Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fór í ræðu sinni um utanrík- ismál á Alþingi í gær ítarlega yfir það hvað felst í fram- boði Íslands til sætis í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Framboð Íslands var formlega til- kynnt aðildarríkj- um samtakanna í haust í samræmi við ákvörðun rík- isstjórnarinnar. Kosningarnar fara fram haustið 2008. Íslendingar urðu aðilar að SÞ árið 1946 en hafa aldrei tekið sæti í öryggisráðinu. Utanríkisráðherra sagði að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um framboð Íslands til öryggisráðsins markaði tímamót í íslenskri utanrík- isstefnu. „Hvort tveggja baráttan fyrir kjöri í ráðið og þátttaka í störf- um þess gerbreytir ásýnd og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna,“ sagði hann. „Með þessari ákvörðun eru send þau ótvíræðu skilaboð til um- heimsins að Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki sem sé reiðubúið að leggja af mörkum til varðveislu friðar og öryggis í heiminum. Utanríkis- þjónustan hefur verið efld á undan- förnum árum og er nú betur í stakk búin til að takast á við svo umfangs- mikið verkefni sem aðild að örygg- isráðinu er. Ísland hefur nú sendiráð í höfuðborgum sjö af helstu iðnríkja heims. Sendiráðin utan Vesturlanda eru mikilvæg vegna viðskiptahags- muna og út frá forsendum þróunar- aðstoðar en þau gegna einnig mik- ilvægu pólitísku hlutverki. Þetta hlutverk fer vaxandi þegar af aðild að öryggisráðinu verður og sendiráðin eru í raun alger forsenda þess að framboð okkar til öryggisráðsins sé mögulegt.“ Ráðherra sagði að í þeirri vinnu sem framundan væri, varðandi und- irbúning framboðsins, yrði haft náið og vaxandi samráð við utanríkismála- nefnd Alþingis og þau frjálsu félaga- samtök sem málið varðaði. „Löng hefð er fyrir þátttöku þingmanna í störfum allsherjarþingsins og það er vilji hjá utanríkisráðuneytinu að auka enn frekar þessa þátttöku í samvinnu við Alþingi. Þannig geta þeir fylgst grannt með undirbúningi framboðs- ins og síðar málefnavinnu og mál- flutningi innan ráðsins. Þá hefur áður verið vikið að nánu samráði Norður- landanna, en aðstoð þeirra bæði í framboðinu og við upplýsingaöflun um þau mál sem tekin verða fyrir í öryggisráðinu mun skipta miklu.“ Í máli ráðherra kom fram að í kynningu á framboði Íslands og síðar í störfum innan öryggisráðsins yrði stuðst við nokkrar megináherslur. Styðja viðleitni Kofi Annans Ein þeirra áherslna fælist í því að stuðla að umbótum með tillögugerð og þátttöku í starfi öryggisráðsins í því skyni að auka skilvirkni. „Ísland hefur á undanförnum árum lagt áherslu á umbætur í starfi og upp- byggingu Sameinuðu þjóðanna og stutt umbótaviðleitni Kofi Annans, aðalframkvæmdastjóra samtakanna. Með því hefur Ísland áunnið sér virð- ingu og tiltrú samstarfsríkja. Íraks- málið hefur á margan hátt afhjúpað veikleika Sameinuðu þjóðanna og sýnt fram á nauðsyn aukinnar skil- virkni. Ísland styður fjölgun jafnt kjörinna og fastra sæta í öryggis- ráðinu og að neitunarvald verði skil- yrt. Við vonumst til að þessar breyt- ingar verði til að tryggja það að öryggisráðið geti betur sinnt þeim skyldum sem því var í upphafi ætlað að sinna,“ sagði hann. Ráðherra vék einnig að þátttöku Íslands í alþjóðlegu þróunarstarfi. Ítrekaði hann m.a að stefnt yrði að því að auka framlag Íslands til þróun- armála verulega á næstu árum. Þá fjallaði hann um Alþjóðaviðskipta- stofnunina og svonefndan Kankún- fund stofnunarinnar, sem haldinn var í september sl. Ítrekaði ráðherra að það hefðu verið vonbrigði að ekki skyldist nást samkomulag á þeim fundi. Hann sagði þó að ekki væri öll nótt úti enn. Hann sagði að í viðræð- unum væri lögð mest áhersla á við- skipti með vörur og þjónustu. „Í land- búnaði er lögð áhersla á að iðnríki veiti markaðsað- gang fyrir vörur þróunarríkja og dragi úr þeim ríkis- styrkjum sem trufla alþjóðleg viðskipti og þar eru útflutn- ingsbætur verstar. Markaður á Íslandi er opinn fyrir flestar þær landbúnaðar- vörur sem eru mik- ilvægar fyrir þróun- arríkin og er Ísland mun betur sett hvað það varðar en mörg önnur ríki. Einnig höfum við stutt afnám útflutningsstyrkja eða að þeim séu sett ákveðin tímamörk, þar sem í raun er verið að flytja út heima- tilbúinn vanda sem skekkir sam- keppnisstöðuna.