Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Skulda mest | Þórshafnarhreppur og Húsavíkurbær skulda mest allra sveitarfé- laga landsins, miðað við íbúafjölda. Skuldir á hvern íbúa á Þórshöfn námu 1352 þúsund krónum um síðustu áramót og samsvarandi upphæð á Húsavík var 1278 þúsund kr. Í nýútkominni Árbók sveitarfélaga kem- ur fram að skuldir og skuldbindingar sveit- arsjóða og stofnana sveitarfélaganna námu um 627 þúsund krónum að meðaltali um síðustu áramót. Fram kemur að mikill munur er á milli sveitarfélaga, eða frá 8 þúsund kr. á íbúa og upp í 1352 þúsund. Lægstu skuldir á hvern íbúa voru í Broddaneshreppi í Strandasýslu, tæpar 8 þúsund krónur. Í sveitarfélaginu eru 63 íbúar. Samsvara skuldirnar innan við 3% af árstekjum hreppsins. Mestu skuldirnar eru eins og áður segir á Þórshöfn, 1352 þúsund á íbúa. Samsvara skuldirnar 264% af árstekjum sveitarfé- lagsins. Þetta hlutfall er enn hærra á Húsa- vík, þótt skuldir á mann séu heldur lægri, eða 1278 þúsund, því skuldirnar nema 278% af tekjum sveitarfélagsins. Meðaltalið yfir landið er um 160% af tekjum. Auk skulda og skuldbindinga sveitarsjóðanna eru í þessum tölum skuldir og skuldbindingar stofnana þeirra, svo sem hafna, vatnsveitna og félagslegs íbúðarhúsnæði veitustofnana. Þannig vega skuldir vegna félagslegs íbúð- arhúsnæðis á vegum Þórshafnarhrepps þungt í þessum samanburði sem og sam- reknar veitustofnanir Húsavíkurbæjar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Mestar tekjur á íbúa | Skilmannahrepp- ur undir Akrafjalli hefur langhæstu skatt- tekjur allra sveitarfélaga landsins, miðað við íbúafjölda. Fasteignaskattur sem hrepp- urinn fær er tvöfalt meiri en útsvör fólksins. Tekjur sveitarsjóðs Skilmannahrepps námu 531 þúsundi króna á hvern íbúa á síð- asta ári, samkvæmt því sem fram kemur í Árbók sveitarfélaga. Í hreppnum eru 144 íbúar. Fasteignaskattar skila meirihluta teknanna og svara þeir til 285 þúsund kr. á hvern íbúa á meðan að meðalútsvarið er 139 þúsund. Stórverksmiðjurnar á Grund- artanga standa sem kunnugt er ýmist að öllu leyti eða hluta á landi hreppsins. Meðalskatttekjur sveitarfélaganna í landinu voru á síðasta ári liðlega 250 þúsund krónur á íbúa. Sveitarfélög sem hafa stór- verksmiðjur, virkjanir eða óvenjulega mörg sumarhús innan sveitarfélagamarkanna hafa yfirleitt úr mestu tekjunum að spila. Þannig er Ásahreppur í Rangárvallasýslu með liðlega 450 þúsund króna skatttekjur á mann og Grímsnes- og Grafningshreppur með tæplega 430 þúsund, báðir vegna til- tölulega mikilla tekna af fasteignasköttum. Nýtt tímarit meðhöfuðstöðvar áAkureyri hefur göngu sína snemma í næsta mánuði. Útgefandi verður Ásprent-Stíll en ritstjóri blaðsins er Guðný Jóhannesdóttir, sem þar til nýlega starfaði sem blaðamaður fyrir Fróða á Akureyri. Guðný er vara- bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Framsóknarflokkinn og formaður íþrótta- og tómstundaráðs. Tímaritið, sem á að heita Við, kemur út mán- aðarlega og efni þess á að spanna „mannlífsflóruna eins fjölbreytt og hún er“, eins og Guðný orðar það, á Norður- og Austurlandi en blaðið verður „að sjálf- sögðu“ einnig