Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 18
VÖRUBÍLSTJÓRINN Terry Gilmore í Bandaríkjunum var nýlega á ferð á hrað- braut og ákvað að skipta um föt án þess að stansa. Bílstjórinn, sem er 59 ára gamall, segist hafa sett hraðastillinn á 60 mílna hraða, nærri hundrað kílómetra. En hann mis- reiknaði beygju með þeim afleiðingum að bíllinn, með tengivagn í eftirdragi, fór út af og valt. Gilmore slasaðist lítið en var samt færð- ur á sjúkrahús til vonar og vara. Kona, sem varð vitni að atburðinum, sagði að hann hefði verið allsnakinn þegar hún fór að huga að honum við vörubílinn eftir slysið. Öldruðum hrint Vísindamenn í Indiana vilja vita hvað valdi því að margt gamalt fólk detti. Fengnir hafa verið sjálfboðaliðar til að standa á palli með mælitækjum til að rannsaka hvernig þeir haldi sér uppréttum. Vísindamennirnir ýta síðan varlega við þeim til að láta þá missa jafnvægið. En aðstoðarmenn eru til- búnir að grípa tilraunadýrin áður en þau detta. Shirley Rietdyk, sem sér um rann- sóknina, segir að kannski megi efna til námskeiða þar sem aldraðir æfi sig í að detta án þess að meiða sig. „Átum allt nema skóna“ Tíu afkomendur bresks trúboða sem var drepinn, soðinn og síðan étinn á Fidjieyj- um fyrir 136 árum tóku nýlega þátt í helgi- athöfn í þorpinu Nabutautau þar sem at- burðurinn átti sér stað. Íbúarnir segja að bölvun hafi hvílt yfir staðnum síðan trú- boðinn, séra Thomas Baker, dó. Markmiðið með athöfninni var að sýna iðrun og fá bölvuninni aflétt. Einn afkom- andinn, Anita Russell, viðurkenndi að hún hefði verið svolítið smeyk. Til er gömul frásögn manns sem tók þátt í að myrða Baker og snæða líkamsleifar hans. „Við átum allt nema skóna,“ sagði hann. „Vertu svo væn að hringja“ Rösklega fimmtugur Nevada-maður hefur leigt sér auglýsingaskilti fyrir 1.000 dollara, um 76 þúsund krónur, við rykugan veg utan við Las Vegas í von um að poppsöngkonan Celine Dion, sem býr í grenndinni, taki eftir því og hafi samband. Á skiltinu stendur: „Celine Dion: Ég er búinn að semja lag handa þér. Vertu svo væn að hringja í mig og þá færðu bæði lag og texta hjá mér“. Síðan fylgir númerið. Hjólhestur örlaganna Tvítugur maður í Tansaníu fylltist örvænt- ingu þegar hann uppgötvaði að reiðhjóli, sem var í vörslu hans en yfirmaður hans átti, hafði verið stolið. Maðurinn drekkti sér því í næstu rotþró eftir að hafa greint yfirmanninum frá því sem gerst hafði. Stuttu eftir að lík mannsins fannst skil- aði vinur hans hjólinu, sem hann hafði fengið að láni, að því er Daily Times í Tan- saníu greindi frá. Afklæddist á hundrað ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fatahönnuðurinn Nicole van Notten á Nýja-Sjálandi mátar hatt sem hún hannaði og skreytti með lakkrís. Reuters Gómsætur hattur LJÓST er, að George W. Bush Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hafa ákveðið að breyta um stefnu í málefnum Íraks í veiga- miklum atriðum. Í stað hinnar upphaflegu sjö-þrepa-áætlunar, sem meðal annars gerði ráð fyrir nýrri stjórnarskrá áður en gengið yrði til kosninga, er nú stefnt að skipan íraskrar ríkisstjórnar á næsta sumri eða næsta haust. Haft er eftir ónefndum, bandarísk- um embættismanni, að með þessu sé Bush að þreifa fyrir sér um „út- gönguleið“ út úr Írak með