á hluthafafundi sem haldinn verður í dag verður tekin fyrir tillaga um að færa niður hlutafé um 80% og heimila stjórn að gefa út nýtt hlutafé fyrir svipaða upphæð. Þeir fjórir fjár- festahópar, sem hér er um að ræða, eru sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins aðilar á vegum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, aðilar sem tengjast S-hópnum svokall- aða, aðilar á vegum Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenzkrar erfðagreiningar, og Kaupþing-Bún- aðarbanki en bankinn er helzti lánardrottinn Norðurljósa. Hugmyndin mun vera sú, að marg- ir aðilar geti komið til sögunnar innan ramma þessara fjögurra fjárfestingarhópa. Gert er ráð fyrir að um verði að ræða tiltölulega jafna hluti. Evans gerir tilboð Jón Ólafsson, stjórn- arformaður og aðaleig- andi Norðurljósa, sagði á starfsmannafundi fé- lagsins í gær að tvær leiðir kæmu til greina til að tryggja áframhald- andi rekstur félagsins. „Það eru tveir aðilar sem hafa sýnt þessu áhuga og ég get ekki tjáð mig meira um það á þessu stigi málsins, en þið megið treysta því að það eru báðir aðilar mjög góðir að- ilar, hvor sem verður,“ sagði Jón á fundinum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði Bretinn Marcus Evans, sem sýnt hefur Norður- ljósum áhuga að undanförnu, í gær tilboð í rekst- ur félagsins. Fram hefur komið að Evans reki fyrirtæki með um 2.000 starfsmönnum í 41 landi, sem velti ríflega 26,5 milljörðum króna árlega. Jóhann Hlíðar Harðarson, trúnaðarmaður fé- lagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands hjá Norðurljósum, sagði að litlar upplýsingar hefðu komið fram á starfsmannafundinum; þær fréttir hefðu verið helztar að það væru engar fréttir. „Menn héldu að það myndi eitthvað gerast á fundinum, en svo var okkur sagt að eitthvað væri að gerast, þ.e. það stæðu yfir viðræður. Þá var okkur sagt að við gætum sofið róleg um næstu helgi og næstu helgar,“ sagði Jóhann Hlíðar. Rætt um að fjórir hópar komi að Norðurljósum LÖGREGLAN í Reykjavík af- stýrði árás 20–30 ungmenna á íbúð hjóna í fjölbýlishúsi við Miklubraut í fyrrakvöld. Kvöldið áður, eða á þriðjudagskvöld, var brotist inn í herbergi 16 ára gam- als sonar þeirra sem býr í kjallara fjölbýlishússins og eigur hans skemmdar. Að sögn piltsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, voru skemmdarvargarnir að gera alvöru úr hótun sinni við vinkonu hans. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir lögregl- una líta þessa atburði alvarlegum augum. Hann telur þó ekki að þarna sé um gengjaátök að ræða heldur átök milli einstaklinga sem svo safna liði. „Þetta eru ein- hver óuppgerð mál. Þetta eru einstaklingar í sitt hvorum hópn- um sem hefur eitthvað lent sam- an,“ segir hann. Morgunblaðið/Þorkell Íbúinn við Miklubraut í herbergi sínu, þar sem brotist var inn og unnin skemmdarverk. Brutust inn og unnu skemmdarverk  Lögreglan afstýrði/4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.