til sölu í Reykjavík. Guðný og Við Fullt var út úr dyrum og komust því færri að envildu á arabískt kvöld sem haldið var í Ed-inborgarhúsinu á Ísafirði á dögunum. Sérstakir gestir kvöldsins voru mæðgurnar Amal Tamimi sem stundar nám í félagsfræði við Háskóla Íslands og Vala Abilibdeh. Amal flutti erindi um Palestínu og síðan dönsuðu mæðgurnar magadans. Amal eldaði matarrétt frá Palestínu og Hassan Boutarhroucht frá Suðureyri eldaði kúskús sem er réttur frá hans heimalandi Mar- okkó. Á myndinni æfa vestfirskir karlmenn magadans. Troðfullt á arabísku kvöldi Hjálmar Freysteinsson um starfslokasamning Byggðastofnunar: Það er margt sem miður fer, misklíð þarf að sætta, Byggðastofnun borgar þér best fyrir að hætta. Fyrsta hendingin er sótt til Egils Jónassonar á Húsavík, og segist Hjálm- ar geta hugsað sér að nota hana sem oftast. Stefán Vilhjálmsson lét ekki segja sér það tvisvar: Það er margt sem miður fer, má ég þetta reyna, býsna fjarri andinn er – ekki er því að leyna. Vísa Egils var svona: Margt er það sem miður fer og mætti ekki ber’á. Veiga í Skógum ólétt er eftir Jón á Þverá. Síðar gerði Egill yfirbót: Vísunni skal verða breytt, Veigu ekkert sér á. Átti sem sé aldrei neitt undir Jóni á Þverá. Margt fer miður pebl@mbl.is „STRÁKARNIR“ í Ríó-tríó, þeir Helgi Pétursson, Ólafur Þórð- arson og Ágúst Atlason, héldu útgáfutónleika á Græna hatt- inum á Akureyri í gærkvöld. Þeir félagar komu tímanlega til bæj- arins og notuðu tímann fram á kvöld til þess að skoða sig um í bænum. Með þeim í för var Hljómamaðurinn Gunnar Þórð- arson, sem spilað hefur með Ríó til fjölda ára. Ólafur Þórðarson er fæddur á Akureyri og bjó þar á sínum uppvaxtarárum, nánar tiltekið í Þorpinu og fóru þeir fé- lagar m.a. á æskuslóðir hans. Ólafur fæddist í húsi sem heitir Grund árið 1949 og bjó sín fyrstu ár í torfbæ, sem bar nafnið Garðshorn. Bærinn var stað- settur í hlíðinni neðan við húsið Melgerði en þar stendur nú að- eins grunnur eftir, sem faðir Ólafs byggði undir viðbyggingu við torfbæinn árið 1951. Faðir Ólafs lést árið 1952 og árið 1958 flutti móðir hans suður með hann og tvo bræður en tvö eldri systk- ini hans urðu eftir fyrir norðan. „Þetta var nú hálfgerð sveit á mínum uppvaxtarárum en það þótti nú ekkert tiltökumál að labba í bæinn. Á þessu svæði þekktust allir vel og hér höfðum við krakkarnir nóg fyrir stafni,“ sagði Ólafur. „Við þvældumst um allt og fórum m.a. í leiki og íþróttir á bökkum Glerár. Ösku- dagurinn er ógleymanlegur, enda mikið lagt bæði í búninga og söng fyrir daginn. Þá var líka alltaf mjög gaman á sjó- mannadaginn og á 17. júní.“ Annar þekktur tónlist- armaður, Engilbert Jensen úr Hljómum, tengist einnig þessu svæði, því að sögn Gunnars fé- laga hans Þórðarsonar, fæddist Engilbert í húsinu Melgerði. Það hafði Ólafur hins vegar ekki haft hugmynd um. Morgunblaðið/Kristján Sögustund í Glerárþorpi: Helgi Pétursson, Ágúst Atlason, Ólafur Þórðarson og Gunnar Þórðarson á grunninum sem faðir Ólafs byggði undir viðbyggingu við torfbæinn. Fyrir aftan þá stendur Melgerði. Sýndi félögunum æskuslóðirnar Tónlistarmenn NÝIR eigendur Hótels Selfoss, sem