forseta- kosningarnar á næsta ári í huga. Stefnubreytingin var ákveðin á tveggja daga fundi í Washington með Bush, helstu ráðgjöfum hans og Paul Bremer, ráðsmanni Bandaríkjastjórnar í Írak. Ástæð- an er einfaldlega sú, að vaxandi ör- væntingar gætir meðal banda- rískra ráðamanna um framvinduna í Írak en þar eru nú gerðar 30 til 35 árásir daglega á Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Eins og til að undirstrika það féllu 18 ítalskir lögreglumenn í sjálfsmorðsárás í borginni Nas- iriyah á sama tíma og fundurinn í Washington stóð yfir. Bush sagði á fréttamannafundi í Washington í gær, að hann hefði falið Bremer að „útfæra áætlun“ um að flýta fyrir sjálfstjórn Íraka en vék sér undan spurningum um einstök atriði áætlunarinnar. Leynileg skýrsla bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um ástandið í Írak hefur einnig haft sitt að segja um niðurstöðu fund- arins í Washington. Í henni segir, að ástandið í landinu sé stóralvar- legt og birtist í því, að íraskur al- menningur sé hættur að trúa því, að Bandaríkjamenn geti komið á röð og reglu í landinu. Um leið vaxi andspyrnunni fiskur um hrygg með degi hverjum. Bremer sammála CIA-skýrslunni Talsmenn CIA og Hvíta hússins neita raunar að staðfesta tilvist skýrslunnar en frá henni var fyrst sagt í dagblaðinu The Philadelphia Inquirer. Ónefndir embættismenn utan þessara stofnana segja hins vegar, að skýrslan, sem er dagsett 10. nóvember og samþykkt af Bremer, sé sú svartasta, sem þeir hafi séð frá því að ráðist var inn í Írak. Helstu atriði hennar eru eftirfarandi:  Skoðanakönnun á vegum bandaríska utanríkisráðuneyt- isins sýnir, að meirihluti Íraka lítur nú á bandarísku hermenn- ina sem hernámslið en ekki sem frelsara.  Stöðugt fleiri virðast vera til- búnir til að taka þátt í andspyrn- unni gegn Bandaríkjunum, m.a. vegna þess, að þeir telja, að bandarískir hermenn hafi nið- urlægt sig og fjölskyldur þeirra.  Íraska framkvæmdaráðið er lík- lega ófært um að stjórna vegna þess, að það nýtur sáralítils stuðnings meðal landsmanna.  Trúlega er ekki hægt að loka landamærum Íraks og ná- grannaríkjanna til að koma í veg fyrir, að útlendir öfga- og hryðjuverkamenn flykkist til landsins.  Mikil hætta er á, að sjítar, sem eru meirihluti landsmanna, muni brátt taka höndum saman við súnní-múslíma í árásum á bandaríska hermenn.  Sagt er, að verði engin breyting á til batnaðar alveg á næstunni muni tilraunir til að gera Írak að fyrsta lýðræðisríkinu í Mið- Austurlöndum engan árangur bera. Tillögurnar, sem Bremer hafði með sér frá Washington, eru raun- ar fremur hugmyndir en ákveðin áætlun og hyggst hann reyna að útfæra þær í samráði við íraska framkvæmdaráðið. Ein af þessum hugmyndum er sú, að haldnar verði kosningar í landinu á næsta ári og þá kosið fulltrúaráð, sem aftur skipi ríkisstjórn og setji sam- an nýja stjórnarskrá. Að því búnu yrði aftur efnt til kosninga. