Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISÚTVARPIÐ er að hefja útvarpssendingar á FM-tíðn- inni 87,7 þar sem klassískri tón- list verður aðallega útvarpað. Eyjólfur Valdimarsson, for- stöðumaður þróunardeildar RÚV, segir þessa útsendingu vera hluta af tilraunum með stafrænt hljóðvarp, sem unnið sé að í samvinnu við Háskóla Íslands. Ríkisútvarpið er að taka í notkun stafrænan útvarpssendi sem er nýmæli hér á landi, seg- ir Eyjólfur. Til að taka á móti sendingum frá sendinum þurfi sérstakt stafrænt viðtæki. Samtímis tilraunaútvarpinu verði dagskráin því send út á hefðbundan hátt á FM bylgju svo almenningur geti heyrt út- sendinguna í venjulegum við- tækjum. Eyjólfur segir ekki enn búið að ákveða hvenær dagskrá út- varpsstöðvarinnar fari í loftið. Það verði á næstunni. Búið sé að setja upp einn sendi í Reykjavík og ekki á dagskrá að sendingin nái um allt land. RÚV með nýja út- varpsstöð FULL ástæða er fyrir astma- sjúklinga til að huga að góðri loftræstingu í eldhúsum þar sem notaðar eru gaseldavélar að mati Björns Árdal sérfræðings í astma hjá börnum. Lofttegund- ir sem leysast úr læðingi við notkun gass geta haft ertandi áhrif á öndunarfæri og ættu þeir sem viðkvæmir eru að gæta sín. Notkun gaseldavéla í heima- húsum hefur aukist töluvert á síðustu árum hérlendis. Gerðar hafa verið rannsóknir á áhrifum gass á astmasjúklinga og leiddi ein ítölsk rannsókn, þar sem fylgst var með 700 stúlkum á aldrinum 11 til 13 ára, í ljós að 300 stúlknanna þurftu að auka lyfjanotkun sína ef þær dvöldu lengi í eldhúsinu. Ekki liggur samt fyrir nein vitneskja um að fólk fái beinlínis astma af því að nota gas við mat- seldina. En hinir ættu að gæta sín að mati Björns. KONA á fimmtugsaldri, sem slasaðist alvarlega í árekstri tveggja bíla við Eiðsgranda 7. nóvember sl., er á batavegi á Landspítalanum í Fossvogi. Hún losnaði úr öndunarvél í gær en liggur áfram á gjörgæsludeild- inni og er líðan hennar eftir atvik- um, að sögn vakthafandi læknis. Á batavegi eftir slys ALVARLEG slagsmál brutust út í Vogaskóla í gær milli tveggja drengja sem enduðu með því að annar þeirra missti meðvitund. Hafði hann verið sleginn niður og traðkað á hon- um. Kallað var á sjúkrabifreið en þegar hún kom á staðinn var drengurinn kominn til meðvit- undar aftur, en fluttur á slysa- deild. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. Meðvitund- arlaus eftir slagsmál Astmaveikir sýni varúð Gaseldavélar LÖGREGLAN í Reykjavík afstýrði í fyrrakvöld stórri árás 20 til 30 manna á íbúa í íbúð við Miklu- braut. Hjón, með barn, búa í íbúðinni en 16 ára gamall sonur þeirra býr í herbergi í kjallara húss- ins. Á þriðjudagskvöld var brotist inn í herbergi piltsins og unnin skemmdarverk á eigum hans, sjónvarp og útvarp eyðilögð, spegill brotinn og DVD-spilara stolið. Pilturinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segist þekkja til árásarmannanna og að þeir hafi verið að láta verða af hótun sinni við vinkonu piltsins. Árásarmennirnir hafi verið í leit að öðrum pilti og töldu vinkonuna vita hvar hann væri niðurkominn. Vinkonan gat engu svarað þrátt fyrir hótanir þeirra um að ráðast inn í her- bergið og vinna þar skemmdarverk. Þegar pilturinn sá hvernig komið var fór hann upp í íbúð foreldra sinna, sem er á annarri hæð í sama húsi, og hafði næturstað þar. Kvöldið eftir, á miðvikudagskvöld, fékk lögregl- an veður af fyrirhugaðri árás og sendi mannafla á staðinn til að taka á móti árásarliðinu. Flestir flúðu þegar þeir sáu lögregluna en þeir sem náðist í voru afvopnaðir og látnir fara. Þeir voru vopnaðir hafnaboltakylfum og öðrum bareflum. Enginn var samt handtekinn, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns, enda var um fyrirbyggjandi að- gerð að ræða af hálfu lögreglunnar. Ekki um gengjaátök að ræða Síðar um nóttina gerðu nokkrir úr hópnum aðra tilraun og tókst þá að brjóta rúðu í húsinu á meðan húsráðendur voru heima. Lögreglan kom þá öðru sinni en greip í tómt þar sem árásarmenn voru á bak og burt. Geir Jón segir lögregluna líta þessa atburði alvarlegum augum. Hann vill ekki meina að þarna sé um gengjaátök að ræða heldur átök milli einstaklinga sem svo safna liði. „Þetta eru einhver óuppgerð mál. Þetta eru einstaklingar í sitt hvorum hópnum sem hefur eitthvað lent sam- an,“ segir Geir Jón og bætir við að einstakling- unum hafi lent saman fyrir einhverjum tíma og að átök virðist blossa upp af og til. Lögreglan afstýrði stórri árás við Miklubraut í fyrrakvöld Gripdeildir og skemmd- arverk kvöldið áður Morgunblaðið/Þorkell Skemmdir voru unnar á eigum 16 ára pilts í kjallaraherbergi fjölbýlishúss við Miklubraut. NÝTT kortatímabil hófst í gær og segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, að þar með hafi jóla- verslunin hafist. „Það er margsannað að nýtt kortatímabil hefur áhrif,“ segir Sigurður. „Menn eru búnir að vera að skoða en núna fer fólk að kaupa.