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi það m.a. að í ræðu ráðherra hefði fyrst og fremst verið talað um eitt mál, þ.e. framboð Íslands til öryggisráðs SÞ. Aðallega talað um eitt mál Hann gagnrýndi að ekki hefði ver- ið minnst á Írak, Evrópumálin og staðfestingu samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið (EES-samn- ingsins). Össur kvaðst einnig sakna þess að í ræðu ráðherra hefði ekki komið fram hvað fram- boð Íslendinga til öryggisráðs- ins myndi kosta. „Hvað á þetta að kosta? Hafa menn ekki haft fyrir því að leggja mat á það?“ Össur sagði sjálfsagt að ræða mál- flutning ráðherra um framboðið til öryggisráðsins. Hann taldi þó að sá málflutningur stæðist ekki að öllu leyti. „Inn í málflutninginn vantar að varpa ljósi á það samhengi sem um- sóknin óhjákvæmilega er í varðandi önnur atriði utanríkismálastefnu rík- isstjórnarinnar, ekki síst afstöðu hennar til öryggisráðsins og virðing- arleysisins sem hæstvirt ríkisstjórn, sér í lagi hæstvirtur utanríkisráð- herra, sýndi ráðinu þegar Íraksdeil- an stóð sem hæst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, tók í sama streng varðandi þetta málefni í sinni ræðu, síðar í umræðunni. Össur sagði að svartasti blettur þessarar ríkisstjórnar væri Íraks- málið. „Ég sakna þess að ráðherra skuli ekki reifa hvaða áhrif hann telur að afstaða ríkisstjórnarinnar í því máli kunni að hafa á framboð okkar til öryggisráðsins. Telur hæstvirtur utanríkisráðherra virkilega að sú af- staða skipti engu máli? Auðvitað skiptir hún máli. Ég tel að hæstvirtur utanríkisráðherra muni aldrei geta með sæmilegu móti varið þá ákvörð- un að teyma okkur Íslendinga nauð- uga til fylgilags við Bandaríkjamenn í Írak.“ Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður ut- anríkismálanefndar þingsins, gerði EES-samninginn m.a. að umtalsefni og sagði að hann væri einn mikilvæg- asti samningur Íslands á viðskipta- sviðinu. EES-samningnum fagnað „Nú hafa EES- og EFTA-ríkin undirritað samningana um stækkun EES-svæðisins og er það sérstakt fagnaðarefni. Vafalaust bíða okkar ný tækifæri á enn stærri markaði. Hæstvirtur utanríkisráðherra hefur látið í ljós efasemdir um að Evrópu- sambandið fáist til að endurskoða samninginn, þrátt fyrir að það hafi gefið það skýrt til kynna í upphafi stækkunarferilsins. Það er visst áhyggjuefni að ekki skuli vera hægt að treysta því betur sem kemur að Evrópusambandinu. Þetta er atriði sem ég tel rétt að utanríkismálanefnd skoði vel næstu mánuði.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, kvaðst ekki gera athugasemd- ir við það að í ræðu ráðherra væri að- allega einblínt á framboðið í öryggisráðinu. Hann sagði þó að það væri umhugsunarefni ef verið væri að gefa þann tón að öll utanríkismál á Íslandi og uppbygging utanríkisþjón- ustunnar og áherslur myndu næstu árin meira og minna snúast um fram- boðið. Síðar í ræðu sinni vísaði Steingrím- ur til ummæla Halldórs um umbóta- viðleitni Kofi Annans. „Ég fagna því að opinberlega er afstaða Íslands sú að við styðjum viðleitni Kofi Annans til endurskipulagningar á starfsemi öryggisráðsins,“ sagði hann en tók fram að miklar efasemdir væru uppi um að það næðist nokkurn tíma fram að ganga. „Þeirri skoðun vex fylgi, a.m.k. meðal fræðimanna á þessum sviðum, að kannski verði að endingu eina leiðin að leggja öryggisráðið nið- ur og stofna á grunni þess nýja stofn- un; einhvers konar framkvæmda- stofnun öryggismála, þar sem gamla neitunarvaldið verður alls ekki til staðar,“ sagði hann. „Ég tel að Ísland sem smáríki ætti að taka það alvar- lega til athugunar að skipa sér í hóp þeirra ríkja sem fremst eru og lengst vilja ganga í því að endurskipuleggja þetta kerfi.