Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 21                                                   !    "    # $  %       &  ' &   &    & ( !    ') ( *  ( (    ') ( + ,#       & '  &    -     ( . /  0    -123       . /  0  &       + %&     ! " #               +                             !    4"    # $  %       &  ' &   &    & ( !   * ') ( *  ( (   * ') ( + ,#       & '  &    -     ( . /  0    $,5.       . /  0  &       + %&  6& '%      ( . /  0   0     . '    1! '(    7       &    ( &  8      ' & '%       Miðbær | Íbúar og eigendur lóða og fasteigna á skipulagsreitnum milli Lindargötu, Hverfisgötu, Vatns- stígs og Frakkastígs, sem kenndur er við „gamla Ríkið“, eru ósáttir við borgaryfirvöld vegna nýrra tillagna að deiliskipulagi, sem íbúar segja í engu samræmi við hugmyndir um samráð við íbúa. Ennfremur séu skipulagshugmyndir borgaryf- irvalda í hrópandi ósamræmi við það mynstur byggðar og útlit húsa sem fyrir er. Flest húsanna á svæð- inu eru frá byrjun 20. aldar. Íbúum var tilkynnt um þessi áform með bréfi frá skrifstofu Skipulags- og byggingasviðs, dagsettu tuttugasta október síðastliðinn. Borgarstjóri sagði í ræðu við opnun nýrrar verslunar við stúd- entagarðana, 25. október síðastlið- inn, að áform væru uppi um bygg- ingu stúdentagarða á Lindargötureit og fyrir lægi að borgin eignaðist lóðirnar á reitnum. Þessi ummæli birtust í Stúdenta- blaðinu og segja íbúar svæðisins það hafa verið í fyrsta skipti sem þeir heyrðu um þessi áform borg- arinnar. Í Stúdentablaðinu, sem kom út 1. nóvember, segir borg- arstjóri meðal annars frá því að gert sé ráð fyrir um hundrað stúd- entaíbúðum við Lindargötu í deil- skipulagi sem þá væri verið að kynna fyrir hagsmunaaðilum. „Þessi áform eru hluti þeirrar stefnu að þétta byggðina í borg- inni,“ sagði borgarstjóri í Stúdenta- blaðinu. Ekki í takt við aðliggjandi byggingar á reitnum Megininntak hins áformaða deili- skipulags er þrír fyrirferðarmyklir húskroppar sem staðsettir eru í miðjum reitnum ásamt tveimur stórum bílastæðum fyrir samtals 49 bíla. Í athugasemdum arkitektastof- unnar Glámu Kíms kemur fram að hverfið muni bera sterk einkenni bílastæðis og húskroppar „stúd- entaíbúðanna“ ekki í takt við að- liggjandi byggingar. „Ekki er gefið til kynna hvaða þakform, yfirbragð, efnisnotkun eða áferð umræddar byggingar beri,“ segir meðal annars í úttekt Glámu Kíms. Einnig er gagnrýnd sú staðreynd að ekkert skuggavarp fylgi tillögunni auk þess að engin rök séu færð fyrir því að byggja íbúðir fyrir stúdenta inn- an reitsins. Þessar þreifingar borgarinnar með reitinn eru ekki nýjar af nál- inni, en árið 2001 kom fram tillaga um að rífa ætti næstum öll húsin á reitnum til að rýma fyrir fjölbýlis- húsum. Málið aðeins á frumstigi Þórólfur Árnason borgarstjóri segist skilja áhyggjur íbúanna, en málið sé allt enn í vinnslu. „Öll þétt- ing byggðar þýðir breytingar og öll þróun íbúðabyggðar hefur alltaf verið breyting frá einhverju sem áður hefur verið. Við munum fara yfir athugasemdir íbúa, samkvæmt skipulagslögum. Málið er í eðlileg- um farvegi, þar sem öll sjónarmið eru metin og skoðuð saman.“ Þórólfur segir Félagsstofnun stúdenta hafa sýnt mikinn áhuga á því að stúdentar fengju aðstöðu í miðborginni. „Þar má nefna sjón- armið eins og nágrenni við Listahá- skólann og Landspítalann – há- skólasjúkrahús og auk þess er stutt í Vatnsmýrina frá miðborginni. Þjónusta nýtist betur með þéttingu byggðar og verður öflugri í mið- borginni. Þetta er til mikilla hags- bóta fyrir núverandi íbúa,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé pólí- tísk stefna Reykjavíkurlistans að þétta byggð og þessar hugmyndir séu í góðu samræmi við þá stefnu. Þórólfur telur áhyggjur af útliti húsanna ótímabærar. „Húsin hafa ekki enn verið hönnuð, deiliskipulag tekur ekki til hönnunar, heldur til byggingamagns. Ég treysti því að hönnun verði falleg og öllum til ánægju og yndisauka,“ segir Þór- ólfur að lokum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygginga- nefndar, undirstrikar að um sé að ræða hagsmunaaðilakynningu. Þetta sé fyrsta kynning til íbúanna á nýjum hugmyndum eftir að þeir höfnuðu, fyrir tveimur árum, mjög róttækum hugmyndum í anda Skuggahverfisbyggðarinnar sem nú rís í næsta nágrenni.