keyptu hótelið af þrotabúi Brúar hf. á þriðjudag, munu opna hótelið hinn 15. jan- úar 2004 undir rekstrarlegri stjórn Brúnáss ehf. Aðaleigendur Brúnáss eru Gísli Steinar Gíslason, Ólafur Auðunsson og Jón Gunnar Að- ils. Hótelið verður lokað á meðan gerðar verða endurbætur á húsnæði hótelsins við Eyrarveg 2 á Sel- fossi. Verið er að ganga frá ráðningu hót- elstjóra og yfirmatreiðslumanns. Brúnás hefur gert samstarfssamning við Flug- leiðahótel hf. um viðskiptasérleyfi sem fel- ur í sér að hótelið verður hluti af Ice- landair Hotels-keðjunni. Brúnás eignast Hót- el Selfoss STOFNAÐUR hefur verið áhugahópur um náttúruvernd, þar sem bæði eru ein- staklingar og fulltrúar félaga, sem efna til samstarfs til að vernda Langasjó, Skaftá og Skaftáreldahraun. Tilkynning frá hópn- um er birt á heimasíðu Skaftárhrepps í vikunni, og þar segir ennfremur: Langisjór er dýrmæt náttúruperla. Þar er óvenjuleg landslagsfegurð á ósnortnu víðerni. Skaftá kemur undan Skaftárjökli og nærir lífmikil vötn, ár og votlendi Skaft- árhrepps. Skaftáreldahraun er einstakt á heimsvísu, stærsta hraun sem runnið hef- ur í einu gosi á sögulegum tíma á jörðinni. Skaftáreldar höfðu ekki aðeins áhrif á líf Íslendinga heldur einnig á heimssöguna. Talið er að loftslagsbreytingar í kjölfar þeirra hafi átt þátt í uppskerubresti og neyð í Evrópu sem leiddi til lýðræðisbylt- inga. Nú hafa komið fram áform um að veita Skaftá í Langasjó, breyta honum í gruggugt uppistöðulón og flytja vatn úr Skaftá yfir í Þjórsá. Með þessu væri ómet- anlegum náttúru- og menningarminjum fórnað fyrir skammtímagróða. Í tilkynn- ingunni eru þeir sem vilja leggja lið vernd- un Langasjávar, Skaftár og Skaftárelda- hrauns bent á að þeir geti skráð sig á heimasíðunni www.langisjor.is. Talsmaður samstarfsins er Ólafía Jakobsdóttir, Hörgslandi 2 í Skaftárhreppi. Vilja vernda Langasjó, Skaftá og Skaft- áreldahraun ♦ ♦ ♦ Sauðárkrókur | Maraþondans 10. bekkinga í Árskóla fór nýlega fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, þar sem dansað var linnulaust í 26 klukkustundir. Andrúmsloftið síð- ustu mínúturnar var ólýsanlegt en þá voru langflestir nemendur í Efra–húsi mættir í félagsmiðstöðina ásamt starfsfólki, hópi foreldra og gesta, til að fagna með dönsurunum. Það má segja að stemmingin þar hafi einna helst líkst því sem gerist á árlegri dægurlagakeppni Kven- félags Sauðárkróks. Fjöldi gesta var samankominn til að fylgjast með og styðja dansarana og var dansað við undirleik lifandi tónlistar. Nem- endur höfðu æft undir stjórn Loga Vígþórssonar. Nemendur gengu í hús og fyr- irtæki að safna áheitum fyrir mara- þonið og fengu góðar viðtökur bæj- arbúa. Í félagsmiðstöðinni var rekið kaffihús og boðið var upp á súrsæt- an svínakjötsrétt sem hægt var að fá sendan heim. Allur ágóði af uppá- tækinu rann í ferðasjóð 10. bekkjar. Maraþon af ýmsu tagi hafa verið haldin í skólanum á hverju ári frá árinu 1987 og tekist mjög vel. Hægt er að skoða myndir og stutta myndbandsupptöku frá maraþoninu á heimasíðu Árskóla, www.arskoli.is. Maraþondans 10. bekkinga í Árskóla   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.