“ Að sögn Sigurðar geta verslanir valið um hvort þær séu með fast út- tektartímabil frá 18. dags mánaðar til 17. dags næsta mánaðar eða ver- ið með breytilegt tímabil. Sigurður segir að mjög margar verslanir velji gjarnan breytilegt tímabil og þá hefjist nýtt tímabil um þessar mundir, 13. nóvember, 6. desember og 8. janúar. Það má því búast við að nú fari að fjölga í verslunum fram að jólum. Verslun eykst með nýju kortatímabili Morgunblaðið/Júlíus Það er margt um manninn í Kringlunni þessa dagana líkt og víða. Í YFIRLÝSINGU frá Páli Skúlasyni háskólarektor, sem birtist í Morg- unblaðinu laugardaginn 8. nóv- ember, var orði breytt í meðförum blaðsins og breytti það merkingu yfirlýsingarinnar. Þessi breyting á textanum samræmist ekki vinnu- reglum blaðsins. Morgunblaðið bið- ur Pál Skúlason háskólarektor af- sökunar á mistökunum. Afsökunarbeiðni ÞAÐ þarf að draga skýra línu á milli fréttaefnis og auglýsinga, sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður frétta- sviðs Ríkisútvarpsins, á fundi sem Politica, félag stjórnmálafræðinema, hélt í Háskóla Íslands í gær. „Mér ógnar það sem ég heyrði í gær og það sem ég heyri í dag, það að það sé verið að bjóða mönnum að koma í umræður eða umfjöllun gegn greiðslu,“ sagði Bogi, og vísaði þar til fréttar um að bókaútgefendum hefði verið boðin góð umræða gegn greiðslu í þættinum Ísland í dag á Stöð 2, eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á miðvikudag. Einnig minntist hann á það sem hann hefur frá stjórnmálaflokk- unum að þeir hafi verið beðnir um að kosta sinn kandídat í umræðuþætti fyrir kosningarnar. „Þarna erum við komin út á mjög, mjög hálan ís, en með hvaða hætti við ætlum að koma í veg fyrir þetta er mér ekki ljóst,“ sagði Bogi. Hann ítrekaði að tvennt yrði að vera alveg ljóst þegar kemur að fjölmiðlum; hver eigi miðilinn og hvað sé auglýsing og hvað sé rit- stjórnarlegt efni. Gagnsæi eitt af grunngildunum Fundurinn var haldinn af félagi stjórnmálafræðinema, og var rætt um reglur um eignarhald á fjöl- miðlum, hættu á fákeppni á fjöl- miðlamarkaðnum og annað tengt fjölmiðlum. Auk Boga sátu fyrir svörum ritstjóri Fréttablaðsins, varaformaður Samfylkingarinnar og prófessorar í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að mikilvægt væri að við- halda vissum grunngildum þegar kæmi að fjölmiðlum, gildum eins og málfrelsi, fjölbreytni, sjálfstæði og gagnsæi. Hún sagðist ekki sjá þörf á því að rjúka til og setja lög um eign- arhald á fjölmiðlum í kjölfar samein- ingar Fréttablaðsins og DV, en sagði að vel mætti skoða að setja í lög að eignarhald á fjölmiðlum verði öllum ljóst. Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði, sagði gagnsæið mik- ilvægt í þessu samhengi, og taldi rétt að auka möguleika almennings til þess að vita hver á ákveðna fjöl- miðla til að hægt sé að gera sér grein fyrir eignartengslum. Undir þetta tók Ólafur Þ. Harðarson, pró- fessor í stjórnmálafræði, sem sagði þó að Alþingi þurfi að stíga varlega til jarðar hvað varðar löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum til að skerða ekki stjórnarskrárbundinn rétt manna til að eiga fyrirtæki. Hann sagði þó að lög um gagnsæi komi vel til greina í því samhengi. Ólafur minnti þó á það að neytendur hafi síðasta orðið og ef þeir verði varir við slagsíðu hjá ákveðnum fjölmiðli hætti þeir einfaldlega að taka mark á honum. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, sagði það „algerlega ófært“ að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum, og vísaði til orða Ólafs um hvernig slíkt gæti brotið gegn stjórnarskrá. Hann benti á að sam- keppnislög myndu hindra sömu aðila í að eignast mörg fyrirtæki á þessum markaði eins og hverjum öðrum markaði. Forstöðumaður fréttasviðs RÚV gagnrýnir umfjöllun gegn greiðslu á fundi „Komin út á mjög, mjög hálan ís“ Morgunblaðið/Jim Smart Bogi: „Mikilvægt að hafa skýr skil milli auglýsinga og ritstjórnarefnis.“ STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.