“ Gagnrýnir útþensluna Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gerði kostnað vegna utanríkisþjónustunnar m.a. að umtalsefni. Hann sagði að utanríkis- þjónustan hefði þanist mikið út á undanförnum árum. „Útgjöld utan- ríkisráðuneytisins voru tveir millj- arðar kr. árið 1996 skv. ríkisreikn- ingi. Þau voru hins vegar orðin 5,5 milljarðar á síðasta ári. Aukningin á þessum sex árum er um 170% en vísi- tala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 26%. Sendiráðum Íslands fjölgaði úr átta í fjórtán. Stofnkostn- aður við sendiráð Íslands í Japan var 700 milljónir. Árlegur rekstrarkostn- aður er þar um 100 milljónir.“ Guðjón sagði að því væri gjarnan haldið fram að sendiráð skiptu sköpum varðandi útflutning Íslendinga. „Samkvæmt nýjustu fréttum hafa viðskipti við Japan minnkað á þeim tíma sem lið- inn er frá því 700 milljónum var varið til að opna sendiráðið,“ sagði hann. Þetta benti m.ö.o. til annars en að sendiráð skipti sköpum varðandi út- flutning. ÞINGMENN komu til Alþingis í gær til að hlýða á ræðu Halldórs Ásgríms- sonar um það hvað felst í framboði Íslands til sætis í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Hér er einhver á hraðferð úr þingskálanum til þingsalarins. Morgunblaðið/Jim Smart Þrammað í þingsalinn Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fjallaði um framboð til öryggisráðs SÞ á Alþingi Ákvörðun um framboð til öryggisráðs SÞ markar tímamót Halldór Ásgrímsson ÞEIR frambjóðendur til stjórnar Heimdallar sem telja sig hafa verið beitta órétti í síðustu kosningum til stjórnar hafa lagt fram kæru til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna aðalfundar Heimdallar 1. október sl., og krefjast kærendur þess að miðstjórn beini þeim til- mælum til stjórnar Heimdallar, að þegar í stað verði boðað til nýs að- alfundar. Þá er óskað eftir að mið- stjórn úrskurði um lögmæti aðal- fundarins og hvort eðlilega og löglega hafi verið staðið að fram- kvæmd hans og skipulagi. Þá vilja kærendur einnig að könnuð verði meint misnotkun á aðstöðu og eign- um flokksins í kosningabaráttunni. Í kærunni er því haldið fram að fráfarandi stjórn Heimdallar hafi þverbrotið viðteknar lýðræðis- og hlutleysishefðir í aðdraganda og við framkvæmd stjórnarkjörsins 1. október. Því til stuðnings benda kærendur m.a. á þá ákvörðun for- manns og stjórnar að neita fram- boði kærenda um aðgang að kjör- skrá og félagatali Heimdallar á sama tíma og lykilaðilar í mótfram- boðinu hafi haft aðgang að hvoru tveggja. Þá er það gagnrýnt að stjórn félagsins hafi séð nánast sjálf um alla framkvæmd og und- irbúning stjórnarkjörsins í stað þess að fela það hlutlausri kjör- stjórn og telja kærendur það sér- lega ámælisvert í ljósi þess að stjórnin hafi stutt annað framboðið og verið virk í kosningabaráttunni. Jafnframt er gagnrýnd sú ákvörðun stjórnar að fresta fyrir- töku nýskráninga, að fyrirvaralítið hafi reglum um framkvæmd aðal- fundarins verið breytt og að fram- boði kærenda hafi verið neitað um upplýsingar og aðgang að fundar- gerðum stjórnar Heimdallar sem lutu að undirbúningi og fram- kvæmd kosninganna. Brot á reglum og hefðum flokksins Þá telja kærendur að ákvarðanir fyrrverandi og núverandi stjórnar Heimdallar um að neita 1.152 að- ilum um inngöngu í flokkinn feli í sér brot á reglum og hefðum flokksins. „Niðurstaða kærenda varðandi höfnun 1152 nýskráninga er því sú að málefnalegar forsendur fyrir ákvörðun hafi skort, lög flokksins rangtúlkuð, meðalhófs- reglna ekki gætt og því sé um vald- þurrð að ræða, þ.e. fráfarandi og núverandi stjórn Heimdallar hafi með ákvörðunum sínum farið út fyrir valdheimildir sínar,“ segir í kærunni. Kærendur óska einnig eftir áliti miðstjórnar á því sem kallað er „augljóst ójafnræði“ milli framboð- anna, þ.e. þegar starfsmenn nota fjöldapóstsendingar frá netfangi flokksins í þágu annars framboðs- ins og nota félagsheimili Sjálfstæð- isflokksins sem kosningamiðstöð sama framboðs á meðan hitt þarf að leigja húsnæði fyrir eigin kostnað á frjálsum markaði. Fyrrverandi frambjóðendur kæra til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna aðalfundar Heimdallar Miðstjórn beiti sér fyrir nýjum aðalfundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.