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir, að fyrst yrði lokið við samningu stjórnarskrár og síðan efnt til kosninga. Íraska framkvæmdaráð- ið er mótfallið því og segist nú ekki munu koma nálægt stjórnarskrár- málinu nema það fái full völd sem ríkisstjórn. Þótt írösk bráðabirgðastjórn taki við völdum í landinu fyrr en ætlað var, þýðir það ekki, að bandarísk- ur her verði fluttur burt að bragði. Slík stjórn er hins vegar líkleg til að njóta meiri stuðnings lands- manna en framkvæmdaráðið nú og gæti gert Bandaríkjastjórn kleift að fækka verulega í herliðinu fyrir forsetakosningarnar næsta haust. „Þolinmæði Íraka er á þrotum. Hvað, sem við köllum okkur, erum við hernámslið, og við getum ekki haft öll völd í landinu fram á næsta haust,“ sagði bandarískur embætt- ismaður. Bush sagður leita að „útgönguleið“ í Írak Árásir, kolsvört CIA-skýrsla og kosningar að ári valda stefnubreytingu AFP, Los Angeles Times. Reuters Bush forseti stígur út úr flugvél sinni nálægt Washington í gær. ÍTALSKUR herlögreglumaður í Róm við krans til minningar um átján Ítali sem létu lífið í sprengju- árás í írösku borginni Nasiriyah í fyrradag. Ítalir eru felmtri slegnir vegna mannfallsins sem kynti undir kröfum kommúnista og græningja um að ítölsku her- mennirnir í Írak yrðu kallaðir heim þegar í stað. Stjórn Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, hafnaði þeirri kröfu í gær á tveggja klukkustunda neyð- arfundi sem hófst með mínútu þögn til að minnast fórnarlamb- anna. Stjórnin lýsti yfir þjóð- arsorg daginn sem Ítalirnir átján, sextán herlögreglumenn og tveir óbreyttir borgarar, verða bornir til grafar, hugsanlega á mánudag. Varnarmálaráðherra Ítalíu, Antonio Martino, fór til Nasiriyah og sagði að „sama höndin“ og réðst á Bandaríkin 11. september 2001 hefði nú ráðist á Ítali. Helstu dagblöð Ítalíu tóku í sama streng og vitnuðu í svipuð ummæli yf- irmanns herlögreglumannanna: „Þetta er okkar ellefti sept- ember.“ Dagblaðið Corriere della Sera sagði að Ítalir hefðu haldið að þeim stafaði ekki hætta af hryðju- verkum, eins og einhver töfra- skjöldur verndaði þá, en sú tálvon væri nú brostin. Reuters „Þetta er okkar 11. september“ NÚ er ekki rétti tíminn fyrir Japan að senda hermenn til Íraks, að því er talsmaður japönsku stjórnar- innar sagði í gær. Gaf hann þar með í skyn að hin mannskæða árás skæruliða á ítalskt herlögreglulið í Suður-Írak í fyrradag kynni að verða til þess að seinka því fram á næsta ár að japanskt herlið taki þátt í friðargæzlu í Írak. Vonir japanskra ráðamanna höfðu staðið til þess að senda liðs- afla til að taka þátt í endurreisn- arstarfinu í Írak fyrir lok þessa árs. En Yasuo Fukuda, talsmaður ríkisstjórnarinnar í Tókýó, sagði að öryggisástandið í landinu væri enn ekki komið í nógu gott horf. Lýstu ýmsir stjórnarliðar stuðn- ingi við þessa afstöðu. Síðar í gær sagði Junichiro Koiz- umi, forsætisráðherra Japans, að fylgjast þyrfti vel með þróun mála í Írak. Hann útilokaði ekki að jap- anskt herlið yrði sent á staðinn fyr- ir árslok. Danska stjórnin íhugar að fjölga í liðsafla Dana í Írak Danski varnarmálaráðherrann Svend Aage Jensby greindi frá því í gær að danska stjórnin væri að íhuga að fjölga í danska herliðinu í Írak eftir árásina á miðvikudag. Samtök hermanna í danska hernum hafa hvatt stjórnina til að senda 100 manna liðsauka til að styrkja danska friðargæzluliðið í Basra í Suður-Írak, en í því eru nú 410 hermenn sem starfa innan vé- banda brezka hernámsliðsins á svæðinu. Japanskt lið ekki til Íraks um sinn Tókýó, Kaupmannahöfn. AP. ÞETTA GERÐIST LÍKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.