„Við erum að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þau settu fram árið 2002 um lægri byggð. Þau sjónarmið voru vel rök- studd og borgaryfirvöld féllust á þau á sínum tíma,“ segir Steinunn. Áform um stúdentaíbúðir og bílastæði á Lindargötureit Morgunblaðið/Jim Smart Umræddur reitur á milli Hverfisgötu, Vatnsstígs, Lindargötu og Frakkastígs. Á svæðinu er að finna nokkur mjög reisuleg hús og einnig nokkur í niðurníðslu. Borgin hefur keypt upp nokkur hús á reitnum til niðurrifs. Íbúar uggandi yfir skipulagsáformum Húsið við Hverfisgötu 55 var reist á öndverðri síðustu öld. Það brann fyrir nokkrum árum og endurbyggðu íbúar það við ærinn tilkostnað. Fjölmiðlanotkun barna og unglinga Vanrækja foreldrar börn sín þegar kemur að fjölmiðlum? Þýsk-íslenska félagið Germania kynnir hádegisverðarfyrirlestur dr. Christians Pfeiffers um fjölmiðlanotkun barna og unglinga. Í fyrirlestrinum ræðir dr. Christian Pfeiffer um þróunina í Þýskalandi sem orðið hefur á notkun barna og unglinga á fjölmiðlum. Christian Pfeiffer hefur tengt athuganir sínar við frammistöðu barna og unglinga í skóla og kemur í ljós að drengir standa sig æ verr í skólanum en stúlkur. Staður og stund: Mánudagur 17. nóvember kl. 12:00-13:15 á Grand Hóteli Reykjavík (Setrið). Aðgangseyrir kr. 1.450. Innifalið í því verði er súpa, brauð, salat og kaffi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 864 3448 eða með tölvupósti á netfangið asgegg@tv.is. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Afbrot og ofbeldi unglinga Samanburður á 10 löndum í Evrópu 17. nóvember kl. 16:00 í Háskóla Íslands, aðalbyggingu, stofa 1. Aðgangur ókeypis. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Félag félagsfræðinga og Germania kynna fyrirlestur dr. Christians Pfeiffers um afbrot og ofbeldi unglinga. Í fyrirlestrinum verður greint frá niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á þessu sviði sem fór fram í 10 löndum Evrópu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Um fyrirlesarann Dr. Christian Pfeiffer er lögfræðingur og forstöðumaður rannsóknastofnunar í afbrotafræði (KFN) í Hannover. Hann gegnir einnig starfi prófessors í lögfræði við Háskólann í Hannover. Dr. Christian Pfeiffer var dómsmálaráðherra þýska sambandsríkisins Neðra-Saxlands á árunum 2000-2003. Dr. Christian Pfeiffer Félag félagsfræðinga SIGURÐUR Þór Sigurðsson, íbúi á Hverfisgötu 55, segir þá óvissu sem borgin skapar með sífelldum þreif- ingum, uppkaupum og áformum um niðurrif lama íbúana og gera þeim mjög erfitt að fegra umhverfi sitt. „Við værum til dæmis löngu búin að laga girðingarnar hér og gera ým- islegt fyrir svæðið ef við vissum að við fengjum frið til þess. Auk þess kaupa einhverjir hákarlar sum hús- in og halda þeim ekki við og leyfa þeim að drabbast niður. Borgin heldur okkur í óvissu og ótta og um leið nota þeir hrörlegt ástand þess- ara húsa til að réttlæta hugmyndir sínar í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt hér á svæðinu. Það er ekkert vit í því að reisa einhverja fjögurra og fimm hæða stúdenta- kumbalda á svona gömlu og fallegu svæði, það er algerlega úr takt við umhverfið á þessum reit,“ segir Sig- urður, en hugmyndir borgaryf- irvalda um breytingar á svæðinu fela meðal annars í sér mikla rösk- un á lóðarmörkum margra húsa, þar á meðal Hverfisgötu 55. Annar íbúi á svæðinu segir allt tal um samráð við íbúa vera brandara. Aðspurður hvernig hann kysi að borgin stæði að samráði svarar hann því til að íbúar hafi meðal ann- ars tilnefnt Glámu Kím sem sinn málsvara í einhvers konar samræð- um um framtíð svæðisins. „Við höf- um ekkert á móti uppbyggingu í samræmi við tillögur aðalskipulags og jafnvel einhverjum göngustíg- um, en þetta verður allt að vera í takt við svæðið og í samrými. Vinnubrögð borgarinnar virðast snúast um valdboð frekar en sam- ræður.“ Hugmyndirnar algerlega úr takt við umhverfið SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.